Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ! VIKAN 17/3 - 23/3. ►BANKAR og sparisjóðir munu leysa til sín allar helstu fasteignir Kaupfé- lags Rangæinga á Hvolsvelli til að minnka skuldir þess og gera sameiningu við Kaupfélag Arnesinga að veruleika. Söluverð þeirra eigna sem lánardrottnar kaupa er á bilinu 120 til 130 milljónir króna. ► HOF sf., móðurfyrirtæki Hagkaups hf. og sex ann- arra fyrirtækja, skiiaði alls um 304 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Velta samstæðunnar var alls um 11,5 miHjarðar en þar vóg þyngst velta Hagkaups sem nam um 10,2 milljörðum á árinu. Breyting á lögum um stéttarfélög HÖRÐUM umræðum á Alþingi um frumvarp til breytinga á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur lauk aðfara- nótt laugardags með því að stjómar- andstaðan að Ogmundi Jónassyni und- anskildum gekk úr þingsal. Afgreiddu stjómarliðar málið til nefndar gegn atkvæði Ögmundar. Formannafundur aðildarfélaga ASÍ hefur krafist þess að ríkisstjómin dragi frumvarpið til baka og falið miðstjóm ASÍ að fylgja málinu eftir og leita samstarfs við önn- ur samtök launafólks um allsheijar aðgerðir gegn frumvarpinu. Kennarar tilbúnir ►MEIRIHLUTI aðildar- ríkja Norðaustur-Atlants- hafsfiskveiðinefndarinnar hefur samþykkt málamiðl- unartillögu íslands og Grænlands um veiðistjórn- un á úthafskarfa á Reykja- neshrygg. Heildarkvótinn verður á þessu ári 153.000 tonn og er hlutur íslands 45.000 tonn. FULLTRÚARÁÐ Kennarasambands íslands hefur samþykkt að fulltrúar sambandsins hefji á ný vinnu í nefndum sem fjalla um flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Ráðið setti sem skilyrði að samnings- og lífeyrisréttindi kennara verði ekki skert. Kennarasam- tökin höfðu hætt öllu samstarfi við stjómvöld um flutnjng grunnskólans eftir að ríkisstjómin kynnti opinberum starfsmönnum drög að frumvörpum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Fleirum sinnt heima ►BOLLI Gústavsson vígslubiskup hefur kveðið upp þann úrskurð að sókn- arprestur og organisti í Langholtskirkju skuli sinna áfram störfum sínum við kirkjuna. Neiti annar hvor þeirra eða báðir að starfa í samræmi við úrskurðinn beri biskupi að grípa til ráð- stafana. ►BORGARYFIRVOLD hafa ákveðið að fresta frek- ari viðræðum við Leikfélag Reykjavíkur um gerð nýs samkomulags við félagið. Fulltrúar borgarinnar í við- ræðunefndinni gera kröfur um að sljórn félagsins geri grein fyrir breyttri stöðu, upplýsi um kostnað sem leiði af uppsögn leikhús- stjóra og hvernig þeim kostnaði verði mætt. TILLÖGUR nefndar um hagræðingú og spamað í rekstri fjögurra sjúkra- húsa í Reykjavík og á Reykjanesi fela meðal annars í sér tilfærslu sjúklinga úr dýrari rúmum í ódýrari og að öldmn- arsjúklingar verði sendir heim. Nefndin leggur til 22 leiðir til aukinnar hagræð- ingar, meðal annars að sjúklingar liggi í endurhæfingar- og öldrunarrúmum í stað bráðarúma og að heimahjúkrun verði aukin og áhersla lögð á slíka þjón- ustu í tengslum við sjúkrahúsin. Breytingar hjá krókaveiðibátum LANDSSAMBAND smábátaeigenda og sjávarútvegsráðuneytið hafa náð sam- komulagi um breytingar á fiskveiði- stjómunarkerfí fyrir smábáta, sem hafa svokallað krókaleyfí. Samkomulagið fel- ur í sér að sameiginlegur hámarksafli bátanna verður í framtíðinni hlutfall af heildarþorskafla eða 13,5% og fari aldr- ei niður fyrir 21.500 tonn. Sjávarútvegs- ráðherra hefur kynnt fmmvarp um þessar breytingar í ríkisstjórn. Breskir kúabændur riða til falls HVERT ríkið á fætur öðm bannaði sölu bresks nautakjöts eftir að Steph- en Dorrell, heilbrigðisráðherra Bret- lands, lýsti yfír því að kúariða gæti borist í menn og valdið Creutzfeldt- Jakob-heilahrömun. Frakkar vom fyrstir til að banna innflutning á bresku nautakjöti, en fjöldi Evrópuríkja bættist í hópinn, nú síðast Finnland, Singapore og Nýja Sjáland, og hefur ótti við kúar- iðu farið eins og logi yfír akur um heimsbyggðina. Persson tekur við ►UM 150 manns biðu bana í eldsvoða á skemmtistað í Manila, höfuðborg Filipps- eyja á mánudag. Mikil reiði ríkir vegna þessa máls. Margir þeirra, sem létu líf- ið, tróðust undir, en flestir létu lífið þegar þak skemmtistaðarins hrundi. SÆNSKA þingið veitti Göran Pers- son fulltingi til að stýra nýrri ríkis- stjóm Jafnaðarmannaflokksins á fímmtudag. Persson er fyrsti fjár- málaráðherra jafnaðarmanna, sem stígur beint í forsætisráðherrastól. Hann tekur við af Ingvari Carlsson. ►JAVIER Solana, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, sagði í Moskvu að ekki yrði hætt við stækkun bandalagsins í austur og Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, tók í sama streng í opinberri heimsókn í Moskvu. Solana sagði að einu mætti gilda um andstöðu Rússa. Lee Teng-hui sigrar LEE Teng-hui fékk rúmlega helming atkvæða í forsetakosningum á Tævan. Kínveijar hafa ítrekað reynt að skjóta íbúum Tævans skelk í bringu með heræfingum og eldflaugatilraunum. Kínveijar hafa hótað að ráðast á Tævan leiti stjórnvöld þar eftir al- þjóðaviðurkenningu. Bandaríkja- menn hafa sent liðsafla á vettvang til að bregðast við þrýstingi Kínverja. ►BRESKA blaðið The Gu- ardian varaði við því að eldsumbort á íslandi gætu valdið hörmungum um alla Evrópu. Vísað var til eld- gosa fyrr á öldum og sagt að veðurfarsaðstæður nú væru svipaðar og þegar gaus í Lakagígum árið 1783 og uppskera eyðilagðist allt suður til Napolí á Ítalíu. Mandela skilur NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, fékk í vikunni skilnað við Winnie. Nelson Mandela kvaðst hafa verið mjög einmana í hjónabandinu og sagðist ekki mundu sættast við hana „þótt öll veröldin" þrýsti á hann. ► BOB Dole, leiðtogi repú- blikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, tryggði sér útnefningu flokks síns til forsetaframboðs í for- kosningum, sem haldnar voru í Ohio, Michigan, 111- inois og Wisconsin á þriðju- dag. FRETTIR Stéttarfélagsfrumvarpinu vísað til nefndar eftir deilur á þingi Sljórnarandstæðing- ar gengu úr þingsal FYRSTU umræðu á Alþingi um frumvarp félagsmálaráðherra um stéttarfélög og vinnudeilur lauk ekki fyrr en á þriðja tímanum aðfaranótt laugardags en hún hafði þá staðið nær óslitið frá kl. hálfellefu um morguninn. Varð að gera hlé á þing- fundi áður en atkvæðagreiðsla gæti farið fram þar sem fáir stjómarþing- menn og enginn ráðherra, að undan- skildum félagsmálaráðherra, voru á staðnum. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu þetta harðlega og þegar nægur Qöldi þingmanna var kominn til þingfundar og hefja átti atkvæða- greiðsluna kl. hálfþrjú um nóttina gengu þingmenn stjómarandstöð- unnar, að Ögmundi Jónassyni undan- skildum, úr þingsal eftir hvöss orða- skipti við stjómarþingmenn og tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins. mm Ogmundur Jónas- son greiddi at- kvæði á móti tíma og hún stóð yfir var haldið ár- legt boð forseta íslands á Bessastöð- um fyrir ráðherra, sendimenn er- lendra ríkja og formenn þingflokka. Páll Pétursson félagsmálaráðherra var einn til andsvara af hálfu stjórn- arliða. Hann sagði meginstefnu málsins vera þá að gefa hinum al- menna manni, bæði meðal atvinnu- rekenda og í stéttarfélögunum, tæki- færi til að taka þátt í meginákvörð- unum um starfskjör sín eða launa- greiðslur. Hart deilt á félagsmálaráðherra Deilt um lýðræðisleg vinnubrögð Yið umræðumar um kvöldið héldu þingmenn stjðmarandstöðunnar uppi harðri gagnrýni á málsmeðferð ríkis- stjórnarinnar og efni frumvarpsins. Var félagsmálaráðherra gagnrýndur sérstaklega fyrir að taka fram fyrir hendur aðila vinnumarkaðarins og sakaður um að ganga erinda vinnu- veitenda. Ágúst Einarsson, Þjóð- vaka, sagði að þetta mál hefði þó í för með sér að það skerpti pólitískar línur og að stjómarandstaðan hefði sameinast í gagnrýni sinni. Lýstu nokkrir þingmenn mikilli óánægju með hve fáir stjómarliðar tóku þátt í umræðunni um kvöldið en á sama Þegar þingmenn stjórnarandstöðu gengu úr þingsal eftir snarpar deilur og frammíköll úr þingsal kvaddi Geir H. Haarde, þingflokksformaður Sjálf- stæðisflokksins, sér hljóðs og sagði að stjómarandstaðan hefði sýnt í verki ást sína á lýðræðislegum vinnu- brögðum með því að ganga út úr þing- salnum. Sagðist hann lýsa furðu sinni og vanþóknun á þessari afstöðu. „Það að vísa máli frá fyrstu til annarrar umræðu og til þingnefndar er ekki annað en spuming um að mál fái þinglega afgreiðslu og með- ferð í þinginu," sagði Geir. Sagði hann að það væri algild þingvenja að vísa máli til nefndar eftir fyrstu umræðu. Þeir sem ekki vildu taka þátt í því og gengju út úr þingsalnum og þinghúsinu, væru að lýsa fyrirlitn- ingu á þessari þingvenju. „Þetta er mjög sjaldgæft. hefur að vísu einstaka sinnum komið fyrir á liðnum árum en sem betur fer ekki oft,“ sagði Geir. Ögmundur Jónasson gagnrýndi stjómarliða harðlega og sagði að stjómarandstaðan hefði sýnt í verki áhuga sinn á þessu máli með því að vera í þingsölum allan tímann og taká þátt í umræðu um málið. „Stjórnarliðar hafa ekki sýnt lýðræð- islegan vilja í verki, eins og háttvirt- ur þingmaður Geir Haarde sagði hér áðan, vegna þess að þeir hafa ekki verið í salnum og ekki tekið þátt í þessari umræðu, með örfáum undan- tekningum. Það er hins vegar núna verið að draga þá út úr veislusölunum og upp úr rúminu til þess að koma og afgreiða þetta mál. Sú krafa hef- ur verið sett fram af hálfu gervallrar verkalýðshreyfígnarinnar á íslandi að þetta mál verði tekið út af dag- skrá því með þessu frumvarpi er frið- urinn rofínn f landinu og það er mik- il ósvífni að halda því fram að stjóm- arandstaðan hafi ekki viljað sýna þessu máli virðingu. Hún hefur verið að ræða þetta mál í allan dag en það eru stjómarliðar sem hafa sýnt þessu máli þá óvirðingu að hafa ekki tekið þátt í umræðunni með örfáum und- antekningum," sagði Ögmundur. Frumvarpinu var síðan vfsað til annarrar umræðu og félagsmála- nefndar með 32 atkvæðum gegn einu atkvæði Ögmundar. Var þetta síð- asti þingfundur Alþingis fyrir páska. Um 6.400 manns án atvinnu TÆPLEGA 6.400 manns voru að meðaltali á atvinnuleysisskrá í febr- úar sem er 1.301 færri en í síðasta mánuði og 856 færri en á sama tíma í fyrra. Konur á atvinnuleysisskrá em 254 fleiri en karlar. Tölurnar jafngilda 5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, eða 4,1% hjá körl- um og 6,3% hjá konum. Síðasta virka dag febrúarmánaðar vár 7.051 á atvinnuleysisskrá á landinu öllu, sem er 406 færri en í lok janúar. Þetta kemur fram í frétt frá Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytis um atvinnuástandið í febrúar. Atvinnulausum fækkar í heild að meðaltali um 16,9% frá janúarmánuði en hefur fækkað um 11,7% frá febrúar í fyrra. Segir að breytingar milli mánaða skýrist aðallega af góðri atvinnu í kringum loðnuvertíðina og meiri botnfískafla, auk hefðbundinnar árstiðarsveiflu í öðmm greinum. Atvinnuleysi minnkar talsvert alls staðar á landinu frá því í janúar, en hlutfallslega mest á Austurlandi og minnst á höfuðborgarsvæðinu. H-lutfallslegt atvinnuleysi er nú mest í höfuðborginni og nágrenni en minnst á Vestfjörðum. Búist við svipuðu ástandi áfram Atvinnuleysi dregst saman um 16% meðal kvenna og tæp 18% hjá körlum milli mánaða. Þá segir í fréttinni að búast megi við að at- vinnuleysi breytist ekki mikið á landinu í mars og geti orðið frá 4,8%-5,3%. Hlutfallslegt atvinnuleysi hefur minnkað úr 6% í 5% frá janúar en var 5,8% í febrúar í fyrra. Á lands- byggðinni minnkar atvinnuleysi í heild um 31,5% milli mánaða og um 33,5% milli ára, ef miðað er við febr- úar í fyrra. Hlutfallslegt atvinnuleysi i febr- úar er 5,7% í höfuðborginni, 5,0% á Suðurlandi, 4,9% á Norðurlandi eystra, 4,4% á Norðurlandi vestra og Vesturlandi, 3,5% á Suðumesj- um, 3% á Austurlandi og 1,1% á Vestfjörðum. Laus störf hjá vinnumiðlunum í lok febrúar voru 43 á landinu öllu, þar af 27 á höfuðborgarsvæðinu og 10 á Vestfjörðum. Af þeim sem skráðir voru atvinnulausir í lok febr- úar (7.051) voru 1.034 í hlutastörf- um, eða 14,7%. Átt er við þá sem eru í reglubundnum hlutastörfum eða með tímabundið hlutastarf á síðasta skráningardegi. Af 3.282 körlum vom 7,6% í hlutastörfum en 20,8% af 3.769 konum. Á landinu öllu voru 1.034 í hlutastörfum, 250 karlar og 785 konur. Flestir á höfuð- borgarsvæðinu, 504, sem er 10,7%. Á landsbyggðinni voru það 530,’eða 22,6%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.