Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ _______LISTIR____ KÚREIÍASPRELL TÓNLIST Islcnska ópcran SÖNGLEIKUR Oklnhoma e. Rodgers og Hammer- stein. Flytjendur: Nemendaópera Söngskólans í Reylqavík. Tónlistarstjóri: Magnús Ingimarsson. íslensku óperuimi, föstudaginn 15. marz kl. 20. OKLAHOMA er sennilega með- al fimm þekktustu söngleikja Broadways. Hann markaði upp- hafið á 17 ára farsælu samstarfi tónskáldsins Richards Rodgers og söngtextahöfundarins Oscars Hammersteins II, sem eftir átti að leiða til metaðsóknarstykkja á við South Pacific, The King and I og Söngvaseiðs. Við frumflutninginn 1943 munu unglingar og útivinnandi húsmæð- ur hafa verið í meirihluta meðal áheyrenda, því heimsstyrjöldin var í fullum gangi og innrásin í Norm- andí í undirbúningi, og kann það að hafa haft áhrif á verkefnavalið, sem er eins fjarri öllu stríðsglamri og þjóðleg amerísk sveitasæla get- ur verið. Söngleikurinn fjallar um ástir bænda og kúreka í indjána- héraðinu rétt fyrir ríkistökuna 1905 (ekki um miðja öldina, eins og segir í annars fremur upplýs- ingasnauðri tónleikaskrá) og bygg- ir á Green Grow the Lilacs eftir Lynn Riggs. Söguþráðurinn er ekki ýkja burðugur, og var það reyndar al- gengara en hitt um Breiðvangs- söngleiki frá þessum tíma. Eftir stendur því tónlistin, en lífsseigla hennar undanfarin 50 ár hefur aftur á móti sannað stöðu sína í úrvalsflokki léttrar tónlistar, svo ekki verður um villzt, að vísu með dyggri aðstoð jazzheimsins, en þar urðu margir til að festa perlur Breiðvangs enn betur í sessi. Með það í huga var á sinn hátt rétt- lætanlegt að „sveifla“ bakgrunns- tónlistinni lítillega inni á milli söng- númera, líkt og nú var gert, þótt óvenjulegt kynni að virðast. Tvennt eflir mjög tónsmíð Rodg- ers sem uppfærsla Nemendaóperu Söngskólans s.l. föstudagskvöld hlaut að mestu að fara varhluta af: söngtextasnilld Hammersteins og hljómsveitarútfærsla slyngustu útsetjara Broadways. Guðmundur Jónsson fyrrum óperusöngvari var ekki öfundsverður af því hlutverki að þurfa að snara heimsfrægum textum Hammersteins. Slapp hann þó furðu vel fyrir hom, að svo miklu leyti sem mátti greina úr munni hinna ungu söngvara, því textaframburður var uppúr og of- an. Hlutskipti Magnúsar Ingimars- sonar og fylgisveina hans, feðg- anna Árna og Einars Vals Sche- vings á bassa og trommur, nefni- lega að koma í stað 25-35 manna leikhúshljómsveitar, voru enn óöf- undsverðari. Jafnvel Franz Liszt endurborinn hefði tæplega getað fyllt slíkt skarð á hvítum nótum og svörtum. Einna tilfinnanlegast- ur var missirinn í Draumsöng Láru (Out of my Dreams), þar sem Rod- gers og útsetjarar hans eru komn- ir langleiðina yfir í stórhljóm- sveitarrómantík Tsjækofskíjs. En enginn skyldi furða sig á því, ef fjárráð Söngskólans hrökkva ekki lengra en þetta, úr því stærstu leikhús landsins ráða að jafnaði ekki við stærri leikhúshljómsveitir en 6-7 manna. Þar birtist vandi íslenzkrar leikhústónlistar í hnot- skum: of lítill markaður - og of litlir salir. Þó að Magnús og félagar stæðu sig með prýði, var það örsveitinni eðlilega um megn að styðja söngv- arana eins vel og æskilegt hefði verið. BeZt komu út kóratriðin, sem sungin voru af krafti og ná- kvæmni, og var greinilegt, að einn bezti óperukór í Norður-Evrópu - kór íslensku óperunnar - á þar efnilegt fóður í vændum til end- umýjunar, þegar þar að kemur. Gegndi reyndar furðu hvað krakk- amir gátu sungið, miðað við alla þá líkamsrækt og fótmennt sem stunduð var á sviðinu um leið. Með helztu einsöngshlutverk fóm Garðar Thór Cortes (Krulli), Hrafnhildur Björnsdóttir (Lára), Hulda Björk Garðarsdóttir (Ado Annie) og Davíð Olafsson (Will Parker). Söngraddir þeirra voru snotrar, en vitanlega enn tiltölu- lega ómótaðar; á þeim ugglaust eftir að aukast fylling og kraftur til muna á komandi árum. Hvað því síðasttalda viðvíkur, virtist barítonrödd Davíðs Ólafssonar lengst komin, og skilaði hann texta manna bezt. Garðar Thór Cortes náði að vísu ekki alveg upp í þá „macho-buffrödd“ sem menn tengja oftast við Krulla, allt frá því er Alfred Drake skóp persón- una við frumuppfærsluna 1943, en hann hefur þýðan og efnilegan tenór og fór vel með. Hulda Björk passaði að mínu viti ekki alveg við týpu Ado-Anniear, sem átti svo bágt með að segja nei (auknefnið kemur af „Ah do!“ upp á Suður- ríkjamállýzku); til þess var hún, bæði í leik og söng, of stássstofu- leg. Hrafnhildur Björnsdóttir var hins vegar með hárrétta raddgerð fyrir andstæðu Anniear, hina stoltu Láru, sem hún túlkaði af fágun, þótt kraftur og úthald hefðu stund- um mátt vera meiri. En, sem sagt: koma tímar, koma ráð. Um stemninguna í salnum þurfti ekki að fara í grafgötur. Hún var á fullu frá upphafi til enda og undirtektir nánast yfirþyrmandi. Það hljóta þess utan að vera skemmtileg viðbrigði fyrir söng- nemendur að demba sér í Breið- vangssprellið til tilbreytingar frá alvarlegri verkefnum. Verður raunar vart hjá því komizt í heimi sem gerir sífellt harðari kröfur til söngvara um bæði fjölbreytni og fullkomnun - og ekki síður, þegar létt tónlist á í hlut. Ríkarður Ö. Pálsson | Ekki hugsa um að tapa! | r1 1 Við aukum þol þitt og kraft um fimmtung 1 - annars færðu endurgreitt | Máttur tryggir þeim, sem eru í þjálfunarástandi undir meðallagi, 20% aukningu á þoli og krafti, að öðrum kosti fá þeir kortið endurgreitt. í áskorun okkar er innifalið: • Sex vikna æfingakort, þrisvar I viku, eftir þinni getu í tækjum og leikfimi. • Nákvæmar mælingar fyrir og eftir námskeið • Persónulegt aðhald. Hafir þú ekki náð 20% meira þoli og krafti á sex vikum færðu alla tímana endurgreidda. Ef þú vinnur færðu endurgreitt ef við vinnum þá er gróðinn þinn! Hringdu í 568 991 5 -og þú ert I góðum málum. f" "9" '9y ■ i,lll7// Máttur Faxafeni 14 • Sími 568 9915* Máttur kvenna Skipholti 50a Sími 588 9297 New York ballettinn í lægð NEW YORK ballettinn tryggði sér sæti í fremstu röð undir stjórn Georges Balanchines og hefur löngum þótt í far- arbroddi í dansheimin- um, en nú þykir hann hafa sett niður. Svo virðist sem skortur sé á almennilegum danshöf- undum og ballettar verðugir fyrir hinn þaulæfða danshóp stofnunarinnar vand- fundnir. Staða New York bal- lettsins er gerð að um- talsefni í grein í tímarit- inu Newsweek og segir þar að hinn danski stjórnandi hans, Peter Martins, sé í miklum vanda staddur. Stefnulaus samsuða Greinin hefst á lýsingu nýjustu uppfærslu ballettsins, verkinu „Touch“ eftir David Parsons. Höf- undur greinarinnar, Laura Shapiro, kallar verkið „stefnulausa samsuðu af dansforskrift þar sem átta menn og konur hlykkjast og skjótast um svið Ríkisleikhúss New York“ og bætir við að það sé sérstaklega nið- urdrepandi að Parsons skrifaði verk- ið að beiðni Martins fyrir New York ballettinn. Balanchine var brautryðjandi í ballett og blés nýju lífi í listgreinina. Martins tók við af Balanchine eftir að hann lést árið 1983. Þá var Martins einn af dönsurum ballettsins (ásamt Helga Tómas- syni) og nýliði meðal danshöfunda. Dansa Martins skorti alltaf neistann og því leitaði hann á önnur mið. Shapiro heldur því fram að flest þau nýju verk, sem Martins hafi látið setja á svið, hefðu aldrei átt að komast á aðalsvið ballettsins og eigi í mesta lagi heima í leiksmiðjum. Það sé niðurdrepandi að horfa á „gæðinga New York ballettsins, einhverja bestu sviðs- listamenn í heimi" koma fram í verk- um af þessu tagi. Martins í vanda Shapiro segir að Martins hafi gert sitt besta og leitað heiminn á enda að frambærilegum dönsurum, en erfiði hans hafi ekki borið ávöxt. Það sé fráleitt að stilla sumum þess- ara balletta upp við hlið meistara- verka Balanchines rétt eins og ætli Martins að koma ballettinum á réttan kjöl ætti hann ef til vill að líta til fortíðarinnar. Bendir Shapiro þar á verk Fredericks Ashtons, sem drottn- aði yfir breskum ballett, og landa Martins, August Bournonville, en verk hans heilli enn áhorfendur, þótt hann hafi verið uppi á síðustu öld. Peter Martins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.