Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 1
4 *> ** '4™ 41. • 4P9t Lið ÍBVíúrslit KÖRFUKNATTLEIKUR: KEFLVÍKINGAR MÆTA GRINDVÍKINGUM í ÚRSLITUM / D3 1996 LAUGARDAGUR 23. MARZ BLAD ÍBV Ieikur í dag til úrslita alþjóða knattspyrnu- mótinu á Kýpur. Þeir sigruðu Flora frá Tallinn í Eistlandi í undanúrslitum i fyrrakvöld 6:5 eftir vítaspyrnukeppni. Teitur Þórðarson er þjálfari Flora. Leifur Geir Hafsteinsson gerði mark ÍBV í leiknum, en staðan var jöfn 1:1 að hefðbundn- um leiktíma loknum og framlengingu og var þá gripið til vítakeppninnar. Vestmannaeying- ar etja kappi við sænska Iiðið Sirius í úrslita- leiknum en sænska liðið sigraði lið tslands- meistara Akurnesinga 3:0 í hinum undanúr- slitaleiknum í fyrrakvöld. Adams leikur ekki með Arsenal gegn Newcastle TONY Adams, fyrirliði Arsenal, sem hefur verið frá keppni vegna meiðsla síðustu tvo mánuðina, leikur ekki með gegn Newcastle á Highbury í dag, en búist var við að þetta yrði fyrsti leikur hans eftir meiðslin. Bruce Rioch, knattspyrnustjóri Arsenal ákvað í gærkvöldi að láta Adams ekki leika, enda búist við hörku- leik þar sem mikið hefði reynt á Adams gegn þeim Les Ferdinand og Faustino Asprilla. Terry Venables, landsliðsþjálfari, mætir til að fylgjast með David Platt, fyrirliða enska landsliðsins, sem hefur ekki leikið fjóra síðustu landsleiki Englands vegna meiðsla á hné. „David hefur verið lengi frá, en ég held að hann sé allur að koma til,“ sagði Venables. Leikurinn er mjög þýðingarmikill fyrir Newcastle í meistarabaráttunni. Þess mágeta að hann verður i beinni útsendingu hjá RtJV. ALFREÐ Gíslason og kúbverski lærisveinn hans, Julian Duranona, höfðu svo ríka ástæðu til að stíga dans og gleðjast í gærkvöldi, er annar áfanginn af þremur í göngunni að Islandsmeistaratitl- inum var í höfn með eins marks sigri, 29:28 í Kaplakrika. Þar með var annar sigur þeirra í janfmörg- um leikjum á FH staðreynd. Að baki þeirra glittir í fyrirliða þeirra, Erling Krisljánsson. í dag kemur í |jós hvort það verður UMFA eða andstæðingar KA í úrslitum síðasta árs, íslands- meistara Vals, sem verður keppi- nautur þeirra í lokaáfanganum. Leikurinn D/2 Morgunblaðið/Kristinn Liverpool og Ju- ventus mætast í Mónakó í ágúst LIVERPOOL og Juventus leika vináttuleik í knattspyrnu í sumar og verður það í fyrsta skipti sem iiðin mætast síðan i úrslitaleik Evr- ópukeppni meistaraliða á Heysel-leikvanginum í Briissel 1985. Þá ruddust stuðningsmenn Li- verpool að stuðningsmönnum Juventus fyrir leikinn með þeim afleiðingum að 39 létust, flestir ítalir. Jean-Louis Campora, forseti knattspyrnuliðs'furstadæmisins Mónakó, sagði í gær að leikurinn færi fram Louis II vellinum í smáríkinu, líklega í fyrstu viku ágúst. Hann sagðist hafa rætt þessa hugmynd lengi við for- ráðamenn Juventus og þeir hefðu sagt honum í vikunni að Liverpool væri tilbúið að leika í Mónakó. Áður höfðu komið fram hugmyndir um að leikurinn færi fram í New York. Ein besta svigkona heims keppir hér Skíðasamband íslands stendur fyrir alþjóðlegu stigamóti á íslandi í kringum páskana, svoköll- uðu FlS-móti og verður keppt í svigi í Bláfjöllum og í stórsvigi í Hlíðarfjalli á Akureyri. Allir bestu skíðamenn landsins verða á meðal þátttakenda en þar fyrir utan hafa margir erlendir skíðamenn boðað komu sína. Þar fer fremst í flokki Urska Hrovat frá Slóveníu, sem er ein besta svigkona heims; hún varð í 2. sæti í stiga- keppninni í svigi þegar upp var steð- ið eftir heimsbikarmót vetrarins og í 3. sæti í svigi á heimsmeistaramót- inu í Sierra Nevada á Spáni í síð- asta mánuði. Einnig er von á skíða- mönnum m.a. frá Grikklandi, Hol- landi og Norðurlöndunum. Svigkeppnin fer fram í Bláfjöll- um laugardag, sunnudag og mánu- dag um páskana en stórsvig- skeppnin fer fram í Hlíðarfjalli tæpri viku síðar, eða fimmtudag, föstudag og laugardag. Stórsvigs- keppnin átti upphaflega að fara fram á ísafirði en vegna snjóleysis var leitað til Akureyringa um að taka mótið að sér. í gær fékkst samþykki Akureyringa fyrir því að standa að stórsvigskeppninni í Hlíðarfjalli. Áfanga fagnað SKIÐI URSKA Hrovat frá Slóveníu keppir hér í nœsta mánuSi. HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.