Morgunblaðið - 24.03.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 24.03.1996, Síða 1
96 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 71.TBL. 84.ÁRG. SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS I : : Rússar og Hvítrússar boða ríkja- samband ALEXANDER Lúkasjenko, forseti Hvíta Rússlands, sagði í gær að ráð- gert væri að undirrita sáttmála Rússa og Hvítrússa um ríkjasamband 2. apríl. Samkvæmt sáttmálanum myndi hvort ríki halda fullveldi sínu. Ekki er ljóst með hvaða hætti þess- um sáttmála verður hrint I fram- kvæmd eða hversu langt hann mun ganga, en Ijóst er að þetta er stærsta skrefið í átt að samruna lýðvelda Sov- étríkjanna fyrrverandi frá því að þau leystust upp árið 1991. Lúkasjenko sagði á blaðamanna- fundi í Moskvu að drög að sáttmálan- um hefðu verið gerð á tveggja daga fundi með Viktor Tsjernómyrdín, for- sætisráðherra Rússlands, og Borís Jeltsín forseta. Talsmaður Tsjernó- myrdíns sagði að gengið yrði frá laus- um endum í samkomulaginu síðar í þessari viku, en ekki hefði verið ákveð- ið hvort þessi samruni yrði kallaður bandalag eða samveldi. Frekar popp en Mozart BRESKIR vís- indamenn hafa komist að þeirri niður- stöðu að það geti hjálpað börnum í próf- um að hlusta á tónlist popp- hljómsveita á borð við Oasis og Blur við námið. Ellefu þúsund börn- um var skipt í þijá hópa. Einn hlustaði á popp, annar á klassíska tónlist og sá þriðji á umræðuþátt í útvarpi. Nið- urstaðan var sú að börnin, sem hlust- uðu á vinsælustu dægurlagahljóm- sveitirnar, stóðu sig betur á greindar- prófi en hin og munaði fjórum af hundraði. „Ég held að um tilfinningaleg áhrif sé að ræða,“ sagði Sue Hallam, sem vann að rannsókninni. „Börnin höfðu gaman af að hlusta á hljómsveitina Blur og það hvatti þau. Mozart var útvarpshlustendunum hins vegar ekki sérlega mikil hvatning." Oasis Við Tjörnina Morgunblaðið/Ásdís Lee vinnur stórsigur í kosningum á Tævan Kínverjar segja sigurvegarann strengjabrúðu Bandaríkjamanna Taipei, Peking. Reuter. LEE Teng-hui, forseti Tævan, vann í gær yfirburðasigur í fyrstu beinu forsetakosning- unum, sem haldnar hafa verið á Tævan og Kínveijar brugðust við með því að segja að hann væri að steypa íbúum eyjarinnar í „hyl- dýpisgjá eymdar". Lee var með 54,7% fylgi þegar 75% at- kvæða höfðu verið talin og bentu skoðana- kannanir til þess að stuðningur við hann hefði aukist vegna heræfinga og þrýstings kínverskra stjórnvalda, sem líta á Tævan sem uppreisnarhérað. Háttsettur embættismaður í Þjóðarflokki Lees sagði þegar úrslit voru ljós að veita ætti Jiang Zemin, forsætisráðherra Kína, orðu vegna þess að áróður hans hefði jafn- gilt kosningaauglýsingu fyrir flokkinn. Það þykir bera því vitni að hræðsluáróður Kínveija hafi haft önnur áhrif en ætlað var að Peng Ming-min, frambjóðandi Lýðræðis- lega framsóknarflokksins og sjálfstæðissinni, var næstur Lee með 21,43% atkvæða. Lin Yang-kang, frambjóðandi stjómarandstöð- unnar, fékk 13,8% fylgi og Chen Li-an, sem hefur stutt gagnrýni Kínveija og kallað Lee „uppsprettu ringulreiðarinnar", fékk 10%. Tveir óháðir frambjóðendur, sem kröfðust sátta við Kínveija, fengu lítið fylgi. Kínveijar hafa hótað að ráðast inn í Tæv- an lýsi stjórnvöld þar yfir sjálfstæði. Þeir hafa haldið heræfingar og gert flugskeytatil- raunir til að skjóta stjórnvöldum á Tævan skelk í bringu og brugðust Bandaríkjamenn við með því að senda herskip á vettvang. Kínveijar sögðu í gær að Lee væri strengjabrúða Bandaríkjamanna og kosning- arnar væru ólýðræðislegt áróðursbragð til þess ætlað að kljúfa Kína. Reuter LEE Teng-hui, sigurvegari forseta- kosninganna á Tævan, greiðir atkvæði. Vöknar land áný? ÍO 20 „EG GET GRÁTIÐ OG HLEGIГ vrosnmMvPiMUiIr Á SUNNUDEGI 24 JÓHANNESARBORG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.