Morgunblaðið - 19.03.1996, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.03.1996, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 13 wALGEkÐUR s. jdtmsddttir /'SKOLASTAORI ElfUAR THORODDS HALS-. WEF- OCæVRWAUEKNlR „HOLLUR MORGUIMVERÐUR BÆTIR EINBEITINGU. ÚTHALD OG IMYNDUNARAFL BARNA“ Rétt fœðuefni eru lykilatriði þess að viðhalda hreysti og heilbrígði, andlegu jafnvœgi og líkamlegum styrk. Eitt helsta fœðuefni Ukamans er kaJk og á meðan tennur og bein barna og ungtinga eru að vaxa er kalkrík fœða afar nauðsynleg. I þeim efnum er morgunverðurinn sérstaklega mikil- vœgur. Hann gegnir mikilvœgu hlutverki ídaglegu fœðumynstri fólks á öllum aldri og er að margra mati mikilvægasta máltíð dagsins. Þetta á þó sérstaídega við um böm, enda hefur innihald morgunverðarins bein og ótvírœð áJirífá tiðan þeirra, úthald og velgengni í náml Samkvæmt nýlegri könnun Manneldisráðs fær sá hópur nemenda sem borðar morgun- verð sjaldan eða aldrei umtalsvert minna magn allra nauðsynlegra næringarefna á dag en hinn hópurinn sem yfirleitt borðar morgunverð. Barn sem borðar morgun- verð 5 sinnum í viku eða oftar fær að meðaltali 50% meira af bætiefnum í dag- legu fæði sínu en barn sem borðar morgunverð sjaldan eða aldrei. Áœtluö meðalorkuþörf barna l-IOára \ Aldur Kkal/dag 1 -3 ára 1300 4-6 ára 1700 7-10 ára 1950 Morgunverðurinn ásamt nesti um miðjan morgun œtti að sjá barninu fyrir u.þ.b. jjórðungi af daglegri orkuþörf þess. Lifrin geymir varaforða líkamans af orku (glúkósa). Lifur barna er miklu minni en lifur fullorðinna en heilinn er hins vegar qæstum jafn stór. Þetta misræmi veldur því að börn hafa lítið af aukanæringu fyrir heila og taugakerfi og þurfa því að borða oftar en fullorðnir. Misgóðir kostir: 1. Að sleppa morgunverðinum Enginn vill senda börnin sín af stað í amstur dagsins á fastandi maga. Þau hafa ekkert borðað í 10-12 klukkustundir. Ef þau eru úrill og eirðarlaus þegar þau leggja af stað má nærri geta hvort líðanin batnar þegar í skólann er komið. 2. Að fá sér „skammgóðan vermi“ Lélegur morgunverður er betri en enginn. En próteinsnauður morgunverður sem inniheidur mikið af auðmeltum sykri er skammgóður vermir f bókstaflegum skiln- ingi. Hann veldur því að blóðsykurinn eykst hratt f fyrstu en minnkar aftur á skömmum tíma og er kominn undir eðlileg mörk aðeins 2-3 klukkustundum eftir að morgun- verðar er neytt. 3. Að borða staðgóðan morgunverð Hollur morgunverður tryggir að blóðsykurinn nær fljótlega eðlilegum styrk og heldur honum lengi. Auk þess fær barnið stóran hluta þeirra bætiefna sem það þarfnast á degi hverjum. Blóðsykurmagn Eðlileg mörk ► Tími Blöðsykurinn svciflast Blóðsykurmagn Eðlileg mörk -► Tími lUóðsykurinn í jafn vtcgi Mœldu snerpuna! Til gamans er hér tilraun til þess að macla viðbragðsjlýti. Félagi þinn heldur reglustiku á lofti þannig að hún vísar beint niður. Þú lætur þumal og vísifingur bera við núllið á neðri enda stikunnar, án þess þó að snerta hana (fmgurgómamir eiga að vera 1 smfrá stikunni). Horfðu á hönd félaga þíns og vertu viðbúin(n) að grípa þegar stikunni er sleppt. Talan sem þú heldur um að tilraun lokinni segir til um viðbragðstíma þinn. Prófið snerpuna eftir staðgóðan morgunverð með mjólk og berið hana saman við snerpuna þegar þið komið svöng heim úr skólanum! Mjólkin bœtir námsárangur! Það gefur auga leið að svangt barn er ekki mjög móttækilegur nemandi. Þetta hefur verið staðfest með rannsóknum, þar sem borin eru saman börn sem fá staðgóðan morgunverð og börn sem borða engan eða innihaldslítinn morgunverð. „Morgunverðarbörnin“ hafa: • meiri vinnuhraða og úthald • betri einbeitingu og rökhugsun • auðugra únyndunarafl Helstu heimildir: Laufey Steingrimsdóttir o.fl.t Hvað borðar íslensk œska? (Manneldisráð fslands, 1993). A. F. Meyers o.fl.: School breakfast programme and school performance, American Joumal of Diseases of Children, 143, 1989. E. Pollitt o.fl.: Fasting and cognitive functioning, Joumal ofPsycltiatric Research, 17,1983. Á IMS - aUa œvi! MJÓLK ER GÓÐ ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR HVlTA HÚSIÐ / SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.