Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 37 BRÉF TIL BLAÐSINS Úr glerhúsi í mjólkurmál Frá Þórarni Agli Sveinssyni: ÞAÐ VEKUR svolitla furðu undir- ritaðs að Páll Kr. Pálsson skuli fá pláss á síðum Morgunblaðsins í þarnæsta blaði eftir að honum er andmælt. Greinarkornið, sem ég skrifaði og fékk birt þann 9. mars, barst ritstjórn Morgunblaðsins á Akureyri þann 26. febrúar. Svo mikið lá þá fyrir af aðsendum greinum, að ekki reyndist unnt að birta mína grein fyrr en u.þ.b. tveimur vikum seinna. Sennilega hefur fjöldi aðsendra greina hrapað svona á þessum rúmlega tveimur vikum að pláss myndaðist fyrir Pál Kr. Pálsson. Ég vona allavega að það verði sem fyrst pláss fyrir þetta greinarkorn, í blaði allra landsmanna — Morgunblaðinu. Að eigin sögn er Páli Kr. ýmis- legt óskiljanlegt úr umræðunni og hjá honum vakna ýmsar spurning- ar. Páll Kr. er ósáttur og finnst m.a ég ekki koma hreint fram, vera með dylgjur og loðið orðalag. Það er löngu þekkt, að mönnum leiðist, þegar vopnin snúast í hönd- Frá Önnu Guðrúnu Júlíusdóttur og Viðari Hreinssyni: MARGIR hafa áhyggjur af þeirri kreppu sem oft er talað um að ís- lenska skólakerfið sé í. Kreppan stafar af því að skólinn hefur varla undan að laga sig að sívaxandi kröfum um uppeldis- og gæsluhlut- verk. Þá hafa verið gagnrýnd upp- eldisfræðileg viðhorf sem ríkt hafa við mótun skólastefnu síðustu ára- tuga. Þar hefur þótt vera fjarri sú hugsun að með uppeldisstörfum og kennslu sé hlúð að þeim ótæmandi möguleikum sem í sérhveiju barni búa en frekar sé stefnt að því að fella þau í fyrirframgerð mót. Miðskólinn í Reykjavík var stofn- aður meðal annars til mótvægis slíkri flathyggju. Hann byggist á hugsjónastarfi þeirra sem að hon- um standa og er löngu tímabær valkostur fyrir þau börn sem ekki hefur verið hlúð nægilega vel að í hinu almenna skólakerfi. Þótt hann sé kallaður einkaskóli og innheimti skólagjöld er ekki um að ræða einkaframtak ,í gróðaskyni og það er ekki verið að búa til skóla fyrir hina ríku. Aðstæður geta allt eins verið slíkar að foreldrar stofni til skulda til þess að bjarga skólagögu barna sinna. Ein fyrsta krafan sem gera verð- ur til stjórnmálamanna er sú að þeir beri skynbragð á þá vaxtar- brodda sem til umbóta og framfara horfa og styðji þá í stað þess að bregða fyrir þá fæti, jafnvel vegna fordóma. Ekki fer hjá því að grun- ur um þröngsýni og fordóma læðist að okkur við að hlýða á málflutning Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns skólamálaráðs Reykjavíkurborgar, þegar fjallað hefur verið um brott- rekstur Miðskólans úr gamla Mið- bæjarskólanum. í Ríkisútvarpinu að morgni fimmtudagsins 14. mars sagði hún að Miðskólinn væri að „sölsa undir sig“ meira en honum bæri þegar henni var sagt að skól- inn notaði fleiri stofur en þær fjór- ar sem leigusamningur hljóðar upp á. Varla getur verið um annað að ræða en rótgróinn fjandskap þegar um þeirra. Ég verð manna ánægð- astur ef Páll Kr. Pálsson hættir að vera með dylgjur út í núverandi verðlagningu og rekstur mjólkur- iðnaðarins, að maður tali nú ekki um úreldinguna í Borgarnesi. Hann hefði t.d. ekki þurft að vera með dylgjur um eignaraðild mjólk- ursamlaganna í grein sinni þann 13. mars. Hann hefði líka getað sleppt því að vera með dylgjur um viðskiptaþroska undirritaðs í sömu grein. En nóg um það. Svona ummæli dæma sig sjálf og eru ekki svara verð. Við erum örugg- lega sammála um að ræða þetta á skynsamari nótum. Það er líka athygli vert hvað Páll er mikill bændavinur. Það er munur en við, sem vinnum hjá bændum og með, í því rekstrarumhverfi sem íslenskt samfélag hefur skapað landbúnað- inum og úrvinnslu hans á síðustu áratugum. Allur þessi rekstur er fyrir opnum tjöldum og hveiju ári skilað af sér með aðalfundi þar sem mæta mörg hundruð manns víðs vegar um landið. Ársskýrslurnar eru síðan opinberir pappírar. Gott svona er tekið til orða. Verri var þó framkoma hennar þegar hún mætti Braga Jósepssyni í Dagsljósi í sjónvarpinu nýlega. Hrokafullar athugasemdir um að skólinn ætti að standa undir nafni sem einka- skóli og ekki leita til opinberra aðila um stuðning vöktu athygli margra. Við erum þeirrar skoðunar að skólastarf og pilsfaldakapítal- ismi séu óskyld fyrirbrigði og ástæða sé til að styðja metnaðar- fullar tilraunir til nýsköpunar í skólastarfi, þó að um einkaskóla sé að ræða. í Dagsljósi var einnig drepið á skyldu Reykjavíkurborgar að út- vega skólanum annað húsnæði. Sigrún svaraði því til að hún gæti vel komið þessum sjötíu börnum fyrir í grunnskólum borgarinnar. Reyndar var tónnirln því líkastur að hún ætti þessa skóla og gæti ráðstafað þeim að vild. Það sem vekur foreldrum ugg í bijósti er hreppaflutningaviðhorfið sem svo berlega skín úr orðum Sigrúnar. Stjórnmálamenn eru daglengis að gera miklar ráðstafanir með fjár- hæðir og óhlutbundnar stærðir. Það hefur orðið æ meira áberandi á síð- ari árum að þannig sé einnig farið með lifandi manneskjur. Þær verða að tölum og stærðum sem færðar eru fram og aftur og lítt hugað að líðan þeirra og raunverulegum þörfum. Það hefði litlu breytt um merkingu orða Sigrúnar þótt hún hefði talað um 2-3 tonn af börnum. Við héldum satt að segja að það félagshyggjufólk sem að R-listan- um stendur hefði mannúð og mann- legar þarfir að leiðarljósi. Og við vitum að borgarstjóri þekkir og skilur þá firringu stjórnmálanna sem lýst er hér að framan. Við vit- um líka að borgarstjóri hefur sýnt dómgreind og manndóm með því að leysa farsællega erfið mál sem virtust stefna í ógöngur vegna kerf- iskergju, þar má til dæmis nefna Ásmundarsal. Margir hafa fylgst af áhuga með störfum R-listans í dagvistunarmálum og æskulýðs- málum, t.d. gleðilegum uppgangi Hins hússins í miðbæ Reykjavíkur. mál, enda ekkert að fela í þessum rekstri. Mér finnst það til umhugsunar að Páll Kr. hafi verið í stjórn Þróunarfélagsins þegar það gerðist 20% hluthafi í hinni nýju Sól. Ég efa það ekki að Páll Kr. hafi geng- ið af stjórnarfundi og ekki átt neinn þátt í að ákveða málið. Þetta gekk samt fljótt og vel fyrir sig. Páll Kr. ætti nú bara að rekja þessa sögu á síðum Morgunblaðsins. Við Páll erum báðir óhressir með fólk sem talar undír rós. Atriði eins og vaxtakjör og hvenær afborganir hefjast af lánum, sem yfirtekin voru, skipta máli í viðskiptum. Voru það tvö ár afborgunarlaus? Hvað var greitt fyrir plastverk- smiðjuna og hvað fékkst svo fyrir hana þegar hún var seld úr landi? Þetta stendur sjálfsagt allt í árs- skýrslunni hjá hinni nýju Sól hf. svo blaðamenn Morgunblaðsins geta örugglega skrifað um þetta af hlutleysi. Þá þarft þú, Páll Kr. Pálsson, ekki að eyða tíma í svona hégóma og getur skrifað lærða grein um úreldingu í mjólkuriðnaði Eitt epli í körfunni getur þó skemmt öll hin og engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Viðhorf formanns skólamálaráðs eru ihannijandsamleg og beinlínis hættuleg. Hættan felst í hleypi- dómum gagnvart nýjungum og til- hneigingu til að flytja til lifandi börn eins og peð á skákborði. Sá hugsunarháttur er greiðust leið til að halda við kreppu skólakerfisins. Við getum ekki fengið okkur til að kjósa stjórnmálahreyfingu sem teflir fram fulltrúa með slík viðhorf að leiðarljósi og svo er um marga fleiri. Við biðjum borgarstjórn Reykjavíkur að afstýra því slysi að rífa Miðskólann upp með rótum og stefna brautryðjandastarfi hans í hættu. Þar eru við nám sjötíu efni- leg börn sem sinnt er af fágætri alúð og ræktarsemi. ANNA GUÐRÚN JÚLÍUSDÓTTIR, VIÐAR HREINSSON, foreldrar drengs í Miðskólanum. í staðinn. En nóg um þessa fortíð. Þessi saga er ekkert verulega frá- brugðin öðrum „endurreisnar-sög- um“ fyrirtækja sem lenda í þreng- ingum. Við erum örugglega sammála um að margir vildu ekki úrelda Samlagið í Borgarnesi. Um það voru eðlilega mjög skiptar skoðan- ir. Eins og ég sagði í síðustu grein hefði líka verið minna atvinnuleys- ið í landinu ef mjólkurbændur (og landbúnaðurinn) hefðu haft skil- yrði til að auka framleiðsluna síð- ustu 10 árin, í stað þess að draga saman. Þau skilyrði voru ekki fyr- ir hendi, m.a. af pólitískum ástæð- um. Málið snerist aldrei um það hver væri að reka samlagið í Borg- arnesi, heldur var tekin ákvörðun um að lækka fasta kostnaðinn, sem mjólkurverðið þurfti að bera uppi. Það voru — og eru líklega enn — of margir að gera út á of lítinn kvóta. Markaðurinn stækkar ekk- ert með því að skipta um eigendur. Páll Kr. veit að Sól hf. er full- komlega heimilt að hefja mjólkur- vinnslu. Það eru engin lög og regl- ur sem banna það. Sól hf. þarf bara að fullnægja ýtrustu heil- brigðiskröfum, eins og mjólkurs- amlögin. Það þarf bara að kaupa tækin og heimurinn er yfirfullur af þeim. Ég bauð Sól hf. m.a. fag- lega ráðgjöf þegar við hittumst ásamt lögfræðingi hinnar nýju Sólar, á fundi hjá Samkeppnis- stofnun á síðasta hausti. Sú ráð- gjöf stendur enn til boða, gegn sanngjarnri þóknun að sjálfsögðu. Mjólkina getur Sól hf. fengið keypta, t.d. af Mjólkursamsölunni (ég veit að það er ekki ánægja með verðið), eða gert samning við einhveija bændur. Athugaðu Páll minn, að ef Sól hf. fer að sækja mjólk út í sveit, þá þarf að sækja hana á hvejum degi og í öllum veðrum. Líka þégar salan er Ift.il. Það fylgja því miklar skyldur, en það verður innifalið í ráðgjöfínni. Að svo mæltu legg ég til að við hættum þessum blaðaskrifum, enda báðir nóg annað við tímann að gera. Þú þarft ekki mfn vegna að svara neinu úr þessari grein, Páll minp. Gangi þér sem allra best að reka Sól, í samkeppninni hveiju sinni. Ég segi eins og stund- um á bæjarstjórnarfundi á Akur- eyri: Ég svara ekki frekar — nema sérstaklega verði á mig ráðist. ÞÓRARINN EGILL SVEINSSON, Mjólkursamlagi KEA. Mannréttindi og stéttabarátta á Indlandi Indverski presturinn og stjórnmálafræðingurinn faðir Martin, leiðtogi Social Action Movement, flytur fyrirlestur í Háskóla íslands um mannréttindi og stéttabaráttu hinna lægst settu á Indlandi miðvikudaginn 20. mars. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og hefst kl. 17.15 í stofu 101 í Odda og er öllum opinn. Alþjóðamálastofnun Háskóla íslands Hjálparstofnun kirkjunnar „Hroki og hleypidómar“ hljómtækjasamstæða SC CH32 Samstæða með geislaspilara, kassettutæki, 80W. surround magnara, tónjafnara, útvarpi, hátölurum og fjarstýringu. BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 553 8000 UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725 Níðsterkar og hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margar og stillan- legar stærðir. Hentar allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.