Morgunblaðið - 21.03.1996, Side 1

Morgunblaðið - 21.03.1996, Side 1
_________LYF Aukið frelsi á lyfjamarkaði/4 BÍLflLR Umskipti hjá Heklu/6 KINPAKJÖT Stærsti seljandinn í Svíþjóð/8 VIÐSKIPn ÆVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 BLAÐ B Vísitölur VISITALA byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan mars hækkaði um 0,4% frá því í febr- úar. Hefur vísitalan þá hækkað um 2% sl. þrjá mánuði en það samsvarar 8,4% verðbólgu á ári. Undanfarna 12 mánuði hefur vísi- talan hins vegar hækka um 3,3%. Launavísitala hækkaði hins vegar um 0,1% í febrúar og hefur hún þá hækkað um 9% síðustu 12 mánuði. Síldarvinnslan SÍLDARVINNSLAN hefur tekið . 200 milljóna króna lán hjá Nor- i ræna fjárfestingabankanum, NIB. Lánið er til allt að 12 ára og verð- ur afgreitt nú í vor. Að sögn Finn- boga Jónssonar, framkvæmda- stjóra Síldarvinnslunnar, er lánið ætlað til þeirra endurbóta sem nú standa yfir á loðnuverksmiðju fyrirtækisins. Hann segir láns- kjörin nokkuð hagstæðari en í boði hafi verið hér á landi. Olíufélög AÐALFUNDIR Olíuverslunar ís- lands og Olíufélagsins verða haldnir í dag. Fyrir báðum fundum liggur tillaga um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa auka annarra mála. SÖLUGENGIDOLLARS Búnaðarbanki íslands Úr reikningum ársins 1995 Rekstrarreikningur Milljónir króna 1995 1994 Breyting Vaxtatekjur Vaxtagjöld 4.352 2.132 4.050 +7,5% 1.814 +17,5% Hreinar vaxtatekjur Aðrar rekstrartekjur 2.220 1.152 2.236 -0,7% 1.151 +0,1% Hreinar rekstrartekjur Önnur rekstrargjöld Framlög í afskriftareikning 3.372 2.520 509 3.387 -0,4% 2.398 +5,1% 651 -21.8% Hagnaður fyrir skatta Skattar 343 142 338 +1,5% 126 +12,7% Hagnaður ársins 201 212 -5,2% Efnahagsreikningur 31 [jes Milljónir króna 1995 1994 Breyting | Eignir: \ Sjóður, ríkisvíxl. og kröfur á lánast. Útlán Markaðsverðbréf og eignarhl. í fél. Aðrar eignir 4.765 34.174 6.233 2.949 4.873 -2,2% 32.928 +3,8% 6.008 +3,7% 2.755 +7,0% Eignir samtals 48.121 46.564 +3,3% Skuidir og eigið fé: Skuldir við lánastofnanir Innlán Lántaka Aðrar skuldir Reiknaðar skuldbindingar Eigiðfé 1.182 34.292 6.317 456 2.098 3.776 891 +32,7% 33.415 +2,6% 6.633 -4,8% 273 +67,0% 1.843 +13,8% 3.509 +7,6% Skuldir og eigið fé samtals | 48.121 46.564 +3,3% Minni afskriftir í Búnaðarbankanum Hagnaður um 201 milljón á síðasta ári HAGNAÐUR Búnaðarbankans fyrir skatta á síðasta ári nam alls 343 milljónum, en 201 milljón að teknu tilliti til tekju- og eignarskatta. Framlög á afskriftarreikning námu ails um 509 milljónum sem er tæp- lega fjórðungs minnkun frá árinu 1994. Stóð afskriftarreikningurinn í 1.143 milijónum í árslok eða sem nemur um 3,1% af útlánum og veitt- um ábyrgðum. Eins og sést á meðfylgjandi yfir- liti var afkoma bankans á síðasta ári mjög áþekk því sem var á árinu 1994, en þá nam heildarhagnaður 212 milljónum. Hreinar rekstrar- tekjur bankans, þ.e. tekjur af vaxta- mun og þóknunum, drógust saman um 0,4% á árinu en rekstrargjöld jukust um 5,1%. Minni afskriftir vógu þar upp á móti. Jón Adólf Guðjónsson, banka- stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið að arðsemi eigin fjár bankans hefði verið 5,6% á sl. ári sem væri ekki viðunandi. „Við teljum að það beri að stefna að því að arðsemin verði um 10%. Það næst með ýmsu móti eins og minna afskriftarfram- lagi, minna tillagi í lífeyrisskuld- bindingar og sparnaði í rekstri. Við reiknum alls ekki með því að vaxta- munur aukist. Við teljum að afskriftarframlögin eigi eftir að lækka þó að ekki verði hjá því komist að einhver framlög verði í bankarekstri, Það er almenn regla að leggja eigi til hliðar 1% af útlánum í afskriftarreikning þó út- lán séu ekki beinlínis töpuð. Miðað við þetta hlutfall yrði framlagið 350 milljónir á ári í bankanum og okkar markmið er að ná því á þessu ári eða því næsta. Búnaðarbankinn hef- ur hins vegar afskrifað hlutfallslega minna af sínum útlánum en aðrir bankar. Bankinn er með 14% af heildarafskriftum í bankakerfinu, á árunum 1990-1994, en útlán hans eru um 20% af heildinni.“ Þungar lífeyris- skuldbindingar Jón Adólf benti ennfremur á að greiðslur vegna lífeyrisskuldbind- inga hafi verið mjög íþyngjandi fyr- ir rekstur bankans. A árinu 1995 voru gjaldfærðar 229 milljónir vegna lífeyrisskuldbindinga og námu þær tæpum 1.800 milljónum í ársreikningi. Ennþá vantar 62 milljónir til að standa undir skuld- bindingum bankans samkvæmt tryggingarfræðilegum útreikningi og verða þær væntanlega gjaldfærð- ar á þessu ári. Búnaðarbankinn greiddi á árun- um 1990-1995 um 503 milljónir í tekju- og eignarskatta, en á sama tíma hafa hinir viðskiptabankarnir greitt sáralitla eða enga skatta, að sögn Jóns Adólfs. Eigið fé Búnaðarbankans var alls um 3.776 milljónum í árslok og eig- inljárhlutfall skv. svonefndum Bis- regium 10,7%. K •)V fih (in A 1 1 -ítt; 7 Íí | <5 Hvar ætlar þú að leggj a fyrir til eftirlaimaáranna? Gerðu samanburð...og taktu síðan ákvörðun. Eirii séreignarsjóðurinn sem tryggir lífeyri til æviloka X#LÍF ~Y=- Við starfslok eru réttindi í lífeyrissjóði og annar eftirlaunasparnaður oftast stærsti hluti af eignum fólks. Við viljum benda á ALVÍB sem góðan kost fyrir þá sem geta valið sér lífeyrissjóð eða vilja greiða viðbótar- iðgjöld í séreignarsjóð. ALVlB hefur samið við SAMLÍF urn að bjóða sjóðfélögum tryggingar á hagstæðum kjörum en þannig geta þeir tryggt fjárhagslegt öryggi sitt alla ævina. Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu nánari upplýsingar. Það skal vanda sem lengi skal standa. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verdbréfaþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Jij JJ, il,„ íiú íii ííii hiiwii

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.