Morgunblaðið - 19.03.1996, Síða 37

Morgunblaðið - 19.03.1996, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 37 það kallað ofríki og jafnvel ofbeldi af þingmanni Alþýðuflokksins! For- vígismenn minnihlutans hóta lög- sókn á þeirri forsendu að ólöglega hafi verið staðið að undirskriftasöfn- uninni. Hreppsnefnd veigrar sér við að halda almennan hreppsfund um málið þrátt fyrir mánaðargamalt loforð um slíkt og hefð fyrir slíkum fundi í desembermánuði. Svona mætti áfram telja í upptalningunni á miður skemmtilegum einkennum þessa máls. Ég ætla að varpa fram nokkrum spurningum varðandi þátt hins op- inbera í málinu: A) Hvenær má vænta þess að yfir- völd taki af skarið við lausn þessar- ar deilu? B) Er ekki kominn tími til að ráð- herrar samgöngu- og umhverfis- mála beiti sér frekar við lausn máls- ins? C) Eigum við íbúar sveitarfélagsins að trúa því að þingmenn kjördæmis- ins ætli sér að láta fresta lagningu þessa vegar og viðhalda með því þessu óþolandi ástandi sem ríkt hefur í sveitarfélaginu s.l. ár? Það er að mínu áliti skynsamlegt að þingmenn kjördæmisins fari aðrar leiðir en Gísli Einarsson til lausnar deilunni. Það bætir ekki það slæma ástand sem fyrir er að þingmaður skuli leyfa sér að lítils- virða meirihluta hreppsbúa líkt og Gísli gerði með stóryrðum í sjón- varpinu í s.l. viku. Gísli Einarsson veit að hann tapar ekki mörgum atkvæðum í okkar sveit, enda er um gamalgróið bændasamfélag að ræða. En ég mundi veðja á að vænlegra væri fyrir hann að slá sig til riddara á öðrum vettvangi en þessum. Vegagerð til framtíðar, líkt og hér er til umfjöllunar, er ekki einka- mái íbúa á því staðbundna svæði sem um ræðir. Það er því að mínu áliti æskilegt að sveitarstjórnir ná- grannahreppanna og aðrir hags- munaaðilar láti meira frá sér heyra um þetta mál. Bættar vegasam- göngur eru lífsspursmál fyrir upp- sveitir Borgarfjarðar og það væri sorglegt ef niðurstaða þessa máls yrði sú að umræddur vegur yrði ekki lagður. Með þeirri von að stjórnarþing- menn kjördæmisins og viðkomandi ráðherrar geri nú eitthvað í þessu máli, læt ég hér staðar numið. Reykholtsdal, 18. mars 1996. Höfundur er íbúi Reykholtsdals- hrepps ognemandi við Samvinnu- háskólann á Bifröst. allt, útsetur og spilar, og það mátti glöggt heyra á nýjum lögum sem hljómsveitin viðraði að hann er að velta ýmsu fyrir sér í tónlistinni. Þegar best lét var tónlistin gríp- andi og harkalegur takturinn og drynjandi bassinn hristu lausar tannfyllingar og af gestum öll bönd. Á milli komu svo lög sem ekki gengu upp, til að mynda þriðja 'ag sveitarinnar, hallærislegt þungarokk. Mesta stemmningin var undir lokin þegar Firestarter heyrðist og síðan lokalag fyrir uppklapp sem var gamli slagarinn No Good, en hljómaði nú daufur og máttlaus eftir það sem á undan var gengið. Áheyrendur kunnu vel að meta rafeindarokkið og reyndar var stemmningin meiri í Höllinni en áður hefur sést þar á tónleikum, eða að minnsta kosti ekki síðan Led Zeppelin hrærðu í kollum aðdáenda sinna. The Prodigy er Led Zeppelin nýrrar kynslóðar (umslag smáskífunnar nýju minnir reyndar glettilega á Zeppelin) sem skemmti sér hið besta. Ólvun var sáralítil, en þegar allt var um garð gengið slöguðu margir örmagna eftir að hafa dansað og hoppað og hrópað í hálfan annan tíma linnu- laust. Hollt hefði verið fyrir ís- lenskar poppdanssveitir og al- menna poppara að sjá The Prodigy trylla lýðinn og gríðarlega sefjun- ina. Árni Matthíasson GREINARGERÐ UM HVAÐ SNYST SKOLA- DEILA MÝVETNINGA? MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi greinargerð frá meiri- hluta sveitarstjórnar Skútustaða- hrepps: Laugardaginn 24. febrúar s.l. birtist viðtal í dagblaðinu Degi, við Björn Bjarnason menntamálaráð- herra undir fyrirsögninni, „Þrýsti- og hagsmunapólitík ekki rétta leið- in“. Þar er komið víða við. Skóla- mál í Mývatnssveit bar m.a. á góma. Eftir ráðherranum eru höfð ummæli sem ekki er fært að láta ósvarað. Hann segir: „Þar (í Mývatnssveit) eru átök innan sveitarinnar um skóla- haldið sem snúast kannske ekki fyrst og fremst um skólamál, heldur stöðu sveitabyggðarinn- ar gagnvart þéttbýliskjarna sem hefur myndast." Af hálfu meirihluta sveitar- stjórnar snýst málið einvörðungu um skólamál. Vilji sveitarstjórnar- innar til að kenna 70 barna nem- endahóp sveitarinnar á einum stað snertir bæði hinn faglega og fjár- hagslega þátt skólahaldsins, og þeim mun báðum betur borgið nái stefna sveitarstjórnar fram að ganga. Þéttbýlið hefur ekki hag af því að veikja stöðu dreifbýlisins. Hvort um sig þarf á hinu að halda. Sú skoðun að byggðin veikist með því að grunnskólahald verði á ein- um stað í sveitinni er draugur sem nærist á skammsýni. Það sem veik- ir byggðina er að ekki skuli takast að setja deiluna niður. Blaðamaður spyr hvort ráðherra fínnist: „tregða sveitarstjórnar Skútu- staðahrepps til að afgreiða Jöfn- unarsjóðsframlag til einkaskól- ans eðlileg“. „Mér fínnst sveitarstjórnin hafa sett skilyrði sem eru óeðlileg. Ég get ekki leynt þeirri skoðun minni. Það er ljóst að sveitarfé- lagið á rétt á fé úr Jöfnunar- sjóði vegna skólaaksturs, og það á að skipta því þannig að einka- skólinn fái hlutdeild sína í þess- um fjármunum án þess að binda það einhverjum skilyrðum.“ Énnfremur segir ráðherrann: „Þarna virðist mér fé vera notað til að fá fólk til að ganga gegn sannfæringu sinni að nokkru leyti.“ Þessi ummæii ráðherra eru í meira lagi furðuleg. Honum er vel kunnugt um að í 56. grein laga um grunnskóla nr. 66/1995 stend- ur: „Einkaskólar eiga ekki kröfu til styrks af almannafé." í janúar s.l. úrskurðaði Félags- málaráðuneytið að ef Skútustaða- hreppur vildi styrkja einkaskólann að Skútustöðum gæti hann sótt framlag úr Jöfnunarsjóði til þess. Ráðherranum á að vera ljóst að einkaskólinn á hvorki hlutdeiid í fjármunum Jöfnunarsjóðs né sveit- arsjóðs. Það er því ekki um að ræða að einkaskólanum sé greidd einhver hlutdeild sem hann á af almannafé eins og skilja má á ráð- herra. Að mati meirihluta sveitarstjórn- ar er óskynsamlegt að hugsa sér að tveir skólar fyrir samtals 70 nemendur verði reknir í hreppnum til frambúðar. Það liggur fyrir að rekstur einkaskólans gerir sveitar- félaginu fjárhagslega erfiðara að uppfylla lagaskyldu um rekstur grunnskóla á vegum sveitarfélags- ins. Vart getur talist eðlileg krafa að sveitarstjóm beiti sér fyrir að útvega einkaskólanum rekstrarfé og stuðla þannig að áframhaldandi rekstri hans. Slíkt mun íþyngja skattgreiðendum í Mývatnssveit í nafni einkarekstrar. Ef einhverjir vilja ekki nýta þá skólaþjónustu sem sveitarfélagið býður er þeim það frjálst svo fremi að lög um skólagöngu barna séu uppfyllt, en þeir eiga ekki rétt á greiðslum af almanna fé, til að fara eigin leiðir. Akstursleið 1 ^ = 22,4 km: Laxárbakki - Reykjahlið Akstursleið 2 = 10,4 km: Baldursheimur - Gautlönd - þjóðvegur ;■ Græna- uatn r Akstursleið 3 = 1,2 km: Gænavatn - þjóðvegur N Vegalengdir vegna skóla- Baidursheimur| aksturs íMývatnssveit við að koma skoðunum sínum á framfæri. Flesta skortir upplýs- ingar um staðreyndir málsins til að geta áttað sig á því. Þegar svo er komið að menntamálaráðherr- ann virðist í þeim hópi, þykir full ástæða til að það komi skýrt fram hver stefna sveitarstjórnar er og hvað hún felur í sér fyrir skólann og nemendurna. Sveitarstjórn hefur ákveðið að stuðla ekki að rekstri einkaskóla í hreppnum. Sveitarstjórn telur að grunnskóli Skútustaðahrepps bjóði fullnægjandi aðstöðu til grunn- skólanáms fyrir alla nemendur í hreppnum. Þetta er m.a. byggt á eftirfarandi: 1. Skipting 70 barna nemenda- hóps í hreppnum leiðir til verulega aukins kostnaðar sveitarsjóðs við rekstur grunnskóla. 2. Faglegar ráðleggingar fræðsluskrifstofu eru, að samein- ing nemendahópsins undir einu þaki skapi m.a. möguleika til meira hagræðis í skólastarfinu og stuðli að betri nýtingu á vinnu kennara. 3. Skólaakstur verður ekki lengri en gengur og gerist víða í dreifbýli og nemendum er boðinn samfelldur vinnudagur. Skólaakst- ur og vinnudagur nemenda gæti orðið með eftirfarandi hætti: a) Akstur: Líklegt er að stefna sveitar- stjórnar nái ekki fram að ganga á þessu skólaári. Því vill sveitarstjórn nýta aðstöðu sína til að létta kostn- að, sem þegar hefur verið til stofn- að, hjá þeim foreldrum sem lýsa því yfir að þeir muni ekki eftir þetta skólaár sækja um styrk af almannafé til sveitarstjórnar vegna 'reksturs einkaskóla að Skútustöð- um. Með þessu móti telur sveitar- stjóm að hún stuðli að því að dreg- ið verði úr fjárhagstjóni viðkom- andi foreldra, sem ákvörðun um notkun einkaskólans gæti bakað þeim, og líklegra verði að stefna sveitarstjórnar um einn grunnskóla í hreppnum nái fram að ganga. Það eru dapurleg ummæli úr munni menntamálaráðherra að ver- ið sé að kaupa skoðanir fólks að einhverju leyti fyrir peninga. Sú spuming getur eins vaknað hvort sveitarstjórn eigi að selja sína skoð- un fyrir peninga frá Jöfnunarsjóði eða hvort ríkisstjórnin standi í kaupum á skoðunum fólks við gerð fjárlaga hveiju sinni. Varafulltrúi í minnihluta sveitar- stjórnar beindi þeirri fyrirspurn til Félagsmálaráðuneytisins, hvort það stæðist lög að skilyrða styrk- veitingu til einkaskólans. Félags- málaráðuneytið kveður ekki upp úr með það, en telur þau skilyrði, sem sveitarstjórn setti á fundi 29. janúar, óeðlileg gagnvart viðkom- andi einstaklingum. Vísað er m.a. til athugasemda með 12. gr. frum- varps til stjórnsýslulaga þar sem lögð er áhersla á að stjórnvald gæti hófs í meðferð valds og fari ákveðinn meðalveg milli andstæðra sjónarmiða. Hvorki menntamálaráðherra né félagsmálaráðherra hafa leitað eft- ir upplýsingum frá sveitarstjórn um hvað þessi deila snýst. Þeir hafa ekki spurt sveitarstjórn hvernig á því standi að ekki tekst að ljúka. málinu. Það væri eðlilegt að ráð- herrarnir vildu vita hvernig stendur á því að réttkjörin sveitarstjórn, sem fengið er það hlutverk með lögum að áveða skólafyrirkomulag, kemst ekki frá málinu. Eða hvers vegna þeir íbúar sem ekki líkaði niðurstaða sveitarstjórnar sendu börn sín ekki í skólann. Hins vegar þekkir meirihluti sveitarstjórnar vel þann tón sem ráðherrarnir senda henni. Hann hefur heyrst áður við borð sveitarstjórnar og þá frá minnihlutanum. Sveitarstjórn hefur reynt um nokkurra ára skeið að ná fram skipulagsbreytingu á skólafyrir- komulagi í hreppnum. Markmið breytinganna er að bæta aðstöðu til náms og hagkvæmni í rekstri. Aðgerðir til að ná markmiðunum mættu mikilli andstöðu hluta íbú- anna. Reyndar hafa verið ýmsar leiðir til að ná sæmilegri sátt um breytingarnar. Leitast hefur verið við að gæta hófs í meðferð valds og taka tillit til andstæðra sjónar- miða. Sveitarstjórn hefur ávallt komið að lokuðum dyrum. Síðasta tilraunin til að ná samkomulagi var gerð á síðasta ári. Skipaður var starfshópur sem í voru fulltrúar menntamálaráðu- neytisins, fræðsluskrifstofu um- dæmisins og heimamanna. I maí 1995 skilaði starfshópurinn grein- argerð um skólaskipulag í Skútu- staðahreppi. Þar var bent á mögulega lausn sem gæti losað málið úr sjálfheldu. Lausnin fólst í því að næstu tvö ár yrði grunnskólinn rekinn eins og foreldrar sunnan vatns vildu, þ.e. með skólaseli á Skútustöðum. I tvö ár þar á eftir yrði skólinn rekinn eins og sveitarstjórn vildi, þ.e. allir nemendur yrðu í Reykja- hlíðarskóla. Að þessum fjórum árum liðnum yrði metið hvernig þessi tvö munstur kæmu út í sam- anburði. Möguleika á að hverfa aftur til skólaselsfyrirkomulagsins yrði haldið opnum. Hugmynd starfshópsins var borin undir sveitarstjóm, kennara, for- eldrafélag skólans, foreldra barna í Reykjahlíðarskóla og foreldra bama í Skútustaðaskóla. Allir samþykktu að gera þessa tilraun, nema foreldr- ar barna í Skútustaðaskóla. Þar með var sú tilraun til lausnar skotin í kaf og sýnir svo ekki verður um villst hveijir vom tilbúnir til sátta. í öllu þessu máli hefur aðeins verið borin fram ein ástæða fyrir því að ekki sé kleift að reka grann- skóla í Reykjahlíð fyrir allan hrepp- inn. Ástæðan er, „að sumum börn- um úr suðurhluta sveitarinnar verði ofgert með löngum skólaakstri“. í aksturstöflu og á korti hér á eftir kemur skýrt fram hver þessi akstur er og hvernig má framkvæma hann. Þess má geta að vegalengdin sem fara þarf milli skóla og heimil- is þeirra sem lengst munu eiga í Reykjahlíð, lengist um rúma 10 km. frá því sem þeir þurfa nú að fara í Skútustaði. Meirihluti sveitarstjómar hefur fram til þessa forðast að bera þetta deilumál Mývetninga á torg. Hann hefur álitið að það mundi fremur herða hnúta en losa. Auk þess er deilan sveitinni til minnkunar. Meirihlutinn liggur undir ámæli fyrir þessa afstöðu, þar sem hinn deiluaðilinn hefur verið ófeiminn Fjöldi barna 3 2 2 1 3 5 4 4 6 2 2 36 Vegalengd 30.6 km 24.3 km 22.4 km 21.1 km 16.7 km 16.1 km 14.4 km 12.7 km 3,2 km 4,0 km 5,6 km 0,0 km Kílómetratölur er vegalengd sem þarf að aka, milli skóla og heimilis barna sem nú eru í grunnskóla í hreppnum. b) Dagurinn í skólanum: Reykjahlíðarskóli býður einsetinn skóla með mötuneyti, (morgun- verður og heit máltíð í hádegi), gæslu akstursnemenda, aðstoð við heimanám í biðtíma og tónlista- nám. c) Lengd vinnudagsins: Enginn nemandi þarf að leggja að heiman fyrir kl. 08.00 og allir verða komn- ir heim fyrir kl. 16.30 og suma daga fyrr. I Reykjahlíð er nýtt glæsilegt skólahús. Hafin er bygging íþrótta- húss við skólann. Samkvæmt út- boðsgögnum skal það fullbúið 31. desember 1996. Fyrir er 25 m. sundlaug. Sveitarstjórn hefur horft til þess að með aðstöðu sem verður boðin, geti sérhver grunnskólanemi í Reykjahlíðarskóla átt samfelldan og ánægjulegan vinnudag við leik og starf. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps er vel meðvituð sú ábyrgð sem á henni hvílir varðandi rekstur grunnskólans. Allar deilur og átök um starf skólans draga úr mögu- leikum á árangursríku starfi. Það blasir við, að til lengri tíma litið er árangursríksta og hag- kvæmasta leiðin til að búa starfi Grunnskóla Mývatnssveitar besttr starfsaðstæður, að nýta ný mann- virki og sameina nemendahópinn undir einu þaki. Ósætti og deilur um að framkvæma stefnu sveitar- stjórnar hafa í bili eyðilagt ávinning sem átti að vera innan seilingar. Meirihluta sveitarstjórnar er hulin ráðgáta hvers vegna foreldrar skólabarna hika ekki við að rústa möguleika á árangursríku skóla- starfí á grundvelli þess að 10 til 15 nemendur eigi 10 til 15 km. lengri leið til skólans. Þrátt fyrir þetta hefur sveitar- stjórn einsett sér að byggja upp 1. flokks aðstöðu til skólastarfs í Reykjahlíð og stuðla að árangurs- ríku skólastarfi með öllum Mývetn- ingum sem vilja taka þátt í því. Leifur Hallgrímsson, Pálmi Villyálmsson, Hulda Harðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.