Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 3
2 C FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 C 3 ÚRSLIT UMFG - Haukar 82:72 íþróttahúsið í Grindavík, fjórði leikur í und- anúrslitum úrvalsdeildarinnar í körfuknatt- leik, fimmtudaginn 21. mars 1996. Gangur leiksins: 0:2, 4:6, 8:12, 11:14, 17:17, 23:20, 36:25, 39:37, 47:41, 50:41, 58:51, 58:57, 63:57, 63:61, 68:62, 70:68, 73:70, 74:72, 82:72. Stig Grindvíkinga: Rodney Dobard 22, Marel Guðlaugsson 17, Guðmundur Braga- son 17, Unndór Sigurðsson 12, Páll Axel Vilbergsson 7, Helgi Jónas Guðfinnsson 3, Hjörtur Harðarson 3, Ingi K. Ingólfsson 1. Stig Hauka: Jason Williford 23, Pétur Ing- varsson 18, Sigfús Gizurarson 13, Bergur ISðvarðsson 8, Jón Arnar Ingvarsson 7, Ivar Ásgrímsson 3. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Jón Bend- er. Dæmdu ágætlega þó stundum hallaði heldur á Hauka. Áhorfendur: Um 900. UMFA-Valur 22:25 Varmá, undanúrslit karla um fslandsmeist- aratitilinn í handknattleik, 2. leikur, fimmtudagirin 21. mars 1996. Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 4:3, 5:6, 7:10, 8:12, 10:13, 11:13, 12:15, 17:15, 18:16, 19:18, 19:24, 21:24, 21:25, 22:25. Mörk UMFA: Bjarki Sigurðsson 7/2, Ingi- mundur Helgason 6/3, Jóhann Samúelsson 4, Róbert Sighvatsson 2, Þorkell Guð- brandsson 2, Páll Þórólfsson 1. Utan vallar: 10 mín. Mörk Vals: Ólafur Stefánsson 7/2, Dagur Sigurðsson 6/1, Jón Kristjánsson 5, Sveinn Sigfinnsson 3, Valgarð Thorodsen 2, Júlíus Gunnarsson 1, Ingí Rafn Jónsson 1. Utan vallar: 10 mtn. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson. Dæmdu þokkalega. Hefðu mátt taka harðara á ljótum brotum. Áhorfendur: 780 (uppgefið) en það var mun meira í húsinu. Markahæstir Markahæstu ieikmenn í úrslitak^ppninni: Julian Duranona, KA...............39/15 Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu...30/ 7 Ólafur Stefánsson, Val............26/ 3 Ingimundur Helgason, Aftureldingu...26/12 Patrekur Jóhannesson, KA..........25/ 2 SigurðurBjamason, Stjömunni.......23/ 1 Dimitri Filippov, Stjömunni.......23/ 6 Hans Guðmundsson, FH..............22/ 1 ValdimarGrímsson, Selfossi........22/ 5 Guðjón Árnason, FH...............19 Jóhann G. Jóhannsson, KA.........18 Halldór Ingólfsson, Haukum.......18/ 3 Jóhann Samúelsson, Aftureldingu..18 Páll Þórólfsson, Aftureldingu....17 Björgvin Björgvinsson, KA........17 Róbert Sighvatsson, Aftureldingu.16 Jón Kristjánsson, Val............16 Björgvin Rúnarsson, Selfossi.....16 Gústaf Bjamason, Haukum..........16/ 3 Dagur Sigurðsson, Val............16/ 4 Sigutjón Sigurðsson, FH..........16/ 4 Þeir hafa varið mest Þeir markverðir sem hafa varið mest í úrsli- takeppninni (knötturinn aftur til mótherja, innan sviga), eru: Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA..69/4 (2- i) GuðmundurA. Jónsson, KA......55 (12) Bjarni Frostason, Haukum......44/4 (17) MagnúsÁmason, FH..............44/3 (10) Hallgrímur Jónasson, Selfossi.43/1 (13) Guðmundur Hrafnkelsson, Val..38/2 ( 8) Knattspyrna Evrópukeppni bikarhafa 8-liða úrslit, seinni leikir: París, Frakklandi: Paris St. Germain - Parma..........3:1 Rai (9. vítasp., 68 vítasp.), Patrice Loko (37.) - Alessandro Melli (27.). 43.686. ■Paris sigraði 3:2 samtals. Rotterdam, Hollandi: Feyenoord - Gladbach...............1:0 Orlando Trustful (84.) ■Feyenoord sigraði 3:2 samtals. Vín, Austurríki: Rapid Vín - Dynamo Moskva..........3:0 Jancker (48., 75.), Stoeger (63., vítasp.). ■Rapid sigraði 4:0 samtals. Zaragoza, Spáni: Real Zaragoza - La Coruna..........1:1 Morientes (37.) - Bebeto (64.). 25.000. ■La Comna sigraði 2:1 samtals. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Toronto - Charlotte.............107: 89 Atlanta-Vancouver............... 98: 93 Miami - Detroit.................102: 93 New York - Indiana..............102: 99 Utah - Philadelphia.............107: 84 LA Clippers - Minnesota.........110: 96 Boston - Orlando ............... 90:112 Washington - San Antonio........101:112 Milwaukee - Sacramento.......... 97:122 SKIÐAGANGA Æfingaáætlun Þegar skíðagöngumað- -------------------------- ur ýtir sér segir Olafur Björnsson nauðsynlegt að slappa af í öxlunum. NÚ HÖLDUM við áfram og munið að almenningsgöngur (Islands- göngur) eru haldnar víða um land fram í maí. Vikuáætlun (12) • 1. dagur: Róleg æfing með 10-15 stuttum sprettum. Sprettirnir eiga að vera stuttir, u.þ.b. 15 sekúnd- ur, og nokkuð hraðir. Þetta er gert til að fá snerpu í gönguna. Gleymið samt ekki tækninni. Æf- ingatími 30-75 mínútur. •2. dagur: Róleg löng æfíng gjarn- an í léttum brautum. 60 mínútur eða meira. •3. dagur: Æfing með ýtingum. Inn í æfinguna á að flétta 4-5 sprettum þar sem á bara að ýta sér. Sprettirnir eiga að vera u.þ.b. 30 sekúndur hver og góð hvíld á milli. Æfingatími 30-60 mínútur. Tækni: Þegar gönguskíðamað- ur ýtir sér er nauðsynlegt að slappa sem mest af í öxlunum. Til að geta slappað af er mikil- vægt að þrengja ólina á stöfunum hæfilega. Hana á að þrengja það mikið að haldið á stafnum falli þétt inn í grópina milli þumalfing- urs og vísifingurs. Þannig helst stafurinn mikið betur í höndunum og ekki þarf að halda eins fast í stafinn. Með þessu er hægt að slappa betur af í höndum og öxl- um. Þetta er lítið atriði en nokkuð mikilvægt. Höfundur er íþróttakennari og skíðaþjálfari. Rondey Roblnson bolur og árituð sterkw Ijosmynd J§g Vávelli a aðeins \ggcD kr. 1.200.-# * . Æ auk sendingarkostnaðar Pantanir afgreiddar alla daga frá kl. 13 til 17 í síma 421-4868. Sendum í póstkröfu. ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Kristinn BJARKI Slgurðsson sendir hér boltann Inn á línuna til félaga síns, Róberts Sighvatssonar, sem fiskaði sex vítaköst og skoraði tvö mörk. Valsmennirnir Ingi Rafn Jónsson og Jón Kristjánsson eru tll varnar en þeir höföu betur í leiknum og sigruðu með 25 mörkum gegn 22. Liðin þurfa að mætast í oddaleik að Hlíðarenda á sunnudag. Vaskir Valsmenn ÍSLANDSMEISTARAR Vals hafa ekki sagt sitt síðasta og sýndu vask- lega framgöngu er þeir mættu i íþróttahúsið að Varmá í gærkvöldi. Fullir sjálfstrausts sigruðu þeir Aftureldingu með 25 mörkum gegn 22 og dönsuðu vals á eftir. Leikurinn var jafn og spennandi þar til síðari hálfleikur var hálfnaður að meistararnir fundu rétta taktinn í valsinum, gerðu 8 mörk gegn einu á 12 mínútna kafla og það var of mikið fyrir Mosfellinga sem urðu að játa sig sigraða. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik að Hlíðarenda á sunnudaginn og þar ræðst það hvort liðið leikurtil úrslita um íslandsbikarinn. Dagur Sigurðsson, fyrirliði Vals, var að vonum ánægður eftir sigurinn. „Við vissum að það kæmi ekki annar handboltadagur eftir þennan dag ef við næð- um ekki að vinna. Við vorum alls ekki tilbúnir að fara í sumarírí núna, gáfum allt í leikinn og sigurinn var sanngjarn. Við vorum full værukærir í fyrri leiknum og það dugar bara ekki í úrslitakeppni. Það þýðir ekkert að spila af 99 prósent getu, það verður að gefa sig 100 prósent í þetta eins og í þessum leik,“ ságði Dagur. Fyrri hálfleikur var jafn til að byrja með og alveg upp í 7:7. Þá breyttu Valsmenn aðeins liðinu hjá _sér. Val- garð fór í hægra hornið fyrir Ólaf Stef- ánsson sem fór í skyttuhlutverkið fyrir Júlíus Gunnarsson. Þessi tilfærsla var til góðs og Valsmenn gerðu Ijögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 11:7. Afturelding náði aðeins að klóra í bakk- ann fyrir hlé og fór inn í búningsklefa tveimur mörkum undir, 13:11. Afturelding fékk greinilega góðan eldivið í hálfleik því þegar 15 mínútur voru búnar var staðan orðin 18:16 fyr- ir heimamenn, sem fóru hreinlega á kostum þessar mínútur. Eldsneytis- birgðirnar voru of fljótar að brenna upp því Valsmenn tóku öll völd á vellin- um næstu mínútur, dönsuðu sinn vals og skoruðu hvert markið á fætur öðru á meðan heimamenn nánast horfðu hugfangnir á lipran dans þeirra. Vals- menn gerðu átta mörk á móti einu og þegar þrjár mínútur voru eftir var stað- an orðin 24:19 fyrir Val og sigurinn nánast í höfn. Smá neisti náðist úr glóðum heimamanna í lokin en það nægði ekki því tíminn var of skammur og lokatölur 25:22. Það var allt annað að sjá til Vals- manna í þessum leik en í fyrri leiknum að Hlíðarenda. Þeir komu einbeittir til leiks, léku sem lið — vitandi að sigur var það eina sem kom til greina í stöð- unni. Varnarleikurinn var hreyfanlegur og skytturnar, Ólafur, Jón og Dagur, gerðu samtals 18 mörk. Homamennirn- ir Sveinn og Valgarð gerðu ágæta hluti en Sigfús og Skúli á línunni voru frek- ar daufír og eins varði landsliðsmark- vörðurinn Guðmundur Hrafnkelsson aðeins fímm skot í leiknum. Það kom ekki að sök því vörnin vann það upp. Afturelding lék ágætlega en datt niður á stórum köflum í sitt hvorum hálfleiknum. Varnarleikurinn var að vísu góður allan leikinn og markvarslan hjá Bergsveini var ágæt. Bjarki var góður og eins Róbert, sem fiskaði sex vítaköst og skoraði tvö mörk. Ekkert einasta mark kom úr hornunum. Aftur- elding hefur ekki nægilega breidd í leikmannahópnum, því þó sumir leik- menn væru að spila illa var þeim ekki skipt út af. Valsmenn geta leyft sér að breyta liðinu að vild og hvílt lykil- menn inn á milli og það er styrkleika- merki. „Við vorum að gera of mörg mistök í sókninni og var refsað fyrir það. Við erum aðeins með þrjá útileikmenn og það er því mikið álag á þeim. Þeir fá enga hvíld,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar. „Annars er ég nokkuð ánægður með liðið. Það stend- ur sig vel. Það komu kaflar í báðum hálfleikunum sem voru slæmir. Nú er staðan jöfn og það er enn allt opið í stöðunni. Við erum búnir að ijúfa sig- urgöngu Valsmanna á Hlíðarenda og því ættum við ekki að geta gert það aftur,“ sagði þjálfarinn. Þannig vörðu þeir Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA 12/1 (3/1): (6 langskot, 2 úr horni, 1 af línu, 2 (2) eftir gegnumbrot, 1 (1) víti. Guðmundur Hrafnkclsson, Val 5/1 (1): 4 (1) langskot, 1 víti. Valur B. Jónatansson skrifar KORFUKNATTLEIKUR Riley fékk góða gjöf „ÞEIR hreinlega yfirspiluðu okk- ur. Miami er mjög gott og hug- myndaríkt lið,“ sagði Grant Hill, leikmaður Detroit Pistons, eftir að hann og félagar máttu þola tap fyrir Miami Heat 102:93. Leikmenn Heat, sem eru að berjast um að komast í úrslita- keppnina, gáfu þjálfara sfnum sigur í afmælisgjöf. Pat Riley hélt upp á 51. afmælisdag sinn. Chris Gatling og Alonzo Mourn- ing skoruðu sín 24 stigin hvor fyrir Miami Heat, sem hefur tekið stakkaskiptum eftir hinar miklu breytingar sem gerðar voru á liðinu á dögunum., „Það tekur sinn tíma að fínpússa leik liðsins eftir breyt- ingarnar, þetta er allt að smella sam- an,“ sagði Mourning. Grant Hill og Allan Houston skoruðu 21 stig hvor fyrir Detroit. Patrick Ewing skoraði 31 stig og John Starks 19 fyrir New York Knicks, sem vann Indiana Pacers 102:99. Þetta var fjórði sigurleikur Knicks undir stjórn nýja þjálfarans Jeff Van Gundy, sem var ánægður og sagði: „Ef liðið heldur áfram að leika þannig á það möguleika á meistaratitli." Anthony Mason skor- aði 16 stig og tók níu fráköst fyrir New York og Derek Harper skoraði 12 stig og átti níu stoðsendingar. Reggie Miller skoraði 25 stig fyrir Indiana og átti átta stoðsendingar og Derrick McKey skoraði 20 stig. Karl Malone skoraði 24 stig fyrir Utah Jazz, sem lagði Philadelphia 76ers 107:84 í miklum baráttuleik. Jeff Hornacek hjá Utah og Jerry Stackhouse hjá 76ers voru reknir af leikvelli í þriðja leikhluta, eftir átök. David Robinson skoraði 33 stig fyrir San Antonio Spurs úti gegn Washington Bullets, 112:101, og Avery Johnson skoraði 19 stig og átti tíu stoðsendingar. Gheorghe Muresan skoraði 30 stig og tók tólf fráköst fyrir Washington. Penny Hardaway skoraði 35 stig fyrir Orlando Magic, sem vann Bos- ton Celtics 102:90 í Boston. Shaqu- ille O’Neal skoraði 28 stig, tók fjórt- án fráköst og átti átta stoðsending- ar, persónulegt met, og Horace Grant skoraði 19 stig og tók tíu frá- köst. íkvöld Handknattleikur Brslitakeppni karla, annar leikur: KaplakrikriFH - KA..................20.30 Körfuknattleikur Úrslitakeppni karla, 4. leikur: Keflavík: Keflavík - UMFN..............20 Blak Úrslitakeppni karla, 2. leikur: Ásgarður: Stjarnan - Þróttur...........20 Úrslitakeppni kvenna, 1. leikur: Digranes: HK - Þróttur..............21.30 Borðtennis íslandsmótið hefst í kvöld kl. 19.30. íþróttir fatlaðra íslandsmót íþróttasambands fatlaðra hefst í dag, ú Akranesi kl. 15 og í Reykjavík kl. 18.15 en þar verður keppt í sundi. Knattspyrna Reykjavíkurmót karla A-deiId: Gervigrasið: Fylkir - Þróttur.........20.30 B-deiId: Leiknisv.: Víkingur - Léttir..........20.30 SKÍÐAGÖNGUKENNSLA Auður Abenezersdóttir verður á vegum Skíða- sambandsins á Austurlandi um helgina. Kennt verður í Oddskarði á morgun og á sunnudag við skíðaskála Seyðfirðinga í Stafdal. Kennsla verður á báðum stiiðum kl. 11-12, 12.30-13.30 og 14-15. ÍÞRÓTTIR Fjórum sagt upp RÓBERTI Sighvatssyni og Alexei Trúfan, leikmönnum UMFA, var í gær sagt upp störfum við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mos- fellsbæ. Um leið var Davíð B. Sigurðssyni forstöðumanni og Matthí- asi M. Guðmundssyni einnig sagt upp en þeir eru báðir liðsstjórar Aftureldingarliðsins. Var þetta gcrt sama dag og félagið lék annan leik sinn gegn Val í undanúrslitum íslandsmótsins. Þótti ýmsum að Varmá i gærkvöldi tímasetning bæjarsljórnar á uppsögnunum koma á einkeimilegu auknabiiki. Á liðnu hausti fór fram úttekt á rekstri íþróttamarinvirkja Mos- fellbæjar og í niðurstöðu hennar þótti launakostnaður vera hár. í framhaldinu vann bæjarstjórn að tillögum að breytingum á rekstri mannvirkjanna og var niðurstaðan kynnt í gær og öllu starfsfólk- inu, á annan tug, sagt upp og taka uppsagnirnar gildi um næstu mánaðarmót. Jóhann nefbrotinn JÓHANN Samúelsson úr Aftureldingu lék með grímu gegn Valsmönnum í gærkvöldi. Ástæðan var sú að hann nefbrotnaði í fyrsta leik liðanna að Hlíðarenda á þriðjudagskvöld. Hann lék með grímu í fyrri hálfleik til að hlífa nefinu, en fannst hún trufla sig og tók hana því niður í hálfleik. Eftir hlé gekk betur hjá honum að skora því hann setti þrjú mörk í síðari hálfleik en aðeins eitt í þeim fyrri. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN Reuter BRUNO N’Gotty, fyrirliði PSG, er hér í baráttu við Massimo Bramdilla og Dino Baggio hjá Parma í leik liðanna í gær. Frakkar með þijú lið í undanúrslit Urslitakeppnin í handknattleik Annar leikur liðanna í undanúrslitum íslandsmótsins, leikinn í Mosfellsbæ fimmtudaginn 21. mars1996. Afturelding Valur Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 11 21 52 F.h 13 21 62 11 21 52 S.h 12 22 54 22 42 52 Alls 25 43 58 SOKNARNYTING 10 2 2 0 3 5 Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Lína Víti PARIS St. Germain varð í gærkvöldi þriðja franska knattspyrnuliðið sem komst í undanúrslit Evrópumótanna í knattspyrnu í þessarri viku er það lagði Parma með þremur mörkum gegn einu í Evrópu- keppni bikarhafa. PSG var um leið annað franska liðið sem kemst áfram á kostnað ftalsks liðs. í hinum leikjum keppninnar lagði Fey- enoord Borussia Mönchengladbach 1:0 og heldur áfram keppni. Rapid frá Vín burstaði Dynamo Moskvu 3:0 og heldur áfram eins og La Coruna sem krækti íjafntefli gegn núverandi Evrópumeist- urum bikarhafa Real Zaragoza og sendi þá um leið út í kuldann. Brasilímaðurinn Rai skoraði tvö mikilvæg mörk úr vítaspyrnu fyrir PSG í viðureigninni gegn Parma. Með markinu úr fyrri spyrn- unni á 9. mínútu opnaði hann marka- reikning liðsins en hin síðari tryggði sigurinn á 68. mínútu. í millitíðinni KNATTSPYRNA Bræöur í landsliðshópi Englands 26 ár síðan að Charlton-bræðurnir léku saman landsleik Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United, sem leikur með Inter Mílanó, hefur verið kallað- ur á ný í enska landsliðið, eftir að hafa staðið utan þess í eitt ár. Þá hefur Terry Venebles, landsliðsþjálf- ari, valið bræðurna Gary og Phil Neville, Man. Utd., í 26 manna lands- liðshóp fyrir vináttuleik gegn Búlgar- íu á Wembley á miðvikudaginn. Þeir eiga möguleika á að verða fyrstu bræðurnir til að leika saman landsleik fyrir England síðan Bobby og Jack Charlton léku saman fyrir 26 árum - Bobby sem leikmaður Man. Utd. og Jack sem leikmaður Leeds. Þeir urðu heimsmeistarar 1966 á Wembley. Þetta er í fyrsta skipti sem Phil Neville er kallaður til liðs við landsliðið, einnig Robbie Fowler, miðherji Liverpool, og Ugo Ehiogu, Aston Villa, fyrrum fyrirliði 21 árs landsiiðsins. Bobby Charlton segir að það sé góður möguleiki á að þeir bræður leiki gegn Búlgaríu. „Þeir eru báðir miklir keppnismenn og góðir leikmenn. Við Jack vorum alltaf stoltir þegar við lékum fyrir hönd Englands, ég veit að það sama verður með þá bræður." Gary, 21 árs, bakvörður, hefur leikið einn landsleik. Phil, sem er miðvallarspilari og varð 19 ára í jan- úar, hefur aðeins leikið sextán leiki með Man. Utd. Þess má geta að bræðurnir Denis og Les Compton léku saman í liði sem keppti fyrir hönd Englands, ekki í leik sem var skráður landsleikur. Ian Walker, markvörður Totten- ham, og Trevor Sinclair hjá QPR eru einnig í hópnum, þeir hafa ekki leik- ið landsleik. Þar sem miðverðirnir Tony Ad- ams, Arsenal, og Gary Pallister, Man. Utd., eru frá vegna meiðsla, hefur Venables kallað á Mark Wright, Liverpool, sem hefur ekki leikið landsieik í þrjú ár. Félagi hans Jamie Redknapp og David Platt, Arsenal, eru komnir á ný í landsliðs- hópinn eftir fjarveru vegna meiðsla. Annars er landsliðshópurinn skipað- ur þessum leikmönnum: David Sea- man, Ian Walker og Tim Flowers, markverðir. Aðrir leikmenn eru Rob Jones, Steve Howey, Stuart Pearce, Phil Neville, Mark Wright, Gareth Southgate, Ugo Ehiogu, Gary Ne- ville, Steve Stone, Trevor Sinclair, Jamie Redknapp, Paul Gascoigne, David Platt, Paul Ince, Dennis Wise, Peter Beardsley, Robbie Fowler, Al- an Shearer, Les Ferdinand, Teddy Sheringham, Robert Lee, Steve McManaman og Nicky Barmby. hafði Patrice Loko skorað annað mark Frakkanna á 37. mínútu. Ales- sandro Melli klóraði reyndar í bakk- ann fyrri Parma á 27. mínútu en þeim tókst ekki að skora fleiri og verða að sætta sig við að falla nú úr keppni eftir að hafa leikið til úr- slita í einhverju stórmóti síðastliðin þrjú ár. Annar Brasilíumaður, Bebeto, setti mark sitt á leikina í Evrópu- keppninni í gærkvöldi. Hann jafnaði fyrir félag sitt La Coruna í viðureign þess við meistara síðasta árs, Real Zaragoza. Varamaðurinn Orlando Trustful skoraði eina mark leiksins er Fey- enoord sigraði Gladbach í Rotterd- am. Mark Trustful skoraði hann sex mínútum eftir að hann kom inn á 78. mínútu. Fyrri leikur liðanna endaði með jafntefli 2:2. Þar með er ljóst að Þjóðverjar eru aðeins með eitt liða eftir í fjögurra liða úrslitum Evrópumótanna líkt og ít- alir. Dynamo Moskva átti undir högg að sækja lengst af gegn frískum leikmönnum Rapid frá Vín og geta þeir sjálfum sér um kennt. Á 29. mínútu fékk Dmitri Cheryshev að líta rauða spjaldið hjá dómaranum fyrir brot á leikmanni Rapid. Einurn færri voru Dynamómenn Rapid- drengjum engir fyrirstaða sem gerðu 3 mörk gegn engu. Sjö mínút- um fyrir leikslok fékk einn leikmað- ur úr hvoru liði að yfirgefa völlinn með skömm í hatti eftir slagsmál. Föstud. 22. mars í Kaplakrika kl. 18.30 FH - GSS (Grænlandi) mffl. kvenna. kl. 19.30 Rdíusbræður hita upp. kl. 20.30 FH - KA mffl. karla. FH-bolir seldir í anddyrinu á kr. 200 (tombóluverð). Stuðningsmenn, mætum tímanlega og sköpum stemmingu. Handhafar dómarakorta sæki miða kl. 17.00-18.00 í Sjónarhól. Miðaverö 600 kr. fullorðnir / 200 kr. börn. SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.