Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 25
24 MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Mattlyas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TEKJUTENGING OG TRYGGINGAR UTGJOLD ríkissjóðs, umfram tekjur, hafa leitt til hrikalegrar opinberrar skuldasöfnunar. Vaxta- greiðslur ríkissjóðs í fyrra voru jafnháar og öll húsbréf- aútgáfan. Raunar voru þær jafnmiklar og allir beinir tekjuskattar landsmanna. Það var því ærin ástæða til þess fyrir stjórnvöld að grípa til aðhalds- og sparnaðarað- gerða. Sums staðar hafa þau þó gerzt offarar að þessu leyti. Það gildir m.a. um tekju- og eignatengingu í al- mannatryggingakerfinu, að mati þingmanna sem Morg- unblaðið ræddi við sl. sunnudag. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kemst m.a. svo að orði hér í blaðinu: „Tekju- og eignatenging í almannatryggingakerfinu er í reynd ekkert annað en viðbótarskattlagning. Órétt- lætið felst í því, að þeir, sem sýnt hafa fyrirhyggju, sitja ekki við sama boð í almannatryggingakerfinu og hinir. Ég tel að við séum komin lagt út fyrir allt velsæmi í þessu. Það þarf að fínkemba lögin frá grunni og hætta að taka tillit til tekna og eigna að öðru leyti en með beinum og sýnilegum tekju- og eignasköttum.“ Össur Skarphéðinsson, þingmaður Alþýðuflokks og formaður heilbrigðis- og tryggingamálanefndar Alþing- is, tekur í svipaðan streng: „Okkur finnst tekjutengingin, þó við eigum talsverða sök á henni sjálfir, sé orðin alltof rík almennt. Og ég er pesónulega þeirrar skoðunar, að tekjutengingin hafi gengið alltof langt í því bótakerfi, sem við nú búum við...“ Össur varar við því að refsa fólki fjárhagslega fyrir það eitt að sýna fyrirhyggju og spara. Peningalegur sparaður er ekkert síður mikilvægur fyrir samfélagið en þá einstaklinga, sem vilja hafa borð fyrir báru í fjármálum sínum. Og „sparnaður myndast yfirleitt ekki vegna hærri tekna heldur vegna minni eyðslu,“ eins og Pétur Blöndal kemst að orði hér í blað- inu. í þessu Ijósi er meir en varhugavert að draga úr hvatningu til fjármálalegrar ábyrgðar og sparnaðar með því að refsa fyrirhyggjufólki með tekjutengingu þjón- ustugjalda í tryggingakerfinu. BREYTT JAFNRÉTTISBARÁTTA FIMM konur, sem starfað hafa með Sjálfstæðum kon- um, starfshópi ungra kvenna innan Sjálfstæðis- flokksins, bentu í grein í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag á að árangur í jafnréttismálum byggðist ekki sízt á „viðhorfsbreytingu og skilningi á því að jafnréttis- mál eru alvörumál, sem varða okkur öll“. Sjálfstæðar konur hafa átt sinn þátt í þeirri viðhorfs- breytingu, sem vissulega er að eiga sér stað í jafnréttis- málum. Á undanförnum áratugum hefur jafnréttisbar- áttan oftar en ekki orðið „kvennabarátta“, sem hefur byggzt á kennisetningum um sérstöðu kvenna og áherzlu á átök og andstæður milli kynjanna. Þótt sú barátta hafi án efa skilað árangri, má spyrja hvort hann sé jafn- mikill og hann hefði getað orðið, hefði öðrum aðferðum verið beitt. Raunverulegt jafnrétti kynjanna, ekki eingöngu í orði heldur einnig á borði, stuðlar einfaldlega að því að skapa samhent og skilvirkt samfélag, þar sem bæði kyn hafa sömu tækifæri, bera sömu ábyrgð og hafa sömu skyld- ur. Slíkt er til þess fallið að draga úr togstreitu og von- brigðum, jafnt innan fjölskyldna sem á vinnustöðum. Þess vegna eru jafnréttismál einmitt „alvörumál, sem varða okkur öll“. Breytingin, sem er að eiga sér stað, felst ekki sízt í því að jafnréttisbaráttan er að breytast í baráttu beggja kynja, þótt hinar nýju hugmyndir eigi margar upptök sín meðal kvenna. Baráttan fyrir sjálfstæðum rétti karla til að taka sér orlof á launum til að vera með börnum sínum fyrstu mánuðina er lýsandi dæmi um þetta. Sigur í þeirri baráttu mun verða báðum kynjum til hagsbóta. Það er því löngu kominn tími til að karlar taki meiri þátt í jafnréttisbaráttunni en verið hefur. Jafnréttismál- in eru samvinnuverkefni beggja kynja. SAMEINING KÁ OG KR Lánardrottnar réðu ferðinni Bankar og lánasjóðir yf- irtaka fasteignir og önn- ur verðmæti samtals að fjárhæð 120-130 milljón- ir til að létta á skulda- stöðu Kaupfélags Rangæinga fyrir sam- runa þess við Kaupfélag Árnesinga. Heimamenn höfðu í upphafi hug á að reka áfram sjálfstætt kaupfélag en svo virðist sem lánardrottnarnir hafi lagt áherslu á sam- einingu. Helgi Bjarna- son skrapp á Hvolsvöll til að kynna sér málið. Morgunblaðið/Ásdís KÁ-MERKIÐ komið á verslunina á Hvolsvelli og Bjarni Jónsson stjórnarformaður KR, Þorsteinn Páls- son framkvæmdastjóri KÁ og Garðar Halldórsson kaupfélagsstjóri KR brosa framan í sólina. STUNDUM hefur komið upp umræða um samruna Kaupfélags Árnesinga (KÁ) á Selfossi og Kaupfé- lags Rangæinga (KR) á Hvolsvelli án þess að til þess hafi komið. Sú þróun sem leiddi til ákvörðunar stjórnenda félaganna um að sam- eina þau á vori komanda hófst með því að stjórn KR fékk ráðgjafarfyr- irtæki til að taka út rekstur og fjár- hag félagsins og hófst sú vinna í júnímánuði. KR hefur átt í rekstrar- erfiðleikum undanfarin ár og tapað um 60 milljónum kr. á síðustu fjór- um árum, aðallega vegna þess að það hefur setið uppi með dýrar fast- eignir eftir að tvö mikilvæg iðnfyr- irtæki í eigu kaupfélagsins, Hús- gagnaiðjan sem var með húsgagna- framleiðslu og sauma- og pijóna- stofan Sunna, lognuðust út af. Fyr- ir áratug var umfangsmikill rekstur á vegum þessara fyrirtækja en eftir að honum var hætt á árunum 1987-89 sat KR uppi með 3.000 fermetra húsnæði sem það gat ekki nýtt nema að litlu leyti og enginn vildi kaupa. Þróaðist út í samruna Bjarni Jónsson, bóndi á Selalæk og formaður stjórnar Kaupfélags Rangæinga, segir að í upphafi hafi stjórnendur félagsins gert sér vonir um að lánardrottnarnir vildu leysa til sín fasteignir KR, á svipaðan hátt og gert var á síðasta ári þegar fram fór endurskipulagning hjá Kaupfélagi Árnesinga. Viðræður KR og lánardrottna þróuðust í þá átt að skynsamlegt væri að sameina kaupfélögin tvö sem eftir eru á Suðurlandi og hófust viðræður við KÁ í nóvembermánuði. Þeim lyktaði með samkomulagi stjórna félaganna um að stefna að samruna í vor, að fengnu samþykki aðal- funda sem hugsanlega verða báðir 11. apríl, og “" að KA tæki allan rekstur KR á leigu þangað til. Tók KÁ við um helgina og byijaði á því að breyta aðalversl- un félagsins á Hvolsvelli til sam- ræmis við aðrar verslanir sínar. Það er á mönnum að heyra að lánardrottnarnir hafi gert það að HÚSNÆÐI sem byggt var yfir Kaupfélags húsgagnaframleiðslu og sauma- og prjónastofu var að sliga rekstur Rangæinga eftir að iðnreksturinn lognaðist útaf. Onotað hús- næði sligar reksturinn skilyrði fyrir aðstoð sinni við KR að fram næðist sú hagræðing sem sameining er talin hafa í för með sér. Bjarni á Selalæk og Garðar Halldórsson kaupfélagsstjóri vilja ________ ekki staðfesta það beint að það hafi verið fyrir þrýsting lánardrottna að ákveðið var að sameina kaupfélögin. Ágúst Ingi Olafsson, sveitarstjóri á Hvolsvelli og kaupfélagsstjóri þar til í haust, segir að úr því bankar og lánastofnanir hafi ekki viljað fara þá leið að leysa til sín eignir til að létta skuldastöðu KR, hafi það verið rétt að sameinast KÁ. „Við teljum betra og tryggara fyrir íbúa héraðsins að fara þessa leið en halda áfram sjálfstæðum rekstri, til þess að halda svipaðri þjónustu og atvinnu,“ segir Bjarni á Selalæk. Bendir hann á að sam- keppni í matvöruverslun fari sífellt harðnandi og stærri aðilarnir kom- ist betur af en þeir minni. Bjarni og Garðar leggja áherslu á að ekkj sé um yfirtöku KÁ á að ræða, þó vissulega verði það stóri aðilinn í sameiningunni, heldur séu tvö félög að renna saman í eitt öflugra. Bjarni segir að Rangæingar muni tryggja áframhaldandi áhrif sín á rekstur- inn með því að vera félagar í nýju KÁ og væntanlega fá kjörna menn í stjórn þess. Yfirtaka fasteignir Greinilegt er að viðskiptabanki KR og helstu lánveitendur hafa viljað leggja töluvert á sig til að sameina fyrirtækin. Þeir leystu til jsín þau hús sem félagið hefur ver- lið í vandræðum með og höfuðstöðv- ar félagsins á Hvolsvelli að auki. 'lðnþróunarsjóður kaupir Sunnu- húsið, Samvinnulífeyrissjóðurinn kaupir Húsgagnaiðjuna og Lands- bankinn kaupir verslunar- og skrif- stofuhús KR á Hvolsvelli. Að auki kaupa þessir lánardrottnar tvö íbúðarhús kaupfélagsins og B- deildarbréf sem eru einskonar hlutabréf í kaupfélögum. Garðar Halldórsson telur að söluverð fast- eigna og B-deildarbréfa sé 120-130 milljónir kr. Nettó-skuldir KR voru liðlega 160 milljónir í árslok 1994 og hafa aukist eitthvað síðan vegna halla- reksturs á síðasta ári. Með ráðstöf- unum banka og sjóða hefur verið grynnkað mjög á skuldasúpunni. Það sem eftir er fer inn í hið sam- einaða kaupfélag ásamt eignum og segja Bjarni og Garðar að KR fari með meiri eignir en skuldir inn í nýja félagið. Stærðin gildir „Þessi rekstur fellur ákaflega vel að þeim rekstri sem KÁ var með fyrir breytingar," segir Þorsteinn Páls- son framkvæmdastjóri Kaupfélags Árnesinga. Bendir hann á að bæði félögin hafi verið með verslun og þjónustu en hvorugt haft afurða- sölu með höndum. „Það er stærðin sem gildir í viðskipum í dag,“ segir Þorsteinn þegar hann er spurður að því hvaða hag KÁ hafi af sameiningu. Segir hann að margvís- legt hagræði fáist með stærri einingum. Sameinaða kaupfé- lagið verður rekið und- ir nafni og merki Kaupfélags Árnesinga. „Við erum búnir að leggja mikið í mark- aðssetningu og munum nota KÁ-heitið áfram,“ segir hann. KR hefur rekið mat- vöru- og vefnaðarvöru- verslun á Hvolsvelli og útibú á Rauðalæk, auk lítillar kvöld- og helg- arverslunar í veitinga- skálanum Hlíðarenda á Hvolsvelli. Það hefur verið með bygginga- vöruverslun og verslun með rekstrarvörur fyr- ir bændur, bæði á Hvolsvelli og Rauðalæk. Einnig bílaverkstæði og olíusölu á báðum stöðum. Þá hefur verið rekin vélsmiðja og rafmagns- verkstæði á Hvolsvelli. Þegar KÁ tók við rekstrinum um helgina var verslunin á Hvolsvelli frískuð upp og henni gefið svipað yfirbragð og aðrar verslanir KÁ. Vöruverði var breytt til samræmis við verð í KÁ-verslunum sem þýddi verðlækkun á mörgum vöruteg- undum. Jafnframt var ákveðið að hafa verslunina opna fram á kvöld og um helgar en loka litlu búðinni í Hlíðarenda. Þorsteinn segir að þetta hafi verið fyrsti þátturinn í að laga reksturinn í Rangárvallasýslu að annarri starfsemi KÁ. Síðan yrði farið yfir hveija rekstrareiningu fyrir sig og teknar ákvarðanir um framtíðina. KÁ hefur markað sér ákveðna viðskiptastefnu og þrí- skipt rekstrinum í samræmi við hana. Félagið ætlar sér einkum að starfa í dagvöruverslun, sölu rekstrarvara fyrir landbúnaðinn og ferðaþjónustu. Þorsteinn segir að þessi sama stefna verði höfð að leiðarljósi við rekstur sameinaða kaupfélagsins. Rekstri haldið áfram Ljóst er að rekstur rafmagns- verkstæðis, byggingavörudeildar, vélaverkstæðis og bifreiðaverk- stæða og varahlutaverslana á Hvolsvelli og Rauðalæk fellur utan við það svið sem KÁ leggur áherslu á. Þorsteinn segir of snemmt að segja til um það hvernig þessum rekstri verði_ háttað í framtíðinni. Áhugi sé á að halda honum áfram í einhveiju formi, annaðhvort í sam- vinnu við aðra eða selja hann í hendur annarra aðila. „Við sjáum að það er til lítils að taka við rekstri verslunar á stað eins og Hvolsvelli nema fólkið búi þar áfram. Því vilj- um við efla atvinnulífið þar sem við störfum, bæði til sjávar og sveita, enda njótum við þess eins og heimamenn,“ segir Þorsteinn. Garðar Halldórsson segist ekki eiga von á róttækum breytingum á rekstrareiningum á næstunni, þær muni gerast í áföngum. Ekki er talið að KÁ muni losa sig út úr þeim rekstri sem fellur utan starfs- sviðs þess í fljótræði og í því sam- bandi benda menn á að félagið sé enn með rekstur á Selfossi sem það hafi ekki getað selt fyrir viðunandi verð. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hafa nokkrir aðilar nú þegar sýnt áhuga á að taka yfir rekstrareiningar KR, meðal annars fyrirtæki sem tekið hafa við sviguð- um rekstri af KÁ á Selfossi. í bréfi sem KÁ sendi starfsfólki KR vegna breyting- anna kemur fram að stefnt er að því að áherslubreytingar í rekstri dragi ekki úr vinnu á svæðinu. Verðum að vera jákvæð „Það eru viðbrigði þegar breyting verður á farsælu fyrirtæki sem hér hefur verið í áratugi. Það sem snýr mest að hreppsfélaginu er ef fólk missir vinnu. Það er von okkar að svo verði ekki og að góð samvinna náist við þessa nýju aðila,“ segir Ágúst Ingi Olafsson sveitarstjóri. Um 60 heilsársstörf eru hjá KR. Sólveig Ottósdóttir, varafor- maður Verslunar- mannafélags Rang- æinga og verslunar- stjóri hjá KR/KÁ á Hvolsvelli, segir að breytingin hafi gerst svo snöggt að lítið ráð- rúm hafi gefist til að ræða málið. Heilmiklar breytingar hafi verið gerðar á versluninni um helgina og telur hún að verslunarfólkið á Hvolsvelli búi við öryggi. Meiri óvissa sé með útibúið á Rauðalæk og skrifstofurnar. „Mér finnst starfsfólkið hér vera jákvætt, enda verður svo að vera,“ segir Sólveig. 3 milljarða kr. velta Eftir yfirtöku á rekstri KR og Fossnesti á Selfossi eykst velta Kaupfélags Árnesinga úr 2,4 millj- örðum í um 3 milljarða kr. á ári. Allt Suðurland er viðskiptasvæði félagsins, enda tók það yfir rekstur Kaupfélags Vestur-Skaftfellinga í Vík og Kaupfélags Vestmannaeyja fyrir nokkrum árum. Það er nú með verslanir í öllum stærstu þétt- býliskjörnunum, nema Hellu, allt frá Hveragerði og austur á Kirkju- bæjarklaustur, einnig í Vest- mannaeyjum. Starfsmenn eru lið- lega 400 talsins. Niðurstöður reikninga síðasta árs liggja ekki fyrir. I áætlunum KÁ hefur ekki verið gert ráð fyrir hagnaði fyrr en í ár og ljóst er að einnig varð tap hjá KR. Fjallahringurinn óbreyttur Eining er í stjórn Kaupfélags Rangæinga um þær ákvarðanir sem teknar hafa verið um framtíð félagsins. Reynt var að vinna að samningum í kyrrþey þannig að tilkynningin á föstudag kom mörg- um á óvart. Bjarni á Selalæk segir að þó lítið tóm hafi gefist til að ræða breytingarnar virðist sér fólk sýna þeim skilning. Hann segir því þó ekki að leyna að margir hafi sterkar taugar til kaupfélagsins og eigi erfitt með að sætta sig við að það skuli hætta sjálfstæðum rekstri. „En allt er breytingum háð. Ég segi eins og mætur maður á Hvolsvelli: Það hefur nánast allt breyst hér á Hvolsvelli, nema fjallahringurinn. Breytingarnar eru enn að gerast,“ segir Bjarni. Sólveig Ottósdóttir Ágúst Ingi Olafsson Stærðin gildir í öllum við- skiptum í dag Mælt fyrir frumvarpi um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna * Aukíð svigrúm j stofnana og starfsmanna Frumvarp um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna fékk frekar kaldar kveðjur frá stjómarandstæðingum á Alþingi en fjármála- ráðherra mælti fyrir fmmvarpinu í gær. FRIÐRIK Sophusson fjármála- ráðherra lagði í framsögu- ræðu sinni áherslu á nauð- syn umbóta í ríkisrekstri og sagði að möguleikar til þess væru ávallt mjög takmarkaðir nema tekið yrði á starfsmannamálum ríkisins. Ríkisstarfsmenn væru nú 25 þúsund. Ríkið greiddi laun samkvæmt 140 kjarasamningum til einstaklinga í 175 stéttarfélögum og heildarlauna- greiðslur ríkisins hefðu á síðasta ári verið um 39,5 milljarðar króna. Til að koma á nýskipan í ríkis- rekstri yrði að veita stofnunum og starfsmönnum þeirra aukið svigrúm og sjálfræði. Að því væri stefnt með frumvarpinu um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Friðrik sagði að meginhugmyndirn- ar í frumvarpinu hefðu legið fyrir í nærri tvö ár en það var samið af nefnd sem skipuð var sl. sumar. Mark- mið frumvarpsins væru að jafna rétt- arstöðu starfsmanna ríkisins og starfsmanna á almennum markaði, auka sjálfstæði og ábyrgð forstöðu- manna ríkisstofnana, gefa starfsfólki möguleika á að fá umbun fyrir ábyrgð og hæfni í starfi og færa ýmis ákvæði núgildandi laga, sem eru frá árinu 1954, í nútímalegra horf. Meðal ann- ars er gert ráð fyrir að æviráðningar embættismanna verði afnumdar. Oskert áunnin réttindi Friðrik sagði að í frumvarpinu væru ekki skert réttindi sem samið hefur verið um í kjarasamningum og réttindi starfsmanna sem ráðnir hefðu verið fyrir gildistöku laganna breytt- ust ekki, nema að því leyti að réttur þeirra til biðlauna yrði takmarkaður frá því sem nú er. Friðrik gagnrýndi ríkisstarfsmenn fyrir að hefja opinbert áróðursstríð gegn frumvarpinu meðan það var enn í drögum og sagði að það hefði komið I veg fyrir eðlilegt samráð aðila. Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðu- bandalagi, spurði hvort það væri orð- ið saknæmt að tala á fundum gegn stefnu ríkisstjórnarinnar. Friðrik sagði að þegar frumvarpsdrögin voru afhent opinberum starfsmönnum til að hægt væri að hefja efnislegar umræður um þau, hafi þeir kosið að setja þau upp með þeim hætti að um meiriháttar árás var að ræða á ríkis- stjórnina og einkum fjármálaráðherr- ann. Hins vegar stæði það boð áfram að ríkið vildi ræða við opinbera starfs- menn um þetta frumvarp, enda hefði það þegar tekið breytingum eftir ábendingar frá fulltrúum opinberra starfsmanna. í böðulshlutverki Ögmundur Jónasson, Alþýðu- bandalagi og formaður BSRB, sagði að fjármálaráðherra væri í böðulshlut- verki. Hann sagðist vona að það ættu eftir að verða miklar æsingar ef það vekti raunverulega fyrir ríkisstjórn- inni að keyra þetta réttindaskerðing- arfrumvarp gegnum þingið. Hann sagði vitað að ríkisstjórnin ætlaði að hafa biðlaunaréttinn af fólki svo hún geti verið fijálsari að einka- vinavæða ríkisfyrirtæki. Þá væri frumvarpið svo fullt af mannfyrirlitn- ingu að ekki væri sæmandi að Al- þingi samþykkti það. Þar benti Ög- mundur á að í frumvarpinu væri talað um minni háttar skrifstofustörf sem ekki þyrfti að auglýsa. Einnig væru heilar starfsstéttir, svo sem lögreglu- menn, sviptar samningsrétti án sam- ráðs eða samninga við þær. Þá gerði frumvarpið ráð fyrir grundvallar- breytingu frá félagslegum samning- um í duttlungasamninga þar sem völd forstjóranna væru aukin. Taka upp kjarasamninga Jón Baldvin Hannibalsson, þing- maður Alþýðuflokks, sagði að ef ver- ið væri með frumvarpinu að tak- marka eða draga úr réttindum sem væru hluti af samningskjörum opin- berra starfsmanna, þá þyrfti að taka upp kjarasamninga og bæta ríkis- starfsmönnum þetta upp í formi betri launa. Jón Baldvin sagði það vera stað- reynd að stofnað hefði verið til bið- launaréttar með lögum og hann væri ótvírætt partur af réttindum opinberra starfsmanna. Þótt vafasamt væri að tryggja opinberum starfsmönnum rétt á að vera á tvöföldum launum um ákveðinn tíma þá væri spurningin hvort afnema ætti þennan rétt ein- hliða, semja um það eða bæta upp launaréttindi sem fólust í þessu. Friðrik Sophusson sagði að aldrei hefði verið blandað saman æviráðn- ingu og biðlaunarétti annars vegar og launum hins vegar. Þetta væri arfur liðins tíma og því væri hægt að afnema þessi réttindi með lögum án þess að nokkrar bætur kæmu fyrir. Á hinn bóginn væru áunnin lífeyris- réttindi starfskjör og ef ætti að breyta lífeyrisréttindum sem ekki væru áunn- in yrðu að koma einhveijar bætur fyrir. Jón Baldvin sagði ýmislegt jákvætt við frumvarpið, s.s. afnám æviráðn- ingar. Einnig væri margt jákvætt við ákvæði um að auka sjálfstæði forustu- manna í ríkisrekstri. Uppsagnir yfirmanna Ágúst Einarsson, Þjóðvaka, sagði að hagsmunir vinnuveitandans gengju eins og rauður þráður gegnum frum- varpið. Gengið væri á réttindi starfs- manna og moguleika þeirra til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Það væri í andstöðu við nútíma stjórnunarhætti og það fyrirkomulag sem menn í ná- grannalöndunum leituðust nú við að láta opinberan rekstur og fyrirtækja- rekstur þróast í; að leitast við að tengja starfsmenn inn í lýðræðislegan ákvörðunarferil ásamt stjórnendum. Ágúst lýsti þeirri skoðun, að segja ætti öllum yfirmönnum ríkisins upp störfum verði frumvarpið að lögum, og auglýsa stöður þeirra lausar til umsóknar._ Krisín Ástgeirsdóttir, Kvennalista, | sagði frumvarpið snúa að því hvernig ’ j kjör og réttindi yrðu hjá ríkisstarfs- | mönnum framtiðarinnar. Ýmislegt | jákvætt væri í frumvarpinu. Þar nefndi hún m.a. ákvæði um að for- J stöðumönnum ríkisstofnana sé heimilt ( að umbuna starfsmönnum til viðbótar * grunnlaunum og að starfsmenn ættu | rétt á sveigjanlegum vinnutíma. En | einnig væri þarna um að ræða grund- * vallaratriði í samskiptum aðila, og * miklu máli skipti að vera réttlátur og í virða réttindi og skyldur þeirra sem | ynnu hjá ríkinu og koma á eðlilegu samráði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.