Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ig stærstu hluthafar í E0 Þormóði ramma 6. mars 1996 Marteinn Haraldsson hf. 28,5% Grandi hf. 22,1% Staðarhóll hf. 5,1% Ráeyri hf. 4,5% HIutabréfasjóðurinn hf. 3,5% í Skeljungur hf. 2,8% Olíuverslun íslands hf. 2,4% Jóhannes Eqilsson 2,1% Margrét Magnúsdóttir 2,1% Þróunarfélag íslands hf. 1,8% Lífeyrissjóður verkstjórg 1,7% Burðarás hf. 1,7% Lífevrsisi. lækna 1,6% Sjóvá-almennar hf. 1,5% Jöklar hf. 14% Auðlind hf.______________________1Æ. Lifeyrissjóður Norðjrlands________1,3% j Þormóður Eyjólfsson______________1,1.%. Haral.dur Marteinsson_____________0,9% MartemnJ, Haraldsafla..,.^^.......0J.%J Rúnar Marteinsson______________ .0,9.%..: !, Olafur H. Marteinsson ......... 0,9% Lifeyrissj. rafinaðarmanna........0,9%. Lsj. verkalýðsf. á Norðurl vestra....0,9.%... Samemaði lífeyrissjóðurinn...........0.7% Hlutafjár- útboð hjá Þormóði ramma HLUTABRÉFAÚTBOÐ Þormóðs ramma hf. á Siglufirði er hafið. Alls er um að ræða hlutafjáraukn- ingu að nafnvirði 100 milljónir króna og hófst útboðið 18. mars sl. Núverandi hluthafar hafa for- kaupsrétt á bréfunum og er gert ráð fyrir því að forkaupsréttar- tímabil standi fram til 29. þessa mánaðar en að því loknu verði þau bréf sem óseld verða, seld á opnum markaði. Verðbréfamarkaður Is- landsbanka annast útboðið. Gengi bréfanna til forkaupsrétt- arhafa er 3,75 en gengi þeirra á hlutabréfamarkaði í gær var skráð á 4,12, eftir 20% jöfnun hinn 6. mars sl. og greiðslu 10% arðs. Hins vegar er gert ráð fyrir því að gengi bréfanna á fyrsta söludegi á al- mennum markaði verði 3,90. Ákvörðun um þetta hlutafjárút- boð var tekin á aðalfundi félagsins fyrir skömmu og verður heildar- hlutafé þess að loknu útboðinu 601,2 milljónir króna. Hagnaður Þormóðs ramma hf. á síðastliðnu ári nam 202 milljónum króna, jókst úr rúmum 126 milljónum króna árið 1994. í rekstraráætlun fyrir- tækisins í ár er gert ráð fyrir 171 milljónar króna hagnaði en nokkuð svipaðri heildarveltu og í fyrra eða tæpum 2 milljörðum króna. Stærstu hluthafar í dag eru Marteinn Haraldsson hf. með 28,5% hlut og Grandi hf. með 22,1% hlut. Tæknival orðið stærsta tölvufyrirtækið Stóraukin velta en minni hagnaður HAGNAÐUR Tæknivals á síðasta ári nam tæpum 37 milljónum króna samanborið við rúmar 40 milljónir árið 1994. Veltafyrirtækisinsjókst hins vegar um 50% á milli ára og nam rúmum 1.500 milljónum í fyrra. Þar með er Tæknival orðið stærsta fyrirtækið á tölvumark- aðnum hér á landi en fyrirtækið rekur verslun með tölvur og ýmsar skrifstofuvörur ásamt verkstæði í Reykjavík. Minnkandi hagnaður Það vekur hins vegar athygli að þrátt fyrir stóraukna veltu dregst hagnaður saman. Aðspurð- ur segir Rúnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Tæknivals, að sjálf- sögðu séu það nokkur vonbrigði að hagnaður fyrirtækisins skuli ekki vera meiri en raun ber vitni. Það sé þó hins vegar hægt að skýra með því að kostnaður hafi hækkað mikið á milli ára. Skyggnir og TölvuMyndir sameinast HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIN Skyggnir hf. og TölvuMyndir hf. hafa verið sameinuð og nefnist hið nýja fyrirtæki Skyggnir-TölvuMynd- ir hf. Ráðgert er að starfsemi þess hefjist 1. apríl nk. Skyggnir hf. er að jöfnu í eigu Burðaráss hf. og Strengs hf. og starfa 14 manns þar. Aðaleigandi og framkvæmdastjóri TölvuMynda hf. er hins vegar Friðrik Sigurðsson og starfa 12 manns hjá fyrirtækinu. Markmiðið með þessari samein- ingu er að byggja upp öflugt hug- búnaðarfyrirtæki, eitt hið stærsta á landinu, sem boðið geti fyrirtækjum og stofnunum alhliða lausnir á sviði hugbúnaðar og upplýsingatækni, jafnt hér á lardi og erlendis, að því er segir í frétt. Skyggnir hefur sérhæft sig í sölu og þjónustu á Fjölni en TölvuMyndir hafa hins vegar fyrst og fremst unnið við sérhönnun upplýsinga- kerfa fyrir fyrirtæki og hefur það m.a. hannað kerfi fyrir ÍSAL. Miklar flár- festingar hjá fyrirtækinu á síðasta ári „Við fjárfestum mikið á síðasta ári og þær fjárfestingar voru allar gjaldfærðar. Með því höfum við búið í haginn fyrir framtíðina. Við tókum í notkun húsnæði á fyrstu hæðinni hjá okkur undir tölvusöl- una. Þá stækkuðum við líka hús- næði þjónustudeildarinnar auk þess sem við réðumst í stofnun BT-tölva. Starfsfólki hjá okkur fjölgaði úr 89 í 130. Þetta hefur í för með sér talsverðan kostnað hjá fyrirtækinu." Engar stórbreytingar í ár Rúnar segist hins vegar vera mjög sáttur við þessa veltuaukn- ingu og þá afkomu sem þó sé á fyrirtækinu. Hann segir að ekki verði miklar stórbreytingar hjá fyrirtækinu í ár og því verði aðal- áherslan lögð á að bæta afkom- una. Tillaga um 10% arðgreiðslu til hluthafa „Hins vegar er eigið fé hjá okk- ur í ársbyijun á síðasta ári um 105 milljónir króna og því skilar þessi hagnaður ágætis ávöxtun á eigið fé, eða um 35%. Við erum jafn- framt að áætla að ávöxtun á eigin fé verði um 40% á þessu ári.“ Aðalfundur Tæknivals verður haldinn næstkomandi þriðjudag og liggur fyrir honum tillaga stjórnar um 10% arðgreiðslu til hluthafa. Stærstu hluthafar í Tæknivali um síðustu áramót voru Opin kerfi hf. með 18%, Eignarhaldsfélagið Al- þýðubankinn hf. með 17,95% og Rúnar Sigurðsson 14,87%. Tæknival hf, Úr reikningum ársins 1995 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1995 1994 Breyt. Rekstrartekjur Rekstrargjöld 1.531.7 1.469.7 1.010,1 953,0 +51,6% +54.2% Rekstrarhagnaður Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) Hagnaður fyrir skatta 62,0 (9,6) 52.4 57,1 (10,0) 47,0 +8,8% -4,0% +11.5% Hlutdeild í hagnaði hlutdeildarfélaga 0,3 0 - Hagnaður ársins 36.8 40,5 -9.1% Efnahagsreikningur 31. des.: I Eignir: \ Veltuf jármunir 465,0 299,2 +55,4% Fastafjármunir 107,0 68,5 +56,2% Eignir samtals 572,0 367,7 +55,6% l Skuldir op eiQÍO té: 377,5 430,9 141,0 100,0 224,0 261,7 106,0 100,0 +68,5% +64,6% +33,2% Skammtímaskuldir Langtímaskuldir Eigiö fé Þaraf hlutafé Skuldir og eigiö fé samtals 572,0 367,7 +55,6% Sióðstrevmi Handbært fé frá rekstri 58,1 (12,4) Sæplast hf. á Dalvík stækkar húsnæði og stefnir á framleiðslu erlendis 30-50% frandeiðsluaukning SÆPLAST hf. á Dalvík hyggst reisa 1.200 fermetra framleiðsluhúsnæði og 400 fermetra húsnæði fyrir skrifstofur og starfsmannaað- stöðu í sumar. Áformað er að taka framleiðslu- húsnæðið í notkun í haust og verður fram- leiðsla fyrirtækisins aukin um 30-50% á sama tíma. Byggingin verður hreiiT viðbót við núver- andi framleiðsluhúsnæði, sem er um 1.600 fer- metrar. Þá stefnir Sæplast á að hefja fram- leiðslu á vörum sínum erlendis, eitt sér eða í samstarfi við erlenda aðila. Hagnaður Sæplasts nam 36 milljónum króna á síðasta ári og þrefaldaðist hagnaðurinn á milli ára eins og þegar hefur verið greint frá hér í blaðinu. Á aðalfundi félagsins, sem hald- inn var síðastliðinn laugardag, var samþykkt að greiða hluthöfum 10% arð og þar var stjórn félagsins einnig endurkjörin. Kristján Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, seg- ir að gert sé ráð fyrir að velta fyrirtækisins muni aukast á þessu ári og að rekstrartekjur aukist um 10%. „Mikil vinna hefur verið lögð í vöruþróun hjá fyrirtækinu, vörutegundum hefur fjölgað og því er möguleiki til vaxtar betri nú en áður. Eiginfjárstaða Sæplasts er góð og gerir það að verkum að félagið er vel í stakk búið til að takast á við ýmis aðkallandi verkefni." Kristján segir að þegar hafi verið ákveðið að byggja tæplega 1.200 fermetra framleiðslu- húsnæði ásamt 400 fermetra húsnæði fyrir skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu norðan við núverandi byggingu við Gunnarsbraut. Áform- að sé að hverfisteypudeild fyrirtækisins verði flutt í nýja húsið en hún sé nú í 700 fermetra húsnæði. „Nú er unnið að frumhönnun verksins og stefnt er að því að bjóða fyrsta áfanga þess út í aprílmánuði en taka nýtt verksmiðjuhús- næði í notkun í haust. Heildarkostnaður liggur ekki fyrir en ekki er ólíklegt að hann verði um 100 milljónir króna,“ segir Kristján. Jafnhliða stækkun húsnæðisins verður af- kastageta hverfisteypuverksmiðjunnar aukin. Kristján segir að sú aukning sé orðin tímabær og vei það enda hafist' ekki undan við að fram- leiða upp í pantanir. „Við stefnum á að auka afköst verksmiðjunnar um 30-50% og gerum ráð fyrir að því marki verði náð um svipað leyti og við tökum nýja húsnæðið í notkun.“ Framleiðsla erlendis Á síðasta ári nam hlutfall útflutnings af heildarsölu Sæplasts um 52% og hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Kristján segir að fyrirtækið stefni á enn frekari landvinn- inga enda sé staða þess á erlendum mörkuðum mjög sterk í þeim vöruflokkum, sem það fram- leiðir í. „Að undanförnu höfum við fylgst náið með þróuninni í okkar grein á erlendum mörk- uðum og komist að þeirri niðurstöðu að mark- aðsmöguleikar séu góðir. Við stefnum því á að hefja framleiðslu á vörum okkar erlendis, annað hvort sjálfir eða í samstarfi við erlenda aðila. Viðræður eru þegar hafnar og má reikna með niðurstöðum úr þeim eftir tvo til þijá mánuði," segir Kristján. Landsbréf Stóraukin umsvif eh lakari afkoma LANDSBRÉF hf. skiluðu alls um 10 milljóna króna hagnaði á sl. ári samanborið við 30 milljóna hagnað árið 1994 og 25 milljóna hagnað árið 1993. í ársskýrslu Landsbank- ans fyrir sl. ár kemur fram að mik- ill vöxtur hafi orðið í starfsemi Landsbréfa á árinu 1995 þrátt fyrir að rekstrarumhverfi hafi verið erf- itt, einkum á fyrri hluta ársins, þeg- ar óvissa vegna kjarasamninga og kosninga og vaxtahækkanir drógu úr almennum viðskiptum og þóknun- um fyrirtækisins. Þá segir ennfremur að Landsbréf gegni hlutverki viðskiptavaka með húsbréf og fleiri verðbréf og haldi því að jafnaði nokkrar birgðir auð- seljanlegra verðbréfa sem dregið geta úr afkomu fyrirtækisins á tím- um vaxtahækkana. Eintalin velta Landsbréfa á síð- asta ári nam alls um 57 milljörðum króna sem er um þriðjungs aukning frá árinu á undan. Fyrirtækið nýtur nú um eða yfir 30% markaðshlut- deildar á meginsviðum verðbréfavið- skipta. Heildareignir í umsýslu og sjóðsstjórnun námu samtals um 26 milljörðum og jukust um 18% á milli ára. Heildareignir verðbréfasjóða Landssjóðs, hfv sem er dótturfélag Landsbréfa, Islenska hlutabréfa- sjóðsins, íslenska hlutabréfasjóðsins hf., íslenska ljársjóðsins hf. og ís- lenska lífeyrissjóðsins, lækkuðu hins vegar í um 5,2 milljarða úr tæpum 5,8 milljörðum eða um 11% milli ára. í árslok voru starfsmenn Lands- bréfa 35 talsins. Eigið fé var sam- tals 145 milljónir og heildareignir 1.312 milljónir. Arðsemi^ eigin fjár eftir skatta reyndist 8%. Á aðalfundi Landsbréfa var samþykkt að greiða 10% arð. -----» » »--- Nýheiji opnar nýja tölvuverslun Sett til höfuðs BT-tölvum NÝHERJI hf. opnar í dag nýja tölvu- verslun, Tölvukjör, í Faxafeni og er henni ætlað að keppa við BT-tölvur, sem eru í eigu Tæknivals. Verslunin verður þó rekin sem sjálfstæð eining og verða engin formleg tengsl á milli fyrirtækjanna tveggja. Til dæmis mun hún sinna viðgerðar- þjónustu við viðskiptavini sína. Sigurður Aðils, verslunarstjóri Tölvukjara, segir að þema verslun- arinnar verði nokkuð annað en hjá BT-tölvum. Áherslan verði þannig fyrst og fremst lögð á að bjóða vél- búnað á góðum kjörum en engin sérstök áhersla verði lögð á tölvu- leiki umfram aðrar vörur í verslun- inni. Allur lager verslunarinnar verður frammi við og verður opnunartími hennar frá 12-18:30. Sigurður segir að þetta sé gert til þess að hægt sé að nýta morgnana í lagerhald og þannig halda starfsmannafjölda í lágmarki. Þá verður verslunarrýmið miðað við talsverða sjálfsafgreiðslu. Tölvukjör munu meðal annars hafa á boðstólum Trust-tölvur, sem Nýherji fékk umboð fyrir á síðast- Iiðnu ári. Tölvuverslun Nýheija í Skaftahlíð mun í framhaldinu hætta að selja þær tölvur með Límanum. Hins vegar verður tölvuframboðið ekki einskorðað við Trust, að sögn Sigurðar, heldur verða aðrar tölvu- tegundir boðnar þar á góðum kjörum þegar tækifæri gefst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.