Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 25 „Það má ekki gleyma því að ferðaþjónusta á Islandi hefur eiginlega orðið til út úr sjálfri sér og það hafa ekki verið mikil afskipti af opinberri hálfu. minnka muninn á milli vetrai’verðs- ins og sumarverðsins. „Maður roðnar hreinlega þegar maður réttir fólki reikninginn á sumrin eftir að hafa verið í smápen- ingunum yfir vetrartímann. Ef þessi verðmunur væri ekki þá myndi markaðurinn breytast mikið. ísland er ekki með neina sérstöðu lengur þegar fólk getur nú farið á alla mögulega staði í heiminum. Við verðum því að hætta að einblína á það að ferðamenn geti komið hérna einungis í júní, júlí og ágúst, því það er hægt að koma hingað á hvaða árstíma sem er. Fólki finnst alveg jafn gaman að vera hér í bijáluðu veðri á veturna ens og í rigningu á sumrin. Við erum nefni- lega ekki að selja sumar og sól, það er alveg á hreinu,“ segir Þóra. Hagkönnun sem SVG hefur látið framkvæma sýnir að sögn Bjarna að með 600 kr. hækkun á vetrar- verði á gistingu mætti lækka sum- arverðið. Þeir sem eru að selja ferð- ir til íslands erlendis búi fólk undir að hér sé verðlag hátt, en það sé alls ekki raunin. „Það sem er að gerast er að við erum að reka .út- sölumarkað í 9 mánuði og síðan kemur jólatraffíkin í þijá. Þetta er einfaldlega röng verðlagning," seg- ir hann. Greiðar samgöngur lykilatriði Bjarni segir að undirstaða þess að hægt sé að reka ferðamanna- þjónustu hér á landi séu góðar sam- göngur við landið og þær séu nú orðnar mjög góðar. „Sú kúvending í stefnu Flugleiða að hafa safntankinn hér á landi hefur haft gríðarlega mikil áhrif til hins betra, en menn geta auðvitað alveg eins skipt um flugvél hér á landi eins og í Lúxemborg. Það eru því greiðar samgöngur sem eru lyk- ilatriðið. Á sama hátt ráðast ferða- möguleikar yfir vetrartímann af því hvað samgöngurnar leyfa, en því miður hefur meira og minna öllu verið lokað hér 10. september. Upp- lýsingamiðstöð ferðamála hefur átt mjög ríkan þátt í því að hvetja fólk í ferðaþjónustu til vera jákvæðara að þessu leyti. Tökum til dæmis páska og jól. Við erum almennt að átta okkur á því að við verðum að hafa allt opið á þessum tímum. Um áramótin eru t.d. einungis útlend- ingar í Perlunni sem horfa á þetta undur þegar íslendingar brenna upp 40-60 milljónir á þrem mínútum. Við segjum oft að glöggt sé gests augað. Fólk kemur hingað og hrífst af íslandi í vetrarbúningi og það er tilbúið að fara að Gullfossi og Geysi í 8 vindstigum og svo kemur það til baka ijótt í kinnum og ljóm- andi af ánægju. Síðan getur það farið í Bláa lónið í 7 stiga frosti og 8-10 vindstigum og hagléli. Þetta finnst fólki alveg sérstök upp- lifun. í vetrarríkinu á Islandi stend- ur tíminn kyrr og þá sérðu eilífð- ina. Þetta er það sem við eigum að selja," segir Bjarni. BÆNDUR OC BÚALIÐ ATHUÚIÐ: RAUTT EÐALGINSENG Skerpir athygli - eykur þol. Morgunverðarfundur miðvikudaginn 27. mars 1 996 kl. 08.00 - 09.30, i Sunnusal Hótels Sögu OG ÚTBOÐSMÁL Um þessar mundir er á vegum fjármálaráðuneytisins verið að endurskoða reglur um opinber innkaup og útboðsmál. Af því tilefni efnir Verslunarráð Islands til morgunverðar- fundar næstkomandi miðvikudag, þar sem fjallað verður um fyrirkomulag opinberra innkaupa, gildandi reglur á því sviði og fyrirhugaðar breytingar á þeim. Framsöguræður um fundarefnið Þórhallur Arason, formaður stjórnar opinberra innkaupa Skarphéðinn B. Steinarsson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu Birgir Armannsson, Verslunarráði Islands Við pallborðið auk frummælenda Arni Arnason, Árvík hf. Bjarni H. Frímannsson, Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar ehf. Orn Andrésson, EJS, Einari J. Skúlassyni hf. Fundarstjóri Friðþjófur O. Johnson, Ó. Johnson & Kaaber Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 600.- Fundurinn er opinn en tilkynna verður þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins, 588 6666 (kl. 08:00 - 16:00) eða í bréfasíma 568 6564 VERSLUNARRAÐ ISLANDS Wb/ww Italíu _____íZ(eifti's/:/tí/) * c//t(yó f/rS oy WejHfas/i/Hfstofíin SjrHina Tvær óviðjafnanlegar ferðir fyrir fólk með smekk! „Menningarmaður er sá, sem gerir sér Ijóst varanlegt gildi hlutanna og fetar sig áfram í samræmi við það til auðugra og betra lífs“ ffCálimfm1 l)uivH)h/{.sim 24. maí - 2. júní Hin klassíska leið Evrópu Eisenach - Weiniar - Dresden - Leipzig - Berlín Hvílíkur menn- ingarsjóður á slóðum tónsnill- inga, skálda og spekinga: J.S. Bach, Hándel, Liszt, Wagner, Brahms, R. Strauss, Göthe, Schiller, Hegel, Fröbel, Humbolt. Hin miklu menningaisetur að nýju sameinuð V-Evrópu og risin úr rústunum með endumýjuðum krafti, Leipzig.með nýtt GEWANDHAUS, Dresden við Saxelfi, höfuðborg barrokksins með endurreista SEMPER-ÓPERU og sín fncgu listasöfn, og að lokum Berlín. 10.- 25. ágúst 15 óviðjafnan- legir dagar og lífsnautn í há- borgum listar á Ítalíu. Milano, Fenyejar, Bologna, Pisa, Florens, Siena, Perugia, Assisi og Róm - í bland við fegurð Gardavatns og Toscana og með einni glæsilegustu óperusýningu heimsins í ár, Nabucco í Veróna, óperan sem gerði Verai frægan. Samfellt ævintýri -búið á bestu >7^3^ ferðaskrifstofan hótelum í hjarta listaborganna. „Þessi ferð sjálf er list allt ígegn, undir leiðsögn Ingólfs." (____ ____ sögðu þátttakendur. 1/vC_I IIUJI^ HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Kynning á Hótel Sögu kl. 15 í dag. Ingólfur Guðbrandsson, nýkominn af klassísku leiðinni lýsir báðum ferðunum. Fá sæti laus. Pantanir á staðnum. Kaffiveitingar. FERÐASKRIFSTOFAN PRIMA" Austurstræti 17, 4. hæð 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564 (EUÍtí ÍAtlf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.