Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumvarp um breytingar á vörugjöldum sem sent hefur verið þingflokkunum Gagnrýni ESA mætt Magngjöld lögð á ýmsar vörur og gjaldi aflétt af öðrum SAMKVÆMT frumvarpi fjár- málaráðherra um breytingar á vörugjöldum er gert ráð fyrir að magngjöld, sem miðast við magn vöru, verði lögð á sælgæti, drykkj- arvörur, sykur og fleiri matvæli, hjólbarða og einangrunarefni í stað vörugjalda, sem eru hlutfall af verði vörunnar. Vörugjalds- flokkum verður fækkað úr 7 í 3-4 og vörugjöld felld niður af nokkr- um vörutegundum. Þá verða vöru- gjöld framvegis reiknuð af toll- verði innfluttrar vöru og af verk- smiðjuverði innlendrar framleiðslu og frestur til greiðslu gjaldanna samræmdur milli innflutnings og innlendrar framleiðslu. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var sam- þykkt að vísa frumvarpinu til þingflokkanna. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að með þessum breyt- ingum á vörugjöldunum væri kom- ið til móts við þá gagnrýni sem komið hefði fram á gjaldtökuna af hálfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), en stofnunin hefur kært málið tjl EFTA-dómstólsins og hafa íslendingar frest til 26. mars til að skila inn greinargerð um málið. Eftirlitsstofnunin gerði at- hugasemdir við tvö atriði í inn- heimtu vörugjaldanna, annars veg- ar það að 25% heildsöluálagning skyldi áætluð í tolli áður en vöru- gjöldin legðust á og hins vegar að frestur á greiðslu gjaldanna væri ekki sá sami þegar um innflutning væri að ræða og innlenda fram- leiðsluvöru. Við álagningu magngjalda í stað vörugjalda á ofangreindar vöruteg- undir er við það miðað að gjöldin lækki nema á sykri og kaffi þar sem gjöldin hækka nokkuð. Þá verður hætt að leggja vörugjöld á málningu, plastvörur, sjampó, myndavélar og smærri rafmagns- tæki. Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að verð á þeim vörum sem vöru- gjöld ná til geti lækkað um 1,5% að jafnaði. Þá er við það miðað að verð á innflutningi lækki um 0,5%, en innlend vörugjaldsskyld framleiðsla lækki um 3,7% sem styrki samkeppnisstöðu hennar. Reiknað er með að tekjur ríkis- sjóðs vegna breytinganna lækki um 450 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að mæta tekjutapinu með því að draga úr endurgreiðslu virð- isaukaskatts vegna vinnu við íbúð- arhúsnæði um samsvarandi upp- hæð, en það þýðir að endurgreiðsl- urnar miðast við 60/100 af skattin- um. Friðrik sagði að með þessu væri búið að uppfylla þau skilyrði sem ESA hefði sett um framkvæmd vörugjaldsins. Málið hefði lengi verið í vinnslu og það hefði reynst vandmeðfarið. Ymsar hugmyndir hefðu komið fram og erfitt hefði reynst að koma málinu í höfn. „Þetta er sú niðurstaða sem mér sýnist, eftir að allar hliðar málsins hafa verið kannaðar, að komi helst til greina,“ sagði Friðrik. Frekari lækkun framundan í máli fjármálaráðherra kom fram að ríkisstjórnin stefni enn- fremur að lækkun vörugjalda um 350 milljónir króna til viðbótar í tengslum við samræmingu á tryggingargjaldi milli atvinnu- greina. Það mál yrði undirbúið á næstunni, en í þeim áfanga sé reiknað með að fleiri vörur verði vörugjaldsfijálsar, frekari lækkun magngjaldanna og að hæstu verð- gjöld verði lækkuð. Amarbæli eða Vík- ingabær? ísafirði. Morgtinblaðið. SAMSTARFSNEFND um samein- ingu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum auglýsti fyrir stuttu eftir tillögum að nafni á hinu nýja sameinaða sveitarfélagi. Nefndinni bárust alls 95 tillögur um 35 nöfn og verður kosið um 2-3 þeirra, sem oftast komu upp, samfara kosning- unum sem fram fara 11. maí nk. Þau 35 nöfn sem nefndinni bár- ust voru eftirfarandi: Arnabyggð, Arnarbæli, Arnarbær, Arnarbyggð, Arnarsetur, Búrfellsbyggð, Dala- byggð, Eyrabær, Eyrabyggð, Eyr- arbær, Eyrarbyggð, Eyrarland, Fjallabyggð, Fjarðabær, Fjarðar- byggð, Fjarðarkaupstaður, Heima- byggð, Hrafnseyrarbyggð, ísa- fjarðabyggð, ísafjarðarbær, ísa- fjarðarbyggð, ísafjarðarkaupstað- ur, ísafjörður, íseyrarbyggð, Isfirð- ingabær, ísfirðingabyggð, Kjarna- byggð, Norðurbyggð, Nýjabyggð, Sæbyggð, Skutulseyrarbyggð, Sól- arbyggð, Sunnubyggð, Víkingabær og Víkingabyggð. Breska flugkonan reyndist meira slös- uð en talið var í fyrstu Var útskrifuð of snemma BRESKA konan sem lenti í flug- slysi við Innri-Njarðvík um hádegi á sunnudag liggur nú á Landspít- ala og er á batavegi að sögn Harð- ar Alfreðssonar læknis á skurð- deild. Konan var meira slösuð en menn töldu í fyrstu, m.a. með heila- hristing, mar á iungum og brotin rifbein. Stöðvaður á 145 km hraða ÖKUÞÓR var stöðvaður á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi við Vífilsstaði aðfaranótt þriðjudags. Hraði bílsins var mældur 145 km á klst en þarna er leyfilegur hámarkshraði 70 km á klst. Ökumaður og bíllinn voru færðir á lögreglustöðina þar sem ökumað- urinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Ökumaðurinn er þrí- tugur að aldri. Konan var lögð inn á Sjúkrahús Suðurnesja eftir slysið en leyft að fara eftir um klukkustundar veru þar. Jónas Magnússon yfirlæknir á handlækningadeild Landspítala segir að flugkonan sé mikið slösuð, og sé t.d. sýnt að þegar lungu leggj- ast saman í manneskju sé um lífs- hættu að ræða, að minnsta kosti tímabundið. Skynsamlegra að flytja konuna til Reykjavíkur „Það er augljóst að henni hefur verið sleppt heim of snemma," seg- ir Jónas. „Ég tel að skynsamlegra hefði verið að flytja hana strax til Reykjavíkur. Öll slys af þessu tagi eiga að fara beint á slysasjúkrahús- in, þ.e. Borgarspítala eða Landspít- ala. Þegar um er að ræða aivarleg slys á borð við bílveltur, fall nokkr- ar hæðir niður eða flugslys, eru niðurstöður fyrstu skoðunar óvissar og alltaf verður að fylgjast með sjúklingum í nokkra tíma á eftir.“ EYJAKRAKKAR voru fljótir að taka við sér í blíðunni á mánu- daginn og um allt mátti sjá börn að leik. Vorfiðringur var í flest- um, enda góðviðrið farið að minna á að stutt er til vorsins. Víða mátti sjá börn úti með leik- föng sín, hjólandi, í boltaleik eða brunandi um á línuskautum Vorfiðring- ur í Eyjum og niðri við höfn voru krakkar mættir með veiðistangir sínar og farnir að dorga. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Þessar Eyjapæjur voru komnar út á hafnargarð með veiðistang- ir sínar. Fyrir framan, frá vinstri: Birna Þórsdóttir og Ásta Jóna Jónasdóttir. Fyrir aftan, frá vinstri: Marta María Þorbjörnsdóttir, Auróra Anna Agústsdóttir og Hildur Jó- hannsdóttir. Nýr skemmtistaður og kaffihús opnuð í miðbænum Rúma samtals 400 manns GERT er ráð fyrir að nýr skemmtistaður hefji starfsemi í Hafnarstræti 7 seinasta vetrar- dag, eða eftir rúman mánuð, auk þess sem búist er við að rekstur nýs kaffihúss hefjist í Pósthús- stræti 9 um miðjan næsta mánuð. Sigurbjöm Ingólfsson á meiri- hluta í staðnum í Hafnarstræti en Fjárfestingarfélagið var þar áður til húsa. Hann kveðst einnig hafa leitað til Vals Magnússonar um eignaraðild, en Sigurbjöm hefur starfað um langt, árabil fyrir Val, m.a. sem framreiðslumaður á Café Ópem og Kaffi Reykjavík. Óttast ekki samkeppni Ilann segir að ekki sé komið nafn á staðinn, en reiknað sé með að hann verði opinn fimmtudaga, föstudaga og laugardaga og bjóði upp á létta tónlist fyrri hluta kvölds, en síðan verði dans- og diskótónlist leikin. Staðurinn er á einni hæð og á að geta hýst 270-300 gesti. Byijað er að innrétta skemmti- staðinn og kveðst Sigurbjörn ekki óttast þá miklu samkeppni sem ríkir á þessu sviði. Tómas A. Tómasson veitinga- maður hyggst opna kaffihús þar sem Gallerí Borg var áður til húsa um miðjan apríl, undir nafn- inu Kaffibrennslan, og segir hann gert ráð fyrir að þar verði sæti fyrir um 130 manns. Hann kvéðst reikna með að einnig verði áfengisveitingar og sennilegt sé að opið verði til klukkan þijú eft- ir miðnætti um helgar. Kaffibrennslan í Pósthússtræti Tómas segir að Kaffibrennslan verði ekki rekin í tengslum við Hótel Borg og hann iíti ekki á mikinn fjölda kaffihúsa á sama svæði sem fyrirstöðu. „Verður maður ekki bara að bíta á jaxlinn og stökkva út í laugina? Það er engin þörf á nýjum veitingastöð- um og hefur ekki verið í mörg ár, en menn vilja gjarnan taka þátt í þessum Ieik,“ segir hann. Tómas segir óljóst hvort Póst- hússtræti 9 verði breytt í sam- ræmi við framhlið Hótel Borgar. Hann útiloki þó ekkert i þessu sambandi, en breytingar á útliti hússins séu ekki fyrirhugaðar í nánustu framtíð. Háskaleikur vestfirzkra ökuþóra Tekinn á ofsa- hraða í Yest- fjarðagöngum LÖGREGLAN á ísafirði tók í gær ökumann á ofsahraða í Vestfjarða- göngunum. Lögregla grunar-öku- þóra í hópi heimamanna um að keppa sín á milli um það hver ekur hraðast í göngunum og vill því ekki gefa upp hversu hratt maðurinn ók. Hann var hins vegar langt yfir hámarkshraða. Aðeinseinakrein Lögreglan segir að það sé mik- ill háskaleikur að stunda voðaakst- ur af þessu tagi og stefni lífi fólks og limum í hættu. Annars vegar séu göngin ófrágengin og malar- vegur í þeim enn sem komið er. Hins vegar séu þau aðeins ein akrein og ökumenn geta því ekki vikið, komi bíll á ofsahraða á móti þeim, nema þeir séu staddir við útskot. Lögreglan hefur að undanförnu stundað ratsjármælingar í göngunum og gripið nokkra öku- menn á óleyfilegum hraða. - I > * : te l i : l I | I I f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.