Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 B 9 VIÐSKIPTI Stefnt að því að fjölga vöruflokkum og koma íslenskum fiskafurðum inn í sænska stórmarkaði ég góð, föst laun og prósentu af sölu. Samstarfið gekk ágætlega um nokkurra mánaða skeið eða þar til í maí í fyrra. Þá var ég staddur í Bandaríkjunum í sum- arfríi en á meðan voru eigandi Starfood og eiginkona hans hand- tekin og ákærð fyrir söluskattsvik, sem námu 28 milljónum sænskra króna. Þetta kom sér auðvitað mjög illa fyrir mig og margir töldu að ég væri viðriðinn málið. Mér tókst þó að leiðrétta þann misskiln- ing og hélt lambakjötssölunni áfram í gegnum mitt gamla fyrir- tæki, Interland. Starfood hvarf hins vegar af markaðnum en mér tókst í flestum tilvikum að ná þeim viðskiptum yfir til mín.“ Hörð samkeppni -Af hverju hefur sala á íslensku lambakjöti í Svíþjóð dregist saman? „Fyrir því eru aðallega tvær ástæður. Innganga Svía í Evrópu- sambandið fyrir rúmu ári og sí- harðnandi samkeppni við nýsjá- lenskt lambakjöt. Áður en Svíar gengu í ESB var í gildi samkomu- lag, sem kvað á um að íslendingar mættu flytja 650 tonn af kjöti toll- frjálst til Svíþjóðar árlega, en það nam þá um 12% af lambakjöts- neyslunni þar. Þessi tollkvóti tryg'g'ði okkur forgang umfram önnur lönd en eftir að Svíar gengu í ESB féll hann niður. Inngangan hafði einnig í för með sér brjálaða verðsamkeppni við Nýsjálendinga, sem hafa nú óheftan aðgang að markaðnum. í fyrravor lækkaði verð á lambakjöti um 30% á nokkr- um mánuðum og síðan hefur út- flutningurinn til Svíþjóðar verið í niðursveiflu.“ Ætlar að herða sóknina Þrátt fyrir þessa niðursveiflu er Interland langstærsti útflytjandinn á íslensku lambakjöti. Einar hyggst bregðast við samdrættinum með því að bæta þjónustu fyrirtæk- isins við viðskiptavini, m.a. með aukinni ijölbreytni og styrkja þannig stöðu þess á sænska kjöt- markaðnum. „Síðastliðið haust hóf Interland innflutning á fersku nautakjöti frá Norður-írlandi, Irska lýðveldinu og Skotlandi. Kjötið er síðan flutt til Svíþjóðar og nemur innflutningurinn um tíu tonnum á viku en stefnt er að því að tvöfalda það magn. Með nauta- kjötsölunni náum við að bjóða við- skiptavinum okkar aukna fjöl- breytni og auk þess næst sparn- aður í flutningum. Hún hefur því styrkt markaðsstöðu fyrirtækisins til muna. Við höfum einnig þreifað fyrir okkur með framleiðslu í Sví- þjóð á reyktu lambakjöti á sænska vísu, pylsum og beinlausum svína- hrygg svo eitthvað sé nefnt. Þann- ig fjölgum við vöruflokkum til þess að styrkja stöðu okkar gagnvart stórmörkuðum.“ -Hvað með ísienskt nautakjöt? „Ég gerði tilraun með það í Svíþjóð en hún fór því miður út um þúfur. Skrokkarnir voru ein- faldlega of litlir og beinahlutfallið of hátt.“ Til þess að auka fjölbreytnina enn frekar flytur Interland inn nýsjálenskt kjöt. Að sögn Einars hefur það náð svo góðri fótfestu á sænska markaðnum að nauðsyn- legt er að geta einnig boðið það til sölu. Vaxandi markaður Sala á lambakjöti hefur aukist í Svíþjóð á undanförnum árum og segir Einar að margt bendi til að sá markaður stækki enn frekar á næstunni. „Markaðurinn mun lík- lega velta um 6.000 tonnum í ár sem er veruleg aukning frá fyrra ári. Interland flutti inn 430 tonn af íslensku lambakjöti 1994 en tæp 400 tonn í fyrra. Þrátt fyrir þenn- an samdrátt í íslensku kjöti jukust umsvif fyrirtækisins þar sem það flutti einnig inn 150 tonn frá Nýja- Sjálandi og heildarinnflutningur þess á lambakjöti nam því 550 tonnum. í ár mun Interland líklega flytja inn alls 750 tonn af lamba- kjöti 500 frá íslandi og 250 frá Nýja-Sjálandi. Ég geri því ráð fyr- ir að vinna upp þann.samdrátt sem varð í innflutningi á íslensku lambakjötinu í fyrra og gott bet- ur.“ Aukin áhersla á markaðsmál Hann segir að auk innflutnings- ins frá Nýja-Sjálandi hafi orðið mikil aukning kindakjötsinnflutn- ings frá írlandi og ísléndingar verði því að taka sig á, ætli þeir að halda hlut sínum á sænska markaðnum eða auka hann. „Int- erland er í góðu samstarfi við Markaðsráð kindakjöts heima og til dæmis styrkti það prentun upp- skriftabæklinga í lit, sem við höf- um dreift í með vörunni í sænskum verslunum. Ef við gefum mark- aðsmálunum meiri gaum hef ég trú'á því að íslenska lambakjötið styrki stöðu sína frekar í Svíþjóð.“ Einar segir að ef slíkt eigi að vera mögulegt verði framleiðendur að vera óhræddir við að taka upp ný vinnubrögð. „Mér líst til dæmis vel á þær hugmyndir að lengja slát- urtíðina á íslandi. Ef slátrað yrði sex mánuði á ári fengi ég tæki- færi til að bjóða ferskt kjöt með flugi yfir lengra tímabil en áður. Þannig fengist hærra verð og það ætti að koma bændum til góða.“ Miðstýrð sölumiðstöð stofnuð? -A nýafstöðnu Búnaðarþingi komu fram hugmyndir um að koma á fót eins konar Sölumiðstöð bænda, fyrirtæki, sem hafi umsjón með og beri ábyrgð á ölium kjötút- flutningi „tii þess að hann fari ekki í bein undirboð og sam- keppni,“ svo notuð séu orð for- manns Bændasamtakanna. Hvern- ig líst þér á þessar hugmyndir? Mér líst satt að segja illa á þær og sé ekki í fljótu bragði hvernig slík sölumiðstöð ætti að koma ís- lenskum bændum til góða. Hingað til hafa Kjötumboðið og Sláturfé- lag Suðurlands verið svo til einráð á útflutningsmarkaðnum og að undanförnu eingöngu Kjötumboðið net fyrirtækja eins vel og kostur er. „Skilrúmsbúnaðurinn er nauð- synlegur fyrir þá sem tengjast internetinu til þess að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar geti brotist inn í tölvukerfi og unnið skemmdai-verk, stolið gögnum, komið fyrir tölvuvírusum eða gert annan óskunda. Með búnaðinum er viðkomandi kerfi lokað gagn- vart internetinu. Þó er gengið þannig frá búnaðinum að upplýs- ingar sem eiga að vera sýnilegar, eru það og starfsmenn fyrirtækis- ins geta eftir sem áður óhindrað notast við internetið, stundað gagnaflutning eða nýtt sér tölvu- póstinn." Öryggisvöktun Fyrirtækjum stendur til boða að gera þjónustusamning við Tákn hf. og er þá fylgst reglulega með skilrúmsbúnaðinum og hann end- urnýjaður eftirþörfum. Bjarni seg- ir að fyrirtækjum í viðkvæmri Starfsemi standi einnig til boða sérstök öryggisvöktun með tölvu- búnaði. „Sá búnaður fylgist með ástandi tölvukerfisins allan sólar- hringinn og ef eitthvað kemur fyr- ir sendir hann boð til stjórnstöðvar Securitas. Búnaðurinn lætur þann- ig vita ef reynt er að bijótast inn í tölvukerfið, ef diskar eru að fyll- ast, ef ákveðinn hugbúnaður er tekinn í notkun eða vélbúnaður ræstur svo eitthvað sé nefnt.“ Nýtt bók- haldsfyr- ir tæki í Síðumúla NÝTT fyrirtæki, BókNet, hefur opnað skrifstofu að Síðumúla 2. BókNet mun sérhæfa sig í bókhaldsþjónustu fyrir fýrir- tæki, húsfélög, einstaklinga og félagastarfsemi. Þjónustan verður byggð upp með þeim hætti að fagmenn og fyrirtæki í viðskiptum hjá BókNeti geti einbeitt sér að sinni starfsemi en BókNet annist vinnu vegna bókhalds, VSK-skýrslna, launa- seðla, skilagreina, skattfram- tala o.fl. BókNet mun einnig sinna rekstrarráðgjöf fyrir viðskipta- menn sína en hún getur falist í aðstoð við stefnumótun, stjórn- un starfsmannamála, rekstrar- lega og fjárhagslega endur- skipulagningu, hagræðingu, verkefnastjórnun, skipulagn- ingu og útfærslu tölvuvæðing- ar. Þá verður í boði aðstoð við SVERRIR Arngrímsson og Bára Ágústdóttir, aðaleigendur BókNets í Síðunuila. kvæmdastjóri Meistara- og verktakasambands byggingar- manna um fjögurra ára skeið og aðstoðarforstjóri Strætis- vagna Reykjavíkur 1993-95. •Bára starfaði við bókhald hjá Sparisjóði Kópavogs frá 1983-88 en gegndi stöðu aðal- bókara þjá SH-verktökum 1988-93. Haustið 1993 varð hún aðalbókari hjá SVR og því starfi sinnti húntil 1995. erlend samskipti og bréfaskrift- ir. Stofnendur og aðaleigendur BókNets eru þau Bára Agúst- dóttir og Sverrir Arngrímsson en þau hafa samanlagt um 30 ára reynslu af ýmsum störfum í viðskiptalífinu. •Sverrir er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands og var fjár- málastjóri hjá Hörpu frá 1981-89. Hann var fram- eftir að SS missti útflutningsleyfi til ESB. Aðrir aðilar hafa verið með hverfandi hluta útflutningsins þannig að þótt samkeppni hafi í raun ekki verið fyrir hendi hefur hún þó ekki verið útilokuð. í stað þess að staðfesta það fyrirkomulag að einn aðili gíni yfir öllum útflutn- ingi væri nær að örva fijálsa sam- keppni enda skilar hún flestum betri árangri en miðstýrð sölumið- stöð þegar upp er staðið. Fram- leiðsluráð landbúnaðarins hefur að mörgu leyti staðið sig vel og sölum- iðstöð sem tæki við af því gæti eflaust gert góða hluti en það er nú einu sinni þannig að margir seljendur eru fundvísari á tækifæri en einn. Þegar talað er um hætt- una á auknum undirboðum má ekki gleyma því að seljendur lambakjöts erlendis glíma við und- irboð frá Nýja Sjálandi og fleiri svæðum á hveijum degi. Þrátt fyr- ir að íslenska lambakjötið sé gott er það því miður hvergi ómissandi og því verður það að taka mið af almennum verðsveiflum. Bænda- forystan ætti að hvetja til þess að sem flest sláturhús fengju leyfi til útflutnings. Einhver þeirra kysu eflaust aðild að stórum sölusam- tökum á meðan önnur færu ótroðn- ar slóðir. Með því móti næðist sveigjanleiki og fjölbreytni í verði og vinnsluaðferðum. Eflaust yrði eitthvað um undirboð en ekki má gleyma því að þau styrkja stöðu seljandans og kjötsins i heild á erlendum mörkuðum og slíkt myndi fljótlega skila sér í meiri sölu. Til lengri tíma litið tel ég því að ein sölusamtök myndu ekki styrkja stöðu íslenska kindakjöts- ins á erlendri grund.“ Vill einnig selja Svíum fisk Einar segir að árið 1995 hafi verið mjög gott fyrir Interland og það hafi skilað töluverðum hagn- aði. „Það er því freistandi að halda áfram á sömu braut og reyna að styrkja stöðu lambakjötsins á sænska markaðnum. Ég stefni þó að því að fjölga vöruflokkum og koma íslenskum fiskafurðum inn í sænska stórmarkaði en á því sviði hafa Norðmenn verið ráðandi fram að þessu. íslenski fiskurinn er þó ekkert síðri og ég hef fullan hug á því að nýta þá reynslu og þau sambönd sem ég hef til að koma íslenskum fiskafurðum á framfæri í Svíþjóð, segir Einar.“ Með þessu stórkostlega fyrir- komulagi næst hámarksnýting á lagersvæði. Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt við mis- munandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftara og vöru- vagna. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. SMIÐJUVEGI 70. KÓP. » SlMI 564 4711 • FAX 564 4725

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.