Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ (caisses primaires) í landinu. Tónn- inn hefur samt mildast mikið á undanförnum vikum og nú segja FO-menn „jafnvel undir æðra eftir- liti“. Blondel er síðan sjálfur í for- svari fyrir einum af þremur aðal- sjóðum almannatrygginga. Þaðan fást íjölskyldubætur (allocation familiaal), en sjúklingar og atvinnu- lausir treysta á hina meginsjóðina tvo. Sagt var og skrifað í verkföllun- um að Blondel beitti vegna þessara hagsmuna fyrir sig járnbrautar- starfsmönnum, sem áttu á hættu afnám hlunninda og miklar breyt- ingar á járnbrautunum. Þannig lömuðust samgöngur í landinu í meira en þijár vikur, strætisvagna- bílstjórar og póstflokkunarmenn drógu líka þrek úr þjóðlífinu um tíma og öðru hveiju gerðu læknar, kennarar og margir fleirí hópar skyndiverkföll. Tímabær breyting eða stjór nar skrár fár Ekkert hefur verið í stjórnarskrá Frakklands, frekar en íslands, um hlutverk þingsins við ákvarðanir á sviði velferðarkerfisins. Þangað til fyrir rúmum þrem vikum, þegar báðar deildir franska þingsins komu saman í Versölum og samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta (681 atkvæði gegn 188) að setja héðan í frá árlega lög um tekjur og gjöld heilbrigðiskerfisins. Þessi sögulegi fundur var 19. febrúar en áður hafði frumvarpið hlotið meira en tilskilda 3A hluta atkvæða í fulltrúa- deild og með öldungum. Andstæðingar breytingarinnar sögðu betra að setja venjuleg lög en rugla með stjórnarskrána. Að- eins var efnt til breytinga á henni fjórum sinnum frá 1957 til 1993 en þrisvar frá því ári. Þetta kallar Laurent Fabius, formaður þing- flokks sósíalista, stjórnarskrárfár. Reynsla frá 1987 veikir andmæli hans og mælir með aðferð stjórnar- innar. Þáverandi ríkisstjórn reyndi að fá sett lög svipaðs eðlis, en frum- varpið var stöðvað af stjórnlagaráð- inu, sem hefur það hlutverk að meta hvort lagafrumvörp standist stjórnarskrána. Kommúnistar og sósíalistar voru þó eins og stjórnar- andstæðingum sæmir algjörlega andsnúnir breytingunni núna, þó að hluti þingflokks sósíalista sé því fylgjandi að færa til þingsins völd yfir velferðarútgjöldum. Breytingin núna felur í sér heim- ild og skyldu þingsins til að setja á ári hveiju lög um fjármögnun og stefnumörkun í heilbrigðiskerfinu. Má því búast við tveim bálkum fyr- ir sumarhlé þingsins. Þeir munu fá nákvæmari meðferð en almenn lög, þurfa að liggja frammi 20 daga fyr- ir fyrstu umræðu og hljóta aukinn meirihluta til samþykktar. Þetta er áskilið um meiriháttar lög sem nefnd eru loi organique. Ráðherrafundur íjallar væntanlega um frumvörpin í byijun apríl og þingið eftir páska. Þá verður kátt í höll yngri þing- manna því hópur þeirra berst, und- ir forystu Laurent Donini úr flokka- bandalagi demókrata, fyrir aukinni ábyrgð þingsins. Þessir þingmenn, vilja meira vald yfir fjármálum rík- isins og mæla með ráðgefandi eftir- litsstofnun fjármála í þinginu sjálfu svo það þurfi ekki að vera háð fjár- málaráðuneyti. Hópurinn hefur unnið skýrslu um vald þjóðþinga í öðrum löndum og vísar mest til Bandaríkjanna. Þetta eru vitaskuld fylgismenn stjórnarskrárbreyting- arinnar 19. febrúar. Stefnan í þjónustu eða útgjöldum miðar að jöfnuði milli svæða og stétta. Juppé vill að lögheimili í Frakklandi dugi til að tilheyra tiyggingakerfínu, hann ætlar líka að láta þá borga sem taka. Boðað héfur verið að fjármögnun muni í stað mishárra iðgjalda verða með 1,5-2% skatti á allar tekjur, ekki einungis vinnulaun eins og hingað til. Skatturinn, sem verður frádráttarbær frá venjulegum tekjuskatti, mun sámkvæmt árbók- inni Biian du Monde dæla 41 millj- arði árlega til viðbótar inn í heil- brigðiskerfið. Næstu ár verður hlut- fall skattsins hækkað þar til hann hefur leyst af hólmi iðgjöldin eins og þau eru nú. Félagsmálaráðherrann viður- kennir að skatturinn geti komið sérlega illa við ellilífeyrisþega, sem þurfi að þola tvær hækkanir ið- gjalda á þessu og næsta ári þótt viðbótarlífeyrir þeirra hafi ekki hækkað síðan 1993. Þeir sem borga hæst iðgjöld hafa fengið rós frá forsætisráðherranum, sem segir nýja ,jöfnunarskattinn“ draga úr greiðslubyrði þeirra. Ríkisstjórnin vill síðan setja nýjar reglur um iðgjöld atvinnurekenda til að auka „með varúð“ þeirra skerf. Juppé nefnir viðmiðun við virðisauka í þessu sambandi, en sérfræðingar fjármálaráðuneytis vara við því að framkvæmdin yrði afar flókin. Þessi atriði hafa hingað til verið ákveðin með samningum milli aðila vinnumarkaðarins. Þrjár breytingar þessa dagana Um þessar mundir er fundað með fulltrúum hagsmunahópa og sáð í þann jarðveg sem undirbúinn var með stjórnarskrárbreytingunni. Áhersla er lögð á drög að þremur tilskipunum sem Jacques Barrot félagsmálaráðherra og Hervé Gay- mard heilbrigðisráðherra leggja fyrir þingnefndir nú um miðjan mánuð og samlagsstjórnir og stjórnsýslusérfræðinga í lok mánað- arins. Ein þeirra er um spítala, sem taka nærri helming, 350 milljarða, alls kostnaður við heilbrigðiskerfið, önnur um heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa og sú þriðja um svæðis- stjórnir í heilbrigðiskerfinu. Spítalatilskipunin kveður á um 3-5 ára samninga milli ríkis og sjúkrahúsa, bæði í einkarekstri og opinberum. Endurskoðun nýtingar spítala með fækkun bráðarýma og fjölgun langlegurýma. Samnýtingu og verkaskiptingu grannspítala þótt þeir séu sitt á hvoru svæðinu og síðan lokun vannýtra stofnana og úreltra. Formaður spítalastjórnar verði ekki lengur borgar- og sveit- arstjóri heldur háttsettur embættis- maður ríkisins og framkvæmda- stjórar stærstu spítalanna verði skipaðir af ríkisstjórninni. Nú eru 80 Frakkar um hvert sjúkrarúm og reiknimeistarar segja spítala kosta hvert mannsbarn 5.600 franka árlega. Þeir eru að sögn dagblaðsins Liberation stærri vinnustaðir í Frakklandi en öðrum Evrópulöndum, með milljón starfs- mönnum við 4.000 stofnanir sem alls kostuðu 323 milljarða franka í hitteðfyrra. Þjónusta utan sjúkrahúsa er eftir drögunum sett undir aukið eftirlit til að draga úr ónauðsynlegum læknisverkum og lyfjaávísunum - lyfjaneysla Frakka jókst um þriðj- ung á síðustu fjórtán árum. Stefnt er að því að lækniskostnaður aukist ekki umfram 2,1% verðbólgu á ár- inu. Gjaldskrá verður einungis hækkuð, í árslok 1997, ef þetta tekst. í Frakklandi er einn læknir fyrir hveija 400 íbúa að meðaltali, en þetta fer raunverulega mikið eftir svæðum. Nú geta Frakkar gengið milli lækna þangað til þeir fá lyf sem beðið er um eða vottorð um nauð- synlegar fjarvistir frá vinnu. Hver heimsókn til læknis er endurgreidd að 7 tíundu hlutum og lyf yfírleitt í sama hlutfalli. Hvað varðar stjórn heilbrigðis- kerfisins er kveðið á um jafnmarga fulltrúa vinnuveitenda og launþega í svæðisstjórnum, í stað meirihluta launþega nú (16 frá stéttarfélögum en 7 frá vinnuveitendum). í stjórn- unum verða einnig fulltrúar hinna tryggðu. Fjöldi stjórnarmanna er ekki ákveðinn, ríkisstjórn skipar framkvæmdastjóra og hver svæðis- stjórn skiptir samkvæmt drögunum peningum heilbrigðisþjónustunnar eftir meginreglum landsstjórnar heilbrigðismála. Alvöru almannatryggingar Lykill að umbótahugmyndum Juppés er, þegar upp staðið, sá að færa til þingsins vald yfir fjármál- um heilbrigðisgeirans eins og öðr- um þáttum ríkisfjármála. Þetta vald vill ráðherrann nota til aðhalds og til að létta byrði ríkissjóðs. Enn er óvíst hvað kemst óbreytt gegnum samráðsfundina og pólitíska veggi á þessu viðkvæma sviði. Louis Viannet, leiðtogi launþega- hreyfingar vinstrimanna CGT, hef- ur gagnrýnt Juppé fyrir tilburði til miðstýringar og þingið fyrir að láta það viðgangast að hlaðið sé á ríkis- báknið. Hann segir breytingarnar grafa undan stoðum velferðarkerf- isins. Ótaldir andstæðingar breyt- inganna aðrir efast um að sparnað- ur náist með „flutningi af einni hillu á aðra“. Juppé og stjórn hans segja þjón- ustuna verða betri og réttlátari þeg- ar til lengri tíma sé litið. I stað mis- jafnrar þjónustu eftir svæðum og misjafnra iðgjalda eftir launum verði ,jöfnuður“ í skatti og þjónustu markmiðið - alvöru almannatrygg- ingar. Lykilorðið í breytingunum sé „skuldbinding til árangurs". Næstu vikur sést hver skuldbindingin verð- ur og nokkur ár mun eflaust taka að átta sig á árangrinum. í augnablikinu hafa Frakkar litlu meiri trú á árangrinum heldur en í verkföllunum: 51% segjast andvíg aðgerðum stjórnvalda, í könnun kostaðri af útvarpsstöðinni Europe 1 og dagblaðinu Le Monde. Fáir lýsa hlutleysi en 44% styðja þessa róttækustu breytingar frá stofnun velferðarkerfis í Frakkalndi. Frönsk vel- ferð í tölum Frakkland er hið fimmta í röð Evrópuríkja í framlögum á mann til velferðarmála, reiknað með kaupmáttaijafn- vægi (PPP). A undan koma Svíþjóð, Lúxemborg, Þýska- land og Holland, samkvæmt nýútkomnu hefti hagtölurits EB, Eurostat, sem gefið er út í Lúxemborg. Ef miðað er við framlag á mann í Evrópu- mynt verður Frakkland hið áttunda í röðinni, en Noreg- ur, Finnland og Danmörk fylgja í kjölfar Svíþjóðar. ís- land nær með hvorugri að- ferðinni helmingi af framlagi Svíþjóðar á mann, en fyrir neðan ísland eru 4 ríki af þeim 18 sem miðað er við. I sama riti kemur fram að ísland ver meira en tvöfalt hærri upphæð til lækninga eða sjúkramála (maladic) heldur en til umönnunar aldraðra. Frakkland ver fjórðungi lægri upphæð til lækninga en til aldraðra og atvinnuleysisbætur nema þriðjungi af kostnaði við lækningar. í öllum ríkjunum 18 var framlag til lækninga fimmtungi lægra en til elli- mála, en fjórfalt hærra en til atvinnuleysisbóta. Þegar örorka, vinnuslys og atvinnu- sjúkdómar eru talin með sjúkramálum vega þættirnir fjórir saman álíka þungt og ellimál, bæði í Frakklandi og meðaltali Evrópuríkja. Niðurstaða OECD er önn- ur, Frakkland er þar næ- stefst landa í framlögum til heilbrigðisþjónustu, 9,8%, miðað við heildarlandsfram- leiðslu. Efst tróna Bandarík- in með 13,5%. I þessum tölum frá 1993 felast auk þjón- ustunnar sjálfrar forvarnir, lyf, rannsóknir og stjórn- kostnaður kerfisins. I Frakk- landi kosta allir þessir þættir 749 milljarða franka. SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 13 Innrömmun Ljósmyndarammar 1 Á 9 Plasthúöun INNROMMUN SIGURJÓNS SF. Fákafeni 11 - sími/fax 553 1788 Austfirðingar Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnir ný tækifæri til atvinnusköpunar miðvikudaginn 27. mars 1996 kl. 12.00 á Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. 12Tm. TIL SOLU SCANIA R113HL4X4/2, . ... 216.000 km. Fjöftijólaqlj-ifiiliii • t. m/ getújfylgfy.. ^ Nánari,*upplýsingar gefur: * Jón Sverrir í síma 567 7100. Helgi í síma 471 1377, 853 3477. Sumarefnin komin Glæsilegt úrval Líttu á verðin Vefnaðarvöruverslunin textil line Faxafeni I2, sími 588 1160 ________I lÉÉMll Opið hús í skólanum kl. 13-17. Skoðið fjölbreytt og skapandi skólastarf. QJ) IÐNLÁNASJÓÐUR Önnur sending af vorfatnaði Ira LIBRA Pils- og buxnadragtir ásamt blússum. kjólum og höttum. Opið í dag, sunnudag. frákl. 13-17. míÐanon •Reykjavlkurvegi 64, sími 565 I 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.