Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 26
- •Twmgryw 26 E SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Fermingarmyndir PETUR PETURSSON LJÓSMYNDASTÚDÍÓ LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624 DreifingaraðUh KROSSINN Skínandi fögur fermingargjöf Tákn heilagrar þrenningar Til styrktar blindum Fœst um allt land Btíndrafélagið SAMTÖK BLINDRA OG SJÓNSKERTRA Á ÍSLANDI Hamrahlíð 17, Reykjavík S. 525-0000 - kjarni málsins! Ætlar að fermast borgaralega og vera í kjól af mömmu sinni Morgunblaðið/Halldór BRYNJA Björnsdóttir með fermingarkjólinn sinn sem mamma hennar, Áslaug Óttarsdóttir, átti þegar hún var fimmtán ára. APÁLMASUNNUDAG, 31. mars næstkomandi, verður Brynja Björnsdóttir fermd borg- aralega í ráðhúsi Reykjavíkur. „Ég fór í nokkra tíma hjá sóknarprest- inum en ég fann mig bara ekki og var að hugsa um að sleppa því að fermast. Þá mundi ég að stelpa sem ég þekki hafði fermst borg- aralega fyrir tveimur árum svo ég aflaði mér upplýsinga um það og ákvað að fermast heldur borgara- lega,“ segir hún. - Hvernig tóku foreldrarnir þessari ákvörðun þinni? „Þau sögðu bara að ég væri sjálfstæð og það væri ágætt. Þau tóku þessu bara vel. Eins og ástandið er í þjóðkirkj- unni núna þá er ég eiginlega fegin að ég fór þessa leið. Ég er trúuð og þessi ákvörðun mín á ekki að breyta neinu um það. Sú fræðsla sem við fáum sem fermumst borg- aralega höfðar einfaldlega betur til mín núna. Við höfum til dæmis verið í umhverfisfræðslu, heim- speki og kynfræðslu. Við hittumst einu sinni í viku og til okkar kemur fólk sem heldur fyrirlestra og síð- an erum við stundum í hópvinnu. Mér finnst skemmtilegast þegar við megum taka þátt í samræðum eða vera í hópvinnu því þá kynn- umst við innbyrðis. Það á ekki eins vel við mig að sitja undir fyrirlestr- um. Ég þekkti engan nema einn strák þegar ég byrjaði að sækja tíma en við höfum síðan farið sam- an á diskótek og borðað pizzu og þá kynntumst við aðeins." - Þú ætlar að halda veislu? „Já, þetta verður alveg eins og venjulega fyrir utan athöfnina sjálfa. Mér finnst allt tilstandið annars vera óþarfi. Það er ekki heldur beint umhverfisvænt að vera að nota allar þessar servíett- ur. Mér finnst það út í hött að kaupa einhverjar sérstaklega merktar servíettur fyrir ferminguna sem fólk þurrkar sér á og hendir svo. Það er helst að ég vilji fara til Ijósmyndara, því myndirnar get- ur verið gaman að eiga seinna." í veislunni verður fjölskylda hennar og vinkonur. Hún verður haldin í Kaffileikhúsinu, en Brynja segist lítið fylgjast með undirbún- ingi veislunnar, mamma hennar stjórni því alfarið. - En hvað langar hana í ferm- ingargjöf? „Snjóbretti,“ segir hún án um- hugsunar en bætir strax við að annars sé sér alveg sama. „Ég er alls ekki að fermast til að fá gjafir." Brynja verður í kjól á fermingar- daginn og það sem er sérstaklega skemmtilegt við það er að mamma hennar átti hann þegar hún var fimmtán ára. „Hann er stuttur með hvítum kraga og bláum engl- um. Mér finnast fermingarfötin í ár ekki flott." - Eyðirðu miklu í föt? „Já og nammi líka,“ segir hún og brosir. Hún vinnur sér hinsveg- ar fyrir þessu, passar fyrir pabba sinn á kvöldin og um helgar og fyrir mömmu sína líka. Þegar hún er spurð hvort hún sé dugleg að leggja fyrir segist hún ekki vera dugleg við það og eyðir talinu hið fyrsta. Fötin kaupir hún aðallega í Frikka og dýrinu, Flaueli, Spútnik eða á flóamarkaði Hjálpræðis- hersins. Hún stundar tennis þegar hún er ekki í skólanum eða að vinna og svo er hún í leiklistarhópnum Sjeikspírurnar sem er til húsa í Kramhúsinu. „Við fórum á nám- skeið til Svíþjóðar síðasta sumar, vorum á ýmsum námskeiðum og kynntumst mörgum sem við erum að skrifast á við núna. Það er rosa- lega skemmtilegt að vera í þess- um leiklistarhópi," segir hún að endingu. Fermist í kaþólskum sið fermingarbarna sem fermast í vor að kaþólskum sið í Landakots- kirkju. Haukur hefur verið kórdrengur í kirkjunni og er auk þess í ungl- ingafélagi kaþólsku kirkjunnar, PÍLÓ. Síðasta sumar fór Haukur í pílagrímsferð með PÍLÓ til Spánar ásamt um 30 öðrum félögum sín- um. Þeir gengu um 600 km leið til hinnar helgu borgar Compostela. |INNA er lagt upp úrferming- unni í kaþólskum sið en lúterskum. Þegar kaþólikkar eru átta ára gamlir ganga þeir fyrst til altaris, sem er staðfesting þeirra á skírninni eins og ferming- in er hjá lúterskum. Engu að síður halda kaþólikkar með svipuðum hætti upp á þessi tímamót hvað varðar veisluhöld og gjafir. Haukur Sigmarsson er í hópi um 20 Haukur kveðst telja að undir- búningurinn fyrir ferminguna sé strangari innan lútersku kirkjunnar en þeirrar kaþólsku en altaris- gangan sé mikilvægari fyrir kaþól- ikka. „Við mætum í safnaðarheimilið og lesum upphátt úr Biblíunni einu sinni í viku allan veturinn. Við biðj- um líka og skrifum niður bænirn- ar. Við fórum líka í sumarbúðirnar í Ölveri, bæði fermingarhópurinn og yngri og eldri krakkar. Við nenntum nú ekki í heita pottinn en við vorum í fótbolta innan- og utan- húss og spiluðum inni í salnum," sagði Haukur. Pílagrímsferð tíl Compostela Prestur í Landakots- kirkju er séra Jakob Ro- land. Haukur fermist 21. apríl. Síðastliðið sumar fór Haukur í pílagrímsferð með PÍLÓ. „Við flugum til Barcelona og gistum á tjaldsvæði fyrir utan borgina. Þaðan héldum við fót- gangandi sérstaka pílagrímsleið í gegnum margar borgir á Spáni. JUómaski servíettnr tini Einnii mikið kertí úrval ^LaJafavofu HAUKUR Sigmarsson. Einn daginn gengum við 20 km. Við íslendingarnir gengum alltaf í siestunni, heitasta tíma dagsins, þegar allir aðrir gerðu hádegishlé. Líklega var þetta erfiðasti tíminn til þess að ganga en við létum það ekki á okkur fá. Það voru hátt í 30 manns á göngunni," sagði Haukur. Hópurinn var þrjár vikur í píla- grímsferðinni, þar af var hvílst í nokkra daga. Á leiðinni fór hópur- inn með bænir og kom við í mörg- um kirkjum á leiðinni. „Þegar við komum til Compo- stela fórum við inn í dómkirkjuna og föðmuðum að okkur styttuna af heilögum Jakobi og fengum þar með syndaaflausn. Við sungum inni í kirkjunni og kirkjugestir gláptu bara á okkur. Það voru allir í sjöunda himni, við óskuðum hver öðrum til hamingju með áfangann og sumir grétu af geðshræringu," sagði Haukur. Hann sagði að ferðin hefði ver- ið mikil upplifun og nú ráðgerði PÍLÓ að fara aftur í slíka ferð árið 1999. Haukur segist ekki vera mjög trúaður þrátt fyrir allt. „Ég hef svo mikið að gera. Ég er æfi körfu- bolta með KR og svo er ég að reyna að vera plötusnúður. Ég æfi mig heima og í félagsmiðstöð- inni í Frostaskjóli. Ég spila aðal- lega hiphop, jungle- og teknó-tón- list. Ég þarf miklu meiri æfingu áður en ég get farið að leggja þetta fyrir mig,“ sagði Haukur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.