Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mandela tregur til að ræða brestina í hjónabandi sínu Segist ekki vilja valda Winnie álitshnekki Jóhannesarborg. Reuter. NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, hvatti í gær lögfræðinga eiginkonu sinnar, Winnie, til að neyða hann ekki til að lýsa því í smáatriðum hvernig hjónaband þeirra fór út um þúfur og valda henni þannig álitshnekki. Hann lét þessi orð falla þegar hann kom fyrir rétt í Jóhannesar- borg þar sem fjallað var um beiðni forsetans um lögskilnað. „Ég skora á ykkur að spyrja mig ekki spurn- inga sem gætu neytt mig til að valda henni álits- hnekki og börnum okkar og barnabörnum hug- arangri," sagði Mandela. Forsetinn var að svara spurningu Ismails Sem- enya, lögfræðings Winnie, og kvaðst ekki vilja skýra frá því nákvæmlega hvenær 38 ára hjóna- band þeirra fór út um þúfur. „Ég legg ekki kapp á að þvo óhreina tauið opinberlega.“ Winnie sætti ofsóknum Mandela sagði að Winnie hefði sætt ofsóknum öryggislögreglu hvíta minnihlutans fyrir afnám kynþáttaaðskilnaðarins. Margar konur hefðu þó þurft að líða miklu meiri þjáningar en hún. „Þeir hundeltu hana og neyddu vinnuveitend- ur hennar til að segja henni upp þegar ég var í fangelsi," sagði Mandela. „Hún var þó ekki ein í þessari baráttu,“ sagði forsetinn en bætti við að hann vildi ekki gera of lítið úr þætti Winnie í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni. Mandela var leystur úr haldi í febrúar 1990 eftir að hafa setið í fangelsi í 27 ár vegna bar- áttunnar gegn stjórn hvíta minnihlutans. Hann viðurkenndi í gær að Winnie hefði á þessum tíma þurft að ala upp dætur þeirra, Zindzi og Zenani, án hjálpar hans. „Menn verða þó að taka tillit til þess að hún fékk aðstoð frá fjöl- mörgum stofnunum og einstaklingum." Lögfræðingur Mandela sagði á mánudag að framferði Winnie og framhjáhald hefði valdið hneisu, sem forsetinn hefði liðið fyrir. Mandela sagði hana hafa verið í þingum við lögfræðing Afríska þjóðarráðsins (ANC) þegar þau skildu NELSON Mandela WINNIE Mandela að borði og sæng í apríl 1994. Hún hefði viður- kennt framhjáhald þegar vinur þeirra beggja, George Bizos, virtur lögfræðingur sem sérhæf- ir sig í mannréttindamálum, krafði hana skýr- inga á bréfi sem hún skrifaði meintum ást- manni sínum. Mandela kvaðst hafa neyðst. til þess að biðja dætur þeirra um að reyna að fá Winnie til að samþykkja lögskilnað „með reisn". „Þeim var kunnugt um vandamál mín heima fyrir og þær tóku mér nyög vel en auðvitað skiptist hollusta þeirra milli móður þeirra og mín. Þeim tókst ekki að telja henni hughvarf." Umdeild baráttukona Mandela er 77 ára, 16 árum eldri en Winnie, og aðstoðarmenn hans reyndu fram á síðustu stundu að ná samkomulagi við hana til að hlifa forsetanum við málaferlunum og álaginu sem þeim fylgir. Winnie Mandela stóð með eiginmanni sínum þegar hann var í fangelsi og var mikils metin fyrir baráttuna gegn aðskilnaðarstefnunni en vinsældir hennar hafa minnkað á síðustu árum vegna umdeildrar framgöngu hennar. Lífverðir hennar voru dæmdir fyrir morð á 14 ára dreng og hún var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að hafa átt þátt í að ræna og misþyrma drengnum og þremur öðrum. Afrýjunardómstóll hnekkti fangelsisdómnum og henni var gert að greiða sekt vegna málsins. Winnie nýtur þó enn hylli meðal fátækra blökkumanna og er formaður kvennasamtaka Afríska þjóðarráðsins. Powell vill enn ekki í framboð Washington. The Daily Telegraph. BOB Dole, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur svo gott sem tryggt sér tilnefningu flokks síns til að vera forseta- efni hans í kosningunum í nóvember og vangaveltur um það hver verði varaforsetaefni hans eru í algleymingi. Colin Powell, fyrrverandi yfirmaður bandaríska herráðsins, gæti riðið baggamuninn fyrir Dole, en í viðtali sagði herforinginn að hann hygðist ekki taka þátt í stjórnmálum þetta árið. Dole lét sér fátt um yfirlýsingu Powells finnast á mánudag. „Það eru allir að tala við hershöfðingj- ann, nema ég,“ sagði Dole, sem var spáð yfirburðasigri í for- kosningum í Illinois, Michigan, Ohio og Wisconsin í gær og gæti því náð þeim full- trúafjölda, sem þarf til tilnefningar á lands- fundi repúblikana í San Diego í Kaliforníu í ágúst. Enginn listi Bandamenn Doles segja að hann hafi ekki gert lista yfir vænleg vara- forsetaefni þótt fátt annað sé rætt í herbúðum hans en hver sé besti kosturinn. Samkvæmt skoðana- könnunum gæti munað 20 pró- sentustiga fylgisaukningu ef Pow- ell yrði í framboði til varaforseta. Powell var orðaður við forseta- framboð í haust, en í nóvember greindi hann frá því að hann hygð- ist ekki gefa kost á sér. Menn hafa velt vöngum yfir því hvort hann mundi skipta um skoðun ef hann ætti þess kost að fara í framboð með Dole, en í viðtali við Carl Row- an, dálkahöfund dagblaðsins The Chicago Sun-Times gaf hann í skyn að hann mundi ekki demba sér út í pólitík þótt reynt yrði að höfða til föðurlandsástar hans. Powell kvaðst ósáttur við að aðr- ir_töluðu fyrir hönd sína og sagði: „Ég tala við þig fyrir mína hönd. Afstaða mín er enn sú að ég hyggst ekki gefa kost á mér til embættis, sem er kosið til.“ Þrátt fyrir þessi ummæli Powells eru ýmsir þeirrar hyggju að hann gæti látið segjast. Hann myndi til dæmis eiga erfítt með að slá hend- inni á móti boði um bæði varafor- setaembættið og embætti utanríkis- ráðherra. Slíkur leikur myndi einnig slá vopnin úr höndum þeirra, sem eru ósammála Powell um fóstureyð- ingar. Buchanan fagnar Pat Buchanan, andstæðingur Doles í baráttunni um tilnefningu repúblikana, fagnaði orðum Pow- ells. Buchanan hafði hótað að ganga út af landsfundinum ef Powell yrði gerður að varaforsetaefni vegna þess að hann er fylgjandi fóstureyð- ingum og aðgerðum til framdráttar minnihlutahópum. „Hvers vegna ættu íhaldsmenn að styðja varaforsetaefni, sem gekk í flokkinn fyrir þremur mánuðum?" spurði Buchanan. Valgerður Bjarnadóttir á fundi Evrópusamtakanna Aðild A- Island gæti haft áhrif á nýj a sj ávarútvegsstefnu ESB VALGERÐUR Bjarna- dóttir, viðskiptafræð- ingur og deildarstjóri hjá EFTA í Brussel, segir koma til greina að ísland geti fengið áhrif á endurskoðun sj ávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, með því að íslenzk stjórnvöld væru búin að undirrita aðildar- samninga er endur- skoðunin hæfist, en þjóðin ekki búin að taka af skarið um aðild í atkvæðagreiðslu. Þetta kom fram í máli Valgerðar á fundi Evr- ópusamtakanna um rikjaráðstefnu ESB, sem haldinn var í fyrradag. Valgerður sagðist ekki hafa mikla trú á að kröfur Breta, um að þættir í sjávarútvegsstefnu ESB yrðu teknir til endurskoðunar á ríkjaráðstefnunni, næðu fram að ganga. Hins vegar ætti að ljúka endurskoðun hinnar sameiginlegu sjávarútvegsstefnu fyrir lok ársins 2002, þannig að stutt væri í að málið yrði tekið upp í heild sinni. í svari við fyrirspurn frá Ágúst Einarssyni, þingmanni Þjóðvaka, sagði Valgerður að ef ísland legði fram umsókn um aðild að Evrópu- sambandinu, þyrfti framkvæmda- stjórn sambandsins lík- lega þijá til sex mánuði til að fjalla um hana. Samningaviðræður tækju síðan varla meira en ár. „Á hinn bóginn sýnist mér að þrátt fyrir að málið kæmist á dagskrá, sé nokkuð ósennilegt að ísland gengi í Evrópu- sambandið fyrr en það sæi niðurstöðu endur- skoðunar á sjávarút- vegsstefnunni. Hins vegar hlyti það að vera mjög klókt af íslend- ingum að vera búnir að semja sig inn og skrifa undir og taka svo fullan þátt í starfinu þegar endurskoðunin byrjar," sagði Valgerður. Hægt að fá aðlögunartíma þar til ný stefna tekur gildi Hún benti á að eftir að Norð- menn hefðu lokið samningaviðræð- um við Evrópusambandið hefðu þeir setið í ráðherraráði þess í hálft ár og haft þar áhrif á gang mála. „Ef íslenzka ríkisstjórnin skrifar undir með fyrirvara um samþykki þjóðarinnar, munu íslenzkir fulltrú- ar sitja 'á öllum fundum, þar sem samið verður um nýja sjávarútvegs- stefnu. Það hefur meiri áhrif að vera inni en úti,“ sagði Valgerður. Hún nefndi einnig þann mögu- leika að ísland gengi í Evrópusam- bandið fyrr, þ.e. áður en endurskoð- un sjávarútvegsstefnunnar myndi hefjast. „Það skiptir miklu máli í þessari umræðu að þáð eru ekki nema fjögur ár til aldamóta. Það er ekki hægt að fá undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni, en það er hægt að fá aðlögunartíma. Fimm ára aðlögunartími þykir ekki langur. Portúgalar og Spánverjar sömdu um tíu ára aðlögunartíma að t.d. land- búnaðarstefnunni. Ef ísland semdi um aðild, væri ekkert ótrúlegt að ísland fengi a.m.k. aðlögun þar til gamla sjávarútvegsstefnan yrði gengin úr gildi,“ sagði Valgerður. Valgerður sagði að miðað við óbreytta sjávarútvegsstefnu ESB lægi það fyrir að ef ísland gengi í sambandið, yrðu kvótaákvarðanir teknar í Brussel. Þær væru hins vegar teknar á grundvelli fiski- fræðilegs mats og á grundvelli hefð- bundinna veiða. „Það eru mjög miklar líkur á því að ef ísland færi í þessa úthlutun, fengi ísland kvót- ann sinn,“ sagði Valgerður. Hún sagði jafnframt að aðild að ESB ætti ekki að þurfa að koma í veg fyrir að íslendingar viðhéldu eigin fiskveiðistjórnunarkerfi innan þess heildarkvóta, sein landið fengi út- hlutað, hvort sem um væri að ræða núverandi kvótakerfi eða kerfi með veiðileyfagjaldi. Engin tenging við EFTA Valgerður sagði, aðspurð um áhrif EFTA-ríkjanna á gang mála á ríkjaráðstefnunni, að þau væru engin. Nefnd, sem skipuð hefði ver- ið á síðasta ári í formennskutíð Spánar í ráðherraráði ESB, hefði haldið þijá fundi með fulltrúum EFTA-ríkjanna og gert þeim grein fyrir undirbúningi fyrir ráðstefn- una. „Evrópusambandið hefur hins vegar lagt mjög skýra áherzlu á að það er engin tenging við EFTA í þessum málum,“ sagði Valgerður. Hún benti á að á fundi í EES-ráð- inu í desember hefði EFTA viljað koma málefnum ríkjaráðstefnunnar á dagskrá, en það hefði ekki tekizt. Valgerður sagði að almennt félli samstarfið við EFTA á vettvangi EES-samningsins í skuggann af öðrum viðfangsefnum ESB og að aðeins fjórir starfsmenn sambands- ins sinntu EES-málum. Valgerður Bjarnadóttir Evrópu mikilvæg- asta málið Stromberg, Kaupmannahöfn. Reuter. KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, ávarpaði í gær ráð- stefnu um evrópskan samruna í Stromberg í Þýskalandi. Sagði hann stækkun Evrópusambands- ins til austurs vera eitt mikilvæg- asta mál framtíðarinnar. Kinkel sagði Þjóðveija hafa sér- stakan áhuga á aðild Austur-Evr- ópuríkja þar sem að Þjóðveijar voru þeir er högnuðust mest á frelsisbaráttu þjóða í Mið- og Aust- ur-Evrópu. „Án baráttu þeirra fyr- ir frelsi hefði sameining [Þýska- lands] ekki verið möguleg," sagði Kinkel. Verður að fjölga ríkjum Niels Helveg Petersen, utanrík- isráðherra Danmerkur, lagði í við- tali við Reuters í gær sömuleiðis mikla áherslu á mikilvægi þess að ríki í austurhluta álfunnar fengju aðild að ESB. Ella væri hætta á að litið yrði á ríkjaráðstefnu sam- bandsins sem klúður. „Verður hægt að fjölga aðildar- ríkjum að ríkjaráðstefnunni lok- inni? Ef það verður hægt er það gott, en ef það verður ekki hægt er það stórslys," sagði Helveg Petersen. Hann sagði núverandi aðildarríki vera sammála um það að rétt væri að fjölga aðildarríkj- um þó að skoðanir væru skiptar hvernig haga ætti fjárhagslegri hlið stækkunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.