Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Guðrún Agnarsdóttir í kjöri til forsetaembættis Laxveiði í sjó aldr- ei meiri LAXVEIÐI í sjó við ísland sumarið 1995 var sú mesta sem skráð hefur verið, eða alls 6.468 laxar sem vógu samanlagt 19,6 tonn. Guðni Guð- bergsson, fiskifræðingur hjá Veiði- málastofnun, segir þessa veiðiaukn- ingu „eftirtektarverða, einkum vegna þess að ísland hefur þá sér- stöðu að almennt eru sjávarveiðar óheimilar, ef frá eru taldar fimm jarðir við Vesturland, og aðeins voru stundaðar veiðar frá Qórum þeirra á síðastliðnu sumri“. í skýrslu sem Guðni hefur tekið saman eftir úrvinnslu á veiðiskýrsl- um frá síðasta ári, segir hann að aukning í sjávarveiði síðustu ár hafi að nokkru leyti haldist í hend- ur við aukin umsvif í hafbeit, en til marks um það hefur frá árinu 1991 verið sleppt á bilinu 3,2 til 5,7 milljón gönguseiðum úr íslensk- um hafbeitarstöðvum. Auk sjávarveiðinnar veiddust 6.717 laxar í net í ám hér á landi í fyrra, alls 21,7 tonn. í Ölfusá veiddust 1.792 laxar, 1.670 í Hvítá í Ámessýslu, 2.712 í Þjórsá og 56 í ám í Skaftafellssýslum. Um 220 laxar veiddust í net á vatnasvæði Hvítár í Borgarfírði, en þar er nú aðeins veitt í fá net síðsumars, er laxagöngum er að mestu leyti lokið. ♦ ♦ ♦---------------- Ellefu prestar svara biskupi ÓIAFI Skúlasyni, biskupi íslands, hefur borist bréf frá ellefu prestum þar sem þeir ráðleggja honum að víkja úr embætti meðan rannsókn stendur yfír á þeim ásökunum sem á hann hafa verið bomar. Bréfin eru eins konar svarbréf við bréfí sem biskup sendi prestum þar sem hann baðst fyrirgefningar á trún- aðarbroti. Baldur Kristjánsson biskupsritari sagði að bréfín væru sjálfstæð og hefðu ekki öll sömu ráðleggingar að geyma til handa biskupi. I þeim væri þó að fínna tillögu um að bisk- up viki sæti tímabundið eða til lengri tíma meðan mál hans væru til rannsóknar. Fulltrúaráð Prestafélagsins kem- ur saman til fundar 14. apríl og verður hann opinn öllum prestum. Samkvæmt fréttum Ríkissjónvarps- ins verður á fundinum borin upp tillaga um að biskup víki sæti. -----------» ♦ ♦----- Bruggað í Garðabæ LÖGREGLAN í Hafnarfirði og fíkniefnalögreglan lögðu í fyrrinótt hald á 315 lítra gambra og 37 lítra af fullunnum landa í einbýlishúsi í Garðabæ. Að auki fannst á staðnum tæki sem eimað getur 70 lítra af landa. GUÐRÚN Agnarsdóttir læknir til- kynnti í gærdag að hún myndi bjóða sig fram til embættis forseta íslands í kosningunum í júní næstkomandi. „Eftir mjög vandlega íhugun og í samráði við fjölskyldu mína hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embætt- is forseta í komandi forsetakosning- um,“ sagði Guðrún á blaðamanna- fundi á Komhlöðuloftinu í gær. Fyrirmyndarþjóðfélag „Meginorsakimar fyrir því að ég geri þetta eru þær að ég trúi því að hægt sé að skapa mjög gott þjóðfé- lag á íslandi, fyrirmyndarþjóðfélag," sagði Guðrún. „Þá á ég við þjóðfélag þar sem allir einstaklingamir skipta máli, fá notið hæfileika sinna, geta verið virkir þátttakendur og glatast ekki. Ég held að af ýmsum ástæðum séu alveg sérstakar aðstæður á ís- landi til þess að skapa svona gmnd- völl. Ég held að við getum það ef SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur ekki afgreitt frá sér þær umsóknir sem liggja fyrir um rekstur einkaað- ila á GSM-farsímakerfí hér á landi. Að sögn Sigurgeirs Sigurgeirssonar, deildarstjóra í samgönguráðuneytinu, er nú unnið að því að móta vinnuregl- ur við afgreiðslu slíkra umsókna og þær kröfur sem gerðar verða til um- sókna. Gerir hann ráð fyrir því að þeirri vinnu verði lokið eftir u.þ.b. mánuð. Hann býst þó ekki við því að rekstrarleyfi nýs kerfís geti legið fyr- ir fyrr en um mitt næsta ár. Að sögn Sigurgeirs liggja nú fjórar formlegar og óformlegar umsóknir um rekstur GSM-farsímakerfís fyrir við viljum. Þannig getum við orðið aflögufær og átt enn brýnna erindi við umheiminn en við eigum í dag. Ég er glöð og stolt yfír því að vera íslendingur um leið og ég ber virð- ingu fyrir og hef áhuga á marg- breytilegri menningu annarra þjóða og tel að við eigum að hafa góð sam- skipti við þær. Ég held að forseta- embættið sé alveg einstakur vett- vangur til að hafa áhrif og leggja sitt af mörkum til að láta þennan draum rætast," sagði hún. Nánar spurð um það á fundinum hvemig forsetaembættið geti orðið vettvangur til að skapa fyrirmyndar- þjóðfélag, sagði Guðrún að það væri hægt að gera með því að standa vörð um ákveðin gildi eins og sam- hygð og samhjálp, með því að stuðla að sjálfstæði þjóðarinnar, meðal ann- ars með því að mennta hana, og beina sjónum að auðæfum þjóðarinn- ar. Hún sagði einnig að þetta mætti hjá ráðuneytinu, auk þess sem fyrir- spumir hafi borist frá erlendum aðil- um. Segir hann því nokkuð ljóst að flöldi rekstrarleyfa verði takmarkaður og útboði beitt til þess að velja á milli umsóknaraðila. „Það er ljóst að það verða fleiri en einn sem sækja um að reka svona kerfí og ég á ekki von á því að við förum aðra leið en farin hefur verið erlendis, þ.e. með útboði á starfs- leyfí. Hvergi annars staðar innan EES hefur fleiri aðilum en tveimur til þremur verið leyft að fara af stað með svona þjónustu, ef frá er talið Finnland.“ Sigurgeir segir að erlendis hafi gera með því að eiga rödd á alþjóða- vettvangi „sem ekki bara kynnir ís- land, sem er mikilvægt, heldur er málsvari mannréttinda í víðustum skilningi, friðar, umhverfísvemdar." Hún sagðist ekki hugsa sér neinar róttækar breytingar á forsetaemb- ættinu. „Það er mikilvægast að fínna að maður á erindi. Ég held að hitt komi af sjálfu sér,“ sagði hún. Guðrún Agnarsdóttir er 54 ára gömul, fædd 2. júní 1941, dóttir hjón- anna Agnars Guðmundssonar sjó- manns og Bimu Petersen. Hún er læknrr og starfar í hlutastarfí sem sérfræðingur í veirufræði við Til- raunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum, sem forstjóri Krabbameins- félags Islands í hlutastarfi og um- sjónarlæknir Neyðarmóttöku vegna nauðgunar á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í hlutastarfí. Hún var alþingiskona Reykvíkinga fyrir Sam- tök um kvennalista 1983-1990. verið veittur um 4-5 ára aðlögunar- tími að slíkum ákvæðum en þar sem ísland hafí hér nokkra sérstöðu sök- um stijálbýlis megi ætla að lengri aðlögunartími verði gefínn hér á landi. Hann segist hins vegar gera ráð fyrir því að útboðsferlið myndi taka um 12—18 mánuði, þegar allt er til talið, miðað við reynslu er- lendra ríkja. „Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um það hvenær útboðið fer fram. Ég geri ráð fyrir því að það verði ljóst á allra næstu mánuðum. Samkvæmt allra bjartsýnustu spám gæti samkeppnin komið inn á fyrri hluta árs 1997.“ Morgunblaðiö/Kristinn GUÐRUN Agnarsdóttir tilkynnir forsetaframboð á blaðamannafundi á Kornhlöðuloftinu í gær. Með henni á myndinni er eiginmaður hennar, Helgi Valdimarsson prófessor, og stuðningsmennirn- ir Sigurður Björnsson og Ágústa Sigfúsdóttir. Fjórar umsóknír um rekstur GSM-kerfis Norðurskautsráð stofnað RÁÐHERRAFUNDUR átta ríkja sem liggja að norðurheimskautssvæðinu, Norðurland- anna fimm, Bandaríkjanna, Rússlands og Kanada, samþykkti í vikunni að stefna að stofnun Norðurheimskautsráðsins eins fljótt og verða mætti. Reuíer-fréttastofan hefur eftir Ronald Irwin, ráðherra norðursvæða Kanada, að stofnfundur verði haldinn í sumar og að embættismenn muni funda í Ottawa í Kanada í næsta mánuði til að undirbúa hann. Ráðherrafundur heimskautsríkjanna var haldinn í Inuvik í Norður-Kanada. Áformað hafði verið að stofnun Norðurheimskautsráðs, sem verið hefur í undirbúningi undanfarin ár, gæti farið fram á fundinum. Vegna tafa, eink- um af hálfu Bandaríkjanna, gat hins vegar ekki orðið ,af því nú. Hafið mikilvægasta auðlindin í drögum að stofnyfirlýsingu Norðurheim- skautsráðsins er mest áherzla lögð á umhverf- ismál. Guðmundur Bjarnason umhverfisráð- herra sat ráðherrafundinn í Inuvik fyrir hönd íslands, ásamt Ólafi Egilssyni sendiherra. Guðmundur sagði í ræðu sinni á fundinum að hafið og lífríki þess væri mikilvægasta auðlind ríkja á norðurslóðum. Því væri nauð- synlegt að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlind- arinnar, með velferð íbúa svæðisins að leiðar- ljósi. íslendingar væru þeirrar skoðunar að takmörkuð veiði sjávarspendýra væri ein leið til að ná þeim markmiðum. í lokayfirlýsingu fundarins í Inuvik árétta ráðherrarnir stefnu sína um vernd umhverfis norðurheimskautssvæðisins. Meðal annars er lögð áherzla á athugun á magni og dreifingu méngunarefna á norðurslóðum og möguleika á svæðisbundnu eftirliti með olíumengun. A ► 1-56 Vöknar land á ný ►Verið er að koma böndum á uppblásturinn og það nýjasta er að hefja endurheimt votlendis. /10 VelferAarkerfi hljóð- lega úr ham ►Frakkar segja heilbrigðiskerfi heimalandsins það besta í Evrópu ef ekki í heimi. En nú er það sjálft sjúkt, segja þeir líka og greinir á umlækningu. /13 Ég get grátið og hlegiA ►Örlagasaga Magnúsínu Olsen á ísafirði, frumherja í rækjuvinnslu hérlendis. /20 Gestirnir besta fjárfestingin ►í Viðskiptum/Atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Bjama í Brauðbæ og Þóru dóttur hans á Hótel Óðinsvéum. /24 B ► 1-32 Jóhannesarborg ►Á síðustu árum hafa Jóhannes Kristjánsson, Sólveig Sigurðar- dóttir og þrír synir þeirra byggt upp myndarlega ferðaþjónustu sem þau nefna nú Hótel Höfða- brekku en gárungamir í sveitinni tala alveg eins um Jóhannesar- borg. /1 Perlur og svín ►Hin mikla uppskeruhátíð banda- ríska kvikmyndaiðnaðarins, Ósk- ars- verðlaunahátíðin, er aðra nótt. Sæbjörn Valdimarsson spáirí spil- in. /10 Hversdagsleiki mætir raunveruleika ►Önnur kvikmynd Ásdísar Thor- oddsen, Draumadísir, var fram- sýnd í vikunni. Hún segir frá því hvemig myndin varð til. /16 FERÐALÖG ► 1-4 Uganda ►Stjama Afríku skín aftur. /3 FerAaþjónusta undlr Eyjafjöllum ►Fólk vill komast upp í óbyggðir og lenda í ævintýram. /3 D BÍLAR ► 1-4 Renault Mégane ► Arftaki Renault 19 er kominn til landsins, en bíllinn var fyrst kynntur á alþjóðlegu bílasýning- unni í Frankfurt í októbersl. /1 Reynsluakstur ►Sterklegur og hrár Isuzu. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fróttir 1/2/4/8/bak L«iðari 28 Helgispjall 28 Reykjavíkurbréf 28 Minningar 32 Myndasögur 40 Bréf til blaðsins 40 Idag 42 Brids 42 Stjörnuspá 42 Skák 42 Fólk í fréttum 44 Btó/dans 46 íþróttir 50 Útvarp/sjónvarp 54 Dagbók/veður Mannlífsstr. Kvikmyndir Dægurtónlist INNLENDAR ERÉTTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.