Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 71.TBL. 84.ÁRG. SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS I : : Rússar og Hvítrússar boða ríkja- samband ALEXANDER Lúkasjenko, forseti Hvíta Rússlands, sagði í gær að ráð- gert væri að undirrita sáttmála Rússa og Hvítrússa um ríkjasamband 2. apríl. Samkvæmt sáttmálanum myndi hvort ríki halda fullveldi sínu. Ekki er ljóst með hvaða hætti þess- um sáttmála verður hrint I fram- kvæmd eða hversu langt hann mun ganga, en Ijóst er að þetta er stærsta skrefið í átt að samruna lýðvelda Sov- étríkjanna fyrrverandi frá því að þau leystust upp árið 1991. Lúkasjenko sagði á blaðamanna- fundi í Moskvu að drög að sáttmálan- um hefðu verið gerð á tveggja daga fundi með Viktor Tsjernómyrdín, for- sætisráðherra Rússlands, og Borís Jeltsín forseta. Talsmaður Tsjernó- myrdíns sagði að gengið yrði frá laus- um endum í samkomulaginu síðar í þessari viku, en ekki hefði verið ákveð- ið hvort þessi samruni yrði kallaður bandalag eða samveldi. Frekar popp en Mozart BRESKIR vís- indamenn hafa komist að þeirri niður- stöðu að það geti hjálpað börnum í próf- um að hlusta á tónlist popp- hljómsveita á borð við Oasis og Blur við námið. Ellefu þúsund börn- um var skipt í þijá hópa. Einn hlustaði á popp, annar á klassíska tónlist og sá þriðji á umræðuþátt í útvarpi. Nið- urstaðan var sú að börnin, sem hlust- uðu á vinsælustu dægurlagahljóm- sveitirnar, stóðu sig betur á greindar- prófi en hin og munaði fjórum af hundraði. „Ég held að um tilfinningaleg áhrif sé að ræða,“ sagði Sue Hallam, sem vann að rannsókninni. „Börnin höfðu gaman af að hlusta á hljómsveitina Blur og það hvatti þau. Mozart var útvarpshlustendunum hins vegar ekki sérlega mikil hvatning." Oasis Við Tjörnina Morgunblaðið/Ásdís Lee vinnur stórsigur í kosningum á Tævan Kínverjar segja sigurvegarann strengjabrúðu Bandaríkjamanna Taipei, Peking. Reuter. LEE Teng-hui, forseti Tævan, vann í gær yfirburðasigur í fyrstu beinu forsetakosning- unum, sem haldnar hafa verið á Tævan og Kínveijar brugðust við með því að segja að hann væri að steypa íbúum eyjarinnar í „hyl- dýpisgjá eymdar". Lee var með 54,7% fylgi þegar 75% at- kvæða höfðu verið talin og bentu skoðana- kannanir til þess að stuðningur við hann hefði aukist vegna heræfinga og þrýstings kínverskra stjórnvalda, sem líta á Tævan sem uppreisnarhérað. Háttsettur embættismaður í Þjóðarflokki Lees sagði þegar úrslit voru ljós að veita ætti Jiang Zemin, forsætisráðherra Kína, orðu vegna þess að áróður hans hefði jafn- gilt kosningaauglýsingu fyrir flokkinn. Það þykir bera því vitni að hræðsluáróður Kínveija hafi haft önnur áhrif en ætlað var að Peng Ming-min, frambjóðandi Lýðræðis- lega framsóknarflokksins og sjálfstæðissinni, var næstur Lee með 21,43% atkvæða. Lin Yang-kang, frambjóðandi stjómarandstöð- unnar, fékk 13,8% fylgi og Chen Li-an, sem hefur stutt gagnrýni Kínveija og kallað Lee „uppsprettu ringulreiðarinnar", fékk 10%. Tveir óháðir frambjóðendur, sem kröfðust sátta við Kínveija, fengu lítið fylgi. Kínveijar hafa hótað að ráðast inn í Tæv- an lýsi stjórnvöld þar yfir sjálfstæði. Þeir hafa haldið heræfingar og gert flugskeytatil- raunir til að skjóta stjórnvöldum á Tævan skelk í bringu og brugðust Bandaríkjamenn við með því að senda herskip á vettvang. Kínveijar sögðu í gær að Lee væri strengjabrúða Bandaríkjamanna og kosning- arnar væru ólýðræðislegt áróðursbragð til þess ætlað að kljúfa Kína. Reuter LEE Teng-hui, sigurvegari forseta- kosninganna á Tævan, greiðir atkvæði. Vöknar land áný? ÍO 20 „EG GET GRÁTIÐ OG HLEGIГ vrosnmMvPiMUiIr Á SUNNUDEGI 24 JÓHANNESARBORG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.