Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA IKwgmiHafcife 1996 MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ BLAÐ C HANDKNATTLEIKUR Stefán hættir mjög líklega STEFÁN Arnaldsson hættir nánast ðrugglega stðrfum sem handknattleiksdómari eftir yfir- standandi keppnistimabil. Rógnvald Erlingsson, sem dæmir með Stefáni, lýsti þvi yfir á dögunum að hann hefði skilað inn alþjóðlega dómaraskirt- eininu sínu — eftir að ljóst var að þeir félagarnir dæma ekki á Ólympiuleikunum — en myndi dæma eitthvað áfram hér innanlands. Stefán segist einn- ig ætla að hætta sem alþjóðlegur dómari, það sé ðruggt, og allar likur séu á að hann leggi flaut- una þá alveg á hilluna. Hann muni hins'vegar ekki gefa það út endanlega fyrr en eftir að úr- slitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn lýkur. Anna sigraði í hálfmaraþoni ANNA Jeeves, hlaupakona úr f R, sigraði í fjöl- mennu hálfmaraþonhlaupi sem fram fór í Eng- landi á sunnudag og bætti árangur sinn um hálfa mínútu. Var það liður í undirbúningi hennar fyr- ir þátttöku i Lundúnamaraþoninu eftir rðskan mánuð. Anna hh'óp á 1:20,56 klukkustundum sem er langbes ti tími hennar í hálfmaraþoni. Hlaupið fór fram í Hillingdon sem er skammt fyrir utan Lund- úni. Um 1.300 keppendur, karlar og konur, voru í hlaupinu og varð Anna um hálfri mínútu á und- an næsta keppanda i kvennaflokki. ÍA og ÍBV sigr- uðu á Kýpur ÍSLANDSMEISTARAR ÍA og ÍBV sigruðu bæði í leikjum sinum á 8-Iiða æfingamóti á Kýpur í gær. Akranes vann Motala frá Svíþjóð 3:0. Mih- ajlo Bibercic gerði tvö mðrk og Haraldur Ingólfs- son eitt. Eyjamenn léku á móti sænska liðinu GHvle og uiinu 8:7 cftir vitaspyrnukeppni, en markalaust var eftír venjulegan leiktima. Önnur úrslit á mótinu í gær voru þau að Sirius (Svíþjóð) vann Skonto (Eistlandi) 2:0 og skoraði Islendingurinn Einar Brekkan annað mark Sir- ius. FC Flora frá Eistlandi, sem Teitur Þórðarson þjálfar, sigraði Sundsvall (Svíþjóð) 2:1. Kristinn Jakobsson dæmdi þann leik með miklum ágætuni, sýndi fjórum leikmðnnum gult spjald og dæmdi eina vítaspyrnu. í undanúrslitum mótsins á morg- un leika ÍA og Sirius og Flora mætír ÍBV. Morgunblaðið/Sverrir Fyrsta tap Valsað Hlíðarenda AFTURELDING úr Mosfellsbæ sigraði íslandsmeistara Vals að Hlíðarenda, 26:23, í fyrste leik liðanna í undanúrslitum ís- landsmótsins í handknattleik karla í gærkvöldi. Þetta var fyrsta tap Valsmanna á heima- velli sínum síðan úrslitakeppnin var tekin upp fyrir fjórum árum. Valur tapaði síðast heimaleik fyrir rúmlega tveim- ur árum er KR lagði liðið að velli í deildarkeppninni. Aftur- elding og Valur leika aftur í Mosfellsbæ annað kvöld og það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslit kcppninnar. Á myndinni hér fyrir ofan stekk- ur Bjarki Sigurðsson hátt upp fyrir vörn Valsmanna og skor- ar eitt,af fimm mörkum sínum í leiknum. KA og FH leika í hinum undanúrslitaleiknum í KA-hús- inu á Akureyri í kvöld. FIMLEIKAR Norbert Buecheframkvæmdastjóri Alþjóðafimleikasambandsins Litlar likur á þátttöku Rúnars á ÓL í Atlanta Leikurinn / C3 „ÞAÐ er búið að loka á þátttöku ífimleikunum í Atlanta, búið að úthluta öllum sætum. Við höfum ráðstafað þeim sérstöku þátttökuheimildum [Wild Cards] sem við höfðum úr að spila fyr- ir aðra en þá sem unnið höfðu rétt með þátttöku í heimsmeist- aramótinu. Þeim var ráðstafað til Afríkuríkja," sagði Norbert Bueche framkvæmdastjóri Alþjóðafimleikasambandsins (FIG) í samtali við Morgu nblaðið í gær er hann var spurður um mögu- leika á þátttöku Islendinga ífimleikakeppni ÓL í Atlanta ísumar. Af upplýsingum Bueche má ráða að litlar líkur væru á þátttöku Rúnars Alexanderssonar í fimleika- keppninni á Ólympíuleikunum í Atl- anta. Skilyrði fyrir þátttöku er að menn séu með á síðasta heimsmeist- aramóti fyrir ÓL, en á síðasta HM var Rúnar ríkisfangslaus. Síðan hef- ur hann gerst íslenskur ríkisborgari. „Eins og stendur er þátttaka hans ekki möguleg. Tii þess að undantekn- ing gæti orðið þar á þarf flókið ferli að eiga sér stað og allir þættir þess að ganga upp. Það er í því fólgið að íslendingar sæki um það með sér- stöku' bréfi til FIG að honum verði leyft að keppa í Atlanta. Hver einn og einasti stjórnarmaður alþjóðasam- bandsins yrði að segja já við því og þá fyrst gæti ég skrifað Alþjóða- ólympíunefndinni [IOC] og óskað eftir því að hún veiti okkur aukalegt Wild Card. Tæki hún jákvæða af- stöðu þyrfti mál hans þó enn að fara fyrir sérstaka þríhliða úthlutunar- nefnd sem á lokaorðið. Það er ekki sjálfgefið að stjórnar- menn í FIG samþykki sérstaka und- anþáguumsókn frá íslandi. Það hafa nokkur iönd sent inn umsókn af þessu tagi á síðustu mánuðum og þeim hefur öllum verið hafnað. Þá er heldur ekki sjálfgefíð að IOC mælti með slíkri undanþágu þó mál- ið kæmist í gegn hér hjá okkur. Og þá er þríhUðanefndin enn eftir," sagði Bueche. Mál sem komast alla leið til þrí- hliðanefndarinnar geta stöðvast þar. Hún úthlutar takmörkuðum fjölda þátttökuheimilda í mörgum keppnis- greinum í Atlanta en þær eru upp- urnar í fimleikum svo sem fram kem- ur hjá Bueche hér að framan. Byrjar hún á að veita keppnisheimildir til landa sem ekki eiga a.m.k. sex íþróttamenn sem náð hafa alþjóða- lágmörkum til þátttöku í leikunum í Atlanta. 'Þess vegna er Ijóst aðvið úthlutun þátttökuheimilda í leikun- um sæti ísland hjá í fyrstu umferð vegna þess fjölda frjálsíþróttamanna og sundmanna sem náð hafa alþjóða- lágmörkum og góðar líkur eru á að a.m.k. einn júdómaður nái lágmarki til þátttöku og hugsanlega keppend- ur í badminton einhig. 4- KÖRFUKNATTLEIKUR: SIGRAR HJÁ GRINDAVÍK OG NJARÐVÍK / C2, C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.