Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 15 Vömskipti í janúar óhagstæð um 300 milljónir króna Fólksbílainnflutn ingur tvöfaldast FLUTTAR voru út vörur fyrir tæpan 8,1 milljarð kr. og inn fyrir tæpa! 8,4 milljarða fob. í janúar- mánuði sl. 'Voruskiptin í janúar voru því óhagstæð um 300 milljón- ir kr. en í janúar 1995 voru þau hagstæð um 1,8 milljarða kr. á föstu gengi, skv. tilkynningu frá Hagstofunni. Utflutningur að undanskildum flugvélaútflutningi jókst um nær 20% í janúarmánuði frá því á sama tíma í fyrra. Verðmæti út- fluttra sjávarafurða var 24% meira en í sama mánuði 1995, verðmæti útflutts áls 5% meira og rúmlega fjórföldun varð á verðmæti kísiljárns frá sama tíma árið áður. Þegar sala flugvélar Flugleiða í janúar 1995 fyrir 1,9 milljarð króna er talin með nemur samdráttur í heildarútflutningi hins vegar 6%. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ings í janúar 1995 var 24% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Innflutningur sérstakrar fjárfestingarvöru (skip, fiugvélar, Landsvirkjun), innflutningur til stóriðju og olíuinnflutningur er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til annars. Að þessum lið- um frátöldum reynist annar vöru- innflutningur hafa orðið fimmt- ungi meiri á föstu gengi en í jan- úar 1995. Þar af jókst innflutning- ur á matvöru og drykkjarvöru um 51%, rúmlega tvöföldun varð á fólksbílainnflutningi, innflutning- ur annarrar neysluvöru var 23% meiri en á sama tíma árið áður en innflutningur annarrar vöru jókst um 8%. Endurklœbum húsgögn. Gott úrval áklceba. Fagmenn vinna verkib. ! Bólstnm Ásgríms, Bergstaðastræti 2, sími 551 6807 Millilandafloti Flugleiða hf. Dulin eign um 1,5-2 milljarðar MARKAÐSVERÐ á fimm milli- landavélum Flugleiða er talið vera nálægt 1,5-2 milljörðum hærra en bókfært verð þeirra, að því er fram kom hjá Sigurði Helgasyni, for- stjóra félagsins, á aðalfundi á fímmtudag. Sigurður greindi frá þessu eftir fyrirspurn frá einum hluthafanna, Guðlaugi Erlendssyni. í skýrslu sinni á fundinum sagði Sigurður að bókfært verð flugvéla félagsins ásamt fylgihlutum væri nú tæplega 12 milljarðar króna. Vátryggingarverð sömu eigna er tæplega 20,3 milljarðar eða um 8,3 milljörðum hærra. „Ætla má að markaðsverð flugvéla félagsins liggi þarna á milli, en samningar um söluverð Boeing 737-400 flug- vélanna sýndu að markaðsverð þeirra var töluvert hærra en bók- fært verð,“ sagði Sigurður. Þess er skemmst að minnast að Flugleiðir seldu fyrir fáum misser- um tvær af vélum sínum og nam hagnaður af sölu þeirra samtals 629 milljónum. -----» » »---- EN ÞÓ MJÖG VANDAÐ! Harðviðarval hefur verið starfrækt í 32 ár Breytingar á sljórn Skeljungs HARALDUR Sturlaugsson var kjör- inn í stjóm Skeljungs hf. í stað Jón- atans Einarssonar á aðalfundi fé- s lagsins á föstudag. Auk hans voru | endurkjömir í stjómina þeir Indriði 1 Pálsson, formaður, Björn Hallgríms- 1 son, varaformaður, Sigurður Einars- 1 son og Hörður Sigurgestsson. í varastjórn vom kjörnir þeir | Gunnar Þ. Olafsson, Aðalbjörn Jóa- kimsson og Benedikt Jóhannesson. Þeir Aðalbjörn og Benedikt taka sæti Haraldar Sturlaugssonar og Gunnars J. Friðrikssonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. hingað og ekki lengra IMýherji Radiostofan er alhliða öryggisfyrirtæki á öllum sviðum öry ggisþjónustu <Q> NÝHERJI RADIOSTOFAN .'ltí .) u t Skipholti 37 simi 569 7 600 WBmm TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA mwmsuw TIL. 24 MÁIMAÐA Opiðlaugardag frákl 10-16 og höfum við hjá fyrirtækinu ætíð kappkostað að bjóða vandaða vöru á góðu verði. Dæmi um verð á parketi! 1. flokkur EikNature 14 mm 2. flokkur Eik Nature 14 mm 1. flokkur Beyki Nature 14 mm 1. flokkur Birki Nature 14 mm 2. flokkur Merbau 14 mm aðeins kr. 4 aðeins kr. a aðeins kr. aðeins kr. 1 aðeins kr. HARÐVIÐARVAL HF. Krókhálsi 4 110 Reykjavík Sími: 567 1010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.