Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR HtorgmtÞlatófe B M m Morgunblaið/Árni Sæberg Vorn i lagi GUÐMUNDUR Bragason ver hér skot Slgfúsar Glzurarsonar með glæsibrag. Bergur Eðvarðsson og Marel Guðlaugsson fylgjast spenntir með og eru vlð öllu búnir. Taugar Gríndvíkinga reyndust sterkari GRINDVÍKINGAR eru komnir í úrslit íslandsmótisins í körfuknatt- leik eftir að hafa sigrað Hauka í gærkvöldi 82:72 í leik þar sem taugar leikmanna virtust ráða mestu. Taugar Grindvíkinga reynd- ust sterkari og ekki má gleyma stuðningi hinna frábæru fylgis- manna þeirra, sem hvöttu sitt lið óspart til dáða. Grindvíkingar höfðu því betur í rimmunni gegn Haukum, sigruðu í þremur leikj- um en Haukar í einum. Haukaliðið hefur leikið mjög vel í mest allan vetur, en í gær- kvöldi var það ekki svipur hjá sjón þó svo það hafi leik- Skúli Unnar ið mun betur en í Sveinsson .síðasta leik. Grind- skrifar víkingar unnu upp- kastið og Marel reyndi þriggja stiga skot eftir fimm sekúndur, ætlaði greinilega að taka upp þráðinn þar sem frá var horfíð í síðasta leik - en hann hitti ekki. Það var hins vegar Grindvík- ingurinn í liði Hauka, Bergur Eð- varðsson, sem gerði fyrstu körfu leiksins, en eftir það lét Rodney Dobard fínna fyrir sér, en hann var í banni í síðasta leik. Um miðbik fyrri hálfleiksins náðu heimamenn að gera 12 stig á meðan Pétur Ingvarsson laumaði niður einu þriggja stiga körfu fyr- ir Hauka. Þarna náðu heimamenn undirtökunum sem þeir héldu til loka. Haukar náðu reyndar skömmu síðar að gera 12 stig gegn einni þriggja stiga körfu Páls Ax- els, sem lék gríðarlega vel undir lok fyrri hálfleiks. Þrátt fyrir að manni þættu Grindvíkingar mun betri í fyrri hálfleik munaði ekki nema sex stigum, 47:41, í leikhléi. Þessi munur hélst fyrstu sjö mínútur síð- ari hálfleiks, 58:51, en þá tók bar- áttujaxlinn Pétur Ingvarsson sig til, en hann hafði lítið skorað, og gerði þijár körfur í röð og munur- inn orðinn eitt stig. Þvínæst kom fimm mínútna kafli þar sem lítið var skorað, og ekkert í einar þijár mínútur. Bergur og Jón Arnar fengu sína fjórðu villu og hjá heimamönnum fékk Helgi Jónas fimmtu villu sína er sjö mínútur voru eftir. Nú hófst taugastríðið fyrir al- vöru - og var þó mikið fyrir. Þeg- ar þijár mínútur voru eftir var staðan 63:61 en Guðmundur skor- aði og fékk auk þess víti sfem hann skoraði úr. Ekkert hefði verið hægt að segja þó dæmd hefði ver- ið sóknarvilla á Guðmund þarna, en þess í stað breytti hann stöð- unni í 66:61. Á lokakaflanum tóku leikmenn Grindvíkinga sex víta- köst og hittu úr fjórum en Haukar hittu úr tveimur af fjórum og stað- an var orðin 74:72 þegar 17 sek- úndur voru eftir. Er 8,3 sekúndur voru eftir skor- aði Marel úr tveimur vítaköstum og hann fór aftur á vítalínuna er 2,2 sekúndur voru eftir. Vítaköstin urðu fleiri en búast hefði mátt við því tæknivilla var dæmd á Willi- ford og síðan var honum vísað úr húsi þannig að Marel gerði átta síðustu stig leiksins af vítalínunni. Skemmtilegur endir fyrir hann og Grindvíkinga en leiðinlegur endir fyrir Hauka og þá sérstaklega Williford. Varnarleikur Grindvíkinga var góður og það sem heimamenn höfðu fram yfir gestina var að geta skipt óþreyttum mönnum inná án þess að missa neitt. Unndór, Ingi og ekki síst Páll Axel komu Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1996 Fjórði leikur liðanna i undanúrslitum, leikinn i GrindavikZt. mars 1996 GRINDAVÍK HAUKAR 82 Stig 72 20/26 Viti 10/14 5/17 3ja stiga 6/17 28 Fráköst 26 22 (varnar) 17 6 (sóknar) 9 10 j Bolta náð 12 15 Bolta tapað 16 18 Stoðsendingar 10 19 Villur 23 allir sterkir til leiks af bekknum. Doberd var illviðráðanlegur inni í teignum en þó náði Williford tökum á honum í síðari hálfleiknum. Páll Axel lék mjög vel í vörninni gegn Williford og var óragur við að skjóta - og skora. Guðmundur stóð sig einnig mjög vel og Marel fann sig vel í vörninni þó svo hann hafi oft skorað meira. Hjá Haukum var Williford best- ur. Pétur náði sér verulega vel á strik í síðari hálfleiknum eftir fremur dapran leik í sókninni í þeim fyrri. Bergur byrjaði vel en hvarf síðan gjörsamlega og Jón Arnar hefur oftast leikið betur. Haukar mega vel við una, árangur- inn í vetur hefur verið góður, en liðið hefur óneitanlega dalað eftir að það varð bikarmeistari. ÍSHOKKÍ íslandsbikarinn áfram á Akureyri SKAUTAFÉLAG Akureyrar tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í íshokkí í oddaleik við lið Skautafélags Reykjavíkur á Akureyri í gærkvöld. Úrslitin urðu 7:4 og var það fyrst og fremst góð byrjun heimamanna sem stóð upp úr íleiknum og skilaði bikarn- um í hendur þeirra. Akureyringar hafa því enn forskot á Reyk- víkinga í þessari íþrótt þótt menn tali um að bilið sé óðum að jafnast. Pölmargir áhorfendur mættu til að fylgjast með úrslitaleiknum í stilltu og fögru veðri. Góð stemmning var all- an tímann og ekki skemmdi það fyrir SA að fá stuðning frá Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í KA, en þeir eru orðnir sjóaðir í slíkri úrslita- rimmu. Lið Skautafélags Akur- eyrar komst í 3:0 í fyrstu lotu og bætti fljótlega einu marki við í upphafi annarrar lotu. Þá fóru heimamenn að slaka á og SR Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri komst meira inn í leikinn og fyrsta mark gestanna var staðreynd. í annarri lotu kom upp atvik sem hefði getað skipt sköpum í leikn- um. Vamaijaxlinn Héðinn Björns- son hjá SA þjarmaði að Clark McCormick, þjálfara og sóknar- manni SR, með þeim afleiðingum að Clark meiddist en Héðinn var rekinn út af og útilokaður frá leikn- um. SR skoraði úr víti sem dæmt var og eftir að gert hafði verið að meiðslum Clarks til bráðabirgða kom hóf hann leik að nýju. Hvort lið skoraði síðan eitt mark og stað- an 5:3 eftir 2. lotu. í 3. lotu lögðu leikmenn SR allt undir. Clark og Heiðar Ingi voru sókndjarfir en SA skoraði úr skyndisókn og 6:3 var of stór biti fyrir SR þegar skammt var til leiksloka, en loka- tölurnar urðu 7:4. Mörk SA gerðu Haraldur Vil- hjálmsson, Rúnar Rúnarsson og Jens Gíslason 2 hver og Héðinn Björnsson 1. Fyrir SR gerði Akur- eyringurinn Heiðar Ingi Ágústsson 2 mörk og þeir Clark og Helgi Þórisson sitt markið hvor. Sigurgeir Haraldsson, fyrirliði SA, var kátur í leikslok. „Þetta var mjög erfitt, barátta fram á síðustu sekúndu. Onnur lotan var of róleg hjá okkur, ekki nógu vel spiluð, en við ákváðum að breyta til í þeirri þriðju og börðumst til sigurs með góðum stuðningi áhorfenda. Gullið er okkar,“ sagði fyrirliðinn. Morgunblaðið/Kristján SIGURGEIR Haraldsson, fyrlrliðl SA, tekur vlA íslandsbikarn- um á Akureyri í gærkvöldi. Jakob Bjðrnsson, bæjarstjórl á Akureyri, tll vlnstri, afhentl fyrirliAanum blkarlnn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.