Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ inm HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. OPUS HERRA HOLLANDS CHARD DREYFUSS s Richard Dreifuss slær ,;r aldrei feilnótu i sterkri og /6V* IR - wpyl.gebrigðarikari túlkun, ** ekki óliklegt að hann t , wL ■§&, uppskeri Óskarsverðlaunin u 2L :V !s* * * S V. Mbl M R MS Einstaka sinnum koma myndir sem almenningur hreinlega gerir að sinni eign. Ópus herra Hollands er einstök mynd sem hefur sannarlega slegið í gegn vestanhafs og Richard Dreyfuss er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir magnaðan leik sinn. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FRUMSYNING: DAUÐAMAÐUR NALGAST ÉmEFNINGAR Besta leikkonan ■P SUSAN SARANDON r Besti leikarinn SEANjPENN Besti leikstjórinn TIM ROBBINS Besta lagið BRUCE SPRINGSTEEN É'k'k'k'k Yj k- d-p- 'l Helgarpósturinn ll ★ ★★★ Óskar Jónasson Bylgjan Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. B.i. 16. Robert DEIIRQ Sharon Joe .STOWE PESCI Hrikalega spennandi mynd í kjölfar Næturvarðarins! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára Sýnd kl. 5 og 9. B.i. 16 ára. VÆNTANLEG: SKRITNIR DAGAR 1 PÍ> 'JÁ Frá snillingnum James Cameron sem færði okkur meðal annars myndirnar um Tortímandann og Sannar lygar kemurfrábær spennumynd með úrvalsleikurunum Ralph Fiennes (Listi Schindlers), Angelu Bassett (Tina: What's Love got to do with it) og Juliette Lewis (Cape Fear). Smákrimminn Lenny (Fiennes) lendir í vondum málum þegar raðmorðingi sendir honum upptöku af morði... Mögnuð spennumynd með alvöru plotti! FRUMSÝND Á FÖSTUDAGINN Bjarní Ara stal senunni SKEMMTANIR Hótel Island BÍTLAÁRIN Bítlaárin 1960 -1970. Söngvarar: Ari Jónsson, Bjami Arason, Björgvin Halldórsson og Pálmi Gunnarsson ásamt Söngsystrum. Hljómsveitar- stjóri Gunnar Þórðarson ásamt 10 manna hljómsveit. Kynnir: Þorgeir Astvaldsson. Danshöfundur: Jóhann- es Bachmann. Handrit, útlit, leik- stjóm: Bjöm G. Bjömsson ÉG hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna nostalgia, eða for- tíðardýrkun, er svo algeng í skemmtiiðnaðinum sem raun ber vitni, ekki bara hér á landi heldur víða um heim. Þetta er einkum áberandi í upprifjun á tónlist frá sjöunda áratugnum og maður spyr. sig hvort tónlistin frá þessu tíma- báli hafí virkilega verið svo góð, að hún verðskuldi þessa endalausu upprifjun? Hér skal ekki lagður KattiLcikhúsíbl IHLADVARPANUM Vesturgötu 3 ENGILLINN OG HÓRAN í kvöld kl. 21.00, fim. 28/3 kl. 21.00, fim. 4/4, lau. 6/4. GRÍSK KVÖLD fös. 22/3 kl. 21.00 uppselt, sun. 24/3, örfá sætilaus, lau. 30/3 uppselt,mi&. 3/Alaus sæti. KENNSLUSTUNDIN lau. 23/3 kl. 20.00, fös. 29/3 kl. 20.00. SÁPA ÞRJÚ OG HÁLFT lau. 23/3 kl. 23.30, fös. 29/3, aieins þessar tvær sýningac FORSALA Á MIÐUM MH>. - SUIM. FRÁ KL. 17-19 Á VESTURGÖTU 3. MIDAPANTANIR Si SS I 90SS dómur á það, en ef notaður er sá mælikvarði að sú tónlist sé góð sem lifir er Ijóst að tónlist sjöunda ára- tugarins hefur verið í háum gæða- flokki því víst er, að mörg lög Bítl- anna, og fleiri tónlistarmanna sem komu fram á sjónarsviðið á sama tíma, munu lifa okkur öll. Á Hótel íslandi er nú boðið upp á eina slíka skemmtun, þar sem horfið er aftur til sjöunda áratugar- ins og riíjuð upp vinsæl lög frá Bítlaárunum svonefndu, enda ber skemmtunin það heiti. Fyrir þá sem voru í blóma lífsins á þessum árum hefur skemmtun sem þessi marg- þætt tilfinningalegt og félagslegt gildi. Menn tengja lögin ákveðnum minningum, endurupplifa skemmti- legt tímabil ævinnar og syngja með. Sumir sleppa fram af sér beisl- inu og dansa uppi á stólum og borð- um, eins og reyndin varð umrætt kvöld. Á svona kvöldum hitta menn gjarnan gamla kunningja, sem þeir hafa ef til vill ekki séð árum sam- an, jafnvel ekki síðan í „den“. Til að mynda hitti ég á þessu umrædda kvöldi gamlan skólabróður úr Versló, Guðmund Sigurðsson og við sama borð og hann sat gamall hljómsveitarfélagi úr Ómum frá Reyðarfírði, Ágúst Ármann, sem nú er skólastjóri Tónlistarskólans í Neskaupstað. Þarna voru líka vinir og skólasystkin úr Kennaraskólan- um, hjónin Hildur Sveinsdóttir og Helgi Viborg, og á næsta borði sat „Mr. Sixties himself“, Óttar Felix Hauksson, ásamt fríðu föruneyti. Góð þjónusta Fyrir sýninguna er borinn fram þríréttaður kvöldverður: Kónga- sveppasúpa, eldsteiktur lambavöðvi með gljáðu grænmeti, ofnsteiktum jarðeplum og sólberjasósu og í eftir- rétt ferskjuís í brauðkörfu með BJARNI Arason á sviðinu á Hótel íslandi. heitri karamellusósu. Þetta var allt hefðbundið og bragðaðist vel svo sem við var að búast. Þjónustan undir borðhaldinu var afbragðsgóð og vil ég nota tækifærið og þakka þessu unga framreiðslufólki, einkum Maríu og Valgeiri, fyrir þeirra þátt í að gera þessa kvöldstund svo ánægjulega sem raun bar vitni. Óli Laufdal er ekki á flæðiskeri staddur með svona fólk í sinni þjónustu. Eitt var það þó við borðhaldið sem fór örlítið fyrir bijóstið á mér, en það var hljóðfæraslátturinn undir borðum. Maðurinn á „skemmtar- anum“, sem líklega er af erlendu bergi brotinn, var að vísu ágætlega starfi sínu vaxinn og spilaði vel og söng, en lagavalið fannst mér ekki hæfa tilefni kvöldsins. Þar fyrir utan hefur mér alltaf þótt „skemmtari“ óheppilegt hljóðfæri í „dinnertónlist" og fremur leiðigjarnt til lengdar. Þetta pirraði mig kannski enn meira vegna þess að á stórum skjá, á bak við manninn, voru sýndar glefsur úr breska tónlistarþættinum „Top of the Pops“ frá sjöunda ára- tugnum og saknaði maður þess átakanlega að fá ekki að heyra tón- listina sem þar var leikin. En kannski var ég sá eini í salnum sem lét þetta fara í taugarnar á mér, að minnsta kosti tók ég eftir því að Óttar Felix klappaði dinnerspil1- aranum lof í lófa. Skemmtunin hófst svo með trukki þar sem stórsöngvararnir Ari Jónsson, Bjarni Arason, Björg- vin Halldórsson og Pálmi Gunnars- son báru hitann og þungann af dagskránni. Allt eru þetta stórgóðir söngvarar og því erfitt að gera upp á milli þeirra, enda stóðu þeir allir fyllilega fyrir sínu. En í fullri hrein- skilni verð ég þó að játa, að mér fannst Bjarni Ara á vissan hátt stela senunni. Það er eitthvað í barkanum á Bjarna, sem gerir rödd hans fyllri og hljómmeiri en hinna. Lögin sem hann söng féllu einkar vel að rödd hans og var hann þó ekki fæddur þegar þau voru samin. Þetta kvöld sannfærðist ég endanlega um að hefði Bjarni verið réttur maður, á réttum stað og réttum tíma hefði hann slegið í gegn á heimsvísu. Hann sló að vísu rækilega í gegn þetta kvöld, en hann hefur alla burði til að ná miklu lengra. Jafn- aldrar Bjarna, sem höfnuðu honum, þegar hann kom fyrst fram á sjón- arsviðið, á þeim forsendum að hann hefði fæðst „skallapoppari“, hefðu gott af því að fara á Hótel ísland og hlusta þar á eitt mesta „talent“ sinnar kynslóðar. Ari Jónsson kom líka sterkur út, einkum í lögum Paul McCartney, enda er hann þar á heimavelli. Og óneitanlega yljaði það mér um hjartarætur að heyra hann taka „Söknuð“ eins og honum einum er lagið. Hinir tveir féllu dálítið í skuggann, að mér fannst, sem kannski skrifast fremur á kostnað lagavalsins en hæfileika þeirra, því báðir eru þeir Björgvin og Pálmi í hópi okkar bestu söngvara. Ungar stúlkur, sem kalla sig „Söngsystur“ sungu nokkur vinsæl „kvennalög“ frá sjöunda áratugn- um og gerðu það vel, en þar er Regína Ósk Óskarsdóttir fremst meðal jafningja, bráðefnileg söng- kona sem við eigum áreiðanlega eftir að heyra meira frá í framtíð- inni. Stórsveit Gunnars Þórðarson- ar, sem skipuð er úrvalsliði ís- lenskra dægurtónlistarmanna, brást ekki bogalistin frekar en fyrri daginn, útsetningar liprar og vand- aðar og hljómburður með betra móti. Ekki tæmandi úttekt Þótt sýningin „Bítlaárin“ á Hótel íslandi spanni yfír 70 lög frá sjö- unda áratugnum er hún þó engan veginn tæmandi úttekt á dægur- tónlist þessa tímabils. Til að svo megi verða þyrftu fleiri og ólíkari söngvarar að koma þar fram en þeir sem hér hafa verið nefndir, en þeim fjórmenningum svipar dáiítið hvorum til annars, sem aftur þreng- ir óneitanlega þann lagaramma sem sýningunni er settur. Þarna vantar líka heilu kaflana í lagavali áranna 1960 til 1970, til að mynda lög frá Kinks, Hollies, Animals, Manfred Mann, Traffic, Cream, Jimi Hendrix, svo fátt eitt sé nefnt og Stones-aðdáendur fá aðeins eina lagasyrpu undir lokin, þegar sýningunni er í raun lokið. Þetta rýrir þó ekki skemmtanagildi sýningarinnar að mínu mati því umgjörð hennar er afar faglega unnin. Sjálfsagt er líka ógjörningur að setja upp sýningu með tæmandi úttekt á hinni fjölskrúðugu tónlist- arflóru sem óx og dafnaði á sjöunda áratugnum og í ljósi þess er hér afar vel að verki staðið. Og eitt get ég fullyrt, eftir að hafa séð sam- bærilegar sýningar bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu, að þessi stend- ur þeim síst að baki. Hún er betri ef eitthvað er. Sveinn Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.