Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKIMATTLEIKUR Haukar- UMFG 54:80 íþróttahúsið við Strandgötu, þriðji leikur í undanúrslitum íslandsmótsins í körfuknatt- leik karla, þriðjudaginn 19, mars 1996. Gangur leiksins: 0:5, 4:12, 9:23, 18:26, 18:35, 23:44, 25:44, 25:58, 38:65, 46:75, 54:80. Stig Hauka: Pétur Ingvarsson 15, ívar Ásgrímsson 10, Sigfús Gizurarson 9, Berg- ur Eðvarðsson 7, Björgvin Jónsson 4, Jason Williford 4, Sigurður Jónsson 3, Þór Har- aldsson 2. Stig UMFG: Marel Guðlaugsson 25, Unnd- ór Sigurðsson 18, Guðmundur Bragason 14, Helgi Jónas Guðfinnsson 11, Hjörtur Harðarson 6, Ingi Kari Ingólfsson 4, Páll Axel Vilbergsson 2. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Kristján Möller. Áhorfendur: 750. UMFIM - Keflavík 79:74 íþróttahúsið í Njarðvík, þriðji leikur í undan- úrslitum íslandsmótsins í körfuknattleik, þriðjudaginn 19. mars 1996. Gangur leiksins: 0:1, 9:3, 23:11, 37:18, 41:34, 43:42, 46:42, 55:49, 55:56, 63:61, 67:63, 67:66, 72:68, 72:71, 75:74, 79:74. Stig UMFN: Rondey Robinson 33, Teitur Örlygsson 15, Sverrir Sverrisson 9, Kristinn Einarsson 7, Jóhannes Kristbjömsson 7, Friðrik Ragnarsson 6, Rúnar Ámason 2. Stig Keflavíkur: Dwight Stewart 24, Sig- urður Ingimundarson 12, Albert Óskarsson 11, Davíð Grissom 11, Falur Harðarson 8, Guðjón Skúlason 4, Jón Kr. Gíslason 4. Dómarar: Helgi Bragason og Kristinn Al- bertsson. Dæmdu gríðarlega erfiðan leik mjög vel. Áhorfendur: Um 800 manns og ekki alveg fullt hús. NBA-deildin Toronto - Denver...........114:122 Phiiadelphia - Chicago......94:98 Milwaukee - Utah...........90:107 San Antonio - Golden State.104:98 Seattle - LA Clippers.....104:101 Valur-UMFA 23:26 Hlíðarendi, undanúrslit íslandsmóts karla - fyrsti leikur, eða fyrri leikur, þriðjudaginn 19. mars 1996. Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 4:3, 6:4, 6:9, 9:10, 9:12, 10:12, 10:13, 11:14, 11:16, 14:17, 14:19, 15:21, 19:21, 21:23, 22:25, 22:26, 23:26. Mörk Vals: Ólafur Stefánsson 6/1, Jón Kristjánsson 4, Júlíus Gunnarsson 3, Sveinn Sigfmnsson 2, Valgarð Thorodsen 2, Dagur Sigurðsson 2, Skúli Gunnsteinsson 2, Sigfús Sigurðsson 2. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 7. Örvar Rudólfsson 1. Utan vallar: 4 mín. Mörk Aftureldingar: Ingimundur Helga- son 7/1, Bjarki Sigurðsson 5, Páll Þórólfs- son 4, Jóhann Samúelsson 4, Róbert Sig- hvatsson 3, Þorkell Guðbrandsson 3. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 18. Utan vallar: 4 mín. (Páll Þórólfsson fékk rauða spjaldið þegar þijár mínútur voru eftir fyrir að rífa kjaft við Ólaf Haraldsson, dómara, vildi fá dæmt víti en fékk ekki). Dómarar: Gunnar Kjartansson og Ólafur Haraldsson. Komustþokkalega frá leiknum. Áhorfendur: Um 500. Fram-KR 14:13 fþróttahús Fram, íslandsmótið í handknatt- leik, þriðji leikur í 8-liða úrslitum, þriðjudag- inn 19. mars 1996. Gangur leiksins: 0:2, 2:4, 4:4, 4:6, 6:6, 7:7, 7:8, 9:9, 9:12, 13:12, 13:13, 14:13. Mörk Fram: Hafdís Guðjónsdóttir 4, Berg- lind Ómarsdóttir 4, Hekla Daðadóttir 2/1, Arna Steinsen 2/2, Kristín Hjaltested 1, Ósk Víðisdóttir 1. Varin skot: Kolbrún Jóhannsdóttir 14 (þar af 6 til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk KR: Helga Ormsdóttir 5/3, Brynja Steinsen 2, Anna Steinsen 2, Selma Grétars- dóttir 2, Valdís Fjölnisdóttir 1, Elísabet Ámadóttir 1/1. Varin skot: Ragnheiður Hauksdóttir 9/2 (þar af eitt til mótheija), Alda Guðmunds- dóttir 1/1. Utan vallar: 10 mínútur. Þar af fengur tveir leikmenn brottvísun á síðustu mínútu leiksins. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson voru góðir í heildina. Áhorfendur: Um 100. ÍBV - Víkingur 29:27 íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum: Gangur Ieiksins: 2:1, 3:4, 9:7, 11:9, 14:10, 17:13, 21:15, 25:20, 29:27. Mörk ÍBV: Ingibjörg Jónsdóttir 8/5, Helga Kristjánsson 6, María Rós Friðriksdóttir 5, Elísa Sigurðardóttir 4, Andrea Atladóttir 3, Malin Lake 3, Dögg L. Sigurgeirsdóttir 1. Varin skot: Þórunn Jörgensen 3, Laufey Jörgensen 2. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Víkings: Halla Maria Helgadóttir 7/4, Elisabet Þorgeirsdóttir 6, Guðmunda Kristjánsdóttir 4, Elisabet Sveinsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 2, Hanna M. Ein- arsdóttir 1, Margrét Egilsdóttir 1, Svava Sigurðardóttir 1, Þórdís Ævarsdóttir 1, Steinunn Þorsteinsdóttir 1. Varin skot: Helga Torfadóttir 8/1 (þaraf 3/1 til mótheija). Utan vallar: 10 mínútur, þaraf fékk Svava Sigurðardóttir rautt spjald undir lokin vegna þriggja brottvísanna. Dómarar: Egill og Örn Markússynir, dæmdu vel. Áhorfendur: 200. Knattspyrna UEFA-keppnin 8-liða úrslit, seinni leikir: Eindhoven, Hollandi: PS V Eindhoven - Barcelona........2:3 Boudewijn Zenden (43.), Rene Eykelkamp (65.) — Jose Maria Bakero (3.), Luis Figo (22.), Sergi Baijuan (79.). 26.000 ■Barcelona vann samtals 5:4. Bordeaux, Frakkiandi: Bordeaux - AC Milan...............3:0 Didier Tholot (14.), Christophe Dugarry 2 (63., 69.). 30.000. ■Bordeaux vann samtals 3:2. Nottingham, Englandi: Nott. Forest - Bayem Miinchen.....1:5 Steve Stone (85.) — Christian Ziege (30.), Thomas Strunz (43.), Júrgen Klinsmann 2 (65., 80.), Jean-Pierre Papin (72.). 28.800. ■Bayern vann samtals 7:2. Róm, Ítalíu: Roma - Slavía Prag................3:1 Staðan var 2:0 eftir venjulegan leiktíma. Francesco Moriero 2 (60., 99.), Giuseppe Giannini (82.) — Jiri Vavra (112.). 63.859. ■Jafnt 3:3. Prag vann á útimarkinu. England Úrvalsdeild: Aston Vilia - Middlesbrough.......0:0 23.900. , 1. deild: Barnsley - Huddersfield............3:0 Crystal Palace - Luton.............2:0 Ipswich - Oldham...................2:1 Reading - Southend.................3:3 Þýskaiand 1. deild: Bayer Leverkusen - Hansa Rostock ..2:0 Uerdingen - Stuttgart..............3:4 Hamburg- Köln......................0:0 ISHOKKI SA vann SR SKAUTAFÉLAG Akureyrar, SA, sigraði í öðrum leiknum gegn Skautafélagi Reykjavíkur, SR, 11:4, í keppninni um íslandsmeistaratitil- inn í íshokkí á Akureyri í fyrra- kvöld. Liðin þurfa því að mætast þriðja sinni, í oddaleik, því SR vann fyrsta leikinn sem fram fór í Reykja- vík, 3:2. Þriðji og síðasti leikurinn verður á Akureyri annað kvöld. Fyrsta lotan á Akureyri var nokk- uð jöfn og endaði 2:1 fyrir SA. SR jafnaði í byijun annarrar lotu, 2:2. Eftir það tóku heimamenn völdin á svellinu og gerðu átta mörk í röð og komust í 10:2. Þá komu tvö mörk frá SR, en SA átti lokamarkið og vann því samanlagt 11:4. Odda- leikur liðanna verður á Akureyri annað kvöld kl. 20. Mörk _SA gerðu: Elvar Jónsteins- son 3, Agúst Asgrímsson yngri 2, Ágúst Ásgrímsson eldri 2, Sigurður Sigurðsson 1, Héðinn Björnsson 1, Rúnar Rúnarsson 1 og Víglundur Bjarnason 1. Mörk SR gerðu: Heiðar Ágústsson 3 og Clark McCormick 1. í kvöld Handknattieikur Undanúrslit karla, fyrsti leikur: KA-hús: KA - FH................20 Úrslitakeppni 2. deildar karla: Fylkishús: Fylkir - HK.........20 Akureyri: Þór - Breiðablik.....20 Strandgata: ÍH - Fram..........20 Blak Úrslit karla, 1. leikur: Austurb.: ÞrótturR. - Stjarnan.19 Knattspyrna Deildarbikarkeppnin: Kópavogsv.: Grótta - UMFG....20.30 Haukar kjöl- dregnir LIÐ Hauka beið algjört skipbrot á heimavelli gegn Grindvíking- um í þriðju viðureign liðanna í úrslitakeppni úrvalsdeildarinn- ar í gærkvöldi. Grindvíkingar slógu heimamenn útaf laginu strax ífyrri hálfleik með tíu þriggja stiga körfum og voru með 21 stigs forystu í hálfleik. í byrjun síðari hálfleiks stráðu þeir salti í sár þeirra með sann- kallaðri flugeldasýningu á upp- hafsmínútum. Lokatölur 80:54 og hefði sigur auðveldlega get- að orðið stærri. Bæði lið vantaði máttarstólpa í leikmannahóp sinn. Haukar voru án leikstjórnanda síns Jóns Arnars Ingvarsson- j ar og Grindvíkinga Benediktsson vantaði Ban'daríkja- skrífar manninn Rodney Dobart, en báðir voru í leikbanni. Greinilegt var strax á upphafsmínútunum að lið Hauka var sem höfuðlaus her án Jóns Arn- ars. Mikið óðagot var á bitlitlum sóknaraðgerðum þeirra og Grind- víkingar fengu boltann oft á mjög ódýran hátt. ívar Ásgrímsson og Sigurður Jónsson reyndu að fylla skarð Jóns án árangurs. Grindvíkingar kunnu hins vegar vel við sig og virtust ekki á neinn hátt sakna Dobarts. Þeir léku við hvurn sinn fingur strax í upphafí og hittni þeirra var einstök, einkum i fyrri hálfleik. Þeir skoruðu 18 af fyrstu 26 stigum sínum úr þriggja stiga skotum og gerðu alls tíu þriggja stiga körfur í hálfleiknum. Haukum gekk á sama tíma ekkert í aðgerðum sínum sem voru sams- uða af taugatitringi og lánleysi, all- ur ketill féll þeim í eld. Staðan í hálfleik 23:44. Á fyrstu þremur mínútum síðari hálfleiks kjöldrógu Grindvíkingar heimamenn. Þeir skoruðu ijórar þriggja stiga köfur og eina tveggja stiga á sama tíma og Haukar gerðu aðeins eina tveggja stiga körfu. Munurinn var orðinn 33 stig og úr- slit leiksins ráðin. Haukar reyndu en hvorki gekk né rak á meðan Grind- víkingar leyfðu öllum varamönnum sínum að spreyta sig meira en þeir margir hefðu átt von á fyrirfram. Haukar áttu hreint skelfilegan dag, sennilega þann versta í langan tíma. Auk þess að vera án Jóns þá náðu Jason Wiliiford, ívar og Sigfús Gizurarson sér aldrei á strik. Pétur Ingvarsson reyndi hvað hann gat en mátti sín lítils. Ekki þarf að fara mörgum orðum um lið Grindvíkinga. Byrinn sem þeir fengu í segl sín í upphafi var slíkur að ekkert mannlegt afl gat stöðvað þá. Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1996 Þriðji leikur liðanna i undanúrslitum, leikinn i Hafnarfírði 19. mars 1996 HAUKAR GRINDAVÍK 54 Stig 80 15/18 Víti 6/10 3/18 3ja stiga 16/34 30 Fráköst 29 21 (warpar) 18 9 (sóknar) . 11 8 Boitanáó 12 15 Bolta tapað 10 13 Stoðsendingar 16 16 Villur 17 sem gilda við val landsliðs 1996, verða haldin í Garðakránni, Garðatorgi 1, sem hér segir: Fimmtudaginn 21. mars kl. 19.00 Þriðjudaginn 26. mars kl. 19.00 Þriðjudaginn 2. apríl kl. 19.00 Fimmtudaginn 18. aprfl kl. 19.00 Þriðjudaginn 30. apríl kl. 19.00 íslandsmeistaramót í öllum flokkum er fyrir hugað helgina 10.-12. mai á sama stað. Upplýsinggr í st'ina 896-4635. ÞRÁTT fyrir meiðsli lék Teitur Örlygsson með félögum sínum í gærkvölc úr höndum þjálfara Keflavíkur, Jóns Kr. Gíslasonar, Friðrik Rúnars Njarðvík fa NJARÐVÍKINGAR fundu taktinn á ný í gærkvöldi og sigruðu Keflvík- inga, 79:74, i þriðja leik liðanna í undanúrslitum úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Þar með er Ijóst að einvígið í Reykjanesbæ heldur áfram, liðin mætast fjórða sinni á föstudaginn, að þessu sinni í íþróttahúsinu í Keflavík. Njarðvíkingar stóðu undir nafni í Ljónagryfjunni og mættu eins og öskrandi ljón til leiks. Byijunin var frá- bær og gestirnir vissu Skúli Unnar ekki hvaðan á þá stóð Sveinsson veðrið. Þeir gerðu skrílar reyndar fyrsta stigið en áður en varði hafði Njarðvík náð 13 stiga forystu, 23:11, og jók hana í 19 stig, 37:18, þegar tæpar átta mínútur voru til leikhlés. Á þessum tíma lögðu heimamenn ofur- kapp á að Falur Harðarson fengi ekki boltann og það riðlaði sókn Keflvíkinga. Þá var Rondey greinilega búinn að læra inná Stewart, lék góða vörn gegn hon- um og skoraði grimmt. „Þetta var hræðileg byijun hjá okkur en við náðum að taka okkur saman í andlitinu eftir að við skiptum í svæðis- vörn og eftir það var leikurinn jafn og sj>ennandi,“ sagði varnaijaxlinn Albert Oskarsson hjá Keflavík eftir leikinn. Keflvíkingar breyttu um varnarað- ferð, skiptu úr maður á mann vörn í svæðisvörn og þá snerist dæmið heldur betur við. Það sem eftir lifði fyrri hálf- leiks gerðu gestirnir 24 stig gegn 6 stigum Njarðvíkinga og staðan í leik- hiéi var því 43:42 og útlit fyrir spenn- andi síðari hálfleik. Það var fleira sem réð baggamuninn hjá Keflvíkingum en svæðisvörnin. Jón Kr. Gíslason, þjálfari liðsins, kom inná ásamt Sigurði Ingi- mundarsyni og þessir „gömlu“ refir sýndu allar sínar bestu hliðar. Jón stjórnaði sóknarleiknum og Sigurður sýndi hvernig á að „leika með höfð- inu“. Það sást langar leiðir hversu mik- ið og vel hann hugsaði um Hvað væri best að gera hverju sinni. Svæðisvörnin fór illa í Njarðvíkinga, vörn þeirra, sem hafði verið einstaklega sterk, var hvorki fugl né fiskur og þá hittu þeir illa þegar þeir komust í skot- færi gegn sterkri vörn Keflvíkinga. „Ég vissi að flugeldasýning okkar í upphafi leiks myndi ekki endast allan leikinn. Ég held samt að byijunin hafi skilað sér yfir í síðari hálfleikinn, því það er gott að vera alltaf með forystuna. Við vorum ekki tilbúnir að hætta og gáfum allt í þennan leik,“ sagði Hrannar Hólm, þjálfari Njarðvíkinga. Síðari hálfleikur var jafn, spennandi og skemmtilegur. Heimamenn með frumkvæðið lengstum en Keflvíkingar þó um tíma um miðbik hálfleiksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.