Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 1
u SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 BLAÐ B EFNI Fréttaskýring 3 Aukið viðhald og fjölmörg fiskiskip endurbyggð Aflabrögð /| Aflayf irlit og staðsetning fiskiskipanna iVlarkaðsmál 6 Sandhverfan þykir fínasti fiskurinn á veitingahúsum i#/C|V||\| QlffÝTilQPI ID • H ANN er vænn skötuselurinn sem EmilJonsson, skipverji á Sólbak EA hampar hér. Kykv- endið mæidist 117 sentfmetrar og 22,6 kfló óaðgerður, en fískur- inn veiddist í Selvogsdýpi. Þeir Morgunblaðið/Þotgeir Baidurssoti fengu svo annan nærri jafnstór- an í samatúr. Sanikvæmt bok- inni íslenzkir fiskar eftír Gunnar Jónsson, verður skötuselurinn stærstur una tveir metrar að lengd og 40 kíló að þyngd. SÍF eykur útflutning á saltfiski um 27,4% ÚTFLUTNINGUR SÍF á saltfiski hefur gengið vel fyrstu mánuði ársins. Eftir 11 vikur hafði félagið flutt rúmlega 6.000 tonn út, en 4.727 tonn á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur 27,4%. Verð á saltfiski hefur almennt farið lækkandi miðað við sama tíma í fyrra, en Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF, segir verðið þó þokkalegt. Verð er reyndar óstöðugt í Portúgal, sem er stærsti markaðurinn, meðal annars vegna mikils framboðs frá Noregi og innbyrðis samkeppni norskra útflytjenda. Verð í Portúgal fremur óstöðugt Mest af fískinum frá SÍF hefur farið í gegn um Frakkland en aðrir markað- ir eru Spánn, Portúgal og ítalía Stöð- ugt meira af fiskinum frá SÍF fer í gegn um kæligeymslu SÍF í Frakk- landi, þar sem honum er dreift inn á Spán, Italíu og Portugal. _ Gunnar Örn segir að SÍF hafi verið að taka mikið af fiski hjá framleiðend- um, sem SÍF selur fyrir. Því muni verða haldið áfram og leitazt við að halda sem hæstu skilaverði til framleiðenda. Gunnar segir ennfremur að mikil brögð séu að því að saltfiskurinn sé boðinn á lægra verði en þörf sé á og sé þar mest um norska útflytjendur að ræða. Óstöðugt verðlag af þeim sökum, sé kaupendum ytra eitur í bein- um, því þeir eigi erfitt með að sætta sig við að kaupa mikið magn í einu og sjá svo samskonar fisk boðinn dag- inn eftir á lægra verði. Þá verði það aldrei of brýnt fyrir framleiðendum og útflytjendum að vanda flokkun á fiskinum og treysta gæðin. Norðmenn hafi ekki náð því að flokka fiskinn nægilega vel og fyrir vikið fái þeir nær undantekningarlaust lægra verð en við á saltfiskmörkuðunum. NorAmenn samþykkja lágmarksverð Tíu stórir framleiðendur í Noregi hafa nú sameinazt um lágmarksverð á saltfiski með það í huga að koma á ró á markaðnum og liðka þannig fyrir saltfisksölunni. Þeir segja að birgðir séu ekki það miklar að það ofbjóði markðanum og verðið þurfi því ékki að lækka. Lágmarksverðið sem þeir hafa samþykkt að fara eftir er 31 norsk króna, 319,30 íslenzkar á kílóið af bezta fiskinum, 26 norsk- ar á annan flokk, 22 á þriðja og 17 krónur norskar, 175,10 íslenzkar á lakasta fiskinn. Fréttir Mikil loðna til Eskifjarðar • SAMTALS hafði í gær y verið Iandað 63.0271 oniiuin hjá Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar á loðnuvertíðinni, að verðmæti 367,8 milljónir króna. Fyrstu fjóra mánuð- ina í fyrra voru verðmætin . hinsvegar 230 inill.jóiiir króna. Al'iinn skiptist þann- ig að Hólmaborg SU 11 hef- ur landað 28.537 tonnum, að verðmæti 169,1 milljón króna, Jón Kjaii ansson 20,702 tonnum, að verðmæti 118,6 milljónir króna og Guðrún Þorkelsdóttir 13.027 1 oii iiuin, að verðmæti 80,1 íiiilljón króna./2 Lífrænt bleikjueldi? • JÓNAS Erlendsson bóndi í Fagradal í Mýrdal hefur keypt Dyrhólalax hf. í Vík. Rekur hann nú seiðaeldis- stöðina í Vík og bleikjueldið í Fagradal undir nafninu Fagradalsbleikja og stefnir að því að fá afurðirnar við- urkenndar sem lífrænt ræktaðar./5 Fiskuppboð í Boston • ÍSLENSKIRfiskverkend- ur, sem staddir voru á sjáv- arútvegssýningu í Boston, buðu í og keyptu fisk í gegn- um Fiskmarkað Suðurnesja á fimmtudag í síðustu viku. Uppboðinu hér heima var frestað um klukkutíma vegna tímamismunar land- anna í milli og fór því ekki fram fyrr en kl. 16 í stað kl. 15, eins og venja er./7 Verð á kvóta orðið afar hátt • GREIÐSLUGETA fiski- skipaflotans vegna kaupa á þorskkvóta, varanlegum aflaheimildum, virðist í raun langt undir því mark- aðsverði, sem myndazt hef- ur. Verð á varanlegum þorskkvóta er nú um 540 krónur kílóið, en samkvæmt útreikningum þekkingar- kerfisins FRAFF, getur út- gerðin aðeins greitt 30 til 76 krónur fyrir þessar afla- heimildir, eftir því hve lang- ur tími er ætlaður til niður- greiðslu fjárfestingarinnar. Samkvæmt reiknilíkaninu gæti útgerðin greitt 11 til 14 krónur árlega fyrir afla- heimildir í þorski./8 Markaðir Meira af þorski unniðílandi • ÞAÐ sem af er þessu fiskveiðiári hefur megninu af þorskaflanum verið land- að til vinnslu hér á landi. Það er nokkru hærra hlut- fall en á sama tíma á síð- asta fiskveiðiári. Hlutur vinnsluskipa i þorskinum hefur því dregizt saman og útflutningur í gámum hefur minnkað verulega. Sigling- ar með þorsk eru þó í svip- uðuin mæli á inilli ára, en mjög lítið er orðið um að skipin sigli utan með þorsk. Heildar botnfiskafli nú er um 211.000 ton og af því hefurum 150.000 tonnum verið landað til vinnslu hér- lendis. Ráðstöf un botnfiskafla % sept. 1995-feb. 1996 1100 Heimild: Fiskislota Minna unnið uti a sjo Ráðstöfun botnfiskafla % jan.-feb.1996 100 Heimild: Fiskistofa • SÉ litið á tvo fyrstu mán- uði almanaksársins er þróun í ráðstöfum fiskaflans svip- uð. Hlutfall þorsks til vinnslu í landi eykst og hlut- ur vinnsluskipa, gáma og siglinga minnkar. Af 35.000 tonna þorskafla hefur 31.000 tonni verið landa til vinnslu innan lands og að- eins 4.100 hafa verið unnin um borð í vinnsluskipunum. Heildarbotnfiskaflinn þetta tímabil er 71.200 tonn og komu 55.300 tonn af þvi til vinnslu i landi./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.