Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Einar Falur JÓN Óskar myndlistarmaður. Ég sýg úr þeim orkuna Jón Óskar velur munstur úr bæklingum og málar á striga og dregur ósýnilega menn fram í sviðsljósið á sýningu í Gerðarsafni. Þóroddur Bjarnason ræddi við listamanninn. EG HEF lengi verið að vinna með andlitsmyndir og mynstur sem ímynd bakgrunns og andlitin hafa smám saman leyst upp í merking- arlaus mynstur. Eftir sýningu sem ég hélt á Sóloni Islandus árið 1993 fór ég að velta fyrir mér mynstrinu sjálfu og hvað það stendur fyrir, því að í því er saga og upplýs- ingar. í okkar daglega umhverfi fer þetta að hafa skreytigildi og birtist í gluggatjöld- um, betrekki o.fl.,“ sagði Jón Öskar. Hann sagðist velja munstrið í myndir sínar handahófskennt og enginn boðskapur lægi á bak við það. „í verkum mínum lít ég frekar á það sem ég set ofan á myn- strið sem mína mynd en mynstrið sjálft. Þetta eru mín ummerki í málverkinu og er eins og veggur sem smámsaman kámast út í fitu, matarslettum, klóri eða öðru,“ segir Jón en málningarlagið yfir mynstrinu á myndum hans gefur áhorfandanum þá til- finningu að verið sé að gera upp vegg í gömlu húsi og gamla betrekkið sé að hverfa á bak við nýja húð. A síðasta ári var ég mikið að vinna í húsinu mínu og ég get ekki neitað því að þær framkvæmdir hafa haft áhrif á þessar myndir.“ Tvær ljósmyndir eru á sýningunni. „Ég er búinn að nota myndir af fólki þó nokkuð mikið á sýningum mínum. Um leið og ein andlitsmynd er komin inn í salinn skapast ákveðin nærvera og einhver er með þér í salnum ,“ segir Jón. Förum og upplifum Öll málverkin eru gul. „Ég mála yfirleitt mjög dökkleitar mynd- ir en ég ákvað það útfrá þessum bjarta sal, sem þær eru í, að mála bjartar myndir.“ Gagnrýnandi Morgunblaðsins kvartaði yfir skilningsleysi og skorti á upplýsingum frá þinni hendi. Er erfitt að skilja myndirn- ar þínar? „Ég lít á það sem vandamál viðkomandi gagnrýnanda ef hann fer á sýningar og skilur þær ekki. Ég get lítið gert við því. Auk þess sem ég held að hann vilji ekki skilja suma myndlist,“ sagði Jón Óskar. Hann sagði að gagnrýnandinn virtist allt- af vera að biðja um yfirlýsingar og útskýr- ingar um verkin frá hendi listamannanna. „Eg skil ekki svona yfírlýsingar. Ekki erum við að biðja um útskýringar í leikhúsi eða á tónleikum, heldur förum við og upplifum. Við búum í mjög þröngu samfélagi þar sem mjög auðvelt er að byija ferilinn og þér er tekið opnum örmum og færð góða athygli. Við höfum þetta fram yfír mörg önnur samfélög,“ sagði Jón aðspurður um jákvæðar hliðar á því að vera myndlistar- maður á Islandi. „Vandamálið er hins vegar það að vöxtur- inn stoppar eftir þetta. Guðbergur Bergsson sagði eitthvað á þessa leið;„ Við eigum ekki stór blóm en við eigum falleg blóm en það er alltaf lággróður." Þetta er ein- mitt lýsandi fyrir okkar menningu. Lista- maðurinn vex strax upp undir þakið og verður þar.“ Þrúgandi til lengdar Hann er á mála hjá þremur galleríum á Norðurlöndunum sem sjá um að kynna hann, selja myndir hans og halda sýningar á verkum hans. „Að vera hjá þessum gallerí- um rekur á eftir.mér í vinnu. Ef ég væri bara að vinna fyrir sýningar hér heima myndi ég sjálfsagt vinna hægar. í gegnum þessi sambönd kynnist ég líka fólki og fleiri tækifæri skapast.“ Hógværðin virðist einkenna íslendinga á þann hátt að þeir vilja lítið ýta verkum sín- um fram á við og kynna sig. Hefur þú stað- ið í mikilli kynningu á þér og þínum verkum? „Já, já, og ég hef verið gagnrýndur fyrir að vera að pota mér áfram. Ég er ekkert að pota mér, þetta er vinnan mín. Ef ég framleiddi súkkulaði inni í Hafnarfírði, og væri alltaf að bíða eftir að einhver kæmi að kaupa, er ég hræddur um að mér yrði lítið ágengt. Markaðsmál voru hluti af nám- inu í skólanum sem ég var í úti í New York. Kennararnir sögðu við nemendurna: Þú gerir svona myndir og þá eru þessi gallerí líkleg til að hafa áhuga o.s.frv." Jón vinnur á Alþýðublaðinu með listinni og segist gera það til að fá fyrir salti í graut- inn auk þess sem hann sæki mikið í fyrirtæk- ið til að kúpla sig út úr eigin vangaveltum. „Það getur verið þrúgandi til lengdar að vera eingöngu að vinna á vinnustofunni. Á blaðinu er mjög skapandi fólk og á því nærist ég. Ég sýg úr þeim orkuna. Ég býst við að ég eigi alltaf eftir að vera með annan fótinn í blaðamennskunni," sagði hann. Kona Jóns heitir Hulda Hákon. Hún er myndlistarmaður og starfar bæði hér á landi og erlendis. Hún er sest hjá okkur og því er vel við hæfí að spyija hvort þau sýni mikið saman og hvernig það sé að búa með öðrum listamanni. „Við sýnum mjög sjaldan saman. Við gerum það ólíkar myndir að þegar verið er að velja á samsýningar þá föllum við ekki í sama flokkinn," segir Jón og Hulda bætir við: „Það er yfirleitt hægt að vita það að ef einhveijum líkar myndir mínar þá lík- ar honum ekki myndir Jóns og öfugt.“ Jón segir það mikinn kost hve ólík þau séu því ef þau væru líkari myndi verða meiri spenna á milli þeirra, „Það myndi allt lenda í háalofti," segir Jón. „Við leitum ráða hvort hjá öðru og tölum um verk okk- ar. Þetta er eiginlega það eina sem við ræðum, þ.e. eitthvað sem tengist myndlist." Þau eru búin að festa kaup á vinnustofu í Vestmannaeyjum og ætla að dvelja þar við listsköpun hluta úr árinu. „Það er fal- legt í Eyjum og auðvelt að komast þangað auk þess sem stutt er að fara með verk í skip og senda þau hvert sem er. Vestmanna- eyjar eru svona lítið metropol.“ Jón Óskar segir listina eitt síðasta vígi aristókratanna og nauðsynlegt sé að breyta þeim hugsunarhætti að gera verði öllum til hæfis þegar kemur að því að veita listamönn- um stuðning og tækifæri. „Það getur ekki verið kvótaskipulag á menningu," segir hann. Þegar kemur að kaupum á einhveiju, og list þar á meðal, virðist fólk horfa mikið á hvort hægt er að nota hlutinn. Hvað mynd- ir þú segja við mann sem viidi kaupa af þér með því skilyrði að þú gætir bent hon- um á notagildi í verkinu? „Myndlist skapar hughrif og þau er erf- itt að selja. Ef ég kynni svar við þessari spumingu væri ég í góðum málum,“ sagði Jón Óskar myndlistarmaður. Hafliði Haligrímsson meðal gesta Tríós Reykjavíkur á tónleikum annað kvöld Hátíðarstund í Hafnarborg „OKKUR fínnst alltaf gaman að halda tónleika með öðruvísi tón- verkum en tríóum, ekki síst þegar við fáum svona góða gesti til liðs við okkur. Þetta er í senn spenn- andi fyrir okkur sjálf og áheyrend- ur,“ segir Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari fyrir hönd Tríós Reykja- víkur, sem efnir til tónleika í Hafn- arborg á morgun, sunnudag, kl. 20. Auk tríósins, Guðnýjar, Gunnars Kvarans sellóleikara og Halldórs Haraldssonar píanóleikara, koma að þessu sinni fram Hafliði Hall- grímsson, tónskáld og sellóleikari, Hlíf Siguijónsdóttir fiðluleikari og Guðmundur Kristmundsson víólu- leikari en á efnisskránni eru tríó í D-dúr eftir Haydn, strengjakvartett eftir Hafliða Hallgrímsson og strengjakvintett eftir Schubert. Að sögn Hafliða var Joseph Ha- ydn trúaður maður sem byijaði sér- hvern dag með bæn en sneri sér síðan að slaghörpunni. Létu tón- verkin á sér standa brást tónskáld- ið jafnan við af æðruleysi og Iagð- ist einfaldlega aftur á bæn. Var Haydn afkastamikið tónskáld og skipta tríóin hans tugum. Halldór segir að tríó í D-dúr sé dæmigert píanótríó og Guðný bætir við að það sé lýrískt og láti afar vel í eyrum. í minningu vinar Strengjakvartettinn samdi Haf- liði á árunum 1990-91 til minningar um skoskan vin sinn sem skömmu áður hafði fallið fyrir eigin hendi. „í raun lýsir verkið því hvernig maðurinn nær sér svo til alltaf eft- ir áföll og byijar upp á nýtt. Það er alvarlegt til að byija með og er C-strengurinn á sellóinu, dýpsti tónninn í strengjakvartett, gegn- umgangandi. Hápunkturinn í þriðja þætti er staglkenndur enda ber hann hinum illu tungum, sem ræddu_ um atburðinn í Edinborg, vitni. í lokaþættinum losnar síðan um vissa svartsýni og þunglyndi og birta fer til en þótt verkið endi á dúr-hljómi læðist C-ið inn til að minna á sorgina,“ segir Hafliði. Strengjakvintett Schuberts er eitt vinsælasta kammerverk allra Morgunblaðið/Sverrir TRÍÓ Reykjavíkur ásamt gestum sínuni átónleikunum í Hafnarborg annað kvöld. Á myndina vantar Guðmund Kristmundsson. tíma. Þótti það ekki síst merkilegt á sínum tínia fyrir þær sakir að Schubert skyldi tefla fram tveimur sellóum. „Þetta er margslungið listaverk og það er samdóma álit fólks að ekki sé til hinn fullkomni flutningur á því,“ segir Hafliði en Guðný bætir við: „Við ætlum okkur þó að reyna.“ Guðný, Hlíf og Hafliði fluttu verkið ásamt tveimur Bandaríkja- mönnum á tónleikum í Reykjavík árið 1974 en Gunnar „naut þess þá að vera meðal hlustenda í saln- um“, eins og hann kemst að orði. „Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og við spilað þetta verk margoft með hinum ýmsu hljóð- færaleikurum. Maður lætur aldrei mörg ár líða án þess að flytja strengjakvintett Schuberts," segir Guðný. Hafliði hefur búið í Bretlandi um langt árabil. I seinni tíð hefur hann að mestu helgað sig tónsmíðum og tekur sellóið einungis fram á „hátíð- arstund", eins óg hann orðar það. Kveðst hann jafnan hafa mörg jám í eldinum og á næstunni verður til að mynda frumflutt eftir hann nýtt verk, Krossfesting, í Skotlandi. Er það samið við samnefnt málverk skoska málarans Craigie Aitchison.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.