Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUISBMÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 B 3 Ný stefnu- mótun hjá Olís STJÓRN Olís hefur samþykkt nýja stefnumótun fyrir félagið sem ætl- að er að vera leiðarljós fyrir stjórn- endur og aðra starfsmenn til næstu ára. Hlutverk félagsins er þar skil- greint og nrótuð framtíðarsýn, þar sem megináhersla er lögð á mark- aðsstarf og arðbæran rekstur. Stefnumótunin tekur mið af núverandi starfsumhverfi félags- ins, hlutverki og framtíðarsýn þess og sett eru fram markmið, sem varða leiðina inn í framtíðina. Tek- ið er fram að markmiðasetningin skuli reglulega endurmetin með tilliti til síbreytilegs umhverfis, að því er segir í frétt frá Olís. Yinna við stefnumótunina hófst á fyrri hluta síðasta árs. Á fimmta tug starfsmanna unnu í átta hóp- um undirbúningsvinnu sem m.a. fól í sér greiningu á styrkleikum, veikleikum, ógnunum og tækifær- um félagsins. Frá miðju sumri voru niðurstöður þeirra vinnu í umfjöll- un hjá framkvæmdastjórn fyrir- tækisins. Á grundvelli gagna starfsmanna gerði framkvæmda- stjórnin síðan tillögu að stefnumót- uninni undir leiðsögn ráðgjafa frá Hagvangi hf. og verður hún endan- lega kynnt innan fyrirtækisins á næstunni. Jafnframt var samþykkt nýtt skipurit fyrir félagið, sem tekur mið af þeim breytingum, sem eru að verða I starfsumhverfi þess og markaðssetningu. Markmið nýs skipulags er að auka sveigjanleika, einfalda vinnuferli og boðleiðir og gera ákvarðanatöku fljótvirkari. Helstu breytingar frá fyrra skipu- riti eru þær, að starfssvið félagsins eru nú íjögur; markaðssvið fjár- málasvið, upplýsingasvið og starfs- mannasvið. Einnig hefur deildum markaðssviðs og verkaskiptingu milli þeirra verið breytt, sem m.a. felur í sér að starfsemi þjónustu- stöðva fellur nú undir söludeild og stofnaðar hafa verið tvær nýjar deildir, iðnaðarvörudeild og kynn- ingadeild. Þá hefur tölvudeild verið færð undir upplýsingasvið, segir ennfremur í fréttinni. 4-.»..■» Handbók um öryggi íinn- flutningi ZIMSEN flutningsmiðlun hefur gefið út handbók um hagkvæmni og öryggi í innflutningi. 1 bókinni er fjallað um hina ýmsu flutnings- máta sem standa innflytjendum til boða, kosti þeirra og galla. Auk þess sem fjallað er um flutninga- tengd atriði eins og tollafgreiðslu, bankaþjónustu, flutningstrygging- ar o.fl., segir í frétt. Handbókinni er ætlað að vera innflytjendum til almenns fróðleiks auk þess sem hún nýtist sem upp- flettirit. Bókinni er skipt upp í átta kafla sem eru: 1. Flutningsmiðlun. 2. Flugflutningar. 3. Hraðflutning- ar. 4. Sjóflutningar. 5. Tollaf- greiðslur. 6. Tollvörugeymsla og frísvæði. 7. Flutningar innanlands. 8. Flutningar innanlands. Leitað var til leiðandi aðila í hverri grein til að íjalla um starf- semi sinnar greinar. T.d. skrifar Landsbanki íslands um bankaþjón- ustu fyrir innflytjendur og Sjóvá- Almennar um flutningstryggingar. VIÐSKIPTI Olíuverslun íslands hf. skipurit - des. 1995 r STJÓRN ~r~ FORSTJÓRI ^Einar Benediktssonj INNRA EFTRILIT Ólafur BjarKi Ragnarsson y forstöðumaður y Upplýsingasvið Samúel Guðmundsson forstöðumaður Fjármálasvið Kristján B. Ólafsson framkvæmdarstjóri Markaðssvið Thomas Möller framkvæmdarstjóri Starfsmannasvið Einar Marinósson forstöðumaður Sááfiind semfinnur —góða oðstöðu! SCANPIC LOFTLEIÐIR Pantaðu sal í tíma og síma 50 50 160 Önnur kynslóð Oracle hönnunar- og þróunarverkfæra Gartner Group, ADM. Research Note C-ORA-1143, 1995: 33 Oracle styrkir forystu sína á sviði þróunar- verkfæra * W 3 ORACLe® Enabling the Information Age™ Ef þú vilt vita meira um Designer/2000, Developer/2000 og Discoverer/2000 eða fá tækifæri til að'prófa hugbúnaðinn án endurgjalds í takmarkaðan tíma, hringdu þá strax í síma 561-8131 og pantaðu ókeypis geisladisk til reynslu. Designer/2000, Developer/2000 og Discoverer/2000 eru að fullu samþætt Oracle7, sem er útbreiddasti gagnagrunnsmiðlari heims með 44% markaðshlutdeild. Nú bjóðum við þessi þrjú verkfæri saman með 40% afslætti. TEYMI I o r g a r t ú n i 2 4, 10 5 R e y k j o v í k Sími 561 8131 B réfsí m i 5 6 2 8 1 3 1 N e t f a n g teymi@oracle.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.