Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 28
28 E SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Fermingargjöfin sem vermir Peysurnar frá mmm eru komnar í miklu úrvali Verð frá kr. 6.995 Islensk framleiðsla Sendum í póstkröfu Landsins mesta úrval af myndavélum og fylgihlutum RAMMA GERÐIN Hafnarstræti 19 sími 551 1122. BAKPOKAR HÆGT er að velja um mismunandi tóna og upp- stillingar í fermingarmyndunum hjá Tímaspegli. ÁTTA myndir og ein stór stækkun kostar 9.500 kr. EITT af því sem fylgir fermingar- undirbúningnum er að fara á Ijósmyndastofu og festa ferm- ingarbarnið á filmu, helst í öllum hátíðarskrúðanum, strákarnir vatnsgreiddir og stúlkurnar með uppsett hárið, allt eftir nýjustu tísku. Margir kannast við þessar uppstilltu fermingarmyndir uppi í hillum hjá foreldrum eða ömmu og afa. Þar fá þær að eldast í friði og ró. Sumir kannast líka við að myndirnar hverfa ofan í skúffur um leið og nýrri myndir bætast í safnið af viðkomandi einstakl- ingi. Ný Ijósmyndastofa hér í bæ, Tímaspegill á Lindargötu 50, er rekin af tveimur Ijósmyndurum sem vilja bjóða upp á annars konar myndatökur en almennt tíðkast. Fríða Jónsdóttir og Berglind Björnsdóttir lærðu Ijós- myndun í Breward Community College í Flórída. Aðalkennari þeirra í Breward var Roland Mill- er, sem starfar nú við Ijósmynd- un hjá NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna. Krakkarnir hafa hönd íbagga „Fermingarmyndin er í mörg- um tilfellum síðasta myndatakan af barninu. Okkur finnst alltof algengt að fermingarmyndirnar hafni ofan í skúffu og ég held að krakkarnir séu ekki alltaf ánægðir með þær,“ segir Fríða. Berglind segir að Tfmaspegill bjóði upp á myndatökur þar sem krakkarnir fái sjálfir að hafa hönd í bagga með. Fermingar- börnin koma fyrst í viðtal á Ijós- myndstofuna og þar er lagt á ráðin um hvernig myndin eigi að vera. Þau fá að skoða möppu með mismunandi uppstillingum og mismunandi grófleika í filmu. Sumir vilja fíngerðar myndir en aðrir grófar og auk þess er boð- ið upp á mismunandi tóna í myndum. Hægt er að velja á milli svart/hvftra mynda og lit- mynda. Fermingarbörnin geta líka haft eitthvað persónulegt með sér á myndunum, bangsann sinn eða raunar hvað sem er. Boðið er upp á mynda- tökur utanhúss, í stúdíói eða inni á heimilum fermingarbarnanna. „Strákarnir hafa fæstir, held ég, áhuga á þvf að láta taka af sér mynd í fermingarkyrtli. Sumir vilja vera f töff- aralegum stellingum á mótor- hjóli og aðrir vilja kannski vera í búningi síns knattspyrnuliðs," segir Fríða. Tímaspegill býður einnig upp á ráðgjöf til fermingarbarnanna um fataval eða annað sem til- heyrir ijósmynduninni. Fermingarbörnin fá átta Ijós- myndir af sér í staðlaðri stærð og eina stóra stækkun. Myndirn- ar eru f sérgerðum möppum úr bylgjupappír. Fermingarmynda- taka hjá Tímaspegli kostar 9.500 kr. fenmBqarmafiE' MUNIÐ GJAFAKORTIN þaufáslíByggtogBiiiö SVEFNPOKAR - BAKPOKAR - TJÖLD óflegar og hagnýtar fermingargjafir SVEFNPOKAR ÚTILÍFf GLÆSIBÆ . SÍMI 581 2922 Nikon, Canon, Minolta, Olympus, Konica, Ricoh, Samsung, Sigma FOTO Myndavéla- viðgerðir, Skipholti 50B, sími 553 9200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.