Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hjartans þakkir sendi ég œttingjum og vinum, sem glöddu mig meÖ heimsóknum, kveðjum og gjöfum á áttrœöisafmœli mínu. Kœr kveðja. Sigrún Inga Magnúsdóttir, Blúhömrum 2. A MJOG HAGSTÆÐUVERÐI Við kerfin má tengja fleiri skynjara, símhringingabúnað, reykskynjara og fleira. KERFIN ERU ÞRÁÐLAUS ÞJÓFAVARNARKERFI fyrir heimili,fyrirtæki og stofnanir og því mjög ódýr og auðveld í uppsetningu. Veitum tæknilega ráðgjöf. Einar Farestveít & Co. hf. Borgartúni 28 S 562 2901 og 562 2900 Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 1996 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv.12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent § á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18, § 3. hæð, frá og með 19. mars, g fram að hádegi fundardags. | Stjóm Olíufélagsins hf. Olíufélagiðhf ÍDAG SKAK Umsjón Margeir Pétursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp á hrað- skákmóti stofnana og fyr- irtækja um daginn. Björg- vin Jónsson (2.390), Is- landsbanka, var með hvítt og átti leik, en Margeir Pétursson (2.585), Bún- aðarbanka Islands, hafði svart. 19. Hxg7!! - Kxg7 20. Hgl+ - Kh7 21. Dd3+ - Kh8 (Eða 21. - f5 22. exf6+ framhjáhlaup — Kh8 23. Dg6 og mátar) 22. De3 - Kh7 23. De4+ —Kh8 24. Df4 - Kh7 25. Be3! og svart- ur gafst upp. Lagleg tilþrif þetta í fimm mín- útna hraðskák. Það er nú heimilt að nota einn lánsmann í hveija sveit í keppninni og þannig stóð á með okkur báða sem tefld- um þessa skák. Bún- aðarbankinn sigraði í aðalkeppninni, en varð að sætta sig við annað sætið í hraðskákinni á eftir sveit VISA ísland. Sigursveit VISA þar skipuðu þeir Jó- hann Hjartarson, Þröstur Þórhallsson, Agúst Sindri Karlsson og Sæbjörn Guð- fínnsson. Með morgunkaffinu ÞARNA sérðu. Ég var ekki sú eina sem sá að þú settir ekkert í safnað- arbaukinn. okkur heim og lúskrum á nokkrum hundum, Grettir," segir Haraldur. „Góð hugmynd," hugsar Grettir. Hann nær í ijómaköku og undirbýr árás ... ÞETTA er frá manninum þínum ... til mín. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Kær kveðja til Hemma Gunn ÉG vil þakka Hermanni Gunnarssyni fyrir alla hans góðu þætti sem hann hefur staðið að í gegnum tíðina. Þó er eitt sem mér finnst athuga- vert við þátt hans Happ í hendi en það er að að- stoðarstúlka hans vekur of mikla athygli. Það liggur við að hún skyggi á Hermann í þættinum. Þóranna Jónsdóttir. Gæludýr Páfagaukur í óskilum MJÖG ljósblár lítill páfa- gaukur, næstum því hvít- ur, settist á svalirnar í húsi á Kleppsvegi á sunnudagskvöldið var. Ef einhver hefur týnt páfagauk sem svarar til þessarar lýsingar vin- samlegast hringið í síma 568-6702. Mjallhvít týndist HVÍTUR páfagaukur týndist frá Aflagranda 23 sunnudaginn var. Ef einhver hefur orðið var við Mjallhvíti eða getur gefíð einhvetjar upplýs- ingar vinsamlegast hringið í síma 551-6479. Páfagaukur týndist GULUR og grænn páfa- gaukur flaug út um glugga í Gljúfraseli á föstudaginn var um fimmleytið. Ef einhver hefur fundið páfagauk- inn vinsamlegast hringið í síma 567-0443. Tapað/fundið Úr tapaðist FÍNLEGT kvenmannsúr, silfurlitt og gyllt að lit, með öryggiskeðju tapað- ist að morgni 15. mars sl. í Hraunsási eða í leið 110. Finnandi vinsam- legast hafí samband í síma 557-9391. Farsi Víkverji skrifar... SÚ ákvörðun lögreglunnar í Reykjavík að láta til skarar skríða gegn búðarhnupli barna og unglinga er skynsamleg fyrirbyggj- andi ráðstöfun. Athygli vakti í frétt hér í blaðinu í síðustu viku að þriðj- ungur barna, sem tekin eru við búðarhnupl, er 14 ára eða yngri og þar af leiðandi undir sakhæfisaldri. Auðvitað er það besta lexían fyrir þessi böm að vera svo heppin að vera gómuð við þá iðju að stela úr búðum. Sé tekið á slíku af ákveðni, jafnvel hörku, þegar brot uppgötv- ast, eru allgóðar líkur á því, að ungmennin reyni ekki fyrir sér á sama hátt á ný. Alla vega eru lík- urnar meiri en ef brotum af þessu tagi er mætt af linkind og áhuga- leysi. Því fannst Víkveija það ánægjulegt, er hann las þessi orð Ómars Smára Ármannssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns í Morgun- blaðinu í síðustu viku: „Lögreglan er að kanna þessa dagana hvernig hægt er að taka á málum þessa hóps (þ.e. búðarhnuplara undir sak- hæfisaldri - innskot Víkverja) af meiri festu og í samráði barna- vemdaryfirvöld og foreldra." xxx AÐ gerist ekki oft nú til dags að Víkveiji hafi tóm til þess að stunda kvikmyndahús borgar- innar, sem hann gerði óspart á áram áður: Því er það, að þegar Víkveiji dagsins bregður sér í bíó nú, þá reynir hann að vanda val sitt á bíó- myndinni. Nú um daginn brá Vík- veiji sér í Sambíó í Mjódd og sá tryllinn Heat með snillingunum A1 Pacino cg Robert DeNiro og varð hann síður en svo fyrir vonbrigðum með val sitt. Yfir öðru vill Víkveiji þó kvarta, sem tengist þessari bíó- ferð hans og reyndar öðrum á und- anförnum misserum, en það er hinn yfirgengilegi hávaði, sem stjórnend- ur útsendingar láta dynja á hljóð- himnum kvikmyndahússgestanna. Það er eins og gengið sé út frá því sem gefnu að allir gestir húsanna séu meira og minna, aðallega meira, heyrnarskertir. Þegar auglýsingar hefjast, áður en eiginleg kvik- myndasýning hefst, skellur hávað- inn af slíkum ofurkrafti á eyrum, að það er eins og allt ætli um koll að keyra. Síðan eru sýndar kynn- ingar úr nokkram kvikmyndum sem húsin ætla að taka til sýninga á næstunni og hljóðstyrkurinn er hinn sami. xxx LOKS þegar sýning myndarinn- ar hefst, þá hafa eyrun vanist hávaðanum að nokkru leyti, þannig að gestir eru færir um að njóta myndarinnar að vissu marki. En að sýningu lokinni dunar hávaðinn enn inni í höfði gesta og þeir þurfa að jafna sig eftir bíóförina. Er þetta virkilega nauðsynlegt?!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.