Morgunblaðið - 22.03.1996, Page 1

Morgunblaðið - 22.03.1996, Page 1
með gróft tölvuúr á hendi Morgunblaðið/Júlíus ÍSLENDINGAR taka gjarnan nýjungum með trompi og svo er einmitt nú þegar þykkbotna „íþróttaskór" eru orðnir hátískuvara ásamt stórum og grófum tölvuúrum. „Þessir skór seljast hratt þessa dagana. Þeir eru mjög vinsælir á meginlandi Evróþu ekki síður en hér þó vinsældirnar séu meira áberandi hérna,“ segir Ragnheiður Hrafnkelsdóttir,einn af eigendum Bossanova í Kringlunni. Svartir skór með sex sentimetra þykkum botni eru vinsælastir en Ragn heiður segir þó eina og eina stúlku kaupa skó með ellefu sentimetra botni. Hún segir að skórnir séu þægilegir og til dæmis fallegir við stutt pils. „Skórnir eru líka þægilegir, en þeir eru dýrir, kosta frá tæp- um níu þúsund krónum upp í tæpar ellefu þúsundir." Gróf og mikil armbandsúr njóta mikilla vin sælda meðal unglinga af báðum kynjum - í raun meðal „unglinga" á öllum aldri. Úrin eru með alls kyns aukabúnaði svo sem flúorljósi, skeiðklukku, og jafnvel áttavita, hæðarmæli, loftvog og hita- mæli. Að sögn Björns Agústssonar, eiganda Mebu í Kringlunni, eru það helst svokölluð G-Shock úr sem eru vinsæl. Það megi líklegast tengja grípandi auglýsingu í sjónvarpi þar sem slíku úri er kastað út um glugga á stórum trukki. Úrin kosta frá átta til 22 þúsunda króna. Þessi úr eru kannski ekki hönnuð til að fara með á ball en þau henta úti- vistarfólki vel. Krakkarnir eru hins vegar alltaf með þau,“ segir Björn. - En fá unglingar ennþá úr í fermingargjöf? „Já, það er töluvert um að afi og amma gefi úr í fermingargjöf en þau vilja þá heldur hafa kaupa sígild úr,“ segir Björn og undir það tekur einn viðskiptavinur verslunarinnar sem einmitt er amma. ■ ■ISLAND ARIÐ 2018/2 BVEGGSPJÖLD/3 BSAMSKIPTATÆKNITIL STUÐN- INGS NÝJUM ÍSLENDINGUM/4 ■ BLINDIR EIGA FÁ EINKAMÁL/5 BSÍMA- LÍNA FORELDRA/6 BLYF EFTIR SÓLARGANGI/6 BGLEÐI GESTGJAFANS/8 Frábær opnimartilbod eftir gagngerar brevtingar Full búð af nýjum vörum frá París og Peysur frá l .990,- Þröngir bolir Svartar mittisúlpur kr. 990,- kr. 1.990,- Gallaskyrtur kr. I .990,- Langerma bolir kr. 990,- og fleiri góö tilboð Laugavegi 54 - Sími 552 5201

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.