Morgunblaðið - 22.03.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 22.03.1996, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ftilorjjMmWafoiíí C 1996 FOSTUDAGUR 22. MARZ BLAD Viggó og Filippov til Wuppertal VIGGÓ Sigurðsson handknattleiksþjálfari hefur gert tveggja ára samning við þýska 2. deildarlið- ið Wuppertal. Þá er yóst að rússneskilandsliðs- maðurinn Dmitrí Filippov, sem leikið hefur und- ir stjóm Viggós hjá Stjðrnunni tvö síðustu keppn- istímabil, fer með honum utan til þýska félags- ins. Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður úr Val, hefur þegar samið við Wuppertal til næstu tveggja ára og félagi hans Dagur Sigurðsson er sterklega orðaður við sama félag en vildi í gær hvorki játa þvi né neita að hann léki með því næsta vetur. Sagðist ekki myndu ræða þetta mál frekar en orðið er fyrr en eftir að úrslita- keppni íslandsmótsins er lokið, Valsmanna vegna. Morgunblaðið/Árni Sæberg FYRIRLIÐI Grlndvtklnga, Guðmundur Bragason, fagnar innilega eftir að llð hans hafi lagt Hauka í fjðrðu vlður- eign liðanna í undanúrslltum úrvalsdeildarinnar. Grlndvíkingar er þar með komnir í úrslit þriðja árið í rðð. Guðmundur varð að fá sér „höfuðfat“ í upphafl síðari hálfleiks þar sem hann fékk rispu á höfuðið svo úr blæddi. ísfirðingar í úr- valsdeild í fyrsta sinn KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ ísfirðinga, KFÍ, leikur í úrvalsdeildinni I fyrsta sinn næsta vetur. Liðið sigraði Þór úr Þorlákshöfn á ísafirði í gær- kvöldi, 78:61, í þriðja úrslitaleik liðanna. Þórsarar höfðu sigur einu sinni en ísfirðingamir tvisvar og stóðu því uppi sem sigurvegarar deildarinnar. Þórsarar eiga enn möguleika á úr\'alsdeildar- sæti; mæta Akurnesingum í aukakeppni. Fyrri hálfleikurinn var í jámum en heimamenn höfðu þó frumkvæðið. Þeir komu hins vegar mun ákveðnari til leiks eftir hlé og í síðarí hálfleik var aldrei vafamál hvort liðið færi með sigur af hólmi. Christopher Ozment, Bandaríkjamaðurinn iijá KFÍ, var stigahæstur með 34 stig og þá tók hann á annan tug frákasta. Baldur Jóhannsson, fyrir- liði KFÍ, var næstur með 19 stig. Champ Wrénc- her var stigahæstur Þórsara með 16. Ozment sagðist í samtali við Morgunblaðið eft- ir leikinn meira en viljugur að vera áfram hjá KFÍ næsta vetur. Hann sagði liðsheildina vera orðna góða og er á því að liðið geti staðið sig í úrvalsdeildiniii. „Ég vil þakka frábæmm áhorf- endum hér á ísafirði í vetur. Þeir hafa stutt okk- ur og satt að segja verið ótrúlegir,“ en þess má geta að milli 750 og 800 manns mættu á leikinn í gær. Þess má geta að forseti bæjarstjómar á ísafirði, Þorsteinn Jóhannesson, færði KFI500 þúsund krónur að gjöf frá bæjarstjóm eftir leikinn i til- efni árangursins. Guðmundur Bragason fyrirliði Grindvíkinga, sem eru komnir í úrslit IMú ætlum vid að ná títlinum Þetta var rosa leikur og nú er bara að bíða eftir því að sjá hveijum við mætum,“ sagði Guð- mun^ur Bragason Frimann fyrirliði Grindvík- Ólafsson inga eftir að liðið skrifar frá tryggði sér sæti í Gnndavik úrslitum úrvals- deildarinnar í körfuknattleik í gær- kvöldi þriðja árið í röð — sigraði Hauka 82:72 á heimavelli. Grindvíkingar hafa tapað fyrir Njarðvíkingum í úrslitum síðustu tvö árin og hugsanlega skýrist það í kvöld hverjir mótheijamir verða að þessu sinni. Keflavík og Njarð- vík eigast þá við. Með sigri fara Keflvíkingar áfram en nái Njarðvík- ingar að sigra jafna þeir 2:2 og fá oddaleik á heimavelli. „Nú ætlum við að fara alla leið. Við höfum tapað í úrslitum síðustu tvö ár, en nú ætlum við að ná titlinum. Ég á mér ekkert óskalið, við eigum oddaleik heima ef við mætum Keflavík en það væri líka gaman að spila á móti Njarðvík því við höfum tapað fyrir þeim tvisvar. Það er alveg frábært að vera kom- inn í úrslit aftur,“ sagði Guðmund- ur Bragason. Mjög stoltur af strákunum „Mér líður alveg dásamlega. Þetta var frábært og ég er alveg rosalega stoltur af liðinu. Varnar- leikurinn var til fyrirmyndar og það er það sem við erum að vinna að í dag,“ sagði Friðrik Ingi Rún- arsson, sem stjórnar Grindvíking- um í úrslitum úrvalsdeildar annað árið í röð. „Við lentum í smávandræðum á kafla í seinni hálfleik en náðum að finna taktinn aftur í vörninni og þá fylgdi sóknin á eftir. Þetta var búið að vera mikil taugaspenna þar sem taugarnar voru þandar til hins ítrasta í þessum leikjum. Ég get ekki verið annað en ánægður eftir að hafa unnið tvívegis á Strandgötunni sem hefur reynst liðum erfitt í vetur þannig að ég er mjög stoltur. Við setjum okkur sömu stefnu og áður í úrslita- keppninni sem er að fara alla leið. Ég á ekkert óskalið og bíð bara rólegur eftir því að sjá hveijum við mætum,“ sagði Friðrik Ingi. „Já, það má segja að þessu stríði sé lokið. Ég held að við getum farið héðan með höfuðið hátt og við stóðum okkur vel í þessum leik. Við höfum ekki náð að spila okkar besta fram að þessu en náðum að koma vel stemmdir í kvöld. Ég held að það hafi ekki margir haft trú á okkur nú en leikurinn hefði getað farið hvernig sem er og það vóg þungt að við skyldum ekki fá dæmdan ruðning á Guðmund í lok- in í stað þess að hann fengi körfu gilda og vítaskot og gerði þijú stig. Og þó Jason [Williford] sé villtur leikmaður og vogi sér að standa uppi í hárinu á þeim finnst mér ögrun Kristins Óskarssonar dóm- ara gagnvart honum út í hött. Menn eru æstir við að spila spennu- leiki en það er kannski óþarfi að henda þeim út úr húsinu,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir leikinn, en Williford var vísað útaf í blálokin. „Það varð visst spennufail í lið- inu eftir sigurinn í bikarkeppninni og þá var slæmt að tapa fyrir Njarðvíkingum heima rétt fyrir úrslitakeppnina en mér finnst liðið vera að finna rétta taktinn núna. Ég hefði viljað halda áfram í keppninni en get verið sáttur við veturinn," sagði Reynir. ■ Taugar/ C4 VALUR SIGRAÐIAFTURELDINGU OG LIÐIN MÆTAST ÞRIÐIA SINNI / C2 =

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.