Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 35 FRÉTTIR Fjárhagsleg afkoma skátahreyfingarinnar góð Ný verslun með hrein- lætistæki Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. GRÉTAR Þórarinsson pípulagn- ingameistari, sem rekið hefur G.Þ. pípulaginir í Eyjum í ára- raðir, opnaði fyrir skömmu verslun með hreinlætis- og blöndunartækjum ásamt öllu efni til pípulagna, að Heiðarvegi 6. Jafnframt flutti Grétar pípu- lagningarverkstæði sitt að Heið- arvegi 6 í sama hús og verslunin er í. Grétar vinnur ásamt Guð- jóni syni sínum í pípulögnunum en eiginkonan Grétars sér um afgreiðslu í versluninni. Grétar sagði í samtali við Morgunblaðið að lengi væri búið að standa til að fara út í versl- unarreksturinn. Hann hafi byggt húsnæðið fyrir mörgum árum en það hafi síðan allt verið í leigu þar til nú að hann flytti með starfsemi sína í það. Húsnæðið hafi í upphafi verið hannað sem verkstæði og verslun og sagðist Grétar vonast til að fá góðar undirtektir Eyjamanna við versl- uninni. Hann sagði að þau gætu nú boðið upp á alla þjónustu á einum stað þannig að þeir sem kæmu í verslunina gætu fengið pípulagningarþjónustu og allt efni sem því viðkæmi hjá þeim þar sem verslunin og verkstæðið væru undir sama þaki. Verslun G.Þ. pípulagna verð- ur opin alla virka daga frá 8 til 18. AÐALFUNDUR Bandalags ís- lenskra skáta var haldinn fyrir skömmu. Fram kom að fjárhags- leg afkoma BÍS var góð á síðasta ári og hefur verið kappkostað við að nýta batnandi afkomu til að auka og bæta þjónustu við skáta- félögin og skátana sjálfa. Hefur m.a. tekist að lækka verð á ýmsum aðföngum skátastarfs verulega á liðnu ári. Fundurinn ljallaði um fíkniefna- vandann og leggur áherslu á að heilbrigð tómstundastörf í góðum vinahópi séu öflugustu forvarnirn- ar og þar gegni skátahreyfingin mikilvægu hlutverki. Nokkrar breytingar urðu á yfírstjórn BÍS á fundinum. Skátastarf í sókn Stjórn BÍS skipa nú: Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður, skátahöfðingi, Kristín Bjarnadótt- ir, áfangastjóri, aðstoðarskáta- höfðingi, Tryggyi Felixson, deild- arstjóri, Ásta Ágústsdóttir, guð- fræðinemi, ritari, Guðjón Á. Rík- harðsson, deildarstjóri, gjaldkeri, Guðni Gíslason, innanhússarki- tekt, meðstjórnandi og Þorbjörg Ingvadóttir, ritari, meðstjórnandi. I frétt frá BÍS segir að á fund- FIMM skátahöfðingjar sátu aðalfund Bandalags íslenskra skáta. Á myndinni eru f.v.: Páll Gislason læknir, 1971-1981, Jónas B. Jónsson, f.v. fræðslustjóri, 1958-1971, Ágúst Þor- steinsson öryggisfulltrúi, 1981-1988, Ólafur Ásgeirsson þjóð- skjalavörður frá 1995 og Gunnar Eyjólfsson leikari 1988-1995. inum komi fram að skátastarfið er í mikilli sókn og unglingar sækj- ast í auknum mæli eftir þátttöku í starfi skátafélaganna. Hápunkt- ur starfsins á liðnu ári var þegar tæplega 250 íslenskir skátar fóru til Hollands og tóku þátt í 18. Alheimsmóti skáta, Jamboree. Þetta mun vera fjölmennasti hópur íslenskra skáta sem farið hefur utan til þátttöku í einu móti. Á komandi sumri mun síðan verða haldið Landsmót skáta á Úlfljóts- vatni í Grafningi. Allt útlit er fyr- ir að mótið verði hið fjölmennasta frá upphafi. Morgunblaðið/Björn Blöndal JÓN Þór Maríusson að gullhúða bílmerki á glæsivagni á bílasýn- ingu í BG bílakringlunni í Keflavík. Gullhúðar hluti úr málmi Keflavík. Morgunblaðið. „ÞETTA er algjör nýjung á ís- landi og hefur þegar vakið tals- verða athygli," sagði Jón Þór Maríusson, sem nýlega stofnaði fyrirtækið Rafgull ásamt Magnúsi Ólafssyni, sem sérhæfir sig í að gullhúða ýmsa hluti úr málmi með 24 karata gullhúð. Jón Þór sagði að ekki þyrfti að taka bílmerkin af bílnum og hefði gyllingin sem væri rafmagnshúðun engin áhrif á lakkið. Jón Þór sagði að þá væri talsvert um að fólk kæmi með blöndunartæki, golfkylfur og ýmsa aðra hluti sem það vildi lífga uppá og um leið gera per- sónulegri með gullhúð. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson EIGENDUR og starfsmenn G.Þ. pípulagna i versluninni. F.v.: Guð- jón Grétarsson, Jóna Guðjónsdóttir og Grétar Þórarinsson. □ GLITNIR 5996032019 I FRL □ HELGAFELL 5996032019 VI 2 Frl. I.O.O.F. 7 = 17703208'* = I.O.O.F. 9 = 1773208'* = FL. SAMBAND (SLENZKFiA SQty KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld í kristniboðs- salnum kl. 20.30. Ræðumaður: Sr. Frank M. Hall- dórsson. Þórður Búason syngur einsöng. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Lofgjörð, bæn og biblíulestur í kvöld kl. 20.00. Ræðumaður Snorri Óskarsson. Allir hjartanlega velkomnir. Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. FERÐAFÉLAG ® ÍSIANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Aðalfundur Ferðafélags íslands Miðvikudaginn 20. mars nk. veröur aðalfundur Ferðafélags- ins haldinn i Mörkinni 6 (stóra sal) og hefst stundvíslega kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Ath.: Sýnið félagsskírteini (1995) við innganginn. Helgarferð 23.-24. mars Holtavörðuheiði - IMorðurár- dalur, ný skíðaferð (gist í Sveina- tungu). Fararstjóri: Árni Tryggvason. Námskeið í notkun áttavita og korts 26. og 28. mars nk. Skrán- ing á skrifstofunni. 30. mars kl. 10-16: Notkun GPS-staðsetningartækja. Þátt- takendur verða að hafa GPS- tæki og kunna á áttavita og kort. Skráning á skrifstofunni. Frá Ferðafélagi.íslands. ingar RF.GLA MtlSTtRISRIDDARA A RM Hekla 20.3. VS - FL \S> Hallveigarstig 1 • simi 561 4330 Dagsferðir sunnud. 24. mars kl. 10.30: Afmælisganga á Keili. Telemarknámskeið 23. og 24. mars. Auglýst nánar í föstu- dagsblaðinu. Jeppaferð 22.-23. mars l’shellirinn i Breiðamerkurjökli. Farið til Kirkjubæjarklausturs á föstudagskvöld. Gist þar í svefn- pokaplássi á Hótel Eddu. Farið að Breiðamerkurjökli um morg- uninn. Ekið og gengið að ný- fundna helllnum. Stórkostleg náttúra undir leiðsögn fróðra heimamanna. Verð kr. 2.200. Aðalfundur Útivistar verður haldinn fimmtud. 21. mars kl. 20 f Fóstbræðraheimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Útivist. Sálarrannsóknafélagið Geislinn, Túngötu 22, Keflavík. Skyggnilýsing Fimmtudaginn 21. mars kl. 21 verður hinn frábæri miðill Sig- uröur Geir Ólafsson með skyggnilýsingu í húsi félagsins. Húsið opnað kl. 20.30 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Stjórnin. '4 SÁLARRANNSÓKNAR- FÉLAGIÐ ' HAFNARFIRÐI Sálarrannsóknafélagið í Hafnarfirði heldur fund annað kvöld, fimmtudaginn 21. mars kl. 20.30 í Gúttó. Dagskrá: Aðalefni fundarins er kynning á „kripalu-yoga" sem Ásmundur Guðmundsson, jóka- kennari, annast. Félagar: Kynnið ykkur þessa merkilegu grein hugleiðslu og hugræktar! Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. Stjórnin. Fyrirlestur um ferða- búnað BJÖRGUNARSKÓLI Lands- bjargar og Slysavarnafélag ís- lands standa fyrir fræðslufundi fyrir almenning um ferðabúnað til göngu- og fjallaferða fimmtudaginn 21. mars kl. 20. Fyrirlesari verður Helgi Eiríks- son. Fundurinn verður haldinn á Hlíðarenda, Hvolsvelli, og er öllum opinn. Nú líður senn að páskum og ferðamenn farnir að huga að fjallaferðum, mikilvægt er að menn hugi að réttum útbúnaði því á þessum tíma getum við átt von á hinum verstu veðrum. Þátttökugjald er 1000 kr. og er fræðslurit um ferðamennsku innifalið í þátttökugjaldinu. Sjálfstæðisfélög á Seltjarnarnesi Nýr formað- ur fulltrúa- ráðsins AÐALFUNDUR fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Seltjarn- arnesi var haldinn að Austur- strönd 3 fimmtudaginn 14. mars sl. Fráfarandi formaður, Hjörtur Nielsen, flutti skýrslu stjórnar og kom víða við í máli sínu. Að lokinni skýrslu formanns tilkynnti Erna Nielsen, formað- ur Kjördæmisráðs Reykjaness að hún gæfi ekki kost á sér til endurkjörs á aðalfundi kjör- dæmisráðs í næstu viku en þakkaði fundarmönnum sam- starfið. Ný stjórn var kjörin en hana skipa: Ásgerður Halldórsdóttir, formaður, Þóra Einarsdóttir, Þórður Búason, og fyrir félögin Ingimar Sigurðsson og Gústav Jóhannsson. Fráfarandi for- manni Hirti Nielsen voru þökk- uð góð störf fyrir flokkinn og fulltrúaráðið. Rafbílar handa röntg- endeild ENDURBÆTT röntgenstofa með biðstofu fyrir börn var opnuð á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur síðastliðinn fimmtudag. Markmiðið er að gera börnum heimsóknir á röntgendeildina léttbærari. Leitað var til Sjóvá- Almennra eftir stuðningi og gaf fyrirtækið tvo rafbíla sem Jón Ellert Jónsson smíðaði. Fá börnin að aka bílunum þegar deildin er heimsótt. Við opnun deildarinnar var frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, viðstödd og leikhópur frá Þjóð- leikhúsi sýndi atriði úr Kard- imommubænum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.