Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 5
4 C LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 C 5 Söngvari og sagnfræðingur IAN Bostridge gefur bráðlega út sína fyrstu bók, sem fjallar um það hvernig ríkjandi stétt beitti ásökunum um galdra til að losa sig við óæskileg öfl í þjóð- félaginu milli 1650 og 1750. Bostridge er mjög eftirsóttur og hann er upptekinn fram til árs- loka 1997, en hann er bókaður til annars konar raddbeitingar en fylgir fyrirlestrahaldi. Bostich hefur þegar sungið í Covent Garden og með ensku þjóðaróperunni. Hann er aðeins þrítugur og er talinn einn fremsti tenór Breta. Bostich kom fyrst fram í óperu þegar hann var 13 ára. Það var í „Werther" eftir Massenet á sviði þjóðaróperunnar. Þegar hann var í háskóla söng hann ljóð eftir Schubert að eigin frumkvæði. Hann ákvað að fá tilsögn og hafði IAN Bostich, tenór og sagnfræð' Ingur. hugmyndir um að geta helgað sig hvoru tveggja, söngnum og fræðunum. Vendipunkturinn kom þegar hann steig á svið ástr- ölsku óperunnar i uppfærsiu af „Miðsumarnæturdraumi“ eftir Benjamin Britten árið 1994. Eftir það hafa fræðin orðið að sitja á hakanum. Bostich syngur í tveimur til þremur óperum á ári. Þess á milli heldur hann tónleika þar sem hann syngur einsöng. Ljóða- söngur er hans uppáhald og óbeitin sem hann hafði á ítölsk- um óperum í háskóla er horfin: „Smekkurinn hefur breyst," sepr hann í viðtali við tímaritið GQ. „Ég er opnari fyrir að sýna tilfinningar, en ég vil halda öllum boltunum á lofti í einu. Með því að gera sitt af hverju tagi er hægt að laða fram hinar ýmsu hlið- ar raddarinnar." Tungn- mál deyr TUSCARORA er eitt af tungumálum Iroquis- þjóðabandalagsins, sem sex frumbyggjaþjóðir í Kanada tilheyra. Hluti Tuscarora- þjóðarinnar býr á verndarsvæði í New York-ríki í Bandaríkjunum. Einnig býr fámennt brot þjóðarinn- ar í Norður-Karolínuríki, þar sem einungis örfáir einstaklingar af elstu kynslóð kunna enn móðurmál þjóðarinnar. Það er reyndar nokkr- um erfiðleikum bundið að komast að því hvaða fólk kann ennþá tusc- arora vegna þess að margir eldri Tuscarora-indíánar reyna að halda því leyndu að þeir kunni málið. „Ég er sannfærður um að þjóðin var ofsótt, félagslega, andlega og siðferðilega. Þess vegna hvarf tungumálið af sjónarsviðinu,“ segir Amos Key, framkvæmdastjóri menningarmiðstöðvar á verndar- svæði frumbyggja í Ontario, í við- tali við blaðið The Globe and Mail. „Foreldrum mínum var refsað fyrir að tala móðurmál sitt, og sögðu mér ljótar sögur um hegningar." Tvö til þrjú þúsund mál í bráðri hættu Tuscarora er eitt af þeim tvö til þijú þúsund tungumálum í heimin- um sem talin eru vera í bráðri út- Þegar Helen Salter lést á sjúkrahúsi í Toronto í lok síðasta árs, 93 ára gömul, tók móðurmál norður-amerísku frum- byggj aþjóðarinnar Tuscarora stórt skref nær útrýmingu, skrifar Kristján G. Arngríms- son. Þeir sem til þekkja telja að Salter hafí verið síðasti Kanadabúinn sem talaði tuscarora reiprennandi. Stend og fell með verkum mínum ASKELL Másson tón- skáld hefur fyrir margt löngu skapað sér nafn á alþjóðavettvangi. Hafa verk hans verið flutt á tón- leikum víða í Evrópu, Bandaríkj- unum og Austurlöndum og verið útvarpað af ófáum útvarpsstöðv- um um heim allan. Og enn stend- ur hann í stórræðum ytra. Sá tónlistarmaður sem hefur að öðrum ólöstuðum kynnt tón- smíðar Áskels mest erlendis er skoski slagverksleikarinn Evelyn Glennie, sem meðal annars vann hug og hjörtu hlustenda á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands á liðnu vori. Þykir frami hennar furðu sæta, þar sem hún hefur verið nær heyrnarlaus frá bamæsku. Samstarf þeirra Áskels á rætur að rekja til ársins 1990 og hefur Glennie allar götur síðan flutt verk hans víða um lönd. Þeirra oftast einleiksverkið PRIM, sem Áskell segir hana var- lega áætlað hafa leikið tvö hundruð sinnum á tónleik- um, meðal annars í Bret- landi, Bandaríkjunum,_ Ástr- alíu, Japan, Kína, Israel, Suður-Ameríku og á megin- landi Evrópu. Hefur Glennie nýlokið við að hljóðrita verkið og verð- ur það gefið út á geisla- plötu, sem kallast mun Drumming, í London 7. apríl næstkomandi. Að út- Verk Áskels Másson- ar tónskálds hafa um langt skeið verið flutt á erlendum vettvangi af heimskunnum hljómsveitum og ein- leikurum. Sérstak- lega hafa síðustu misseri verið við- burðarík og Orri Páll Ormarsson fór að finna Askel af því tilefni. gáfunni stendur BMG Classics, sem er hluti af RCA samsteyp- unni, einu kunnasta útgáfufyrir- f rn[/i nDHTlC Þá hefur Glennie flutt PRIM í sjónvarpi og ber þar hæst BBC í Bretlandi og NBC Now og NBC Super Channel í Bandaríkjunum. Lofsamlegir dómar Konsertþáttur fyrir litla trommu og hljómsveit er annað verk eftir Áskel sem Evelyn Glennie hefur leikið ásamt kunn- um hljómsveitum víðsvegar í ver- öldinni, einkum á síðustu misser- um. Má þar nefna Sinfóníuhljóm- sveit Birmingham, Konunglegu Fílharmóníusveitina, Sinfóníu- hljómsveit Cincinnati undir stjórn Ivans Fischers, Sinfóníuhljóm- sveit Baltimore og Sinfóníuhljóm- sveit Toronto, þar sem sjálfur Jukka-Pekka Saraste hélt um tónsprotann. Hefur Áskell um- boðsmann Glennie fyrir því að verkið falli tónleikagestum víðast hvar vel í geð og þeir rísi undan- tekningarlítið úr sætum að flutn- ingi loknum. Þá hafi fjölmargir lofsamlegir dómar birst í blöðum. Glennie er nú að æfa nýtt verk, FRUM, sem Áskell skrifaði sér- staklega fyrir hana. Verður það væntanlega frumflutt í Englandi á næstu vikum en að sögn Áskels gefur Giennie sér jafnan góðan tíma þegar hún er að fást við ný verk. Annar hljóðfæraleikari sem kostað hefur kapps um að flytja tónverk Áskels Mássonar á er- lendri grundu er breski orgelleik- arinn Iain Quinn. „Samstarf okk- ar Quinns hefur verið mjög gott og hann kom meðal annars hing- að til lands í tengslum við Myrka músíkdaga árið 1993 og lék þá öll stóru orgelverkin mín í Hall- grímskirkju," segir Áskell. Ein ágætasta kammersveit Breta Fyrr í vikunni kom út hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Raven geislaplata með einu þess- ara verka, Hugleiðingu, þar sem Morgunblaðið/Kristinn Iain Quinn er í aðalhlutverki. í Bretlandi er nýhafin Norræn tíð fyrir atbeina norrænu tón- verkamiðstöðvanna. Er markmið hátíðarinnar að kynna norræna tónlist en innlendir listamenn munu að mestu annast flutning- inn. Koma nokkur íslensk tón- skáld þar við sögu, þeirra á með- ASKELL Másson segir að kynni sín af fjölmörgu erlendu og innlendu tónlistar- fólki hafi tvímæla- laust haft áhrif á tón- skáldskap sinn. al Áskell Másson. Þegar hefur Hebrides Ensemble, „ein ágæt- asta kammersveit Breta“, eins og tónskáldið kemst að orði, flutt kammerverkið Snjó í Glasgow og Edinborg og Chamber Group of Scotland leikið PRIM, fyrrnefnt dálætisverk Glennie, á sérstakri hátíð í Skotlandi, þar sem list- dans og tónlist voru ofin saman. Þá mun danski básúnuleikar- inn Niels-Ole Bo Johansen, sem Áskell segir að sé sannkallaður snillingur á sínu sviði, leika ein- leiksverk eftir tónskáldið á hátíð heilags Magnúsar í Orkneyjum í lok júní næstkomandi. Áskell leggur Kaupmanna- höfn, menningarborg Evrópu 1996, til kammerverkið Elju. Hefur Caput-hópurinn, sem verk- ið er samið fyrir, þegar flutt það á hinum nafntogaða Tónskáld- atvíæringi við feikigóðar undir- tektir, að því er fram kemur í Berlingske Tidende. Þá mun dönsk kammersveit taka verkið upp á sína arma á ISCM-hátíð- inni, einni stærstu og virtustu tónlistarhátíð heims, í haust. Tónskáldið ber lof á alla þá innlendu og erlendu listamenn sem lagt hafa honum lið. „Ég hef verið mjög heppinn að fá tækifæri til að vinna með íjöl- mörgum frábærum hljómsveitum og einleikurum og er ekki í nokkr- um vafa um að kynni mín af þessu fólki hafa haft þýðingu fyrir minn tónskáldskap. Margir þeirra ferðast víða - halda á bil- inu 100-200 tónleika á ári - og það hefur verið gaman að fylgj- ast með því hvernig verkin mín hafa öðlast sjálfstætt líf, sjálf- stætt yfirbragð, í flutningi þeirra." íslensk tónlist í sókn Áskell segir að íslensk tónlist sé tvímælalaust að sækja í sig veðrið á alþjóðavettvangi. Því beri Bandaríkjaferð Sinfóníu- hljómsveitar íslands glöggt vitni. „Éf marka má viðtökurnar sem verk Jóns Leifs virðast hafa feng- ið á tónleikunum vestra er greini- legt að íslensk tónlist höfðar til Bandaríkjamanna. Ég dreg því enga dul á þá skoðun mína að hljómsveitin hefði átt að leika meira af íslenskri tónlist í ferð- inni og án efa að hafa íslenska einleikara með í för. Vonandi verður það gert næst þegar hljómsveitin heldur vestur um haf.“ Áskell Másson situr ekki auð- um höndum um þessar mundir - er meðal annars með Sinfóníu nr.2 í smíðum. Tónskáldið er tregt að tjá sig um verkið en segir þó að RÚN, verk fyrir sinf- óníuhljómsveit sem Sinfóníu- hljómsveit íslands frumflutti fyrr á þessu ári, og Elja séu einskon- ar brú á milli fyrstu sinfóníunnar hans, Sinfóníu trilogiu, og Sinf- óníu nr. 2. Þrátt fyrir þessa miklu kynn- ingu erlendis segir Áskell að að- stöðuleysið hér heima hái honum töluvert. Hann sé til að mynda enn að heyja baráttu fyrir frum- flutningi tveggja sinna stærstu verka, Sinfóníu trilogiu og óper- unnar Klakahallarinnar. „Þessi verk eru bæði gríðarstór en sin- fónían mun til að mynda taka um klukkustund í flutningi, auk þess sem hún er samin fyrir hundrað manna hljómsveit. Ég gefst hins vegar ekki upp enda stend ég og fell með verkum mínum.“ XOOTS Shada Koox, skrauthattur sem lista- maður úr röðum Chilkat Tlingit-indíána gerði á 19. öld. rýmingarhættu og ekkert virðist geta komið í veg fyrir að þessi mál deyi. I tímaritinu New Scientist segir að alls séu um sex þúsund tungumál í heiminum, en þar af eiga einungis um 600 öruggan sess. Langflest tungumála heimsins eru töluð af fámennum þjóðarbrotum, að því er segir í tímaritinu, og allt að helmingur þessara mála kann að glatast fyrir fullt og allt á kom- andi öld. Fimm tungumál hafa náð afger- andi fótfestu. Þau eru kínverska (mandarin), enska, spænska, rúss- neska og hindi, sem eru móðurmál helmings þeirra 5,7 milljarða manna sem jörðina byggja. Fjöldi þeirra Kanada- búa sem tala hvorugt op- inberu málanna, ensku og frönsku, eykst reyndar dag frá degi, því innflytj- endur frá öllum heimshorn- um bera móðurmál sín með sér og eiga, lögum sam- kvæmt, rétt á að varðveita málið sem og aðra menningarar- fleifð sína. En þessu er þveröfugt farið með frumbyggjaþjóðir lands- ins, sem þó hafa átt búsetu hér í álfu um árþúsundir. Tungumál frumbyggja eiga mjög undir högg að sækja vegna framgangs ens- kunnar. Af 53 tungumálum frum- byggja í landinu eru 43 talin í alvar- SÝNISHORN af list Tuscarora-frumbyggja; höfuðfat frá 19. öld. legri útrýmingarhættu, samkvæmt áliti þingmannanefndar sem skipuð var 1990. Einungis þijú mál, cree, ojibway og inuktitut, eiga góða möguleika á að blómstra, að áliti nefndarinnar. Hvað er tungumál? Nú má auðvitað spyija hvort það sé endilega af hinu illa að tungu- málum í heiminum fækki, gæti það ekki meira að segja orðið til bóta og einfaldað hlutina? Það er álit sumra sem teljast sér- fróðir um tungumál, að eftir því sem fleira fólk tal- ar færri tungumál, því auð- veldari verði öll sam- skipti manna á meðal og gagn- kvæm- ur skiln- ingur aukist. Sam- kvæmt þessu viðhorfi er tungumál fyrst og fremst tæki sem við notum til samskipta, svona svipað og við not- um hamar við smíðar. Gildi tungu- máls, samkvæmt þessu, er einung- is tæknilegt og ræðst af því markmiði sem málið auðveldar okkur að ná, svona eins og ef gildi hamarsins er einungis fólg- ið í því að hann auðveldar okkur að byggja hús. Tungumálið, líkt og hamarinn, hefur ekkert eiginlegt gildi; það er að segja, það skiptir ekki máli þótt tiltekið tungumál, eða tiltekinn hamar, glatist, ef ná má settum markmiðum með því að tala eitthvert annað mál, eða kaupa nýjan hamar. Gagnstæð þessu viðhorfi er sú skoðun að tungumál hafi eiginlegt gildi, sem glatast ef tungumálið deyr. Joanne Weinhotz, kennari við Tuscaroraskólann í Lewiston í Bandaríkjunum, segir við The Globe and Mail að tungumál sé annað og meira en bara samskiptatæki. „Tungumál," segir hún, „er lykillinn að því hvernig við hugsum." Hverfi tunga Tuscaroraþjóðarinnar glatist með henni heimssýn og menning þjóðarinnar. Amos Key segir að eftir því sem tungumálum fækki verði heimssýn okkar og lífsviðhorf einsleitari, því að í hveiju tungumáli búi sérstakur skilningur á lífinu og tilverunni. „Hyggist maður útrýma þjóð þá bytjar maður á að drepa tungumál- ið sem hún talar,“ segir hann. „Það er ekki lengur hægt að skiptast á hugmyndum og hugtökum." Það er að segja, hugmyndir eru ekki „þýðanlegar" yfir á annað tungu- mál, heldur deyja með málinu. „Ef maður vill breyta heimssýn þá er einfaldast að losa sig við tungumál- ið og taka upp annað,“ segir Key. „Með nýju máli kemur nýr skilning- ur á heiminum." Fyrir tíu árum hófst Key handa við að reyna að bjarga tungumálum þjóðanna í Iroquoisbandalaginu. Hann segist hafa haldið að bróðir Helen Salter, Robert Mount Pleas- ant, hefði verið síðasti Kanadabúinn sem kunni tuscarora reiprennandi. Mount Pleasant lést fyrir tveim árum. Það var ekki fyrr en tveim mánuðum áður en Salter lést að í ljós kom að hún kunni málið til hlítar. „Nú er einnig hún farin," segir Key. Móðurmálið bannað Ein af ástæðum þess hve tregt margt eldra fólk frumbyggjaþjóða er til að tala móðurmál sitt er sú, að um árabil reyndu kanadísk yfir- völd, ásamt kirkju og skólum, að útrýma tungum frumbyggjaþjóða. Börnum var bannað að tala móður- mál sitt í skólum, og var refsað ef þau heyrðust óhlýðnast boðum um að tala einungis ensku. Ekki er vafi á, að ráðamenn og kennarar töldu það vera af hinu góða að neyða börnin til að gleyma móðurmáli sínu og læra og tala ensku í staðinn. Rökin voru þau, að með þessum hætti yrði börnun- um auðveldara um vik að samsam- ast lífi og háttum hvítra, sem höfðu öll forráð í landinu. I heila öld var það opinber stefna yfirvalda að frumbyggjar skyldu samsamast menningu innflytjend- anna frá Evrópu. Þetta reyndist ókleift, því frumbyggjar veittu harða mótspyrnu og nú þykir þeim mikils um vert að tilheyra „fyrstu þjóðum" Kanada. Mörg börn og unglingar sem búa á verndarsvæð- um ganga nú í skóla þar sem kennsla fer fram á móðurmáli þeirra, auk ensku. Þessi háttur var tekinn upp fyrir tíu árum þegar foreldrar barna á verndarsvæðum gerðu sér grein fyrir að allir sem kunnu tungur frumbyggja þjóðanna til fullnustu voru orðnir háaldraðir og tungumál- ið var í hættu. „Við gerðum okkur grein fyrir að nú voru síðustu for- vöð,“ segir Allan Miller, sem er Mohawk-indíáni, við The Globe and Mail. „Faðir minn kunni mohawk, en hann kenndi mér ekki málið.“ Þótt skólagangan verði nokkru erfiðari fyrir vikið eru krakkarnir kátir með að læra bæði á ensku og sínu eigin tungumáli. Skólaganga á verndarsvæði hefur einnig þann kost að börnin verða ekki fyrir barð- inu á kynþáttahatri, sem oft mætir þeim í almennum skólum utan svæðanna. „Hér þarf ekki að setja reglur sem banna kynþáttahatur," segir Miller. Listin er löng en eru ekki til takmörk? TjEGAR H.G. Wells fjallaði um „Ódysseif" eftir James Joyce hafði hann á orði að það væri ósvífni að skrifa svona langar bækur. Um þessar rnundir virðist allt kapp lagt á magn í listheiminum. Tvö hlé eru gerð í leiksýningum til að áhorfend- ur þrauki til loka, ganga þarf þing- mannaleið til að komast gegnum listsýningar og það þykir vel slopp- ið ef kvikmynd er undir þremur klukkustundum. Ónefndur listrýnir breska tíma- ritsins The Economist telur að þessi áhersla á magn eigi rætur að rekja til síðasta áratugar þegar eitt þús- und verka sýning á list Pablos Pic- assos var sett upp í Nýlistasafninu í New York. Árið 1979 fór fimm klukkstunda sýning á myndinni „Napóleon“ eftir Abel Gance frá 1927 um heiminn. Nokkru síðar var sett upp söngleikjaútgáfa af „Nich- olas Nickelby11, sem stóð allan dag- inn. Þenslan náði einnig til bókaút- gáfu. Fyrsta bindi ævisögu Lyndons B. Johnsons Bandaríkjaforseta eftir Robert Caro var tæpar 900 síður og var viðfangsefnið þá rétt orðið þrítugt. Tilhneiging til þenslu Nú þarf ekki að leita langt til að finna þessa tilhneigingu til þenslu. Ný leikgerð af „Hinu ljósa mani“ og leikritið „íslenska mafían“ eru í lengri kantinum. Leikritið „Föðurlandsvinur fyrir mig“ eftir John Osborne tekur fjórar og hálfa klukkustund í flutningi. Sú var tíðin að kvikmyndir voru um ein og hálf klukkustund. Nú duga Oliver Stone ekki minna en þijár og hálf klukkustund til að gera Nixon skil og löggumyndin „Heat“ er rúmir þrír tímar. Stundum mætti halda að rithöf- undar skrifuðu eftir vigt. Síðasta skáldsaga Normans Mailers, „Harl- ots Ghost“ er rúmar 1.300 síður og fyrsta skáldsaga Davids Fosters Wallace, sem er nýkomin út og hefur hlotið mikið lof, er um eitt þúsund síður og ber þann tvíræða titil „Infinite Jest“ (Óendanlegt háð). Holskefla heildarverka Tónlistarútgáfufyrirtæki hafa fundið gullnámu í útgáfu heildar- verka. Philips hefur gefið út heild- aiwerk Mozarts á 180 geisladiskum og tekur viku að hlusta á þá alla ef spilað er linnulaust. Hætt er við að sá, sem kaupi sér slíkt safn, eigi einnig allar píanósónötur Beethov- ens, Haydn í heild og allar sinfóníur Bruckners. Með þessum hætti losna menn við að velja og hafna. Þeir fá sér einfaldlega allan pakkann. Hvernig gengur að hlusta er annað mál, en hafi menn söfnunaráráttu má svala henni með þessum hætti. Svipað má segja um stórar list- sýningar. Með því að þramma gegn- um stórar yfirlitssýningar er hægt að afgreiða á einu bretti ævistarf listamanns eins og á Picasso sýn- ingunni eða heilu tímabilin eins og á sýningunni Berlín Moskva, sem opnuð var í Moskvu í byijun mars eftir að hafa notið mikillar aðsókn- ar í Berlín svo mánuðum skipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.