Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 21 Málverk MYNPLIST Listasafn Kúpavogs MÁLVERK Sigurður Sigurðsson. Opið frá 13-18 alla daga: Lokað mánudaga. Til 6 apríl. Aðgangur 200 krónur. SUMIR listamenn eru svo hlé- drægir varðandi sýningahald að jaðrar við meinlæti, og telst málar- inn Sigurður Sigurðsson einna fremstur meðal jafningja. Áratugir geta liðið milli sýninga Sigurðar, sem hefur alla tíð verið virkur í sinni list, þó það teldust nokkrar ýkjur að líkja umsvifunum við ofvirkni. Þvert á móti hefur málarinn haft það vinnulag að fara rólega að trönunum og það hefur reynzt styrkur hans í áranna rás, svona líkt og að sígandi lukka er bezt. Þráðinn missti hann aldrei, þrátt fyrir að hann væri einn af aðalkenn- urum Myndlista- og handíðaskóla íslands í rúma þijá áratugi og kenndi jafnframt einnig í kvöld- deildum um langt árabil. Slíkt kennsluálag getur jaðrað við sjálfs- morð á listavettvangi og þá einkum hér uppi á íslandi, þar sem viðveru- skylda kennara er tíföld miðað við það sem gerist í útlandinu, en laun- in margfalt lægri. Við þetta bættist að hann var lengi í sýningarnefnd FIM og formaður félagsins í áratug ásamt því að hann gegndi öðrum skyldum, var t.d lengi í listaverka- nefnd Kópavogsbæjar og einmitt á því tímaskeiði sem skilaði mestum árangri um innkaup. Ekki verður því neitað að allt þetta aukaálag tók sinn toll, þótt menn yrðu síður varir við það, en við starfslok og er listamaðurinn hafði dregið sig út úr öllu félags- vafstri brá svo við að menn upp- götvuðu að hér fór einn af snjöll- ustu málurum þjóðarinnar. í stuttu máli hefur þetta tímaskeið sam- felldra vinnubragða verið það lang- samlega frjóasta á öllum ferli Sig- urðar og það kemur afar vel fram á sýningu verka hans í einum sal Listasafns Kópavogs. Og þótt mað- urinn sé í þann veginn að verða áttræður fær rýnirinn ómögulega greint afturför í síðustu verkum hans. Þvert á móti leitaði hann aft- ur og aftur í miðju sýningarsalarins þar sem eru þrjár mannamyndir, sem eins og geisla af lífi og vaxtar- mögnum. Á ég hér við myndirnar af Lárusi Pálssyni leikara (1985), tengdaföður hans Jóni Bjarnasyni (1986) og föður listamannsins Sig- urði Sigurðssyni sýslumanni sem er frá þessu ári þannig að litirnir eru vart þornaðir á léreftinu. Afar fróðlegt er að virða fyrir sér hvernig myndbyggingin hefur þróazt á þessu tímaskeiði sem kem- ur vel fram i myndunum „Kvöld við Breiðbalakvísl" (1984), „Mýrdals- sandur" (1987), „Úr Skagafirði" (1983) og „Brunasandur" (1984). Hér er landið hreint og ómengað, en er hann bætir fígúrum í landslag- ið gerir hann það á afar sérkenni- legan og hnitmiðaðan hátt svo það frekar styrkir en raskar myndbygg- ingunni sbr. „Kvöld við Öræfi“ (1979) og „Við Þórisvatn" (1976). Þá er vert að vekja athygli á því hve létt og leikandi pentskúfurinn minnist við flötinn í myndunum „Græn ep!i“ (1996), „Hrafnabjörg" (1993) og „Landslag“ (1996) og að búast við nokkurri leiðsögn í formi skilvirkrar sýningarskrár, eða vísbendingar um stefnumörk lista- mannsins og lífsheimspeki hans? Ekki örvar þetta til átaka í list- rænni samræðu milli verkanna og sýningargesta né hvetur listrýninn til ítarlegrar og faglegrar rökræðu um þau. HÖGGMYNDIR Sólveig Baldursdóttir. Til 8. apríl. SIGURÐUR Sigurðsson: Lárus Pálsson leikari. 1986. Sólveig Baldursdóttir myndhöggvari þó er myndbyggingin rismikil og sterk. Málverk Sigurðar hafa og aldrei notið sín betur en í þeirri jöfnu og sérstöku birtu er lék um veggi salar- ins síðla opnunardagsins. Þeim er líka afar vel raðað á veggina og eru eldri málverkin mikilvæg við- bót, bæði til samanburðar og svo undirstrika þau þá traustu skólun sem list Sigurðar er byggð á. Hún er gegnumgangandi í þróun hans, en mótuð lyndiseinkun listamanns- ins, lífi og reynslu. Enga heimild fær sýningargesturinn upp í hend- urnar um þessa verðmætu fram- kvæmd og nlun peningaskortur valda því, en mikið er það slakt í Ijósi starfa listamannsins fyrir Kópavogsbæ og framlags hans til íslenzkrar myndlistar. ÖÐRUVÍSI MÁLVERK Jón Óskar. Til 6. apríl. MÁLVERK Jóns Óskars Haf- steinssonar í öðrum stóra salnum á hæðinni eru sú algjörasta andstæða verka Sigurðar Sigurðssonar sem hægt er að ímynda sér. Grunnhug- myndin er allt önnur og byggist hvorki á átökum við myndflötinn né þeim optísku sjónarhornum sem landslag og fígúra bjóða upp á og frekar hugað að sjálfu efninu og efnisáferð þess sem verið er að lýsa. Þannig séð er hún skyld ýmsum tilraunum Tuma Magnússonar og fleiri listamanna, sem vinna meira ÞAÐ yljar alltaf þegar sýningar koma manni á óvart og ungt fólk hefur hugrekki til að halda sínu fram, þótt það sé ekki í kórréttu samræmi við nýju línuna í listinni. Meðal þess úrelta teljast sígild vinnubrögð eins og málverk og myndhögg, og stöðugt verður erfið- ara að finna skóla sem veita leið- sögn í þeim greinum eins og menn hafa til skamms tíma skilgreint hugtökin, og telst það undarleg teg- und af frelsi til athafna. Það er langt síðan menn hafa séð jafn vel hoggið í marmara hér á landi og Sólveig Baldursdóttir ger- ir, en íslenzkir listamenn hafa verið mjög sparir á það verklag. Það er líka ákaflega erfitt og seinlegt og því var til fjölmenn stétt fagmanna, einkum á Ítalíu, sem hjó í marmar- ann fyrir listamenn sem sjálfir unnu frummyndirnar í leir eða önnur efni. Lítil hefð hefur myndazt um fag- lega aðstoð á íslandi vegna þess að við erum svo fáir og verkmennt svo vanmetin í skólakerfinu að jaðr- ar við þjóðarsmán. Það telst ekki tímaskekkja að vinna í marmara frekar en önnur efni og ef eitthvað telst tíma- skekkja í athöfnum Sólveigar má það helzt vera atorkan og áhuginn sem skína úr verkunum. Hún hefur notið þeirrar gæfu að stunda nám í Danmörku þar sem rík hefð er fyrir notkun marmara í nútíma- skúlptúr. Mikilsvert er einnig að hún hefur einnig verið aðstoðar- maður þekktra myndhöggvara, sem var oftar en ekki námsferillinn í gamla daga, og svo hefur hún unn- ið i Toskana og Carrara, en þaðan er hinn nafnkenndi Carrara marm- ari kominn. Auðséð er af verkum Sólveigar að hún kann fag sitt og leggur mikla vinnu í útfærslu hugmynda sinna. Það er helzt að hún ofvinni þær með alls konar tilfæringum út frá sjálfum marmaranum, og má það vera hennar sýn á nútímann en telst misskilningur, og skal hér visað til verka ýmissa heimsfrægra myndhöggvara. Marmarinn einn er alveg nóg og þannig hefði ég helzt viljað sjá konurnar einar á einföld- um stalli. Þó er samkrullið nærri því að ganga alveg upp í konunni með fuglinn í hárinu og kuðung fyrir framan sig og nefnist „Drottn- ingin“ 1995-96, því að hinar form- rænu vísanir eru svo tengdar og hún sjálf svo vel mótuð. Eitt og annað hefur fullmikinn svip af málamiðlunum sem þó kunna að vera eðlilegar í ljósi tímanna. Meginmáli skiptir varðandi þessa frumraun, að hér er kominn fram myndhöggvari sem kann sitt fag og gera má miklar væntingar til í framtíðinni. Vel er staðið að kynningu sýning- arinnar hvað skrá og upplýsingar snertir. Bragi Ásgeirsson Jón Óskar listmálari með yfirborð efnisins og innihald þess en að kafa í sjálfan myndflöt- in. Það má orða það svo að þeir hlutleysi myndflötinn og gefi öllum vandamálum sem upp kunna að koma frí. Litaáferðin á þá að minna á eitthvað i umhverfinu og oft mjög almenns eðlis í neysluþjóðfélaginu jafnvel svo mjög að það hneykslar skoðandann vegna þess að ferlið gengur þvert á viðteknar hugmynd- ir um eðli málverksins. Þannig þótti ýmsum hinar stóru gulu myndir á veggjunum minna á sítrónufróm- asje með rúsínum, sem þó er í sjálfu sér ekkert verra. Það er líka í anda tímanna að gefa öllurn fyrri gildum málverksins langt nef og sýningargestum einn- ig, því þeir eru látnir standa bjarg- arlausir og áttavilltir fyrir framan þau. Þeir fá ekkert á milli handanna annað en skýrslu um listamanninn og athafnir hans á sýningavett- vangi auk þess sem bók er til sölu sem ber enska nafnið „Friends and Lovers", sem er eins konar „egotripp", sem var. ákaflega al- gengur gjörningur vestan hafs og austan á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Hér er gengið enn lengra því fólkið í bókinni er nafnlaust og ekki greint frá því hvenær myndirn- ar voru teknar né við hvaða aðstæð- ur. Skyldi svo ekki felast i þessum framkvæmdum nokkur skammtur af yfirlæti og hroka gagnvart hinum almenna sýningargesti sem hlýtur Vió aðhæfu folki... Sinfóníutónleikar í Keflavík SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands heldur tónleika í íþróttahúsinu við Sunnubraut á fimmtudagskvöld kl. 20. Einleikari á tónleikunum verður Andrés Björnsson trompetnemandi við Tónlistarskólann, en hann lýkur burtfararprófi frá skólanum í vor. Karlakór Keflavíkur mun einnig syngja með hljómsveitinni á tónleik- unum, sem ætlaðir eru allri fjöl- skyldunni og gilda til einkunnar í tónleikasókn. Nemendur grunn- skólanna og Fjölbrautaskólans fá ókeypis aðgang, en aðrir geta keypt miða við innganginn. Þennan sama dag mun hljóm- sveitin halda tvenna tónleika á skólatíma kl. 11.15 og 13.15 og munu nemendur skólanna fara á þá ásamt kennurum sínum. Þetta eru síðustu tónleikarnir í Tónlist fyrir alla þennan veturinn. Á skólatónleikunum verða flutt önnur verkefni en um kvöldið. Bókhaldstækni 84 klst (126x40 min.) Markmiðið er að verða fær um að starfa sjálfstætt og annast bókhald allt árið. Byrjendum og óvönum gefst kostur á grunnnámi. Námið felur í sér dagbókarfærslur, launabókhald, gerð skilagreina um staðgreiðslu og tryggingargjald, lög og reglur um bókhald og virðisauka, gerð virðisaukaskýrslna, afstemmingar, merking fylgiskjala, gerð bókunarbeiðna, fjárhags- og viðskiptamannabókhald í tölvu. Innifalin er skólaútgáfa (járhags-og viðskiptamannabókhalds og 30% afsláttur af verðskrá Kerfisþróunar að 45.000 kr. Tölvunám 64 klst (90x40 mín.) Almenn tölvufræði Windows stýrikerfi Word ritvinnslukerfi Windows stýrikerfi Excel 5.0 töflureiknir (cd. áztlun og útboðsgögn) Internet tölvufjarskipti (samband um allan heim) Frír aðgangur á Internetinu meðan á námi stendur að Treknet sem veitir Hafið samband eftir frekari upplýsingum Tölvuskóli Reykjavíkur Borgartúni 28. sími: 561 6699, fax: 561 6696

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.