Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Engin lognmolla á lyfjamarkaði Tvö ný apótek munu hefja rekstur fljótlega í kjölfar þess að losað hefar veríð um hömlur á fjölda þeirra. Almennt er talið að þjón- usta apótekanna muni aukast með harðnandi samkeppni. Meiri óvissa ríkir hins vegar um verðþróun enda eru þar enn ýmsir lausir endar. Þessar breytingar voru mjög umdeildar á sínum tíma og því fer fjarri að óánægja apótekara með hið nýja fyrirkomulag hafí hjaðnað eins og Þorsteinn Víglundsson komst að er hann kynnti sér þessi mál. SELTJARNARNES * • •• | nýtt apótek sm • s REYKJAVIK i^j mm BESSASTAÐA- / HREPPUR KÓPAVOGUR 'lChn, GARÐABÆR • // \.yjr HAFNARFJORÐUR • Staðsetning apóteka á höfuðborqarsvæðinu MIKLAR hártoganir urðu á Alþingi í október síð- astliðnum um það ákvæði lyfjalaga frá 1994 sem veita átti frelsi í lyfsölu hér á landi. Við setningu laganna á sínum tíma var gildistöku þess kafla laganna er fjallaði um þessi mál, sem og þeim kafla er fjalíaði um aukið frelsi í ákvörðun lyfja- verðs, frestað fram til 1. nóvember á síðasta ári en svo fór að Alþingi frestaði gildistökunni um nokkra mánuði til viðbótar eða fram til 15. mars. Nú þegar þessir kaflar laganna hafa tekið gildi liggja fyrir í heil- brigðisráðuneytinu a.m.k. 6 um- sóknir um lyfsöluleyfi. Fjórar þess- ara umsókna eru vegna apóteka sem þegar eru starfandi. Þetta eru Iðunnarapótek, Reykjavíkurapó- tek, Selfossapótek og Stjörnuapó- tek. Leyfí Iðunnarapóteks er útr- unnið vegna eigendaskipta en leyfi hinna þriggja útrunnin þar sem nýju lögin kveða á um að leyfið þurfi að gefa út á nafn lyfjafræð- ings. Reykjavíkurapótek er hins vegar rekið af Háskóla íslands en hin tvö af kaupfélögum og því þarf að breyta leyfi þeirra að form- inu til. Þá liggja fyrir a.m.k. tvær um- sóknir vegna nýrra apóteka, ann- ars vegar Lyfju hf. í Reykjavík og hins vegar nýs apóteks í Reykjanesbæ. Umsóknirnar í réttum farvegi Forsvarsmenn Lyfju hf. lýstu því yfir fyrir skömmu að stefnt væri að því að opna hina nýju lyfja- verslun á morgun. Hins vegar var ekki unnt að taka umsókn fyrir- tækisins til umfjöllunar fyrr en að lögin höfðu tekið gildi og nú hefur Borgarráð vísað umsókninni til Borgarlögmanns og því fyrirséð að opnun verslunarinnar dragist eitthvað á langinn. Að sögn Rannveigar Gunnars- dóttur, setts skrifstofustjóra í heil- brigðisráðuneytinu, voru þær um- sóknir sem töldust fullfrágengnar sendar viðkomandi sveitarstjórn- um til umsagnar sl. mánudag. Þar á meðal var umsókn Lyfju hf. Hún segir að þegar umsögn liggi fyrir og ráðuneytið hafi veitt leyfið þurfi Lyfjaeftirlitið að taka út húsnæðið til þess að starfsemi nýja apóteks- ins geti hafist. Segir Rannveig að afgreiðslutíminn sé því að stórum hluta undir þessum aðilum kominn en hún búist ekki við því að ráð- herra verði lengi að svara þegar þessar umsagnir liggi fyrir. Þegar heildsala með áfengi var gefín fijáls þann 1. desember sl. voru leyfísveitingar fjölmargra heildsala afgreiddar fyrir 1. des- ember þannig að viðkomandi aðil- ar höfðu heimild til að flytja inn áfengi frá fyrsta degi. Aðspurð um ástæður þess að ekki hafi ver- ið hægt að beita sömu vinnubrögð- um í þessu tilfelii segir Rannveig að það skýrist fyrst og fremst af því að fjölmörg atriði hafi verið óafgreidd fram á síðustu daga. Hins vegar séu þetta ekki sam- bærileg mál sökum þess hversu fjölþætt skilyrði lyfjaverslanir þurfi að uppfylla. „Þetta var spurning um hvort sett yrði reglugerð eða ekki og einnig hvers konar leiðbeiningar yrðu gefnar til sveitarfélaga. Þetta eru hlutir sem hafa verið að skýr- ast síðustu stigum málsins. Fólk er ekkert sammála því þarna eru gífurlega hagsmunir í húfi og þetta var spurning um hvernig málið yrði meðhöndlað. Þegar að upp var staðið gátum við ekki meðhöndlað þetta mál fyrr en lög- in höfðu tekið gildi.“ Rannveig segir að auk fyrr- greindra umsókna séu nokkrar aðrar formlegar umsóknir til um- fjöllunar hjá ráðuneytinu, þ.á.m. 4 á höfuðborgarsvæðinu, en ekki sé hægt að tjá sig neitt nánar um þær að svo stöddu þar sem ekki sé útséð um hvaða umsóknir upp- fylli þau tæknilegu skilyrði sem séu sett. 5000 íbúar að baki hverri rekstrareiningu Heilbrigðisráðherra hefur sent öllum sveitarfélögum á landinu leiðbeiningar um við hvaða viðmið- anir skuli stuðst þegar að umsögn er veitt um veitingu nýs lyfsölu- leyfis. í bréfínu kemur m.a. fram að samkvæmt túlkun ríkislög- manns beri ráðherra að veita nýtt lyfsöluleyfi, ef sveitarstjórn leggst ekki gegn því og umsækjandi upp- fyllir önnur þau skilyrði sem sett eru. Þessi skilyrði eru að viðkomandi lyfjafræðingur hafi starfað í a.m.k. þijú ár, hafí starfsleyfí sem lyfja- fræðingur hér á landi og hafi versl- unarleyfi eða hafi gert samning við aðila með slíkt leyfi. Þá þarf Lyfjaeftirlitið að hafa tekið út og samþykkt þá aðstöðu sem er til staðar í nýju apóteki. Þau atriði sem ráðherra nefnir í bréfu sínu sveitarstjórnum til viðmiðunar eru einkum tvö. Ann- ars vegar að lyfjabúðir séu stað- settar á sem aðgengilegustum stöðum fyrir sjúklinga og almenn- ing. Þannig sé tekið tillit til stað- setningar heilsugæslustöðva, læknastofa og þjónustu- og at- vinnusvæða sem og skipulags íbúðarhverfa. Þá er einnig gefinn upp fjöldi íbúa að baki hverri rekstrarein- ingu í þéttbýli til viðmiðunar. í bréfinu segir að miða megi við að um 5.000 íbúar séu að baki hverri einingu. Takmarkanir þessa efnis ollu ýmsum þing- mönnum áhyggjum við frestun á gildistöku þessara ákvæða lyfja- laga síðastliðið haust og var m.a. samþykkt í heilbrigðisnefnd Al- þingis að ekki skyldi breyta ákvæðum laganna efnislega á neinn hátt. Hér er þó ekki um kvöð að ræða heldur einungis viðmiðun sem ekki ætti að binda hendur sveitarstjórna á neinn hátt. Áhrifa nýrrar samkeppni þegar farið að gæta Þeir Róbert Melax og Ingi Guð- jónsson eru fyrstu aðilarnir til að nýta sér lagabreytingarnar, en þeir hafa stofnað nýtt apótek, Lyíju hf., sem nú er reiknað með að opni í síðari hluta næstu viku. Róbert segir breytingarnar frá því að ný lög tóku gildi 1994 vera töluverðar, þó svo að enn hafi engin ný apótek verið opnuð á grunavelli þeirra. „Nú eru apótek- in að kappkosta við að bæta um- hverfi sitt og þjónustu þannig að það falli neytendanum betur í geð. Ég veit t.d. að fjöldi apóteka er að setja upp nýjar innréttingar hjá sér, opnunartími hefur í mörgum tilfellum verið lengdur og það er allt á fullu til þess að mæta auk- inni samkeppni.“ Róbert segir að Lyfja muni leggja mikla áherslu á aukna þjón- ustu, t.d. með því að veita við- skiptavinunum meiri og aðgengi- legri upplýsingar en gert hafi ver- ið hingað til. Meðal annars hafi verið tekið upp samstarf við Félag íslenskra heimilislækna um útgáfu tæplega 30 lítilla bæklinga sem fjalli um hina algengustu sjúk- dóma og meðferð á þeim. „I bæklingunum er að finna lýsingu á viðkomandi sjúkdómum, hvenær sjúklingur eigi að leita til læknis og í þeim tilfellum þar sem mögulegt er að ráða bót á málinu með lausasölulyíjum þá bendum við á þau lyf sem til eru við sjúk- dómnum." Umsókn Lyfju þýðingarmikil Á aðalfundi Apótekarafélags íslands þann 9. mars sl. var sam- þykkt að stofna nýtt félag, Félag íslenskra lyfsöluleyfishafa, sem opið yrði öllum sem hefðu lyfsölu- leyfi hér á landi en gamla Apótek- arafélaginu yrði jafnframt lokað fyrir nýjum meðlimum. Róbert segist telja þetta mjög eðlilega ráðstöfun í ljósi þeirra eigna sem Apótekarafélagið eigi og reiknar hann með því að a.m.k. annar þeirra félaga sæki um aðild að nýja félaginu. „Því er hins vegar ekki að leyna að við erum eflaust óvinsælustu menn landsins meðal apótekara. Ef við hefðum ekki fylgt þessu máli eftir sl. haust þá er ég per- sónulega sannfærður um það að búið væri að snúaþessu kerfi aft- ur til einokunar. Eg er því sann- færður um að okkar frumkvæði hafi komið í veg fyrir áframhald- andi einokun." Umsögn Borgarráðs og lyfjaeft- irlitsins ætti vart að vera annað en formsatriði, að sögn Róberts, þar sem haft hafí verið samráð við þessa aðila við uppbyggingu hins nýja apóteks. „Við fengum óform- lega umsögn Borgarráðs fyrir nokkru þess efnis að þeir sam- þykktu þetta leyfi og sú umsögn var einnig send ráðuneytinu. Lyfja- eftirlitið hefur skoðað húsnæðið og samþykkt teikningar okkar og við höfum verið að vinna með þeim allt frá því í haust. Þetta eru því aðeins formsatriði sem verið er að vinna eftir í þessu tilfelli."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.