Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 23 AÐSENDAR GREIIMAR LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur mikið verið til umræðu að undan- förnu af kunnum ástæðum. Félagið er sjálfseignarstofnun og hefur að markmiði að standa fyrir leiksýn- ingum í Reykjavík. Þetta markmið er bundið í lög félagsins og því má ekki breyta samkvæmt stofnskrá fyrir Borgarleikhúsið. Þetta tvennt, lög LR og stofnskráin, eru forsend- ur fyrir núverandi leikhúsrekstri og hefur að baki sér samþykki félags- ins og borgarstjórnar. Önnur for- skrift hefur hvergi verið samþykkt. Aðalfundur LR kýs þriggja manna stjórn sem fer með öll innri mál félagsins og ber ábyrgð á leikhús- rekstrinum fyrir hönd þess. Þetta er kunnugleg stjórnskipun í lýðræð- islega reknu félagi. í því eru liðlega hundrað manns, nokkrir þeirra eru aukafélagar í föstu starfi við önnur leikhús. Atkvæðisbærir félagsmenn eru rúmlega 80. Stjórn LR situr í leikhúsráði ásamt einum fulltrúa borgarstjórans í Reykjavík. Þessir fj'órir aðilar ráða leikhússtjóra. Skerist í odda ræður formaður LR tvígildu atkvæði og hefur því mjög afgerandi vald. Sú breyting varð á lögum LR á síðasta aðalfundi að fulltrúi borgarstjóra er nú aðili að ráðningu leikhússtjórans. Aður hafði stjórn LR það ein með höndum og bar ákvörðun sína undir félags- fund. Á nýja skipan reyndi í fyrsta skipti nú. Svo fór þó að málið kom til kasta félagsfundar LR. Um ráðn- ingu leikhússtjóra hjá LR hafa oft- ast orðið átök. Vegna þeirra dapur- legu atburða, sem nú hafa orðið, hefur margt verið sagt og ritað. Ég er félagi í LR og málið mér ekki óviðkomandi eins og gefur að skilja. Tveir ágætir listamenn tjáðu sig í blaði nýlega um vanda LR. Annar talar um doða og lognmollu, hinn líkti félaginu við sjúkling. Þótt ég sé ekki sammála orðavali get ég eigi að síður tekið undir með þeim báðum. Ég hef haft miklar áhyggj- ur af þróun LR og leik- húsrekstri þess und- anfarin ár. Ég hef lýst óánægju minni á fund- um. Eg setti fram til- lögu um breytt vinnu- lag, sem miðaði að því að gera listamenn þá sem hjá félaginu störf- uðu virkari og nýta frumkvæði þeirra. Þar var ekki um töfralausn að ræða, heldur einn möguleika_ af e.t.v mörgum. Ég var og er þeirrar skoðunar að efla þurfi félagið, með því t.d. að kalla fleiri listamenn til ábyrgðar og áhrifa og styrkja þannig innri stoðir þess. Mér finnst það m.a. hafa veikt LR að ungt fólk, sem komið hefur til starfa í leikhúsinu, hefur flest staldrað þar stutt við, sumir í einni sýningu, aðrir tvö þijú leikár, en síðan ekki söguna meir. Þar fer margt ágætt leikhúsfólk. Einhver líkti rekstri félagsins að þessu leyti við járnbrautarstöð, þar sem fólk hoppar inn í vagninn og út. Mér finnst forysta félagsins hafa brugð- ist skyldu sinni í þessum efnurn, þá ekki síst formaður þess. Fólk hefur ekki verið laðað að félaginu sem vert er síðustu árin. Kjartan Ragnarsson, formaður LR, hafði forgöngu um að velja Viðar Eggertsson leikhússtjóra í haust, enda haft góðar forsendur til þess að meta störf hans nyrðra, m.a. unnið að tveimur leiksýning- um, sem höfundur í leikhússtjóratíð Viðars hjá LA. Valið kom fólki hjá LR vitanlega á óvart, þar sem nafn- leynd var á umsókninni og vissi enginn, utan stjórnar, hver þarna var á ferð, fyrr en nafn hans var tilkynnt. Menn tóku honum hins vegar vel. Þegar hann hóf störf um áramót kom á daginn að hann virt- ist hafa fengið aðra forskrift varð- andi valdsvið sitt en leikhússtjórar LR hafa haft til þessa. Lögum hafði þó ekki verið breytt hvað þetta varðar. Þar stendur að leikhússtjóri velji verk- efni í samráði við leik- húsfáð og samþykki leikhúsráðs þurfi fyrir fastráðningu starfs- fólks. Ákvæði um samráð er að finna á nokkrum stöðum í lög- um Leikfélagsins. Á fundi í leikhúsráði 15. janúar ákvað meiri- hluti ráðsins, þar með formaður LR og ritari, að veita leikhússtjóra óskorað vald varðandi uppsagnir starfsfólks. Þessi ákvörðun var tek- in að meðstjórnanda LR fjarstödd- um. Hann kom að þessari ákvörðun Leikhússtjórinn, segir Jón Hjartarson, naut ekki lengur trausts meirihluta stjórnar. eftir að hún hafði verið tekin og gat ekki flutt rök í málinu fyrr en síðar. Ákvörðunin var látin standa þrátt fyrir mótmæli hans. - Lög- fræðiálita hafði verið leitað og þau urðu fjögur áður en lauk. Ljóst var þó að fundur í félaginu gæti einn úrskurðað í þessari þrætu um lög þess. Sá fundur var haldinn 27. febrúar. Þá hafði einum leikara og einum starfsmanni öðrum verið sagt upp, fleiri uppsagnir boðaðar, leikurum með langan starfsaldur boðinn starfslokasamningur og síð- an boðið upp á hugmynd um allt að 12 ára samning, sem leikhús- stjórinn virðist einn hafa staðið að, án ábyrgðar eins eða neins. Það var 23. febrúar. Blekið var varla þornað á því boði, þegar það var dregið til baka. Þeir sem það boð fengu áttu að halda áfram störfum. Fundurinn 27. febrúar skar úr um umrædda lagatúlkun. Ritari féiagsins hafði þá sagt af sér. Leikhússtjóri kom á fundinn, skýrði sitt mál. Hann orð- aði þar að kannski lyki starfi hans hjá félaginu það kvöld! Formaður játaði að líklega hefði hann skilið eitthvað vitlaust. Eftir fundinn stóð félagið ráðvilit um forystu sína og framtíð. Fundur var boðaður um stöðuna. Formaðurinn sagði af sér fyrir þann fund. Þar með höfðu tveir af þeim aðalmönnum stjórnar LR, sem stóðu að ráðningu Viðars sagt af sér, sá þriðji mótmælt vinnu- brögðum hans. Leikhússtjórinn naut ekki lengur trausts meirihluta stjórnar. Lítið hafði borið á samráði við starfsfólk eða starfsdeildir húss- ins. Aðeins boðað að tii stæði að segja upp. Og uppsögnum var síðan lialdið áfram. Leikhússtjórinn fékk því framgengt að fjórum leikurum enn yrði sagt upp. Þegar hér var komið sögu hafði hann stuggað við miklum hluta eldri kynslóðar leik- ara, nánast allri millikynslóðinni, 40-50 ára, en þar fór fólk sem nýst hafði prýðilega. Ljóst var að eftir yrðu kannski þrír eða fjórir leikarar á aldrinum 40 tii 60 ára og tvær elstu leikkonur húsins. Þær hafa varað mjög við framgöngu leikhús- stjórans. Það hafa fieiri gert. Það var við þessar aðstæður að félagsfundur samþykkti tilmæli til stjórnar um endurskoðun á ráðn- ingu leikhússtjórans. Hafi hann ekki séð eða heyrt ókyrrð og urg innan veggja leikhússins, sem hann ætlaði að fara að stjórna, er hann líklega eini starfsmaður þess sem ekki hafði minnsta grun um ástand- ið. Þannig kom hann fram í fjölmiðl- um. Hann hefur vissulega sýnt og sannað að hann er mikill íjölmiðl- ungur og hefur margt fleira til brunns að bera. Enda snýst málið ekki um persónu Viðars, heldur stjórnunarhætti. - Nú er í tísku að senda forstjóra fyrirtækja á rándýr námskeið um árangursstjórnun. Þar læra þeir m.a. hvernig eigi að virkja starfsfólk og fá sem mest út úr því. - Leikhússtjóri sem sér 70 keppinauta í fyrirtækinu, sem hann ætlar að fara að stjórna, kann e.t.v að laðast í þá freistni að losa sig við þá alla, uns hann stendur einn í salnum og talar við sjálfan sig. Höfundur er leikari. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS BYLTINGARKENND NÝJUNG gn KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 5 vikur á Benidorm 14. apríi frá kr. 45.532 Við seljum nú síðusm sætin í vorferðina okkar til Benidorm. 5 vikur á þessum yndislega stað á hreint ótrúlegum kjömm. Brottför þann 14. apríl með beinu flugi Heimsferða til Benidorm og komið heim þann 21. maí. Hér bjóðum við glæsileg íbúðarhótel með öllum aðbúnaði sem tryggir þér góða þjónustu meðan á dvöl þinni stendur og ömgga þjónustu íslenskra fararstjóra Heimsferða. Allar íbúðir með einu svefnherbergi, baði, stofu, eldhúsi og svölum. 45.532 Verd kr. M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 14. apríl, 37 nætur, skattar innifaldir. 59.960 Yerð kr. M.v. 2 íbúð, Vistamar, 14. aprfl, skattar innifaldir. Austurstræti 17, Misstu ekki af hinum frábæra fyrirlesara Moshe Rubinstein. Heilsdagsnámskeið miðvikudaginn 27. mars kl. 9.00 -15.30 á Scandic Hótel Loftleiðum. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um hvernig má: Breyta vandamálum í tækifæri. Nýta sér óreiðu til að bæta reksturinn. Sýna frumkvæði og frumleika. Vera skapandi stjórnandi. Taka bestu ákvarðanirnar. Námskeið Rubinsteins kosta um 35.000 kr. í Bandaríkjunum. Frjáls verslun hefur í tilefni þess, að Talnakönnun hf. hefur nú tekið við útgáfunni, ákveðið að bjóða námskeiðið á sérstöku verði. Almennt verð: 25.000 kr. Áskrifendur Frjálsrar verslunar: 19.990 kr. Þátttakendafjöldi er takmarkaður og búast má við að færri komist að en vilja. Því er rétt að menn skrái sig á námskeiðið sem fyrst. ________________________________________________________________________________________:________________________________________________________-_____________________________________________:_____________________________________________ Skráning í síma 561-7575, fax 561-8646. Arangursstj orn- un í leikhúsi Jón Hjartarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.