Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 9 FRÉTTIR Flugleiðir um svikna varahluti í flugvélum Kaupa varahluti beint frá framleiðanda Vorvörurnar komnar! Dragtir fyrir fermingarmömmur og -ömmur Pósthússtraeti I 3 við Skólabrú Verslun með vandaðan kvenfatnað GUÐMUNDUR Pálsson, fram- kvæmdastjóri framleiðslusviðs Flug- leiða, segir að engin hætta sé á því að sviknir varahlutir séu keyptir í flugvélaflota fyrirtækisins vegna innra eftirlits. I ferðablaði Morgunblaðsins s.l. sunnudag var grein um að brögð væru að því að sviknir varahlutir væru notaðir í flugvélar. Guðmundur segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem athygli sé vakin á þessari hættu og Flugleiðir telji sig fyrir löngu hafa gert ráðstafanir til þess að forðast hana. Hann segir að framleiðendur flug- vélanna segi til um með ákveðnum hætti hvaða framleiðendur séu við- urkenndir til þess að smíða vara- hluti í viðkomandi flugvélar. „Það er algjör meginregla hjá okkur að kaupa varahluti beint frá framleiðendum þeirra eða frá fram- leiðendum flugvélanna. Auðvitað getur komið fyrir að varahlutir séu keyptir frá öðrum framleiðendum en þá er alltaf gengið úr skugga um það að lífsaga varahlutarins sé þekkt og að með honum komi gilt flughæfi- vottorð frá viðurkenndum aðila,“ segir Guðmundur. Einnig eru Flugleiðir með ákveðn- ar starfsreglur varðandi móttöku varahluta sem byggjast á evrópskum stöðlum. Starfsreglurnar segja m.a. til um að gengið skuli úr skugga um að varahluturinn hafi verið lýstur lofthæfur. Einnig greina Flugleiðir á milli þess hvort varahluturinn er nýr eða ekki. Sé hann ekki nýr er það skýlaus krafa Flugleiða að hann hafi verið yfirfarinn af viðhaldsstöð sem hefur hlotið viðurkenningu frá evr- ópskum loftferðayfirvöldum. Guðmundur segir að sama eigi við þegar Flugleiðir senda varahluti Alján sækja um tvö sýslu- mannsembætti ÁTJÁN umsækjendur eru um tvö sýslumannsembætti sem nýlega voru auglýst laus til umsóknar, á Akureyri og á Hólmavík. Um- sóknarfrestur rann út s.l. mánu- dag. Ellefu umsækjendur eru um embætti sýslumannsins á Akur- eyri. Þeir eru: Bjarni Stefánsson, sýslumaður í Neskaupstað, Björn Jósef Arn- viðarson, héraðsdómslögmaður, Akureyri, Björn Rögnvaldsson, sýslumaður í Olafsfirði, Georg Kr. Lárusson, sýslumaður í Vest- mannaeyjum, Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður á Siglufirði, Guðjón J. Björnsson, fulltrúi sýslumanns- ins á Akureyri, Guðmundur Krist- jánsson, hæstaréttarlögmaður, Hafnarfirði, Leó E. Löve, héraðs- dómslögmaður, Reykjavík, Magn- ús Guðlaugsson, hæstaréttarlög- maður, Reykjavík, Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn í Hornafirði, og Örlygur Hnefill Jónsson, hér- aðsdómslögmaður, Húsavík. Sjö umsækjendur eru um emb- ætti sýslumannsins á Hólmavík. Þeir eru: Guðjón Bragason, fulltrúi sýslumannsins á Hvolsvelli, Jón Sigfús Siguijónsson, héraðsdóms- lögmaður, Reykjavík, Júlíus Krist- inn Magnússon, fulltrúi sýslu- mannsins á Eskifirði, Ólafur Þór Hauksson, fulltrúi sýslumannsins í Hafnarfirði, Óskar Thorarensen, héraðsdómslögmaður, Reykjavík, Runólfur Ágústsson, fulltrúi sýslu- mannsins í Borgarnesi, og Þor- steinn Pétursson, héraðsdómslög- maður, Reykjavík. utan til viðgerða. Viðgerðir verði að fara fram á viðhaldsstöð með slíka viðurkenningu. „Þegar varahluturinn kemur aftur til baka eru kallaðir til sérþjálfaðir flugvirkjar til að yfirfara sending- una. Þessir menn sem annast það eru ekki starfsmenn innkaupadeildar fyrirtækisins. Þeir votta það að hlut- urinn hafi ekki skemmst í flutningi og sé samkvæmt pöntunarlýsingu. Þeir athuga einnig hvort öll nauðsyn- leg vottorð hafi komið með vara- hlutnum. í gegnum þessa síu fer enginn varahlutur sem ekki er í Iagi,“ sagði Guðmundur. -----» -» ♦---- Segir frá störfum sínum að málrækt GÍSLI Jónsson segir frá mál- ræktarstörfum sínum á fundi á vegum íslenska málfræðifélags- ins í Skólabæ, Suðurgötu 26, fímmtudaginn 21. mars kl. 20.30. Gísli er fyrrverandi menntaskóla- kennari á Akureyri og umsjónar- maður vikulegs þáttar um íslenskt mál í Morgunblaðinu. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. OROBLU KYNNING AFSLÁTTUR af öllum OROBLU sokkabuxum fimmtudaginn, 21. mars kl. 14.00-18.00. ■ BONJOUR 50 Nýjar frábærar lycra stuðnings/ nuddsokkabuxur - 50 den. Venjulegt verð 465 kr. - kynningarverð 374 kr. Ath. Ný sending af Shock UP sokkabuxum KÓPAVOGS APÓTEK Hamraborg 11 - Sími 5549102 HAGALL, Árni Reynisson Ivtm, Túngata 5, Sími 55 11 110 MEINATRYGGING Nútíma loeilsutryjzging - idgjöld endurjyreidd. & ÆVITRYGGIN G Líf-y tekjutjóns- ojj lífeyristryjjjjinjj. Tveir frdlurir kostir mynda hajystœða heildl LOGGILT VATRYGGINGAMIÐLUN ÓHÁÐ ÖLLUM FÉLÖGUM Ríldsvíxlar! Fjármálastjórar - sjóðir - stofnanir - fyrirtæki • Ríkisvíxlar hafa fjölmarga kosti við fjárstýringu. • Ríkisvíxlar eru örugg skammtímaverðbréf með tryggri ávöxtun. Þau eru skráð á Verðbréfaþingi íslands sem tryggir greið viðskipti við kaup og sölu. • Ríkisvíxlar eru tæki til að skapa þann hreyfanleika sem þú þarfnast. Ríkisvíxlar eru til í 500.000,1.000.000 og 10.000.000 kr. einingum og fáanlegir með mismunandi gjalddögum. Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa um tilboð á vexti á ríkisvíxium. Sími 562 6040. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæö (neösta húsiö viö Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum GOTT F ó L K / 61A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.