Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Urskurður um umhverfismat og deiliskipulag Hveravalla Afangasigur Ferðafélags Islands HINN 7. mars sl. kvað skipuiags- stjóri ríkisins upp úrskurð um fyrir- hugaðar stórframkvæmdir Svín- vetninga og Torflækinga á Hvera- völlum, en úrskurður þessi, sem er afar athyglisverður, lýtur að mati á um- hverfisáhrifum mikill- ar mannvirkjagerðar á þeim stað samkvæmt deiliskipulagstillögu, sem hrepparnir höfðu lagt fram til opinbers mats. Byggjast þau drög að deiliskipulagi á grundvelli aðalskipu- lags svæðisins, sem sömu aðilar höfðu látið gera og fengið staðfest fyrir fáum árum, en þar er m.a. gert ráð fyrir því, svo sem nú er almennt orðið kunn- ugt, að rifínn verði nýrri og stærri skáli Ferðafélagsins á staðnum og jafnframt stórt og vandað salernishús, sem stendur nálægt honum, auk annarrar rösk- unar á aðstöðu félagsins á Hvera- völlum. í staðinn ætla skipuleggj- endur sjálfír að reisa mikil mann- virki á staðnum, fyrst á allt að 900 fermetrum en síðar á 1.500 fer- metra viðbótarbyggingarsvæði, sem þeir ætla sér einnig þarna í „hjarta öræfanna". Má með sanni segja, að þegar öll þau bólvirki verða komin upp verði orðið mjög öðruvísi um að litast á Hveravöllum en þegar Fjalla-Eyvindur gamli þreyði þar þorrann og góuna fyrir margt löngu! Eftir að þessar stórfelldu fyrir- ætlanir voru orðnar. alþjóð kunnar nú í vetur, fyrir réttmæta tilstuðlan fjölmiðla, hófst mikil umræða um þær manna á meðal. Kom þá skýr- lega í ljós, að fjöldi manna víða um land - reyndar allur almenningur að því er virðist - taldi hugmyndir framkvæmdar- og skipulagsaðil- anna um þjónustumið- stöðina miklu á Hvera- völlum fráleitar og gersamlega óveijandi, m.a. vegna augljósra náttúruverndarsjón- armiða en einnig sök- um þess að ekki yrði séð að þær samrýmd- ust eðlilegum þörfum ferðamanna eða ósk- um þeirra um skála- búnað á þessum stað. Hafa forsvarsrnenn Ferðafélags íslands, sem er þolandinn í þessu sérkennilega skipulagsmáli, sannar- lega fundið mikinn stuðning meðal almennings, sem styrkir þá í baráttu þeirra frammi fyrir hinum æðstu skipulagsyfir- völdum. Er með ólíkindum ef skipu- lagsyfirvöldin, sem vissulega hafa fulla vitneskju um þennan hug al- mennings og þær röksemdir er að baki honum liggja, hundsa hann við endanlega afgreiðslu á deilu- málum Ferðafélags íslands við sveitarstjórn Svínavatnshrepps - en sá hreppur telur sig hafa lögsögu yfir Hveravöllum. í kjölfar þess að tillögur Svín- vetninga að deiliskipulagi á Hvera- völlum ásamt tilheyrandi umhverf- ismati þeirra höfðu verið auglýstar sendu fjölmargir aðilar - félaga- samtök og opinberar stofnanir - umsagnir og athugasemdir til skipulagsstjóra ríkisins. Er ástæðu- Gjalda þarf varhug við ógrunduðum fyrir- ætlunum, segir Páll Signrðsson, og standa vörð um óspillta náttúru landsins. laust að leyna því, að í mörgum þessara athugasemda birtist hörð gagnrýni á deiliskipulagið og um- hverfismatið. Svo sem við mátti búast sendi Ferðafélag íslands m.a. mjög ítarlega umsögn, þar sem tekið var faglega á málum. Var þar lagt til við skipulagsstjóra ríkis- ins, að deiliskipulaginu yrði hafnað, sökum þess að bæði deiliskipulagið og frumumhverfismatið væru „illa unnin og tíðum í mótsögn við þær hugmyndir, sem menn hafa um þá starfsemi er fram á að fara á há- lendinu". Frá ýmsum málsmetandi aðilum, félagasamtökum jafnt sem opinberum ráðum og nefndum, auk Ferðafélagsins, komu einnig fram skýrar ábendingar um að skipu- lagstiilögurnar samræmdust alls ekki viðurkenndum hugmyndum ferðamálayfirvalda og forsvars- manna ferðaþjónustunnar í landinu um að stórar þjónustumiðstöðvar ættu ekki heima inni á hálendinu heldur væru þær betur komnar í jöðrum þess, sökum þess að það fyrirkomulag auðveldi stjórnun og takmarki viðveru fólks á hálendinu auk þess sem það hlífi viðkvæmri náttúru. Hafði sú stefna m.a. birst skýrlega í skýrslu samgönguráðu- neytisins „Ferðamál á Islandi“ árið 1983, en æðstu stjórnvöld ferða- mála hafa síðan margítrekað þessa stefnu og síðast nú af þessu tilefni. Þá kom einnig fram í sumum hinna mikilvægustu umsagna, að nauðsynlegt sé að samræma yfir- stjórn málefna, er varða miðhálend- ið, í stað þeirra vandkvæða er hlot- ist geta af núverandi stjórnun fjöl- margra sveitarfélaga. Þannig er t.d. í umsögn Ferðamálaráðs minnt á þá ályktun ferðamálaráðstefnu á vegum ráðsins árið 1991, að nauð- synlegt sé að miðhálendið verði sett undir eina skipulagsstjórn og svæðið skýrt afmarkað og skil- greint, auk þess sem stefnt skuli að því að gera hálendið allt að ein- um þjóðgarði. Allt eru þetta athugasemdir, sem óhugsandi er að æðstu yfirvöld skipulags- og byggingarmála geti látið sem vind um eyru þjóta við endanlega skipulagningu hálendis- ins, þ.á m. Hveravalla. í úrskurði sínum fjallar skipu- lagsstjóri um fyrrnefndar umsagnir og athugasemdir í mjög ítarlegu máli og rökstyður flestar niðurstöð- ur sínar jafnframt vendilega. Hafa helstu niðurstöður hans þegar verið birtar í fjölmiðlum og því óþarfi að endurtaka þær hér, nema hvað áréttað skal að hann gat ekki, að svo búnu máli, staðfest fyrir sitt leyti umrætt deiliskipulag og um- hverfismat. Þess í stað mælti hann fyrir um fjölmörg atriði, sem afla þyrfti nánari upplýsinga um og að ráðist skyldi í viðamikið mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda Svínvetninga og Torflækinga á Hveravöllum, svo sem nánar er talið í átta liðum í úrskurðarorðunum. Verði sveitar- félögin við því, hlýtur að verða um að ræða langvarandi og kostnað- arsamar rannsóknir áður en unnt verði að leggja deiliskipulag fram að nýju. Reynir þá á það m.a., hvort framkvæmdaaðilar haldi fast við áform sín þegar þeim er orðið þetta ljóst og hafa auk þess komist að raun um að væntanlegur „stór- rekstur" þeirra á Hveravöllum verði ekki arðvænlegur. Sérstaka athygli vekur, að í úr- skurði sínum segir skipulagsstjóri m.a.: „Eignarhald lands á Hvera- völlum er ekki ljóst. Því getur Svínavatnshreppur ekki veitt bygg- ingarleyfi á svæðinu, þar sem nýt- ingarheimildir umsækjanda [þ.e. hreppsins sjálfs] á fyrirhuguðu byggingarlandi þurfa að vera ljósar áður en byggingarleyfi er veitt.“ Er þá jafnframt vísað til nýlegs og alkunns héraðsdóms, þar sem stað- fest var að Svínavatns- og Torfu- lækjarhreppar eiga ekki land á Hveravöllum, en þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar 8. febrúar sl. Af því sem að framan var rakið er ljóst, að sá úrskurður skipulags- stjóra, sem hér hefur verið fjallað um, er í raun réttri aðeins bráða- birgðaúrskurður - sem þó felur í sér áfangasigur fyrir Ferðafélag íslands í deilumálinu um skipulag ferðamannaþjónustu á Hveravöll- um. Enn eru vissulega blikur á lofti: Umhverfisráðuneyti hefur ekki fellt úrskurð um stjórnsýslukæru fé- lagsins vegna aðalskipulags Svína- vatnshrepps að því er varðar Hveravallasvæðið og alls ekki er enn loku skotið fyrir það að deili- skipulag Svínvetninga verði um síð- ir að veruleika, ef þeim tekst á komandi árum að fullnægja hinum ströngu skilyrðum, sem skipulags- stjóri setti þeim í úrskurði sínum. Enn er því full ástæða fyrir almenn- ing - alla þá sem unna ferðalögum og óspilltri náttúru íslands - að halda vöku sinni og leggja sitt af mörkum til þess að sannfæra stjórnvöld um nauðsyn þess að gjalda varhug við ógrunduðum fyr- irætlunum um meiri háttar mann- virkjagerð á hálendinu með þeim hætti, sem hér hefur verið gerður að umræðuefni. Höfundur er forsetí Ferðafélags íslands. Páll Sigurðsson í NEFNDARÁLITI sem menntamálaráðu- neytið sendi frá sér í mars 1995 um eflingu uppeldis- og kennara- menntunar á íslandi koma fram hugmyndir um samræmda rammalöggjöf fyrir kennaramenntunina. Einn af hornsteinum góðs skóla og skóla- þróunar er öflug og staðgóð kennara- menntun. Það er mjög mikilvægt að sam- ræmd rammalöggjöf um kennaramenntun- ina taki til grunn- menntunar, endurmenntunar og framhaldsmenntunar. Að kennara- menntunarstofnanir auki sam- vinnu og samræmingu á grunn-, framhalds- og endurmenntun kennara og skólastjóra. Örar breytingar og þróun í skólastarfi, ásamt breyttu hlut- verki og kröfum til skóla, kalla á aukna símenntun kennara og skólastjóra. í skólastefnu Kennara- sambands íslands er lögð áhersla á að kennarar og skólastjórar eigi jafnan kost á fjölbreyttri fram- halds- og endurmenntun, bæði á starfstíma skóla og utan hans. Kennarar og skólastjórar verða að eiga greiðan aðgang að kennara- menntunarstofnunum til að sækja sér þann styrk og menntun sem nauðsynleg eru faglegri vitund og öryggi í starfi, auka þekkingu sína og færni og fylgjast með þeim nýjungum eða breytingum sem verða í skólastarfi og í uppeldis- og kennslu- fræðum. Framhaldsmenntun Kennaraháskóli ís- lands hefur undanfar- in tvö ár boðið upp á framhaldsnám til M. Ed.-prófs í uppeldis- og menntunarfræð- um. Mjög mikil að- sókn hefur verið að framhaldsnáminu og ljóst að brýn nauðsyn er á slíku námi. Nú er í fyrsta sinn boðið upp á að kennar- ar og skólastjórar geti sótt nám í stjórnunarfræðum eða faggrein sem ljúki með meistaragráðu. 156 umsækjendur eru um námið næsta vetur en einungis 60 umsækjendur munu fá skólavist. Af þessu er ljóst að velja þarf umsækjendur í námið og miðað við fjárveitingar mega ungir kennarar eða skólastjórar búast við því að þurfa að bíða í að minnsta kosti 5-10 ár áður en þeir eiga kost á framhaldsnámi. Framgangur þessa máls ætlar því að verða með svipuðu sniði og námsleyfi kennara og skólastjóra, en til þess að eiga þar möguleika þarf viðkomandi að hafa 15-20 ára starfsreynslu. Endurmenntun Samkvæmt 50. gr. laga um Uppeldismálaþing verður haldið í Reykja- vík 23. mars. Svanhild- ur M. Ólafsdóttir skrifar um samræmda stefnu í framhalds- og endurmenntun. grunnskóla nr. 66/1995 skulu kennarar og skólastjórar eiga kost á endurmennun og skal til þess verkefnis árlega veitt fé á fjárlög- um. Á hveiju ári sækja fjölmargir kennarar og skólastjórar um endurmenntunarnámskeið Kenn- araháskóla íslands, en því miður fær stór hluti þeirra höfnun. í fyrra bárust 3.036 umsóknir, en einung- is 900 voru samþykktar. Þar á meðal voru námskeið sem hin ýmsu fagfélög kennara héldu sjálf, að hluta til eða á eigin vegum, vegna fjárskorts endumenntunar- deildar. í fjárlögum ríkisins á þessu ári er ekki gert ráð fyrir auknum fjár- veitingum til endurmenntunar, en þær eru um 21,7 milljónir kr. Af þeim fara um 6 milljónir í ferða- og dvalarkostnað og 3 milljónir til reksturs endurmenntunardeildar. Það eru því um 12 milljónir á þessu ári sem fara til beinnar endur- menntunar um 4.000 kennara og skólastjóra hér á landi. Miðað við þessa stefnu og fjárveitingar geta kennarar og skólastjórar gert ráð fyrir því að komast á endurmennt- unarnámskeið á 5-6 ára fresti þrátt fyrir þá skyldu þeirra að sækja endurmenntun í tvær vikur annað hvert ár samkvæmt kjarasamn- ingi. Staða mála í mars 1996 Aðsókn kennara og skólastjóra í framhalds- og endurmenntun er mikil, en fjárveitingar rikisins eru nú sem fyrr af skornum skammti og alls ekki í takt við þá stefnu sem fram kemur í skýrslu nefndar um mótun menntastefnu frá 1994. Þar er bent á nauðsyn þess að efla grunn- og endurmenntun kennara og að starfandi kennurnm verði gert kleift að viðhalda þekk- ingu sinni og bæta starfshæfni sína. Auk þess sem það er talið æskilegt að kennarar fái aukin tækifæri til að taka þátt í rann- sóknum á námi og skólastarfi, meðal annars í tengslum við fram- haldsnám til meistaragráðu í kennslufræðum. Þá gera ný grunnskólalög kröfur til aukinnar framhalds- og endur- menntunar kennara og skólastjóra hvað varðar mat á skólastarfi, skólanámskrárgerð auk nýbreytni- og þróunarstarfa sem gert er ráð fyrir að skólar fái aðstoð við. Það er brýnt að þessum málum verði sinnt nú þegar og að fjárframlög til framhaldsmenntunar og lög- bundinnar endurmenntunar kenn- ara og skólastjóra verði stóraukin. Ár símenntunar er tilvalið tæki- færi til þess. Það er fagnaðarefni að í tillög- um menntamálaráðuneytisins um menntun, menningu og upplýs- ingatækni nú í mars 1996 skuli það vera markmið að veita starf- andi kennurum öfluga og stöðuga ráðgjöf við að nýta sér hugbúnað og upplýsingatækni og að til þess verði veittur sérstakur stuðningur við skipulagningu nýrra námskeiða í grunnmenntun, endurmenntun og framhaldsmenntun kennara og skólastjóra. Þá er í nýútgefinni verkefnaáætlun menntamálaráðu- neytisins lögð áhersla á, að efla og móta þurfi víðsýna stefnu hvað varðar símenntun, endurmenntun og fullorðinsfræðslu þannig að all- ir eigi kost á að nýta sér slíka menntun. Samræmd stefna í fram- halds- og endurmenntun Það er löngu orðið tímabært að mótuð verði samræmd stefna í framhalds- og endurmenntunar- málum kennara og skólastjóra, bæði í grunnskólum og framhalds- skólum. Skólamálaráð Kennara- sambandsins og skólamálanefnd Hins íslenska kennarafélags hafa fjallað um þessi mál á fundum sín- um í vetur og eru að endurskoða og móta sameiginlega stefnu kenn- arafélaganna í þessum málum. Þar hafa komið fram ýmsar mjög góð- ar hugmyndir um skipan fram- halds- og endurmenntunar í fram- tíðinni. Það er því von mín að mennta- málaráðuneytið taki þessi mál upp nú þegar og móti í samráði við kennarafélögin víðsýna stefnu í framhalds- og endurmenntunar- málum kennara og skólastjóra í grunn- og framhaldsskólum. En það er ekki nóg að móta stefnu, það þarf líka að tryggja fjármagn til framkvæmda. Höfundur er fornmður skólamáhi- ráðs, Kennarasambands íslands. Kennaramenntun Grunnmenntun - símenntun - ævimenntun Svanhildur M. Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.