Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 6
0KJAJ8WJDH0M MORGUNBLAÐIÐ 6 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 ERLENT Kúariða og Creutzfeldt-Jakob-veikín Utbreidd sýking eða einangruð tilfelli? "Zig&y B AKSVIÐ Reuter BRESKIR kúabændur riða til falls vegna ótta almennings við framleiðslu þeirra og ekki er að undra að bændurnir, sem hér sjást á nautgripamarkaði í Banbury, séu þungt hugsi. Kjötfár hefur breiðst út um Evrópu. Óttast er að kúariða geti vald- ið fágætum heilasjúk- dómi í mönnum en Karl Blöndal komst að því að í þessu máli er ekki allt sem sýnist. OTTI við að bresku nauta- kjöti fylgi hætta á að menn fái ólæknandi heilasjúkdóm hefur gripið um sig um heimsbyggðina. Stephen Dorrell, heilbrigðisráð- herra Bretlands, sagði á miðviku- dag að verið gæti að kúariða bær- ist í menn og leiddi til Creutzfeldt- Jakob-heilahrömunar. í kjölfarið hefur Qöldi ríkja um allan heim bannað innflutning nautakjöts og heima fyrir eru bresk stjómvöld sökuð um yfirhylmingu. Það er langt frá því að sannað sé að bein tengsl séu milli riðusmits og Cre- utzfeldt-Jakob-veikinnar og gerðar hafa verið rannsóknir, sem benda til þess að menn geti ekki smitast af kúariðu. Hins vegar getur liðið mjög langur tími þar til Creutz- feldt-Jakob-veikin kemur fram og sömuleiðis geta nautgripir smitast löngu áður en þeir veikjast. Því er erfitt að gera sér grein fyrir út- breiðslu þessara sjúkdóma. Óvissa af þessu tagi er uppspretta hræðsl- unnar, sem hefur gripið um sig. Ástæðan fyrir yfirlýsingu Dorr- ells var sú niðurstaða ráðgefandi vísindanefndar bresku stjórnarinn- ar að greinst hefði nýr stofn Cre- utzfeldt-Jakob-veikinnar í tíu manns undir 42 ára aldri, en meðal- aldur þeirra, sem fá sjúkdóminn, er 63 ára. Bresk stjómvöld höfðu haldið því fram frá því að kúariða kom fyrst fram á Bretlandseyjum fyrir áratug að mönnum stæði engin hætta af þrátt fyrir ýmsar efasemdir. Sannanir vantar Dorrell lagði á það áherslu þegar hann ávarpaði breska þingið á mið- vikudag að vísindamenn hefðu ekki fundið óyggjandi sönnun fyrir tengslum miili sjúkdómanna og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf út yfirlýsingu þess efnis á föstudag. Dorreil bætti við að það væri jafn hættulegt að fara offari og að draga úr mikilvægi málsins. Meðalaldur þeirra tíu sjúklinga, sem vísindanefndin byggði niður- stöðumar á, var 27 og hálft ár og vitað er um tvö tilfelli til viðbótar, sem reyndar eru óstaðfest. Prófessor John Pattison, formað- ur nefndarinnar, sagði að svo virt- ist sem eitthvað nýtt væri að ger- ast nú og hefðu sjúklingamir senni- iega smitast um miðjan síðasta áratug eða í lok hans. Einn möguleiki væri að hér væra á ferðinni einstaklingar, sem væru sérlega móttækilegir fyrir sjúk- dómnum, og því mætti gera ráð fyrir að tilfellum fjölgaði eftir því, sem fram Iiðu stundir. Hvað gerist næst? „Þetta er ástæðan fyrir því að við eram að lýsa yfir þessum áhyggjum," sagði Pattison. „Marg- ir segja að þetta séu aðeins tíu til- felli. En spumingin er hvað gerist næst?“ Pattison sagði að nýja afbrigðið væri það frábragðið Creutzfeldt- Jakob-veikinni að það yrði ef til vill skilgreint sem nýr sjúkdómur. Hann sagði að enginn sjúklinganna tíu hefði verið bóndi. Rannsóknir bentu til að ekki hefði verið um óeðlilega erfðaþætti að ræða og það hefði leitt til þeirrar niðurstöðu að sennilega væri helsti áhættu- þátturinn að viðkomandi hefðu komist í tæri við smitefni kúariðu. Creutzfeldt-J akob-heilahrömun hefur ekki aðeins verið bendluð við kúariðu. 10% til 15% tilfella eru rakin til erfða. Talið er að sjúkling- ar hafi í örfáum tilfellum fengið sjúkdóminn eftir homhimnu- ígræðslu í auga, aðgerðir á heila eða vaxtarhormónagjafir, svo dæmi séu tekin. Vaxtarhormón er unnið úr heiladingli eftir andlát og hafa 16 tilfelli Creutzfeldt-Jakob- veiki greinst á Bretlandi í sjúkling- um í slíkri meðferð. Þorri dauðs- falla af sjúkdómnum er hins vegar rakinn til einangraðra tilfella þar sem á sér stað óforvarandis um- breyting svokallaðs príon-próteins í hið sýkta form, eða riðuform. Má nefna að sjúkdómurinn dró George Balanchine, lærimeistara Helga Tómassonar, stjómanda San Francisco-ballettsins, til dauða. Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómurinn veldur andlegri hrörnun og sjúkl- ingurinn missir stjóm á vöðva- hreyfíngum með þeim afleiðingum að hann heldur ekki jafnvægi. Sjúkdómurinn getur einnig valdið blindu og málleysi. Það getur tekið sjúkdóminn tíu til fímmtiu ár að koma fram, en eftir að einkenni koma fram dregur hann menn til dauða á þremur mánuðum til ári. Rakið til príon-próteina Upprunalega var talið að um veirasjúkdóma væri að ræða, en árið 1967 kom fram tilgáta um að hér væri á ferð smitandi prótein. 1982 fann Stanley B. Prusiner læknir prótein, sem féll að þessari tilgátu og var það nefnt príon-pró- tein, sem allir eru með. Þetta pró- tein getur tekið á sig smitform, sem verður vegna stökkbreytinga á prí- on-geninu. Prusiner skrifaði grein um príon- prótein í tímaritið Scientific Am- erican f janúar 1995 og sagði þar að aukinn skilningur á þrívíddar- byggingu próteinsins gæti leitt til meðferðar á Creutzfeldt-Jakob- veikinni, til dæmis ef fyndist efni, sem gæti bundist við próteinið og komið í veg fyrir að heilbrigða pró- teinið tæki á sig smitformið. Kenningin um príon-próteinið nýtur mikillar hylli, en þessi fræði eru hins vegar það óljós að enn er verið að rannsaka hana. Ekki er heldur gefið að riða geti borist milli tegunda. Frá því að kúariða var fyrst greind á Bret- landi hefur verið talið að upptök hennar megi rekja til þess að naut- gripum þar var gefið fóður, sem unnið var úr sauðfé, sem smitað var af riðu. Sérfræðingar stjórn- valda töldu að fóður, sem innihélt smitefni, hefði haft áhrif á óvirkan heilasjúkdóm í nautgripum. Því næst hafí bræddar leifar sýktra nautgripa verið gefnar öðrum naut- gripum í formi próteina. Þetta hafí gerst vegna þess að ekki hefði ver- ið notaður nægur hiti við bræðsl- una, en smitefnið, sem veldur riðu, er mjög hitaþolið. Reglur hertar Reynt var að skylda bændur til að slátra nautgripum þar sem sýk- ingar varð vart, en stjórnvöld gerðu þau mistök að bæta tjón þeirra aðeins til hálfs. Talið er víst að bændur hafí því sniðgengið stjómvöld og látið slátra nautgripum til kjötvinnslu til þess að fá fullt verð fyrir vöru sína. Þessu var síðar breytt og bændum bætt tjón þeirra að fullu. Bresk stjórnvöld bönnuðu notk- un jórturdýra í nautgripafóður og 1989 var bannað að nota ýmis líf- færi úr nautgripum í fóður, þar á meðal hóstarkirtil, hálskirtil, milta, mænu og heila. Talið er líklegast að smitefnið leynist í þessum líf- færum og undanfarna daga hafa bresk stjórnvöld haldið því fram að enginn geti hafa sýkst eftir að þetta bann var sett á. Regiur um hreinlæti í sláturhúsum og fóður- gerð hafa verið hertar smám saman síðan, meðal annars í þessari viku. Hins vegar hefur verið haldið fram að bændur hafí ekki alltaf virt regl- urnar. Þó hefur talsvert dregið úr tíðni kúariðu eftir að gripið var til þessara aðgerða. Samanburður við alnæmi Bresk æsifréttablöð hafa farið hamförum vegna þessa máls. „Gæti þetta verið verra en al- næmi?“ var spurt á forsíðu The Daily Mail. Ymsir vísindamenn hafa dregið dökka mynd af því, sem gæti verið í vændum. Þar sem ekki er til próf, sem greinir hvort menn eru smitaðir áður en einkenni koma fram, er ógerningur að segja til um það hvort um er að ræða víð- tæka sýkingu eða einangruð tilfelli. Prófessor John Lacey örvera- fræðingur hefur undanfarin sex ár varað við því að mönnum gæti staf- að hætta af kúariðu. Hann sagði í vikunni að margfalt fieiri, en þeir tíu, sem greint var frá í vikunni gætu verið smitaðir. Vísindamaðurinn Rob Will, sem kom auga á breytt form sjúkdóms- ins í febrúar, sagði í viðtali við dagblaðið The Independent að ekki væri von á holskeflu tilfella, en Lacey sagði að margfalda mætti þessi tíu tilfelli með þúsund og þegar kæmi fram á næstu öld mætti búast við á milli 5.000 og 500.000 tilfellum af Creutzfeldt- Jakob-veikinni. Lacey kvað senni- legt að milli 5% og 50% af Bretum hefðu borðað smitað kjöt fyrir 1989 þegar bannað var að nota dýraaf- urðir í fóður. 1995 voru 29 dauðsföll á Bret- landi rakin til Creutzfeldt-Jakob- heilahrömunar, en 55 árið 1994. Geðlæknar segja hins vegar að um sýnu fleiri tilfelli geti verið að ræða því að oft sé Creutzfeldt-Jakob- veikin ekki greind eða ruglað sam- an við Alzheimer-veiki eða aðra sjúkdóma, sem leggjast á heilann. Stjórnvöld borin sökum Lacey heldur því fram að breska stjórnin hafí vísvitandi stefnt heil- brigði almennings í hættu til að vernda hagsmuni kúabænda, en þeir eru umtalsverðir. Bretar borða 9-20 þúsund tonn af nautakjöti á ári og fluttu út 277 þúsund tonn (þar af 100 þúsund tonn til Frakk- lands) 1995. 500 þúsund manns hafa atvinnu af kjötiðnaði, sem að mestum hluta byggist á nautakjöti. „Þetta er einn mesti hneykslis- þátturinn í sögu þessa lands og ég krefst að gerð verði rækileg og óháð rannsókn á því hvernig stjóm- in hefur notað og misnotað ráð- gjafa," sagði Lacey. Ýmsir segja aftur á móti að ráð- gjafar breskra stjómvalda hafí ver- ið á villigötum alveg frá upphafi með því að einblína á fóður sem skaðvald. I desember birtist grein í tímaritinu Nature um tilraunir, sem gerðar höfðu verið á músum og bentu til þess að náttúrulegur tegundaþröskuldur milli kúa og manna væri það hár að smitefni kúariðu gæti ekki borist á milli. Vísindamenn tóku mýs, sem hafði verið breytt erfðafræðilega þannig að þær báru príon-gen líkt og menn og vora móttækilegar fyrir Creutz- feldt-Jakob-veikinni, og sprautuðu í þær smitefninu, sem veldur kúar- iðu. Engin músanna veiktist. Þessi niðurstaða afsannar ekki að smitefni kúariðu geti borist í menn og valdið Creutzfeldt-Jakob- veikinni, en er þó vísbending um að svo sé ekki. Gagnrýnendur hafa bent á að dýrafóðrið, sem talið var hafa kom- ið kúariðu af stað á Bretlandi, hafi verið flutt út til annarra landa og gefið nautgripum án þess að veikin gripi um sig þar. Þeir halda því fram að skaðvald- urinn sé lífræn fosfatsambönd, sem notuð voru til að ráða niðurlögum brimsuflugunnar. Brimsuflugan er snýkjudýr, sem verpir eggjum á spendýr og grafa lirfurnar sig inn í húð þeirra. Fosfatsamböndin hafi dregið úr viðnámi nautgripa við veiki, sem hafí verið fyrir hendi, og orsakað faraldur. Vísindanefnd ríkisstjórnarinnar hafnaði þessari kenningu í upphafí, en hyggst nú líta á hana á nýjan leik. Misvísandi yfirlýsingar Yfirlýsingar breskra stjórnmála- og embættismanna í þessu máli hafa verið mjög misvísandi, en það má að miklu leyti rekja til þeirrar óvissu, sem gætir um marga þætti riðusjúkdóma og Creutzfeldt-Jak- ob-veikinnar. Stjörnmálamenn hafa ekki vísindaiegar niðurstöður til að taka af skarið og vísinda- menn skortir grandvöll til að taka af allan vafa þannig að ógerningur er fyrir almenning að átta sig á því hvað snýr upp og hvað niður í þessu kjötfári. Ekki bætir gildishlaðin umfjöllun íjölmiðla úr skák, en fyrirsögn The Daily Telegraph um að stjórnvöld viðurkenni „loksins" að mönnum stafí hætta af kúariðu var ekkert einsdæmi. Ekkert bendir til þess að riða geti borist úr sauðfé í menn. Bryan Matthews, prófessor í Oxford á Englandi, rannsakaði þessi mál og fann enga fylgni milli tíðni á Cre- utzfeldt-Jakob-veikinnar og riðu í löndum, þar sem sauðfjárrækt er mikil og riðu gætir. Roger High- fíeld, vísindafréttastjóri The Daily Telegraph skrifaði á föstudag að helstú rökin fyrir því að kúariða bærist ekki í menn væri að riða hefði heijað á sauðfé í tvær aldir og ekki væri vitað um eitt einasta dæmi þess að maður hefði smitast af því að borða lambakjöt eða inn- mat úr sauðfé. Þetta hrindi þó ekki kenningunni um að smitefni riðu komist yfír tegundaþröskulda. Sjúkdómurinn hefur borist í ketti og minka, svo eitthvað sé nefnt. Erfitt er að leggja dóm á hætt- una vegna þess hve lengi sjúkdóm- urinn er að koma fram. Hins vegar er mjög ósennilegt að smitefnið leynist að einhvetju marki í rauðu kjöti því sjúkdómurinn leggst á heila og ýmis líffæri, en ekki vöðva. Breska stjórnin heldur því fram að enginn hafi getað smitast eftir 1989 þegar bannað var að nota nautgripaafurðir í fóður. Sam- kvæmt því er skaðinn þegar skeður og tíminn einn mun leiða í ljós hvort fótur er fyrir fárinu eða um er að ræða ys og þys út af engu. Heimildir: The Daily Telegraph, Nature, Reuter og The Scientifi'c American.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.