Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt leikhús á gömlum grunni VIÐAR Eggertsson var ráðinn leikhús- stjóri Leikfélags Reykjavíkur 1. október síðastliðinn. Var hann þá samningsbundinn Leikfélagi Akur- eyrar en þar sem hundrað ára afmælisár LR var í uppsiglingu varð að samkomulagi að Viðar eyddi sem mestum tíma syðra við undir- búning, þar til skyldum hans við LA lyki, 1. janúar á þessu ári. „Það var mál manna að afmælisárið yrði að heppnast mjög vel - í vændum væri ekki einungis enn eitt leikárið, heldur leikár sem markaði tímamót í starfsemi einnar merkustu menningarstofnunar þjóðarinnar. Abyrgðin var mikil og þess vegna var mikilvægt að ég hæf- ist þegar handa við undirbúninginn. Því sýndi leikhúsráð fullan skilning enda var á þeim tíma ekki búið að ákveða afmælissýningu - hvað þá meira,“ segir Viðar. Eitt af fyrstu verkum Viðars var að leggja til að ráðinn yrði listrænn ráðunautur, sem starfa myndi náið með leikhússtjóra að list- rænni stefnumótun. Þá bjó hann til nýtt skipu- rit fyrir húsið, þar sem honum þótti skilvirkni ábótavant, og lagði til að ráðinn yrði aðstoðar- leikhússtjóri til að annast skipulagsmál innan hússins og ýmis sérverkefni, eins og að afla kostunaraðila, auk þess að vera staðgengill leikhússtjóra. Kom fyrra starfið í hlut Bjarna Jónssonar en við hinu síðara tók Sigrún Val- bergsdóttir. „Leikhúsráð vissi þegar það réð mig að ég hygðist einbeita mér að hinum listræna þætti hússins. Þess vegna var mikilvægt að fá þetta fólk til starfa, auk þess sem ég taldi að þetta fyrirkomulag myndi gera mér kleift að vera í nánari tengslum við leikarana, leikstjórana og sýningamar sem væru í vinnslu í húsinu," segir Viðar. Öflugur keppinautur Viðar segir að starf Leikfélags Reykjavíkur hljóti ávallt að mótast í og með af samkeppn- inni við hitt atvinnuleikhúsið í borginni, Þjóð- Ieikhúsið, sem sé afar öflugur keppinautur. „Þjóðleikhúsið hefur ákveðið forskot á Leikfé- lagið enda hefur það úr mun meira fjármagni að spila. Það hefur því jafnt og þétt verið að treysta stöðu sína sem sterkt listrænt leikhús. Leikfélagið hefur fyrir þessar sakir þurft að horfa á eftir ýmsum góðum leikurum til Þjóð- Verkefnaskráin sem Viðar Eggertsson lagði fyrir leik- húsráð Leikfélags Reykjavík- ur áður en honum var sagt upp störfum hefur verið nokkuð til umræðu undan- farið. í samtali við Orra Pál Ormarsson leggur Viðar spilin á borðið og staðfestir meðal annars að hafa farið þess á leit við Björk Guð- mundsdóttur að hún legði afmælissýningunni, sem vinna átti upp úr fjórum grískum harmleikjum, til frumsamda tónlist. leikhússins. Eitt af markmiðum mínum var að spoma við þessarí þróun og helst snúa einhveij- um til baka,“ segir Viðar og bætir við að hann hafi með öðrum orðum viljað gera Leikfélag Reykjavíkur að leikhúsi þar sem listrænir hæfileikar leikara fengju notið sín. Ætti þetta að takast þurfti fýsileg verkefna- skrá fyrir næsta leikár að liggja fyrir fyrr en síðar, að mati Viðars. „Mér var fyllilega ljóst að orðin tóm dygðu ekki, þannig að við Bjarni Jónsson hófumst þegar í stað handa við verk- efnavalið. Þeirri vinnu var að mestu lokið áður en ég tók formlega til starfa hjá Leikfélaginu, 1. janúar síðastliðinn, og hinn 15. sama mánað- ar kynnti ég hugmyndir mínar um verkefni næsta vetrar á fundi leikhúsráðs." Um líkt leyti var Viðari veitt umboð til að fara með ráðningamál leikara og „þar með yfirtóku málefni starfsmanna umræðuna um listræna stefnu hússins", eins og Viðar kemst að orði. Síðan bætir hann við: „En jafnvel þótt umræðan um verkefnin kæmist aldrei á flot og væri aldrei samþykkt af leikhúsráði skynjaði fólk að mjög metnaðarfullt leikár var í uppsiglingu." Að sögn Viðars byijuðu þeir Bjarni á því að skoða sögu Leikfélagsins og hvaða verkefni hefðu orðið fyrir valinu í gegnum tíðina. „Það sem okkur fannst einkenna þessa sögu var metnaður í fiutningi, bæði á klassískum verk- um, íslenskum verkum og nútímalegum erlend- um verkum, sem Leikfélagið hefur oft verið ótrúlega fljótt að uppgötva. Markmið okkar var að endurvekja þessa dirfsku og þennan listræna metnað í starfi Leikfélagsins undir kjörorðinu Nýtt leikhús á gömlum grunni.“ Wilson og Waits Fyrsta frumsýning leikársins á stóra sviðinu átti, samkvæmt verkefnaskránni sem Viðar lagði fram 15. janúar, að vera söngleikurinn Myrkrahöfðinginn eða The Black Rider, sem einn nafntogaðasti leikhúsmaður síðari miss- era, Robert Wilson, samdi í félagi við tónlistar- manninn Tom Waits og rithöfundinn William R. Burroughs. Byggist verkið, sem var frum- sýnt árið 1990 í Þýskalandi, á Töfrastyttunni, gömlu 'ævintýri um mann sem lendir í slagtogi við Myrkrahöfðingjann með átakanlegum af- leiðingum. Að sögn Viðars kostaði það mikla fyrirhöfn að öðlast sýningarréttinn á Myrkrahöfðingjan- um enda sé Wilson einstakiega vandfýsinn á leikhúsin sem færa verk hans upp. Fyrir at- beina kunningja sinna úr evrópsku leikhúsi tókst Viðari hins vegar ætlunarverk sitt. „Með Myrkrahöfðingjanum hefði strax verið sleginn nýr tónn, auk þess sem það hlýtur að vera mark takandi á leikhúsi sem treyst er fyrir slíku verki. Á afmælisári er mikilvægt að byija vel og þetta verk hefði óneitanlega verið kræsilegur forréttur," segir Viðar. Fyrsta frumsýning vetrarins á Litla sviðinu eða í nýju leikrými í geymslusal við hlið Stóra sviðsins átti að vera Tunglskin eða Moonlight, fyrsta leikrit hins virta höfundar Harolds Pint- ers í fullri lengd í tæpa tvo áratugi. Að sögn Viðars segir verkið sögu venjulegra miðaldra hjóná á raunsæjan hátt, líkt og fleiri verk sem fallið hafa landanum í geð á liðnum árum. „Tunglskin er algjört konfekt fyrir leikara að glíma við, auk þess sem Pinter hefur aldrei verið settur upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur." Ef ég væri gullfiskur, nýr farsi eftir Árna Ibsen, átti að verða önnur frumsýning vetrar- ins á Stóra sviðinu. „Þegar við Bjarni komumi til starfa biðu okkar um sextíu íslensk hand- rit, misjafnlega vel á veg komin. Verk Árna kveikti strax í okkur enda á ferð eitt af okkar bestu leikritaskáldum í dag. Við hvöttum hann því til að ljúka við það,“ segir Viðar. Ef ég væri gullfiskur ku vera farsi að frönsk- um sið með íslensku inntaki og persónum sem renna sér fótskriðu á hálum ís örvæntingaf og samskiptaleysis, staðráðnar í því þó, að láta hvergi deigan síga. Að mati Viðars einkennist leikhúsið öðrum þræði af áhættu. Engu að síður var honum ljóst að afmælissýning LR yrði að verða óvé- fengjanlegur og ógleymanlegur listviðburður sem ekki mætti mistakast og enginn mætti missa af. Eðli málsins samkvæmt hafði sú sýning, sem frumsýna átti á afmælisdaginn, 11. janúar 1997, því forgang. Til að finna sýningu sem hæfði tiiefninu gripu tvímenningarnir víða niður í sögu leiklist- arinnar og eftir mikla umhugsun og yfirlegu ákváðu þeir að sækja efnið í vöggu leiklistar- innar, grísku harmleikina. „Það er óumdeilan- legt að fara í þann sjóð og ætti því engan að móðga,“ segir Viðar. Ekki hugðust félagarnir þó fara troðnar slóð- ir. Hugmyndin var að setja saman eina sýn- ingu úr harmleikjunum Ödipusi, Ödipusi í Kól- onus og Antígónu eftir Sófókles og Sjö gegn Þebu eftir Æskýlos og var vinnuheiti hennar Harmsaga Lafðakosa. Að sögn Viðars var mikil áhersla lögð á að höfða til fólks á öllum aldri enda hafi grísku harmleikirnir tvímælalaust skírskotun í sam- tímanum. Nánast var frágengið að hinn kunni breski leikstjóri Simon McBurney, forsprakki Theatre de Complicité, myndi setja sýninguna upp, auk þess sem Viðar hafði viðrað þá hug- mynd við Björk Guðmundsdóttur að hún semdi tónlist við sýninguna. Hafði hún tekið þeirri umleitan vel en þó var ljóst að annir hennar á öðrum vettvangi myndu að líkindum koma í veg fyrir samstarfið. 4-5 klukkustundir Áætlaður sýningartími var 4-5 klukku- stundir og segir Viðar að fyrirhuguð hafi ver- ið tvennskonar hlé á sýningunni; annars vegar styttri hlé, þar sem leikhúsgestum yrði boðið upp á hressingu og uppákomur af ýmsu tagi í anddyri Borgarleikhússins, meðal annars hafi komið fram sú hugmynd að leikarar lékju stutt atriði eða flyttu söngva úr verkum sem sett hafa svip sinn á sögu Leikfélagsins. Hins vegar hafi verið fyrirhugað matarhlé, þar sem til greina hafi komið að ganga til samstarfs við veitingahús í nágrenni Borgarleikhússins. Þá segir Viðar að á virkum dögum hefði mátt skipta sýningunni niður á tvö kvöld. Grískir harmleikir eru þekktir fyrir flest - ,Æ NÝi ÖKUSKÓLINN Klettagörðum 11, Sundahöfn, símar 568 1580 - 588 4500 Námskeið til aukinna atvinnumöguleika Vinnuvélanámskeið Mælinganámskeið Aukin ökuréttindi stórra bifreiða Vinnuvélanámskeið hefst 28. mars. Námskeiðið er haldið samkvæmt reglugerð Vinnueftirlits ríkisins um stjórn og meðferð vinnuvéla og veitir réttindi til töku prófs á allar qerðir vinnuvéla. Stórauknar verklegar æfingar án aukagjalds Afsláttur ef farið er á fleiri en eitt námskeið Frábær námsaðstaða í bóklegu sem verklegu Allir kennarar starfa í þeim greinum sem þeir kenna Mælinganámskeið verður haldið helgina 13.-14. apríl Meiraprófsnámskeið hefst helgina 19. apríl Leigubíll - rútubíll - vörubíll. Skráning og upplýsinar í síma 5681580 kl. 8-16 virka daga, sími 588 4500 eftir kl. 16 alla daga Námskeiðín fara fram í E.T. húsinu, Klettagörðum 11, Sundahöfn. Nýi ökuskólinn þakkar þeim fjölmörgu verktökum og vélainnflytjendum sem aðstoóað hafa skólann við gerð kennsfuefnis fyr>r yinnuvélenémskeið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.