Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 22. MARZ 19% MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF á heimasíðu ÞEIM hafði aldrei orðið kalt fyrr en á flugvellinum í Keflavík fyr- ir sex árum. I stuttbuxum og ermalausum bolum komu bræð- urnir Jens Hung og Einar Dung ásamt móður sinni, stjúpa og tveimur systkinum til Islands eft- ir dvöl í flóttamannabúðum í Hong Kong. „Okkur var bara sagt að hér væru tré og grænt gras, annað vissum við ekki,“ segja bræðurnir, sem innan skamms halda í sumarfrí með fjölskyldu sinni til N-Víetnams, gamla heimalandsins. Þeir erum orðnir stórum fróð- ari um ættlandið, enda hafa kennarar þeirra hjálpað þeim að finna upplýsingar um land og þjóð á heimasíðunni. Þar eru upplýsingarnar orðnar tveggja ára og því ætla Jens og Einar að halda dagbók í fríinu sinu og lýsa hvernig landið kemur þeim fyrir sjónir, enda margt breyst frá því landið fékk sjálfstæði. Síðan ætla kennararnir að vinna úr upplýsingum þeirra bræðra og skrá á heimasíðuna „Nýbú- inn“. Jens og Einar telja sig Islend- inga. Þeim finnst gott að búa hér, en segja að hér vanti tilfinn- anlega fleiri körfuboltavelli. Báðir tala íslensku með hreim og skortir endrum og sinnum orð. Sín á milli tala þeir til skipt- is íslensku og víetnömsku, en hugsa á íslensku í skólanum og víetnömsku heima. Mamma þeirra og stjúpi tala smávegis íslensku en þeir þurfa oft að túlka fyrir þau. Jens Hung segist túlka miklu meira en Einar Dung, því Einar nenni því ekki og hlaupi alltaf út. Jens Hung er í tölvusambandi við víetnamska stúlku í Austur- bæjarskóla og finnst mjög gaman að læra íslenskuna með þeim hætti. „Við skrifumst á um nám- ið, vini okkar og bara hitt og þetta sem okkur dettur í hug,“ segir Jens Hung. Bróðir hans Einar Dung segist hins vegar ekki hafa sérstakan áhuga á að eignast pennavini. Þeir bræður segja íslenskuna afar erfiða og í skólanum þar sem þeir voru áður hafi þeim oft verið strítt. „Krakkarnir voru alltaf að segja að við værum Kín- verjar og eitthvað svoleiðis." ■ Heimasíðan „Nýbúinn" er upp- lýsingalind kenn- ara barna af er- lendum uppruna. ■ Tölvusamskipti við nemendur í öðrum skólum lið- ur í íslenskunámi. BRÆÐURNIR Jens Hung og Einar Dung. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samskiptatækni til stuðnings nýjum íslendingum £| „ÍSLENDINGAR búa í eigin ■ landi og deila því ekki með öðr- J um þjóðum. Allir ísiendingar tala sama tungumálið," segir í S kaflanum Eitt land, ein þjóð, ein f tunga í íslenskukennslubókinni Máiyrkju I, sem kennd er í 8., 9. og 10. bekkjum grunnskóla. Samt eiga rúmlega þijú hundruð grunn- skólanemendur annað móðurmál en íslenskuna, alls 52. Sumum er móður- málið tamara en íslenskan, aðrir eru jafnvígir á bæði og enn aðrir eiga í mesta basli með hvort tveggja. „Aðfluttum börnum, frá ólíkum menningarheimum með ólíkan bak- grunn og annað tungumál sem móð- urmál, var raðað í bekkjardeildir og ætlast til að þar stæðu þau sig eins og innfæddir; ánægð og þakklát fyr- ir að fá að vera meðal vor,“ segir Ingibjörg Hafstað, kennari og starfs- maður menntamálaráðuneytisins. Hún er verkefnisstjóri nýbúafræðsl- unnar, sem er þróunarverkefni á veg- um ráðuneytisins og unnið hefur ver- ið að síðastliðin þijú ár. Heimasíðan „Nýbúinn" á alnetinu Undanfarin misseri hafa verið ræddar ýmsar leiðir til að bæta náms- legan og félagslegan hag þeirra nem- enda, sem ekki hafa náð tökum á íslensku. Ingibjörg segir að fljótlega hafi komið í ljós að erfitt var að skipuleggja og samhæfa kennslu í Reykjanesumdæmi þar sem þessir nemendur voru mjög dreifðir. „Þar sem skólarnir eru vel tölvuvæddir og flestir tengdir alnetinu datt okkur í hug að sækja um styrk til að nýta margmiðlun í þágu nemenda og kennara í umdæminu. Styrkurinn var veittur og þá var næsta skrefið að fá nokkra kennara til samstarfs." Skólastjórnendur Hjallaskóla í Kópavogi tóku vel í málaleitan Ingi- bjargar um að skólinn yrði miðstöð tölvusamskipta aðfluttra nemenda og kennara þeirra í umdæminu. Tveir kennarar skólans, Sigurður Davíðs- son og Guðlaug Snorradóttir, sér- kennari, ásamt Olöfu Guðmundsdótt- ur, sérkennara í Kárssnesskóla í Kópavogi, tóku að sér umsjón með verkefninu og hófu undirbúnings- ’Vinnu síðastliðið haust. Sigurður, sem Ihgibjörg segir tölvusnilling hópsins, tók að sér að skipuleggja heimasíð- una „Nýbúann", sem nú má finna á Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ vinstri: Guðlaug Snorradóttir, Ingibjörg Hafstað og Sigurður Davíðsson. íslenska menntanetinu „ísmennt“ og póstlista, en að öðru leyti sjá umsjón- armenn verkefnisins í sameiningu um efni sem fer inn á heimasíður. Slóð heimasíðunnar er http://rvik.ismennt.is/ * sigda. Megintilgangur verkefnisins er að auka upplýsingastreymi og efla tengsl kennara, auðvelda dreifingu á ýmsu fræðslu- og kennsluefni, koma á sambandi milli aðfluttra nemenda og auðvelda þeim og kennurum þeirra að nálgast upplýsingar um ættlandið. Allt þetta beinist mark- visst að því að efla íslenskukunnátt- una, en aðstandendur verkefnisins telja að takist að ráða bug á tungu- málaörðugleikum nemenda eigi þeir auðveldara með að samlagast land- anum og öfugt. Upplýsingalind kennara Undirbúningsvinna hófst með því að kynna kennurum í umdæminu markmið verkefnisins á námskeiði þar sem þeim var jafnframt kennt að nýta sér möguleika alnetsins til að bera saman bækur sínar og sem kennslumiðils. Sigurður ___________ segir heimasíðuna „Nýbú- ann“, sem opnuð var í janúar, fyrst og fremst vera upplýsingalind fyrir kennara nemenda af er- lendum uppruna, en þeir hafi ekki áður átt kost á að afla sér sambærilegra upplýsinga á einum stað á einfaldan máta. „Kennarar gátu lent í þeirri aðstöðu að vera með nokkra slíka nemendur í bekk og vera í senn einu tengiliðir þeirra við umhverfið og ráðgjafar þeirra í einu og öllu án þess að hafa nokkra sérþekkingu að þessu leyti eða neinn til að ráðfæra sig við. Á heimasíðum er leitast við að veita svör við helstu spurningum sem kunna að vakna hjá kennurum, sem sinna þessum börn- um. Fjallað er um hvernig æskilegt er að skólarnir taki á móti þeim, um samstarf við foreldra þeirra, hvaða aðferðir hafi nýst vel til að kenna þeim íslensku og hvernig málnotkun og .málskilningur þeirra getur verið frábrugðin málþroska barna sem al- ast upp við eitt mál.“ Sigurður segir að síðar sé í ráði að gefa nemendum tækifæri til að taka þátt í gerð heimasíðna. Fyrsta hugmyndin sé að þeir skrái hátíðis- Eykur upplýs- ingastreymi og eflir tengsl kennara daga ættlands síns á sérstaka heima- síðu, útlisti hvað gert sé til hátíða- brigða og ýmislegt fleira. Möguleik- ana segir Sigurður óþrjótandi því smám saman verði hægt að safna saman alls konar fróðleik um lönd og þjóðir, sem komi jafnt nemendum sem kennurum til góða og auki víð- sýni allra þeirra sem aðgang hafi að síðunum." I Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna segir að menntun allra barna skuli miða að því að móta virðingu fyrir foreldrum barnsins, menningar- arfleið þess, tungu og gildismati, þjóðernislegum gildum þess lands sem það býr í og þess er það kann að vera upprunnið frá og fyrir öðrum menningarþáttum sem eru frá- brugðnir menningu barnsins sjálfs. Tungumálið er mesta vandamálið Aðspurð hvernig til hafi tekist að framfylgja sáttmálanum með tilliti til aðfluttra barna á íslandi segir Ingibjörg, að þrátt fyrir góðan vilja hafi íslendingar ekki verið að öllu _________ leyti í stakk búnir til að taka við hópum flóttafólks frá ijarlægum löndum og öðrum, sem hingað hafa komið frá árinu 1979. „Við gerðum okkur ekki nægilega grein fyrir erfið- leikum aðfluttra til að aðlagast okkur og sú hugmynd að nauðsynlegt væri að við aðlöguðumst þeim var okkui' víðs fjarri. Við tókum einkennilega lítið mið af reynslu annarra þjóða. Tungumálaerfiðleikar eru mesta vandamálið og verður æ erfiðara við- fangs ef skólayfirvöld bregðast ekki rétt við. Borið hefur við að nemendur með annað móðurmál útskrifist ólæs- ir á íslensku úr grunnskóla. Slíkt er ekki góður vitnisburður um skóla- kerfið og eykur enn frekar á einangr- un þessa fólks til frambúðar." Ingibjörg nefnir dæmi um asíska stúlku, sem fluttist hingað tíu ára með foreldrum sínum. Sú fékk ekki nægilega aðstoð við námið í skólan- um, heima við var móðurmálið alls ráðandi og uppeldið eins og tíðkaðist í heimalandinu. Stúlkan gerði upp- reisn gegn foreldrum sínum, hætti í skóla, hóf sambúð með íslendingi og eignaðist barn. Núna, þrettán árum síðar, er hún einstæð móðir, ólæs á JENS HUNG, 15 ÁRA, OG EINAR DUNG, 13 ÁRA, ÍNUSYNIR FRÁ N-VÍETNAM Fengu ýmsar upplýsingar um ættlandið ■ Rúmlega þrjú- hundruð grunn- skólanemendur eiga annað móð- urmál en íslensk- una, alls fimmtíu og tvö. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 B TÓMAS Lupinski TÓMAS LUPINSKI, 12 ÁRA, FRÁ PÓLLANDI Morgunblaðið/Árni Sæberg Búinn að senda mörg bréf TÓMAS Lupinski var átta ára þegar hann fluttist til Islands frá Bialystok í Póllandi. Þar til fyrir rúmlega ári bjó hann með móður sinni í Súðavík, en eftir hörm- ungar snjóflóðanna, sem Tómas fór ekki varhluta af, fluttust mæðginin í Kópavog og Tómas hóf nám í Hjallaskóla. Hann talar ágæta íslensku, en þarf á auka- timum að halda til að þjálfa rit- málið og auka orðaforðann. Pólska og íslenska er töluð til jafns á heimili hans, en hann segir að mamma sín kunni svolít- ið í íslensku og læri áreiðanlega heilmikið af honum. „Þótt krakkarnir væru góðir og reyndu að hjálpa var ég ein- mana fyrst eftir að ég kom til íslands. Eftir að ég fór að tala og skilja meira leið mér betur og núna hugsa ég á íslensku. Mér finnst bara gott að búa hér. Is- lendingar eru svo sem ekkert öðru vísi en Pólveijar," segir Tómas. Tómas er áhugasamur um tölvur og á sjálfur eina slíka, sem hann fékk í afmælisgjöf í fyrra. Hann og kennarar hans eru búnir að senda mörg bréf í tölvupósti, en hafa enn ekki fengið svör. Tómas vonast til að úr þvi rætist fljótlega, því hann langar til að komast í tölvusam- band við jafnaldra sína í öðrum skólum. íslensku, sem hún talar rangt og bjag- að, og jafn ófær og foreldrar hennar voru til að bijóta barni sínu leið út úr félagslegri einangrun. Ingibjörg segir að sagan sé ekki einsdæmi og sé ekkert að gert geti þróunin orðið með þessum hætti kynslóð eftir kyn- slóð. Tímabil erfiðleika og ósigra Ingibjörg og umsjónarmenn tölvu- verkefnisins í grunnskólum á Reykja- nesi eru þó bjartsýn á að þær leiðir sem nú eru reyndar í skólakerfinu stemmi senn stigu við slíkri þróun. Þau vonast til að fólk af erlendum uppruna fái tækifæri til að aðlagast íslensku þjóðfélagi í stað þess að mynda lítil, einangruð samfélög. „Hér eru margir nemendur af er- lendum uppruna félagslega einangr- aðir og utangátta í verkefnum, sem bekkjarfélagar þeirra fást við. Fyrstu skólaárin eru oft tímabil erfiðleika og ósigra og fátt virðist til þess fall- ið að bæta sjálfsímyndina. Undanfar- in ár hafa skólayfirvöld í auknum mæli reynt að koma til móts við þessa nemendur. Til dæmis gæti nemanda frá Póllandi verið falið að skrifa um pólskt ljóðskáld þegar hinir í bekknum eiga að skrifa um Jónas Hallgrímsson. Heimasíðan „Nýbú- inn“ er einnig dæmi um viðleitni skól- anna til að glæða áhuga nemenda á ættlandi þeirra og gera þá stolta af uppruna sínum. Þeim finnst foi-vitni- legt að geta nálgast upplýsingar um gamla heimaþorpið og ýmsan fróðleik um þjóðhætti og siði sem foreldrar þeirra eða forfeður ólust upp við.“ Ingibjörg segist oft hafa komið að tómum kofunum þegar hún leitaði gagna um lönd og þjóðir á skólabóka- söfnum. „Eftir mikla leit fann ég bók þar sem getið var um Filipseyjar. í henni var hins vegar eingöngu fjallað um afar frumstæðan þjóðflokk á af- mörkuðu svæði á eyjunum og ekkert annað. I huga barns, sem les bókina, situr vitaskuld eftir að á Filipseyjum búi bara frumstætt fólk, sem leggi sér lirfur og þess háttar til munns,“ segir Ingibjörg og bætir við að ekki sé örgrannt um að fáfræði af þessu tagi verði tilefni stríðni og áreitis. Með heimasíðunni á alnetinu segir Ingibjörg að skapist kærkomið tæki- færi til að miðla réttum, nýjum og hagnýtum upplýsingum um flest lönd í heiminum í stað þess að þurfa að styðjast við gamlar og oft úreltar kennslubækur. Einkabréf nemenda á póstlista Þeir sem hafa sameiginlegt áhugamál eða vinna að svipuðum verkefnum stofna oft póstlista. Áskrifendur listans skiptast þá á skoðunum um hugðarefni sín og fá allir sama póstinn. Auk heimasíð- unnar „Nýbúans“ hafa umsjónar- menn tölvuverkefnisins sett á lag- girnar póstlistann „Nýbúar“ sem ætlaður er kennurum nemenda af erlendum uppruna á Reykjanesi og öðru áhugafólki um málefni aðflutts fólks. Til að gerast áskrifandi skal senda bréf til listproc@ismennt.is með textanum subscribe nybuar nafn sendanda. Póstlistinn var tekinn í notkun í síðasta mánuði og er þegar orðinn vettvangur skoðanaskipta og hug- mynda auk þess sem kennarar geta komið hugðarefnum sínum á framfæri, leitað ráðgjafar og samhæft störfin. Nem- endur með annað tungu- mál en íslensku að móður- máli geta, undir handleiðslu kennara, komist í samband við nemendur af sama uppruna í öðrum skólum eða hvern þann sem fær tilsögn í íslensku með hjálp tölvusamskipta. Sigurður og Guðlaug segja viðbrögð nemenda lofa góðu, þeir séu mjög áhugasamir og spenntir fyrir að eignast „penna-. vini“. „Þótt póstlistinn sé opinn áskfifendum eru bréf barnanna einkabréf, sem enginn nema þau og kennari þeirra hafa aðgang að.“ Ingibjörg Hafstað vonast til að innan skamms verði allir grunnskólar landsins „tengdir" og nemendur af erlendum uppruna og kennarar þeirra alls staðar á landinu fái notið tölvus- amskipta með sama hætti og nú er í grunnskólum á Reykjanesi. „Verk- efnið, sem hafið er í Hjallaskóla og tengist öðrum skólum í umdæminu, á efalítið eftir að gefa góða raun, vinda upp á sig og búa í haginn fyr- ir framtíð íslendinga." ■ Valgerður Þ. Jónsdóttir Auðveldar dreifingu á fræðslu- og kennsluefni DAGLEGT LIF Blindir eiga fá einkamál en með nýrri og byltingarkenndri tækni stendur það til bóta ÞAÐ HLÝTUR að vera farið að vora. Snjóinn tekur hratt upp og auðvelt fyrir flesta að fara um, gangandi, ak- andi eða á hjóli, og viðra sig í góða veðrinu. Og það er einmitt það sem Ágústa Gunnarsdóttir, 28 ára gömul kona úr Reykjavík, gerði einn morguninn í vikunni; hún fór í langan göngutúr með einkakennaranum sínum í sænsku og ensku og sá þá akkeri í fyrsta skipti. Já, þannig orðar hún það, en þó er hún alveg blind fyrir utap að sjá mun á degi og nóttu. Ágústa fæddist blind. Fjolskylda hennar bjó á Selfossi þannig að hún var ekki nema fimm ára gömul þegar hún fór fyrst að heiman í biindradeild Laugarnesskóla í Reykja- vík. „Eg var svo óþæg að ég skipti ótal oft um heimili. Spurningin er samt hvenær böm em óþæg og hvenær ekki, aðstæður þeirra eru svo mismunandi,“ segir hún en hún var ekki á heimavist heldur dvaldist hjá ijölskyldum. „Ég veit ekki hjá hve mörgum fjölskyldum ég var milli fimm og átta ára aldurs, en þá kom ég loksins til fólks sem kunni á mér tökin.“ Og Ágústa bætir við að fæst börn bíði þess nokkurn tíma bætur að þurfa að fara svona snemma að heiman. Margir eigi þess ekki kost að flytja úr heimabyggð sinni þegar blint barn fæðist inn í ijöl- skylduna, en svo var einmitt í hennar til- felli, og að þjónustan við þessar flölskyld- ur sé allt of lítil. Flestir vegir færir En það er dugur í Ágústu. „Blindir geta gert flest það sem þeir vilja,“ seg- ir hún og leitar í huga sér að ein- hveiju sem þeir geta ekki gert. „Ég myndi ekki grilla,“ segir hún svo eftir dálitla stund. Þó flestir vegir séu henni færir seg- ir hún að heims- mynd þeirra sem fæðist blindir sé og verði alltaf allt önn- ur en þeirra sem sjá eða hafa séð. Blint fólk geti til dæmis ekki komið við eldgos, stjörnur, tungl og aðra þá hluti sem eru óáþreifanlegir í náttúrunni og fái þess vegna óljósa mynd' af þessum fyrirbærum. Þrátt fyrir það er náttúran Ágústu hug- leikin. Mestan áhuga hefur hún á stjörnu- fræði, en hún telur að hún eigi varla tök á að læra hana. Meðan hún stundaði nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð sótti hún námskeið í eðlisfræði þar sem komið var inn á stjörnufræðina. Námsefnið var hins vegar mest á formi myndabókar svo það _________________ hentaði Ágústu illa. „Síðan fann ég bók sem útskýrði þetta mun betur fyrir mér.“ Það var bókin Ferð án enda eftir Ara Trausta Guðmundsson, en í bók- inni er farið i ferðalag frá jörðinni og komið við á hverri plánetu vetrarbrautarinnar auk þess sem aðeins er litið út fyrir sólkerfið okkar. „Bókin er svo skemmtilega upp- sett og Ari Trausti er sá sjónvarpsmaður sem best er að skilja,“ segir hún og bætir hlæjandi við: „Hann ætti bara að vera á kaupi við að_ útskýra fyrir blinda. Ég sakna hans úr sjónvarpinu. Ómar Ragnarsson er líka laginn við að lýsa hlutum svo blindir skilji.“ Mjúkur feldur eða grófur Fyrir skömmu var sagt frá því á Stöð 2 að verið væri að stoppa upp ísbjörn hér í Réykjayík. Ágústu hafði lengi langað að fá að snerta þessi villtu dýr sem ekki er hægt að nálgast meðan þau eru á fæti svo hún sló á þráðinn til mannsins sem stoppar björninn upp og spurði hvort hún mætti koma í heimsókn. Það var auðsótt mál. Hún dreif sig strax næsta dag og fékk að þreifa á ísbirnin- um, selum, refum og fuglum og nú spyr jafnvel sjáandi fólk hana hvernig feldurinn á dýrunum sé viðkomu. „Refurinn er mjúkur og það er selurinn líka þó hárin á honum séu sneggri. Grænlandsselurinn er dálítið grófari og það er ísbjarnarfeldurinn líka,“ segir Ágústa. „Ég fékk að gera það sem mér datt í hug, skríða undir ís- björninn og hvaðeina. Hann hefur enga smáhramma, og fæturnir eru eins og símastaurar. Þetta var alveg stór- kostlegt.“ „Það verður alger bylting" Þess er ekki langt að bíða að blindir geti lesið allar venjulegar bækur og ritmál með aðstoð tölvu, en enn sem komið er er það svo dýrt að koma sér upp þeim búnaði sem til þarf, skanna og sérstöku tölvuforriti, a það er ekki á allra færi að verða sér úti um hann. „Þa , verður algjör bylting fyrir blinda þegar við getum fari. að lesa venjulegt letur. Þá getur maður fárið að les póstinn sinn, íslenskuráðleggingarnar utan á mjólkui' fernunum, á pappírinn utan af dósamatnum og nýút komnar bækur,“ segir Ágústa og bætir við að sem stand eigi blindir fá einkamál þar sem þeir þurfi iðulega a> fá aðra til að lesa fyrir sig. „Mikið rosalega hlakka éj til. Þá má ég bara ekki vera að því að vinna því ég þar að lesa svo mikið. Ég fór til dæmis þrisvar á bókamarkað inn í Perlunni um daginn og keypti mér fjórar bæku því ég veit að það er stutt í að ég geti lesið þær. Okku finnst þróunin vera hæg, en þeir eru til sem segja ai við séum óþolinmóð. Þeir gera sér bara ekki grein fyri hvað þetta skiptir okkur miklu máli.“ Þröngva ekki áhugamálunum upp á aðra Ágústa segir að nú hafi blindir getað lesið Morgunblað ið í rúmt ár með aðstoð tölvutækninnar. Blaðið komi ti hennar snemma á morgnana rétt eins og til annárr: áskrifenda og það s< mikill munur frá þv sem áður var, því ni sé auðveldara ac fylgjast með því sen er að gerast, end; getur það tekið hans um eina og hálf; klukkustund að les; blaðið á morgnana. Engu að síðu; finnst henni hút vera frekar einangr uð, því hún hafi önn ur áhugamál ei flestir þeirra sen hún umgangist mest „Um daginn langað mig svo að sjá sýn ingu á grænlenskun munum í Norræn; húsinu en það gai enginn _ farið mei mér. Ég get ekk þröngvað mínun áhugamálum upp ; neinn. Ef maður ei háður einhverjun getur svo farið að sá hinn sami ráði hvert er farið, hve lengi ei stansað og hvenær. Við verðum að vera vel á verði svo við einangrumst ekki um of, en líf þeirra sem bæði búa og vinna hér U Hamrahlíðinni einskorðast gjaman við hús- ið.“ Á Njáluslóðum Ágústa hefur sett stefnuna á háskólanán í sagnfræði næsta haust. „Ég hef aldre vitað hvað ég hef viljað, fyrir utan stjörnu fræðina, en svo fór ég í ferð á Njáluslóðis __________ með Jóni Böðvarssyni í haust. Ef ég bar; vissi allt sem hann veit; við lögðum af stai klukkan 10 að morgni og komum heim klukkan 6 síðdeg is og hann talaði svo til allan tímann.“ Eins og stendur starfar Ágústa að félagsmálum aldr aðra innan Blindrafélagsins auk þess sem hún á sæti tómstundanefnd félagsins, en þar eru námskeið og skemmtanir ýmiskonar skipulagðar. í haust var til dæm- is haldið leiklistarnámskeið þar sem Edda Björgvinsdótt- ir og Gísli Rúnar Jónsson kenndu. „Það var meiri hátt- ar,“ segir Ág- ústa. „Ég er í rauninni ekki 28 ára. Ég fer út að róla á kvöldin og sleppi fram af mér beislinu reglulega. Af hveiju skyldi maður ekki mega bulla og leika sér annað slagið? Ég held að það hafi hreinlega bjarg- að mér,“ segir hún glöð í bragði og víst er að hún geislar af lífsgleði en um leið einkenn- ist fas hennar af ákveðni og festu. ■ mhg Morgunblaðið/Kristinn ÁGUSTU finnst gott að hafa Pekinghund vinkonu sinnar, Heródes, með sér þegar hún fer út að ganga. Ég fékk að gera það sem mér datt í hug, skríða undir ísbjörn- inn og hvaðeina. Hann hefur enga smóhramma, og f æturnir eru eins og símastaurar. GRÆNA VORNIN Steinefnaríkar jurtir sem örva efna- skipti likamans. Styrkja mótstööuaflið. BIO-SILICA fyrir háriö, neglurnai og beinin. SKALLIN PLUS vinur magans. % Jl hreinsandi íin nrpnnRníii uy yi uiinunui. BÍÓ-SELEN UMB. í >ÍMI 557 6610

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.