Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 FRÉTTIR Söfnun undirskrifta gegn séra Flóka Kristinssyni Oskað eftir rann- sókn saksóknara SIGURÐUR G. Guðjónsson, lögmaður séra Flóka Kristinssonar, mun í dag senda ríkissaksóknara bréf með ósk- um um að rannsakað verði hvort lög hafí verið brotin á séra Flóka með söfíiun undirskrifta gegn honum. Sigurður segir að í bréfí, sem aðstandendur söfnuninnar kynntu fyrir sóknarbörnum í Langholtssókn, sé vegið að starfsheiðri séra Flóka. Bréfíð feli í sér brot á 25. kafla al- mennra hegningarlaga, sem fjallar um ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Sigurður sendi einum þeirra sem stóðu að undirskriftasöfnuninni bréf sl. föstudag þar sem vakin er at- hygli á því að í bréfí, sem fylgir undirskriftalistunum, sé að fínna ærumeiðandi ummæli í garð séra Flóka og aðdróttanir, en hvort tveggja sé refsivert samkvæmt 234. og 235 gr. almennra hegningarlaga. í lok bréfsins segir orðrétt: „Komi til þess að svokallaðir „Áhugamenn um endurreisn Langholtssafnaðar“ beri texta þessa dæmalausa undir- skriftalista á torg og reyni með því að hafa áhrif á niðurstöðu þeirrar deilu, sem nú er til meðferðar hjá herra Bolla Gústavssyni biskupi ad hoc, mun umbj. minn leita atbeina ríkissaksóknara til að koma lögum yfír þann hóp manna, sem í skjóli nafnleyndar kýs að vega að æru hans og bera út aðdróttanir í hans garð, en slíkt háttarlag kann sér- staklega að vera refsivert sam- kvæmt 236. gr. alm. hgl.“ Varðar ákvæði um ærumeiðingar Undirskriftalistarnir, með nöfnum 1.457 sóknarbarna í Langholtssókn, hafa verið afhentir dóms- og kirkju- málaráðherra. Sigurður sagði í gær að hann myndi rita ríkissaksóknara bréf þar sem farið yrði fram á rann- sókn á grundvelli þeirra lagagreina sem að framan eru nefndar. Hann sagði að í bréfí, sem aðstandendur söfnunarinnar hefðu lagt fram með undirskriftalistunum,' væri vegið að starfsheiðri séra Flóka. Í bréfinu segir að séra Flóki hafi sýnt söfnuðinum lítilsvirðingu. Full- yrt er að fermingarbörnum hafi fækkað verulega og meira en helm- ingur fermingarbarna leiti til presta í öðrum sóknum. Öðrum prestsstörf- um í sókninni hafí fækkað svo mjög að ótrúlegt muni þykja. Þá hafi kirkjusókn farið minnkandi síðan séra Flóki kom til starfa. „Allt er þetta til marks um þann hug sem sóknarböm bera til prestsins: þau treysta honum ekki.“ Sigurður átti í gær fund með séra Bolla Gústavssyni vígslubiskupi, sem fer með biskupsvald í Langholtsmál- inu. Þess er vænst að Bolli úrskurði í deilunni á morgun eða á föstudag. Rak sjó- mflu á klukku- stund FJÖRUTÍU feta frystigámur fannst á reki þrjátíu og fjórar sjómílur austur af Norðfjarðar- horni síðastliðinn sunnudag. Um er að ræða einn níu gáma sem Dísarfellið, nýjasta flutn- ingaskip Samskipa týndi að morgni 11. mars síðastliðins, sextíu mílur vestur af Færeyj- um. Skipið missti gámana út- byrðis í haugasjó og roki. Dreginn til Seyðisfjarðar Skipverjar á varðskipinu Tý festu taug í gáminn og dró varð- skipið hann síðan inn til Seyðis- fjarðar. Þar situr gámurinn uppi í fjöru og er hann nokkuð mikið skemmdur. Frystigámurinn fannst 180 sjómílur frá staðnum þar sem hans var fyrst saknað og mun því hafa rekið eina sjómílu á klukkustund samkvæmt upplýs- ingum frá Landhelgisgæslunni. HÍK styður flutning grunn- skólans FORMENN kennarafélaganna sendu fjármálaráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfé- laga bréf í gær þar sem því er lýst yfir að fulltrúar kennára séu reiðubúnir til að koma til starfa að nýju í nefndum sem vinna að flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Stjórn HÍK samþykkti í gær svipaða yfirlýsingu og fulltrúa- ráð KÍ samþykkti í fyrradag. Þar er því lýst yfír að fulltrúar kennara séu tilbúnir til að taka þátt í nefndastarfi. Fulltrúar kennara ætla ekki að hefja störf í nefndunum fyrr en kenn- arafélögunum hefur borist bréf frá ráðherra og Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga þar sem fallist er á skilyrði kennara. Ráðherra um skilyrði kennara Þarf frekari skýringar FRIÐRIK Sophusson fjármála- ráðherra segir að skilyrði kenn- ara fyrir því að ganga aftur til samstarfs við stjórnvöld um flutning grunnskóla til sveitar- félaga verði skoðuð gaumgæfi- lega. Fjármálaráðherra sagði að það þyrfti að fá frekari skýring- ar kennara á þeim skilyrðum sem sneru að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins „og ég vænti þess að þær fáist á næstu dögum“, sagði Friðrik. Síðasta til- raun til að semja um út- hafskarfann SÍÐASTA tilraun strandríkja við norðaustanvert Atlantshaf til að ná samkomulagi um stjórn veiða á úthafskarfa á Reykjaneshrygg hefst í dag. Aukaársfundur Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndar- innar (NEAFC) hófst í London í gær. Síðasta fundi lauk án sam- komulags. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins hefur lítið þokazt í samkomulagsátt í þreifingum aðildarríkja á milli funda. Viðræðurnar eiga að standa í dag og á morgun. Yorboðinn kominn Höfn. Morgunblaöið. MARSMANUÐUR hefur verið stilltur og hlýr í Vestur-Skafta- fellssýslu en ekki áttu nú bænd- urnir í Lóni sem sáu og heyrðu í lóu von á því að vorið væri komið þótt veður væri gott. Þeir voru í fyrstu vissir um að um misheyrn og sjón væri að ræða því aldrei höfðu þeir orðið varir við lóu í mars. Ásgeir Júlíusson, bóndi á Svínhólum, heyrði í lóu á túninu hjá sér 5. mars sl. en 15. mars sá Sigurður Ólafsson, að Stað- arfelli, lóuna og hefur hann síðan notið nærveru og söngs hennar. uí^ V'.4' u |í|wéf.s. * ^ jj v nj |j|jjj p | Morgunblaðið/Guðmundur Valdimarsson Lesskilningur hollenskra og íslenskra nema í ensku við upphaf háskólanáms Níutíu af hundraði Hol- lendinga fá hærri einkunn 90% HOLLENSKRA stúdentsefna fá hærri ein- kunn á lesskilningsprófi í ensku vegna inngöngu í háskóla en meðainámsmaður á fyrsta námsári við Háskóla íslands, samkvæmt niðurstöðu sam- anburðarrannsóknar Stofnunar í erlendum tungu- málum við Háskóla íslands. Jón Skaptason hjá stofnuninni segir niðurstöðuna ótvírætt merki um að kunnátta mikils hluta íslensku nemendanna í ensku sé ófullnægjandi fyrir háskólanám. Ef nem- endur skilji ekki próftextann skilji þeir tæplega enskar kennslubækur á háskólastigi. Samræmt lesskilningspróf í ensku frá CITO- prófamiðstöðinni í Hollandi var lagt fyrir 659 nemendur á fyrsta námsári við Háskóla íslands síðastliðið haust. Ekki reyndist unnt að lesa úr þremur próflausnum, 16 nemendur hættu próf- töku áður en próftíminn var liðinn, og því var notast við 640 úrlausnir. Nemendur komu úr öll- um deildum HÍ ef frá eru taldar guðfræðideild, tannlæknadeild og langstærstur hluti lagadeildar og var meðalaldur 23 ár. Prófið er sett saman úr stuttum textum úr bandarískum og breskum blöðum og tímaritum og er ætlað að mæla mikil- væga þætti lestrargetu, s.s. almennan skilning, túlkun og ályktunarhæfni. Sama próf var lagt fyrir hollensk stúdentsefni, sem stefna að háskóla- námi, vorið 1991. Nauðsynlegir fyrirvarar Jón tók fram að mikilvægt væri að gera grein fyrir ýmsum fyrirvörum í tengslum við saman- burðinn. Hann nefndi t.a.m. að hér á landi færi hærra hlutfall útskriftarnema úr framhaldsskól- um í háskólanám en í Hollandi. Gerda Cook-Bode- gom, einn af höfundum prófsins, segir í því sam- bandi í niðurstöðum samanburðarins að hollensku nemendurnir séu valdir til að stefna að háskóla- námi við 12 ára aldur. Næstu sex ár sé vægðar- laust síað úr hópnum og náminu ljúki með loka- prófi í átta greinum. Jón tók fram í framhaldi af því að ólíkt ís- lensku nemendunum hefðu hollensku nemendurn- ir undirbúið sig sérstaklega fyrir prófíð og haft tækifæri til að kynna sér uppbyggingu þess. ís- lensku nemendurnir hefðu heldur ekki allir tekið prófíð við fyrsta flokks aðstæður, t.d. hefðu ákveðnir hópar tekið prófið i Háskólabíói og ekki haft borð heldur plötu til að skrifa á. Á móti þessu kæmi hins vegar að hollensku nemendurn- ir væru 18 ára og hefðu ekki hafið háskólanám þegar þeir tækju prófið eða tvéimur árum yngri en íslenskir stúdentar að jafnaði. „Höfum fyllst ákveðinni værð“ Þrátt fyrir þessa og fleiri fyrirvara sagði Jón að prófið gæfi mikilvæga vísbendingu um að enskukunnátta íslendinga væri alls ekki nógu góð og miklu lakari en Iátið hefði verið í veðri vaka. „Eg held að við höfum fyllst ákveðinni værð yfir enskunni vegna þess að okkur sýnist eins og krakkar læri ensku, t.d. úr sjónvarpi. Sú enska nýtist þeim hins vegar alls ekki upp í Háskóla helduf miklu fremur í verslunarferðum og sumar- leyfum," sagði hann í því sambandi. Hann tók fram að kunnátta nemendanna, sem gekk illa á enskuprófinu, væri alls ekki nægilega góð fyrir háskólanám enda fengju nemendur miklu þyngri texta til að lesa við upphaf háskóla- náms en á prófinu. „Svo má spyrja sig að því hvort lesskilningurinn sé almennt svona lélegur," sagði hann. „Mér fyndist mjög gaman að leggja fyrir sambærilegt próf á íslensku með sambæri- lega þungum textum og sjá hvort lesskilningi almennt hefur hrakað,“ bætti hann við. í skýrslu Guðmundar B. Arnkelssonar um rann- sóknarverkefnið er ekki sérstaklega fjallað um mun á enskukunnáttu eftir framhaldsskólum. Hins vegar kemur fram að nemendur af mála- og raungreinabrautum standa sig betur á prófinu en nemendur af öðrum brautum. Umtalsverður munur á kunnáttu kom í ljós á milli deilda Háskól- ans og er talið eðlilegast að túlka muninn þannig áð deildir Háskólans fái misgóða nemendur. Sam- kvæmt því fara bestu nemendurnir í ensku í hefð- bundnar raungreinar. Fullt samræmi virðist vera milli meðaltals frammistöðu einstakra náms- manna á skilningsprófinu og meðaleinkunnar úr samræmdu prófi í ensku. Félag enskukennara efnir til ráðstefnu á föstu- daginn. Á ráðstefnunni verður því m.a. velt upp hvort ástæða sé til að taka upp samræmt próf í ensku í framhaldsskólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.