Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 3
2 D LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 D 3 URSLIT FH - KA 28:29 Kaplakriki, annar og um leið síðari leikur í undanúrslitum íslandsmótsins í handknatt- leik, fostudaginn 22. mars 1996. Gangur leiksins: 2:0, 3:3, 6.4, 6:7, 8:10, 10:14, 13:15, 14:17, 19:22, 21:22, 24:24, 25:24, 26:27, 27:29, 28:29. Mörk FH: Hálfdán Þórðarson 5, Héðinn Gilsson 5, Sigurður Sveinsson 5/4, Siguijón Sigurðsson 4, Hans Guðmundsson 3, Guðjón Ámason 3, Gunnar Beinteinsson 2, Guð- mundur Petersen 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk KA: Julian Duranona 12/8, Björgvin Björgvinsson 6, Atli Þór Samúelsson 3, Alfreð Gíslason 2, Leó Öm Þorleifsson 2, Patrekur Jóhannesson 2/1, Erlingur Krist- jánsson 1, Jóhann G. Jóhannsson 1. Utan vallar: 14 mínútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald- ur Erlingsson, vom sjálfum sér samkvæmir. Áhorfendur: 1.500. Úrslitakeppni 2. deildar: ÍH-HK..........................21:33 Keflavík-UMFN 99:74 íþróttahúsið í Keflavík, flórði leikur í undan- úrslitum úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, föstudaginn 22. mars 1996. Gangur leiksins: 10:0, 16:4, 21:13, 32:22, 34:30, 43:35, 47:39, 54:39, 55:48, 70:58, 75:60, 86:66, 90:68, 99:74. Stig Keflavíkur: Albert Óskarsson 27, Falur Harðarson 26, Guðjón Skúlason 18, Sigurður Ingimundarson 13, Dwight Stuart 11, Davíð Grissom 3, Jón Kr. Gíslason 1. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 25, Friðrik Ragnarsson 11, Kristinn Einarsson 9, Rond-. ey Robinson 9, Rúnar Ámason 6, Jóhannes Kristbjömsson 4, Páll Kristinsson 4, Gunn- ar Örlygsson 4, Sverrir Þ. Sverrisson 2. Dómarar: Kristinn Albertsson og Leifur Garðarsson. Ágærir en dæmdu fremur lítið. Áhorfendur: Um 1.200. Knattspyrna Þýskaland Karlsruhe - HSV..................3:1 (Haessler 20. vsp., Dundee 27., Fink 90.) - (Spörl 1. vsp.) 25.000 1860 Milnchen - Schalke.........1:1 (Winkler 28.) - (Anderbriigge 84. vsp.) 30.600 UM HELGINA Handknattleikur Úrslitakeppni karla Undanúrslit - þriðji leikur: Laugardagur: Hlíðarendi: Valur - UMFA.........16.30 Úrslitakeppni kvenna Undanúrslit - fyrsti leikur: Laugardagur: Ásgarður: Stjaman-ÍBV............16.30 Surmudagur: Framhús: Fram - Haukar...........18 Annar leikur: Mánudagur: Vestmannaeyjar: ÍBV - Stjaman....20 2. deild karla: Laugardagur: Smárinn: Breiðablik - Fram......16.30 Körfuknattleikur Úrslit kvenna Fyrsti leikur af fimm: Sunnudagur: Keflavík: Keflavík - KR..........20 Aukakeppni um sæti í úrvalsdeild - fyrsti leikur: Sunnudagur: Akranes: ÍA - Þór Þ..............20 ■ Borðtennis íslandsmótið verður um helgina í TBR-hús- inu. Úrslit í kvennaflokki fara fram kl. 15.30 á laugardaginn og í meistaraflokki karla kl. 16. Blak Úrslit kvenna - 2. leikur Sunnudagur: Neskaups.: ÞrótturN.-HK.............14 Úrslit karla - 3. leikur: Sunnudagur: Austurberg: ÞrótturR. - Stjaman.....16 Karate íslándsmótið í kata verður haldið í íþrótta- húsinu við Strandgötu, Hafnarfirði, í dag. Úrslit í einstaklingskeppni hefjast kl. 14.40. íþróttir fatlaðra íslandsmót íþróttasambands fatlaðra í fimm greinum fer fram í Reykjavík og Akranesi um helgina. Keppni i boccia, bogfimi, borð- tennis og lyftingum fer fram á Akranesi, í sundi fer keppnin fram í Sundhöll Reykja- víkur. Knattspyrna Reykjavíkurmðtið, meistaraflokkur karla. Laugardagur: Laugardalur: KR - Valur.............17 Leiknisvöllur: Leiknir - KSÁÁ.......17 Sunnudagur: Laugardalur: Fram - ÍR...........20.30 Leiknisvöllun Fjölnir - Ármann...13.30 Glíma Lokamót Landsglímunnar fer fram í íþrótta- húsi Hagaskóla í dag, laugardag, kl. 14. Lyftingar Islandsmótið í ólympískum lyftingum fer fram í anddyri Laugardalshallar ki. 14 í dag. Skautar Fyrsta íslandsmeistaramótið_ í listskautum á vegum Skautasambands íslands verður haldið á skautasvellinu í Laugardal um heigina, laugar- og sunnudag. Mótið hefst í dag kl. 19, aðalkeppni og sýning fer fram á sunnudag kl. 13. jshokkí íslandsmót bama og unglinga verður á skautasvellinu á Akureyri í dag, laugardag, og morgun. IÞROTTIR IÞROTTIR HANDKNATTLEIKUR Ætlum okkur alla leið“ „HEPPNIN var okkar megin að þessu sinni auk þess við gerðum það sem þurfti er mest á reið,“ sagði Alfreð Gíslson, þjálfari KA. „Við höfum nokkrum sinnum lennt í sömu stöðu og i kvöld að vera undir þegar lítið er eftir af leikjum en reynsla hefur safnast. Þar af leiðir að við förum ekki á taugum heldur höldum haus og náum að snúa taflinu okkur í vil á ný. Það tókst að þessu sinni. Þeir voru með pressuna á sér og urðu að sækja og það er alltaf erfitt að þurfa að sækja upp á allt og ekkert í svona stöðu.“ „Við vorum í lægð en eftir að við náðum okkur á strik á ný var tak- markið aðeins eitt, að fara alla leið og sigurinn gegn FH í kvöld var góður áfangi á þeirri leið. Við misst- um einbeitinguna í vörninni um tíma í síðari hálfleik og hleyptum þeim inn í leikin en en tókst að ná frumkvæðinu aftur. Hverjir sem andstæðingar okkar verða í úrslit- um þá ætlum við að fara alla leið og sigra," sagði Björgvin Björgvins- son, homamaður KA. „Við lékum vel í síðari hálfleik en vantaði heppni til að knýja fram oddaleik," sagði Guðmundur Karls- son, þjálfari FH. „Ég er hins vegar ánægður með mína menn og þeir geta verið ánægðir með sina frammistöðu. Ég óska KA-mönnum til hamingju og óska þeim velfarn- aðar í framhaldinu." Morgunblaðið/Kristinn VARNARMENN FH máttu aldrei líta af hornamannlnum Jóhanni G. Jóhannssyni í leiknum í gærkvöldi. KA brást ekki Þannig vörðu þeir Jónas Stefánsson, FH, 8(4): 5(3) langskot, 1 gegnumbrot, 1 (1) af línu, 1 úr horni. Magnús Árnason, FH, 3(2): 3(2) úr horni. Björn Björnsson, KA, 8(5): 3(1) langskot, 2(2) eftir gegn- umbrot, 3(2) úr horni Guðmundur A. Jónsson, KA, 7(3): 5(2) langskot, 1 úr horni, 1(1) eftir gegnumbrot. LEIKMENN KA sýndu ígærkvöldi að þeir verðskulda fyllilega að leika til úrslita um um nafnbótina íslandmeistari í handknattleik karla árið 1996. Undir lok leiksins gegn FH í gærkvöldi lentu þeir undir um tfma en létu ekki bugast, heldur léku af yfirvegun, létu FH-inga um að gera mistökin. Þannig komust þeir framúr á ný og tókst að Ijúka einvíginu við FH í tveimur leikjum og bíða nú aðeins úrsiita í leik Vals og UMFA i dag. Þar skýrist hvort liðanna fær það óöfundsverða hlutverk að mæta þeim guiu og glöðu. Vel studdir af áhorfendum byijuðu FH-ingar betur og náðu að hafa forystuna framan af. Þeir léku 5/1 vöm þar sem Patrekur Jóhannesson var tekinn úr umferð Ivar og reyndu að leika Benediktsson langar sóknir og gekk skrifar bærilega. Gestimir virtust vera vel undir þetta búnir í sókninni en gekk illa að veijast. Eink- Urslitakeppnin í handknattleik Annar leikur liðanna í undanúrslitum íslandsmótsins, leikinn í Hafnarfirði föstudaginn 22. mars 1996. FH Mörk Sóknir °/ KA Mörk Sóknir % 13 23 57 F.h 15 23 65 15 23 65 S.h 14 23 61 28 46 61 Alls 29 46 63 SOKNARNYTING Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Lína Vfti Athugasemd f rá bæjar- stjóra Mosfellsbæjar MORGUNBLAÐINU barst í gær eft- irfarandi tilkynning frá Jóhanni Sig- urjónssyni, bæjarstjóra Mosfellbæj- ar: „í frétt á íþróttasíðu Morgunblaðs- ins í dag er greint frá því að íjórum liðsmönnum handknattleiksliðs UMFA hefði verið sagt upp störfum sama dag og leikur UMFA og Vals fór fram og Iíkum leitt að því að það hafi haft einhver áhrif á úrslit leiks- ins. Það sem ekki kemur fram í frétt- inni er að þessar uppsagnir eru liður í endurskipulagningu á vaktafyrir- komulagi og að þessum starfsmönn- um var jafnframt tilkynnt að þeim verður boðin endurráðning á grund- velli nýs vaktafyrirkomulags. Bent er á að málið snertir fleiri starfs- menn en þá sem tengjast hand- knattkleiksliðinu. Eins og fram kemur í frétt blaðs- ins hefur nú á undanfömum mánuð- um farið fram endurskoðun á rekstri íþróttamannvirkjanna með tilliti til mögulegs spamaðar I rekstri. Leiddi sú úttekt í ljós að ná má fram sparn- aði með breytingu á vaktafyrirkomu- lagi og tilfærslu á verkefnum, auk annarra þátta _sem að íþróttamann- virkjum snúa. í ljósi þess var ákveð- ið að endurskipuleggja vaktafyrir- komulagið sem þýðir uppsagnir og endurráðningu starfsfólks. Á bæjar- stjómarfundi miðvikudaginn 20. mars samþykkti bæjarstjórnin ein- róma að fara í þessar breytingar og var ákveðið að kynna þær fyrir starfsfólki strax daginn eftir til þess að eyða allri óvissu í málinu. Málið hefur verið í undirbúningi lengi og því alger tiiviljun að þetta ber upp á sama dag og þessi mikilvægi leikur. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa stutt handknattleiksdeild UMFA í gegnum tíðina með beinum og óbeinum hætti, meðal annars með því að starfsmenn íþróttamiðstöðvarinnar hafa geta sótt æfingar og kappleiki í vinnutím- anum ef þannig ber undir.“ um var markvarslan slök og skipti Guð- mundur Amar Jónsson fljótlega útaf og Bjöm Bjömsson kom í hans stað og náði sér betur á stik. KA-menn komust yfír á 16. mín., og FH-ingar brugðu um leið á það ráð að taka Julian Duranona úr um- ferð til viðbótar við Patrek og léku vömina þannig allt til enda. Nokkuð los komst á sókn KA um tíma en foringi þeirra Alfreð Gíslason átti svar upp í erminni. Tók Erling Kristjánsson útaf og sendi Atla Þór Samú- elsson inn í staðinn, sú skipting heppnaðist fullkomlega. Atli skoraði þijú dýrmæt mörk fyrir hlé. KA náði íjögurra marka forskoti og leiðir liðanna virtust vera að skilja. En Hafnfírðingar eru eldri en tvævetra og tókst að minnka forskot gestanna i tvö mörk fyrir hlé, 15:13. BLAK FH-ingar komu sem urrandi ljón til leiks í síðari hálfleik, staðráðnir í að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Þeir sýndu KA-mönnum enga virðingu og tókst ein- staklega vel upp í sókninni, börðust um hvern bolta og tókst með aðdáunarverðri seiglu að jafna og ná eins marks forskoti, 26:25, er sléttar 5 mín., voru eftir. En baráttan kostaði kraft og iengra komust þeir ekki. KA-menn náðu upp einbeitingu í vörninni og yfirvegun þeirra var mikil í sókninni allt þar til í þeirri síðustu. Þá var dæmdur ruðningur á Björgvin Björgvins- son er 20 sekúndur voru eftir og FH-ingar geystust upp í sókn en KA varð ekkert á í vörn sinni og tókst að halda vinningnum. FH-liðið barðist vel í síðari hálfleik eftir að hafa farið illa að ráði sínu í þeim fyrri. En þeir sýndu styrk og geta unað glaðir við sitt. Hálfdán Þórðarson var tvimæa- laust þeirra bestur. Björgvin Björgvinsson átti enn einn stór- leikinn. Skilaði góðu verki í sókninni þegar tveir voru teknir úr umferð. Alfreð er lið- inu ómetanleg kjölfesta hvort sem hann er utan vallar eða innan, það sást ve! að þessu sinni. KORFUKNATTLEIKUR Keflvíkingar miklu betri ÞAÐ verða Keflvíkingar og Grindvíkingar sem leika til úrslita í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Keflavík sigr- aði Njarðvík 99:74 ífjórða leik liðanna í gærkvöldi og sigraði því 3-1 í rimmu lið- anna í undanúrslitunum. Sig- ur Keflvíkinga var ótrúlega auðveldur og sannfærandi og greinilegt að Jón Kr. Gísla- son, þjálfari liðsins, er með sína menn rétt stemmda á réttum tíma. Falur Harðarson gaf tóninn í upphafi, en byrjun Keflvík- inga var frábær og Njarðvíkingar virtust hreinlega ekki mættir í húsið. Eftir þriggja Skúli Unnar mínútna leik höfðu Sl%nss0n heimamenn gert tíu stig en Njarð- víkingar náðu að gera sín fyrstu stig 45 sekúndum síðar. Keflvík- ingar léku grimma vörn og Njarð- víkingar áttu í hinum mestu vand- ræðum með að koma góðu skoti á körfuna. Ef þeir komust í gott skotfæri brást þeim bogalistin. Baráttan var til staðar hjá Keflvíkingum en gestirnir virkuðu Urslitakeppnin í körfuknattleik 1996 Fjórði leikur liðarma I undanúrslitum, leikinn í Keflavik 22. mars 1996 KEFLAVÍK N3ARÐVÍK 99 Stíg 74 26/33 Víti 9/15 9/17 3ja stiga 5/27 42 Fráköst , 42 28 (vamar) 24 14 < ( ók | 18 : Bolta náð 14 13r Botta tapað 12 15 Stoðsendingar 13 19 Villur 21 Stjaman jafnaði Stjaman úr Garðabæ skellti Reykjavíkur Þrótti í þremur hrinum gegn tveimur í öðrum úrslita- leik liðanna í Ásgarði í gærkvöldi. Fyrsta hrinan gaf tóninn að því sem koma skyldi en Stjarnan leiddi 8:3 þegar Þróttarar settu allt. í gang og náðu að jafna 10:10 og-aftur 13:13 en Stjaman náði með öguðum leik að innbyrða tvö síðustu stigin. Gest- imir vora komnir langleiðina með að vinna aðra hrinuna, 14:11, þegar allt hrökk í baklás og heimamenn unnu 17:15. SNOKER Þróttarar brotnuðu ekki og unnu næsstu tvær hrinur, 15:9 og 15:3. Urslitahrinan varð spennandi og góð tilþrif sáust. Áræðið var meira í sókn Stjörnunnar og það gerði gæfumun- inn, 15:12. íslandsmeistarar HK í kvennaflokki hófu titilvömina vel í gærkvöldi þegar þær skelltu Þrótti N. í þremur hrinum gegn tveim, 15:7, 15:17, 15:5, 4:15. Oddahrinan varð lyginni líkust þar sem að Þróttarastúlkur leiddu 12:9 Kópa- vogsiiðinu tókst að sigra með minnsta mun, 15:13. Jóhannes R. Jóhannesson, stigameistari Æfði tilskilinn tíma Jóhannes R. Jóhannesson, stiga- meistari í snóker, segir Björgvin Hólm Jóhannesson, formann Snók- ersambandsins, ekki fara með rétt mál í Morgunblaðinu í fyrradag, varðandi æfingar sínar. „Sambandið skyidaði okkur til að æfa tvo tíma á dag og þar sem ég átt sjálfur borð og keppnisdúk vildi ég fá að æfa mig heima. Sambandið neitaði og sagði að ég yrði að æfa á billiard- stofu. Eg æfði á stofunni á Klappar- stígnum í eina viku og flutti mig síð- an á Ingólfsbiliiard, æfði þar næstu átta daga auk þess sem ég æfði heima. Starfsmenn þessara stofa geta staðfest að ég æfði tilskilinn tíma. Síðan þegar í ljós kom að ég yrði ekki valinn í liðið hætti ég að æfa á stofunum, hélt að sjálfsögðu áfram að æfa heima,“ sagði Jóhann- es. SKAUTAR Morgunblaðið/Einar Falur ALBERT Óskarsson skorar hér þrátt fyrir að Rondey Robln- son brjótl á honum. Albert áttl stórleik en Rondey náði sér ekki á strik í lelknum, sem líklega var hans síðasti hér á landi. áhugalitlir og sem dæmi um það má nefna að fyrsta villan var dæmd á Njarðvík eftir að liðin höfðu leikið í rúmar níu mínútur, og þáð fékk aðeins dæmdar á sig fjórar villur í fyrri hálfleik. Ein- hvern tíma hefði Njarðvíkurliðið barist meira, sérstaklega þegar haft er í huga að það var undir allan tímann. Keflvíkingar voru heldur ekkert sérstakir í fyrri hálfleik, hefðu með eðlilegum leik átt að rúlla yfir Njarðvíkinga. Snemma í síðari hálfleik náði Keflavík 15 stiga forystu, 54:39, og eftir það var ekki aftur snúið. Keflvíkingar voru einfaldlega mun betri að þessu sinni. Njarð- vík breytti yfir í svæðisvörn um tíma með ágætum árangri og náði að minnka muninn örlítið. Keflvíkingar fundu þó fljótlega réttu leiðina og á skömmum tíma gerðu þeir fjórar þriggja stiga körfur og náðu aftur 15 stiga mun, 75:60. Þrátt fyrir að flestum væri ljóst, er fjórar mínútur voru eftir, að Keflavík myndi sigra. Engu að síður brutu Njarðvíkingar í gríð og erg og Keflvíkingar skor- uðu af öryggi af vítalínunni. „Þeir hafa svo gaman af að tapa fyrir okkur að þeir vilja endilega draga þetta á langinn eins og kostur er,“ varð einum stuðningsmanna Keflvíkinga að orði. Njarðvíkingar voru langt frá sínu besta í gær. Það var aðeins Teitur sem komst nálægt því að leika af eðlilegri getu. Kristinn átti góða rispu í síðari hálfleik og Páll í þeim fyrri og Friðrik átti þokkalegan leik fyrir hlé. Allir í liði Keflavíkur léku ágætlega og þeir Falur og Albert voru mjög góðir, bæði í sókn og ef til vill ekki síður í vörninni, sérstaklega sá síðarnefndi. Guð- jón átti ágætar rispur en fékk boltann ekki nógu mikið þegar Njarðvík lék svæðisvörnina. Gris- som og Sigurður voru mikilvægir í vörninni svo og Stuart, sem á eftir að reynast Keflvíkingum drjúgur, setur greinilega hag liðs- ins ofar öllu. Sigur- viljinn er loks kominn AUÐVITAÐ er ég mjög ánægður með að ná að leggja Njarðvíkinga 3-1 og það er eiginlega betra en maður átti von á,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari Keflvíkinga, ánægður eftir sigurinn í gær. „Við ræddum um það í leikhléi að reyna að taka fleiri varnarfráköst, en við höfðum látið þá taka allt of mikið af fráköstum undir okkar körfu. Við lékum mjög góða vörn og ég er ánægður með að hafa haldið Njarðvíkingum undir 80 stigum i öllum leikjunum. Þegar Njarðvíkingar breyttu í svæðisvörn hikstuðum við aðeins, en sem betur fer skoruðu þeir ekk- ert á meðan. Við náðum síðan að setja nokkrar þriggja stiga körfur gegn svæðisvörninni og þá var þetta komið. Ég get eiginlega ekki svarað því hvernig við ætlum að leika gegn Grindvíkingum, allur tíminn hefur farið í að einbeita sér að Njarðvíkingum en undirbúning- urinn fyrir úrslitarimmuna hefst á eftir - eða á morgun,“ sagði Jón Kr. Nú gekk upp og ofan hjá ykkur í vetur, en liðið virðist mjög vel stemmt þessa dagana. Eruð þið í réttu formi á réttum tíma? „Já, ætli það sé ekki rétt. Við erum mjög vel stemmdir þessa dagana eftir frekar dapran árangur í vetur. Við ræddum það meðal annars með Jóhanni Inga Gunnars- syni að ef til vill værum við orðnir of gamiir til að auðvelt væri að ná upp sigurviljanum og stemmning- unni. Sigurviljinn er kominn og það er mjög gaman að vera kominn í úrslit aftur eftir þriggja ára bið,“ sagði Jón Kr. en Keflvíkingar voru síðast í úrslitum árið 1993 og urðu þá íslandsmeistarar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson BRESKA stúlkan Natasha Mooney hef- ur verið vió kennslu hjá Skautafélagi Reykjavíkur að undanförnu og sýnlr listlr sýnar á sunnudaginn. Listdans í Laugar- dalnum FYRSTA íslandsmótið I listhlaupi á skautum fer fram um helgina. Mótið fer fram á skautasvellinu í Laugardal og verður keppt í flokkum frá 11 ára og yngri og upp í 16 ára og eldri. 37 þátttak- endur verða með í mótinu og koma þeir frá Skautafélagi Reykjavíkur og Skautafélagi Ak- ureyrar. í tilefni mótsins koma hingað til lands núverandi Bretlands- meistarar í paradansi, Andrew Seabrook og Marsha Poloupiac- henko, og munu þau sýna listir sínar ásamt Natasheu Mooney, sem var í sjöunda sæti í listhlaupi kvenna á síðasta meistaramóti Breta. Andrew er einnig núver- andi meistari Breta í unglinga- flokki. Mótið hefst í dag kl. 19 en aðalkeppnin og sýning erlenda skautafólksins verður á sunnu- daginn kl. 13. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. AFS vill gera öllum kleift að gerast SKIPTINEMAR ARGENTÍNA AUSTURRÍKI ÁSTRAlIa BANDARÍKIN BELGlA BÓLIVÍA BRASILÍA BRETLAND n • • s o z 1 Sí 8 3 s m § z m 8 s Yiir 25 lönd eru í boði í öllum heimsálfum. II Ógleymanieg reynsla. II Eykurþroska og víðsýni. H Gagnlegt tungumálanám. Hl 50 ára reynsla af nemendaskiptum. íslenskir nemar og fararstjóri í Venezuela. ® BfOttfÖr tVlSN iU’ il tll l. Þess vegna býður félagið mjög viðráðanleg greiðslukjör. Nú eru síðustu forvöð að sækja um ársdvöl í Bandaríkjunum, Evrópu og S-Ameríku með brottför í sumar og haust. >iFS Á ÍSL4NDI Álþjóðleg fræðsía og samskipti m O > Z 3 O xn K| O Oi 3 Z m X > r- < O < m r- O mm o m X $ o o n 8 Upplýsingar og umsóknarblöð fást á skrifstofu AFS á íslandi, Laugavegi 26, 3. hæð, milli kl. 10 og 16 virka daga. Sími 552-5450 PORTÚGAL PARAGUAY MEXÍKÓ LETTLAND JAMAÍKA ÍTALÍA INDÓNESÍA HOLLAND GVATEMALA Z Z i- > z o 11 w > X X r > Z o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.