Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ _________________________________________________________________________________________SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 15 fyrir nema í einstök verkefni. Það er önnur saga, en leikhúsráð hafði að tillögu Viðars samþykkt að bæta í hópinn leikurunum Bene- dikt Erlingssyni, Birni Inga Hilmarssyni, Kjart- ani Guðjónssyni, Kristjáni Franklín Magnús, Rósu Guðnýju Þórsdóttur, Maríu Ellingsen og Þórhalli Gunnarssyni. Þá ætlaði Viðar að gera tillögu um tvo til viðbótar, Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur og Val Frey Einarsson, daginn sem honum var vikið úr starfí. Af öðrum hugmyndum fyrir næsta leikár nefnir Viðar framsækið barnaleikhús undir stjóm Ásu Hlínar Svavarsdóttur, sem hann hugðist koma á fót innan hússins í því skyni að mæta þörfum yngstu kynslóðarinnar fyrir metnaðarfullt leikhús. „Gulltáraþöll, sem frum- sýnd verður á Listahátíð í sumar, hefði orðið fyrsta verkefni barnaleikhússins en jafnframt stóð til að það myndi frumsýna nýtt íslenskt verk um næstu jól og draumurinn var að það yrði unnið upp úr fyrsta hluta Ljóss heimsins eftir Halldór Laxness. Undir vorið átti síðan að verða leiksýning um fordóma, þar sem uppi- staðan yrði atriði úr verkum á borð við Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare og fleiri gullkornum heimsbókmenntanna. “ Viðar kveðst hafa haft sitthvað fleira á pijónunum, svo sem að fá reglulega virta er- lenda leikstjóra til liðs við Leikfélagið með það fyrir augum að byggja upp kunnáttu í íslensku leikhúsi. „í þessu sambandi hafði ég í huga menn í hæsta gæðaflokki, sem hefðu eitthvað nýtt til málanna að leggja og hafði þegar átt viðræður við leikstjóra frá Þýskalandi, Eng- landi, írlandi, Svíþjóð og Finnlandi, sem tóku vel í að sækja Leikfélagið heim á næstu árum.“ Gestir frá Norðurlöndunum Þá var gert ráð fyrir að leikhópar frá stærstu leikhúsum höfuðborga Norðurlandanna efndu til gestasýninga í tilefni afmælisins í Borgar- leikhúsinu sumarið 1997. , Af öðru „kryddi í leikhúsið" má nefna þróun á þeirri hliðarstarfsemi sem þar hefur farið fram í vetur, svo sem heimsóknir grunnskóla Reykjavíkur, samvinnu við hina ýmsu leik- hópa, tónleikaröð LR, ýmsar óvæntar uppá- komur og fleira. „Grunnhugmyndin var sú að leiklistarstarfsemin yrði undir ákveðinni list- rænni yfírsýn og þeir hópar sem kæmu inn í húsið hefðu eitthvað annað til brunns að bera en Leikfélagið," segir Viðar. Verkefnaskrá Viðars var ekki samþykkt af leikhúsráði meðan Viðar starfaði hjá LR og verður vísast ekki samþykkt úr þessu. Viðar kveðst þó ekki eiga von á öðru en íslensku verkin, Ef ég væri gullfískur og Systur í synd- inni, verði á fjölum Borgarleikhússins næsta vetur, þrátt fyrir uppsögn hans, enda hafí þau ekki verið unnin fyrir hann sérstaklega. Öðru máli gegni á hinn bóginn um erlendu verkin sem hann hafí alfarið ætlað að taka til sýn- inga að eigin frumkvæði, til að mynda sé sýn- ingarrétturinn á Myrkrahöfðingjanum bundinn persónu hans. Leikhúsfíklar verða því að bíða eftir endanlegri verkefnaskrá Leikfélags Reykjavíkur enn um sinn. „En jafnvel þótt umræðan um verkefnin kæmist aldrei á f lot og væri aldrei samþykkt af leikhúsráði skynjaði fólk að mjög metnaðarfullt leikár var í uppsiglingu," segir Viðar Eggertsson. í forgrunnier kertastjaki Drakúla greifa. annað en fjölda safaríkra kvenhlutverka. Úr því átti önnur frumsýning leikársins á Litla sviðinu, Forsetafrúrnar eða Die Presidentinnen eftir Austurríkismanninn Werner Schwab, að bæta. Fjallar það um sviptingar í samskiptum þriggja kvenna og eru hlutverkin öll afar kreij- andi, að sögn Viðars. Þegar Schwab þessi féll í valinn 1994, 36 ára gamall, lágu eftir hann hátt í tuttugu leik- rit, sem mörg hver hafa farið sem eldur í sinu um Evrópu. „Hann fór aldrei hefðbundnar leið- ir í verkum sínum og annað hvort hatar fólk hann eða elskar út af lífínu. Die Presidentinn- en er óvenjulegt verk en Leikfélagið var um langt skeið þekkt fyrir að taka slík verk til sýninga," segir Viðar. Síðasta verkefnið sem Viðar bar undir leik- húsráð var nýtt íslenskt leikrit, Systur í synd- inni, eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Er efni þess sótt í sannsögulega atburði sem áttu sér stað í Reykjavík undir lok liðinnar aldar - um sama leýti og Leikfélag Reykjavíkur var sett á laggirnar. Viðar segir að hér sé á ferð sérstaklega skemmtilegt leikrit með spennandi hlutverkum og rammíslenskum karakterum. Hafa þær Steinsdætur vérið að fullmóta verk- ið að undanförnu en stefnt var að frumsýningu á Stóra sviðinu vorið 1997. Sögusögnum um að afmælisárið yrði of dýrt í framkvæmd visar Viðar til föðurhúsanna. „Fjárhagsáætlunin var í vinnslu og við sáum fram á að hún yrði raunhæf. Við höfðum vil- yrði n'kis og borgar fyrir auknu fjármagni í tilefni afmælisársins, auk þess sem við unnum að því að afla nýrra kostunaraðila. Einnig höfðum við Sigrún unnið að ýmsum áætlunum Morgunblaðið/Kristinn við að fínna aðrar tekjuleiðir fyrir leikhúsið sem við vorum langt komin með til að leggja fyrir leikhúsráð. Uppfærslan á grísku harm- leikjunum átti aukinheldur ekki að kosta meira en uppfærslan á Hinu ljósa mani, sem þó er engin afmælissýning. Virt listahátíð í Mið-Evr- ópu hafði jafnframt sýnt áhuga á að leggja fjármagn í sýningu harmleikjanna með það í huga að hún yrði síðar sýnd á hennar vegum. Þá var ekki gert ráð fyrir fleiri verkefnum en verið hafa undanfarin ár.“ Framsækið barnaleikhús Eins og fram hefur komið hugðist Viðar stokka leikarahóp Leikfélagsins upp, meðal annars með hliðsjón af þessum verkefnum. Taldi hann óráðlegt að gera fasta samninga við fólk sem hann sá ekki fram á að hafa not Varúð, hættu- legar teikningar JULIAN Beever málar á gang- stéttir og býr yfir miklum blekkingamætti. Beever hófst handa við leikbrúðusýningar á götum úti eftir að hann lauk listnámi í Leeds, en götumálar- ar vöktu ætið athygli hans og dag einn ákvað hann að athuga hvort hann gæti ekki gert bet- ur. Nú ferðast hann um Evrópu á sumrin og málar á gangstéttir. Myndir, sem blekkja augað, eru hans uppáhald, en yfirleitt hefur blekkinginn aðeins áhrif ef horft er úr ákveðinni átt. Hann segir að einfaldar teikn- ingar vekji mesta hrifningu. Nú orðið sé hins vegar svo mikið um fótgangandi vegfarendur að erfitt sé að finna góða staði til að stunda þessa list. Hann er allt að fjóra daga að vinna að i einu verki og segir að um þriðj- ungur verkanna verði skemmd- | arvörgum að bráð. Fiölbrautaskólinn í Breiðholti 20 ára Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hóf starfsemi sína árið 1975 og innrituðust þá 227 nemendur. Nú stunda um 1500 nemendur nám í dagskóla á sjö sviðum. Kvöldskóli FB var settur á stofh árið 1981 og innrituðust þá 220 nemendur. Nú stunda um 800 nemendur nám í skólanum. í dag verður Opið hús í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti frá kl. 13.00-18.00. Allir velunnarar skólans eru hvattir til að skoða elsta og stærsta fjölbrautaskóla landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.