Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ +' MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 29 jHttgunftiftfetfe STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GOÐUR ARANGUR í NEAFC SÚ ÁKVÖRÐUN, sem .Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðinefndin, NEAFC, tók á fundi sínum í London á fimmtudag, er mikilvægur áfangi í viðleitni fiskveiðiþjóða við Norður-Atlantshafið að setja niður deilur sínar. Það, að tókst að mynda meirihluta í NEAFC fyrir ákveðinni skipt- ingu á úthafskarfastofninum á Reykjaneshrygg, er mikilvæg- ur árangur og eykur trú manna á því að nýjar úthafsveiðiregl- ur Sameinuðu þjóðanna geti stuðlað að lausn deilna um veiðar á úthafinu. Hefðu til- raunir til samkomulags innan NEAFC hins vegar mistekizt, hefði það verið áfall fyrir út- hafsveiðisamninginn og þær vonir, sem menn hafa bundið við hann. Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra benti á það í samtali við Morgunblaðið á föstudag að bæði Evrópusam- bandið og Noregur hefðu sam- þykkt tillögu Islands á NE- AFC-fundinum. Slíkt sýnir, eins og haft var eftir ráðherr- anum, að þessi ríki geta náð samkomulagi ef þau leggja sig fram. Þess vegna hlýtur niður- staðan í NEAFC að vera hvatning til að halda áfram viðræðum um þorskveiðar í Barentshafi og um nýtingu norsk-íslenzka síldarstofnsins. Afstaða Rússlands, sem hef- ur boðað mótmæli gegn niður- stöðu NEAFC-fundarins, er vissulega vonbrigði. Rök- semdafærsla Rússa, sem vilja byggja kvótaúthlutun á Reykja- neshrygg nær eingöngu á veiði- reynslu ríkja, gengur hins vegar gegn anda úthafsveiðisáttmál- ans og má af þeim sökum telja það réttlætanlegt að önnur að- ildarríki NEAFC vildu reyna að ná saman í málinu, þótt það þýddi að Rússland stæði utan samkomulagsins. Vonandi tekst gott samstarf við Rússland um karfaveiðarn- ar á Reykjaneshrygg. Rúss- land hefur tekið ábyrga af- stöðu til varðveizlu og upp- # byggingar fiskistofna og gerir það vonandi einnig hvað varð- ar úthafskarfann. ísland er það ríki, sem átti ríkastra hagsmuna að gæta við skiptingu karfastofnsins, enda gengur úthafskarfinn um lögsögu íslands og hefur á síð- ustu árum orðið mikilvægur nytjastofn. Sá kvóti, sem kem- ur í hlut íslands verður að telj- ast ágætlega viðunandi. Náðst hefur viðbót við auðlindirnar innan fiskveiðilögsögunnar, sem með skynsamlegri stjórn- un og góðu samstarfi við önnur ríki getur orðið varanleg búbót í efnahagslífi þjóðarinnar. Deilur hafa komið upp hér innanlands, eftir að samkomu- lag náðist í London, um það hvernig beri að skipta úthafs- karfakvótanum milli skipa og útgerða. Það virðist ekki ósanngjarnt að þau útgerðar- félög njóti þess nú með ein- hveijum hætti, sem tóku áhættuna og lögðu út í kostnað við að afla Islandi veiðireynslu á Reykjaneshrygg. Þeir sjó- menn sem þessar veiðar stunda hafa unnið brautryðj- endastarf, rétt eins og þeir sem sótt hafa í Smuguna, og þann- ig styrkt samningsstöðu ís- lands um veiðirétt í Barents- hafi. Hér er um að ræða veiðar á alþjóðlegu svæði og um þau gilda önnur lögmál en auðlind- ina sjálfa, sameign þjóðarinn- ar. ■J O A PÉTUR A *Jakobsson fasteignasali og al- þýðuskáld var svo lík- ur Sartre að helzt virt- ist sem þeir væru ein- eggja tvíburar. Ég býst við að Sartre hefði hrokkið við ef hann hefði hitt Pétur. Og hann var hugmyndaríkur einsog Sartre. Því til stuðnings get ég vitnað í sam- tal okkar á sínum tíma, svo uppör- vandi sem það var að hitta slíka andans höfðingja sem lifðu lífinu lif- andi og listinni af þeirri áfergju sem eitt sinn einkenndi samfélagið. En það var nú þá. Pétur var bindindismaður og spurði ég hann um það. Hann svar- aði: „En ég er samt enginn templ- ari, nei-nei, ég er bara bindindismað- ur fyrir sjálfan mig. Ég hef aldrei viljað leggja neitt á mig til þess, að aðrir yrðu bindindismenn. Ékki hið minnsta. Hef engan áhuga á því. Það verður hver að sjá um sig sjálf- ur.“ Og svo fer Pétur að tala um að hann sé ekki félagsiyndur maður og dansi sjaldan. Bætir við: „Onei, ég hef aldrei verið félags- lyndur að eðlisfari. Ég er einstakl- ingshyggjumaður. Hef alltaf viljað vera sjálfstæður bæði í hugsun og fjármálum. Og ég hef aldrei beðið um opinbert starf.“ Og ennfremur: „Eg hef reynt að lífga dálítið upp á þær til að tryggja mér að menn lesi auglýsingar mínar. Og ég held það hafi tekizt. Auglýsingar í blöð- unum eru líka svo ósköp leiðinlegar — og alltof hátíðlegar. Það var nú eitthvað annað í gamla daga.“ „Og svo ertu skáld og getur ort þær.“ „Ójú, það hef ég líka gert: Lögum samkvæmt skjöl ég skýri, skuldir heimti, málin flyt, andstæðingsins orku rýri, umbjóðendum vinn ég nyt, málstað þeirra hef ég hátt, hinna læt ég falla lágt. Ef lögfræðing þig langar finna, lít þú heim til sala minna. HELGI spjall Og: Sónarmjöð býð ég þér sætan að drekka, að sjálfsögðu kneifum við guðanna veig. Hjala um skipti við hátt- virta rekka er hjarta míns þrá og bergja þá teyg. „Ekki hafa þeir átt að fá hann sterkan hjá þér?! „Onei, ég lét „sónarmjöð" nægja. Það er ekki hollt að hafa það sterk- ara, þegar peningaviðskipti eru ann- ars vegar.“ Um skáldspírur: „Eitt sinn var ég ritstjóri,“ sagði Pétur. „Já og ábyrgðarmaður líka. Blaðið hét Láki og kom út 1919. — Svo var mál með vexti, að strákarn- ir komu til mín, Kiljan, Tómas, Sig- urður Grímsson og einhveijir fleiri, og báðu mig um að ritstýra fyrir sig blaði. Ég komst ekki undan því, þó ég fengi ekkert fyrir þetta, en sem betur fór komu aðeins út tvö blöð af Láka. Enda var hann aldeilis ómerkiiegur. Held að Kiljan og Siggi Gríms hafí aðallega skrifað í hann, en Tómas hafði ekki tíma til þess. Svo dó Láki dauða hinna réttlátu — og síðan hef ég aldrei verið rit- stjóri. En nú er Láki „risinn upp“, orðinn ófáanlegur og kominn í geipi- verð — eins og þeir sem skrifuðu í hann á sínum tíma. — Annars er ég fyrsti kennari Kiljaps og lagði að sjálfsögðu grundvöllinn að því að hann varð nóbelsverðlaunahöfundur. Ég kenndi þá í Mosfellssveit og þar bjuggu foreldrar hans í Laxnesi. Þegar Kiljan var hjá mér, var hann á 12. ári, en gerði svo góða stíla, að svaraði til tvítugs manns." Og síðan snýr Pétur sér að rím- unum: „Eins og þú veizt, hef ég ort mik- ið af rímum og á mjög auðvelt með það. Þegar ég er búinn að raula í mig ljóðlagið, þá skal ég nokk kveða viðstöðulaust undir þeim hætti sem ég hef sett mér. Og brageyra hef ég alveg óbrigðult. Ég hef t.d. ort rimu um Draum Þorsteins á Borg, 139 erindi, öll undir hástuðlaðri hringhendu: Sagan flýr, þá siglt er hæst, sóknar knýr þó glíman. Háttar-dýr og hróðrar-glæst hnígur skíra ríman. Það gera ekki nema allra brag- slyngustu menn að slá hörpuna svo ákveðið, og ég held ég sé sá eini sem ort hefur undir þessum hætti." „Og svo hefurðu skrifað margar greinar í blöð.“ „Ójá, ég hef mikið skrifað í blöð, t.d. komið fram með nýjar skýringar á guðspjöllunum, sem prestunum fellur víst ekki vel. En við skulum sleppa því hér. En hvort ég trúi á framhaldslífið? Ja, ég veit ekkert um það. Ég er raunsæismaður og festi mig ekki í trú. Ég álít, að einu trúarbrögðin, sem eru einhvers virði, séu þau — að vera heiðarlegur maður í öllu dagfari, innan heimilis og utan, halda orð og eiða og bijóta ekki lög þjóðfélagsins. Það er sú eina kristni sem ég tel nokkurs virði. Allt annað er óraunhæft og tilgangslítið, en það er ekki þar með sagt að ég sé neinn guðleysingi. Nei, það vil ég ekki láta kalla mig og minni á það sem Krist- ur sagði: að guðsríki væri mitt á meðal fólksins." „En þú trúir ekki á annað líf?“ „Ég geng alltaf í vafa um það, að til sé annað líf, því að ef svo væri, mundi vera sá eilífðarneisti í mönnum, að þeir þráðu að komast í þetta sælunnar land sem fyrst. En það þráir enginn maður heilbrigður á geðsmunum. Við eigum að láta okkur nægja einn heim í einu. Við reynum öll á sínum tíma, hvernig búið er um hnútana og þurfum ekki að bijóta heilann um það. Við höfum annað við tímann að gera, og það hefur enginn neitt upp úr slíkum bollalegg- ingum. Svoleiðis er nú þetta, góður- inn.“ Pétur Jakobsson var lífskúnstner á sinn hátt, þótt hann væri einfari og ætti enga aðild að spjallklíkum bæjarins. M. SÆNSKI JAFNAÐAR- mannaflokkurinn hefur verið í mikilli kreppu á síð- ustu árum. Hugmynda- fræðileg undirstaða hans er að bresta vegna vanda velferðarkerfisins, sem hann mótaði á áratugun- um eftir síðari heimsstyijöldina. Sænska velferðarkerfið, sem lengi vel var fyrir- mynd stjórnmálamanna um allan heim, er nú orðið að helsta tákni þeirrar meinsemd- ar er þjakar evrópskt efnahagslíf. Stöðugt fleiri ríki hafa rekið sig á þá staðreynd að ríkisfjármagnaðri velferð eru takmörk sett. Séu þau takmörk virt að vettugi bitnar það fyrr eða síðar á samfé- laginu í heild. Velferð sem kostuð er með erlendum lántökum eða ofursköttum verð- -ur byrði á atvinnulífinu og dregur úr sam- keppnishæfni þess gagnvart öðrum ríkjum. Slík velferð er í raun blekking, þar sem stefna af þessu tagi grefur undan efna- hagslegum forsendum framtíðarinnar og skerðir lífskjör komandi kynslóða. Þjóðveijar standa nú frammi fyrir því að það kerfi, sem byggt hefur verið upp, er of svifaseint og dýrt í rekstri. í Frakk- landi hafa verið hörð átök um áform ríkis- stjórnar Alains Juppés um að draga veru- lega úr opinberum útgjöldum til velferðar- mála. Hugmyndafræðilega séð eru þessar breytingar erfiðastar fyrir flokka vinstra megin við miðju, er hafa margir haft það efst á stefnuskrá sinni um áratuga skeið að stöðugt skuli fjölga þeim sviðum, þar sem ríkið lætur til sín taka. Sú stefna hefur nú gengið sér til húðar og er að sliga hagkerfi Evrópu. Margir sérfræðingar óttast að Evrópa sé að verða undir í samkeppninni við Bandaríkin og Asíu vegna hins dýra kerfis opinberra af- skipta, sem þar hefur verið byggt upp. Sinntu ekki kalli tímans SÆNSKIR JAFN- aðarmenn hafa líkt og aðrir orðið að horfast í augu við þessar staðreyndir og hefur töluverð umræða átt sér stað innan flokksins um framtíð hans í ljósi breyttrar stöðu. Fyrir skömmu birtist hér í blaðinu viðtal við Widar Andersson, einn þingmanna Jafnaðarmannaflokksins, þar sem hann lýsir því yfír að flokkurinn hafi ekki sinnt kalli tímans. „í flokknum vorum við aldir upp við að Efnahagsbandalagið væri helvíti á jörðu. Svíar stóðu utan alls og sú goðsögn vaknaði að við værum ósnertanlegir. Flokksforystan gerði kjós- endum ekki grein fyrir að heimurinn breyttist um og eftir 1990. Vandinn er að flokkurinn er ekki í takt við tímann. Það gildir fyrir okkur að koma okkur sam- an um hver heimsmyndin sé í dag. Þá er fyrst hægt að fara að ræða aðgerðir. Við þjáumst af skorti á veruleikaskyni.“ Andersson ber stöðu Jafnaðarmanna- flokksins saman við stöðu Hægriflokksins og segir að hinum síðarnefnda hafí tekist betur að bijóta af sér fjötra fortíðarinnar. „Áður einokuðu jafnaðarmenn raunveru- leikann. Fyrr á öldinni sáu jafnaðarmenn ljósið og drifu í gegn tækninýjungar, sem urðu öllum til góðs. Nú erum við haldnir framtíðarótta og sjáum vanda í öllu á meðan Hægriflokknum hefur tekist að klæða nýjungar á borð við upplýsingaþjóð- félagið og alnetið í hægriföt. Og þar sem Hægriflokkurinn hefur krækt í þessi nú- tímafyrirbæri og gert þau að sínum málum vilja jafnaðarmenn litið af þeim vita.“ Andersson telst til endurskoðunarsinna í röðum jafnaðarmanna en stór hluti flokksmanna vill ekki hvika frá hefðbund- inni stefnu flokksins. Hann segir að jafnað- armenn í Bretlandi og Danmörku hafi snúið við blaðinu og því sé orðið tímabært að sænskir jafnaðarmenn fari að dæmi skoðanabræðra sinna. „Jafnaðarmenn víða um heim keppast nú við að leiðrétta stefn- una, svo hún falli að nýjum veruleika upp- lýsingaþjóðfélagsins, markaðshyggju og REYKJAVÍKURBREF Laugardagur 23. marz alþjóðavæðingu. Svíþjóð hefur svo lengi verið einangruð að hefðarsinnar flokksins eru mun sterkara afl og lengra frá raun- veruleikanum en flokksbræður þeirra í nágrannaríkjunum. Hefðarsinnar halda hagfræði fýrri hluta aldarinnar á lofti, sem vart er nefnd í nágrannaríkjunum, ekki einu sinni í verkalýðshreyfingunni.“ Svíar ekki betri ANNAR FOR- ystumaður í sænska Jafnaðar- mannaflokknum, sem hefur barist fyrir endurskoðun á stefnu hans, er Mona Sahlin, fyrrum aðstoðarforsætisráðherra. Hún lét af störfum sem ráðherra í desem- ber sl. og hafnaði um síðustu helgi að taka sæti í ríkisstjóm á ný. Skýrði hún þá afstöðu sína með því að hún vildi hafa aukið svigrúm til þess að beijast fyrir hugmyndalegri endurnýjun innan flokks- ins; í viðtali við Morgunblaðið fyrr í mánuð- inum, þar sem hún fjallar um viðhorf sín, segir Sahlin að ríkið hafi ofmetnast. „Rík- ið gekk einfaldlega of langt í að stjórna öllu ofan frá og upp á eigin spýtur. Ofmetn- aðurinn styrktist einnig af því að við lifðum út af fyrir okkur. Svíþjóð var öflugt ríki og ríkt og sjálf álitum við að okkur hefði skilað svo vel áfram því við hefðum fund- ið bestu lausnirnar og værum hreinlega best. Það stenst þó ekki við nánari athug- un, heldur náðum við einungis langt sökum þess að við höfðum forskot á margar aðr- ar þjóðir. Við stóðum uppi með allt okkar í góðu lagi eftir stríð, svo að við höfðum þá mikið forskot. Nú hafa margar aðrar þjóðir komist jafnlangt og við eða lengra, meðan við héldum í þá trú að við værum best. Nú er einangrunin rofin og við erum komin í hóp með öðrum. Það er ekki auðvelt að venja sig við að einföldu láusnimar eru ekki lengur til og flokksformaðurinn getur ekki lengur verið eins og Gunnar Stráng, sem var ráðherra í 3l ár og kunni alltaf svör við öllu. Fólk er ekki vant því og það veldur vonbrigð- um. Það ríður á mestu að draga úr atvinnu- leysinu, en líka að þróa stefnuna og leiða í ljós hvaða svigrúm verði fyrir velferðar- kerfið. Allt þetta er hægara sagt en gert. Vandi Svía verður ekki skýrður með því að hægristjórn hafí setið að völdum í þijú . ár. Vandinn er djúpstæðari en svo ... Mín kynslóð er ... önnur kynslóð í sænska vel- ferðarkerfínu, sem við köllum gjarnan „þjóðarheimilið“. Við höfum ekki þörf fýr- ir að veija fortíðina, en erum áhugasöm um framtíðina. Við sjáum líka greinilega að velferðin hefur ekki leyst allan vanda, því þótt enginn þurfí að búa við fjárhags- lega neyð búa margir við andlega neyð. Velferðin leysir ekki allan vanda en það skijja hinir eldri ekki.“ í ljósi þeirrar stöðu sem Jafnaðarmanna- flokkurinn hefur verið í upp á síðkastið beindust augu margra að flokksþingi jafn- aðarmanna um síðustu helgi, sem haldið var til að kjósa nýjan formann flokksins. Það hefur ekki dregið úr vanda jafnaðar- mannanna sænsku að flokkurinn hefur verið án afgerandi forystu, allt frá því Ingvar Carlsson greindi frá þeirri ákvörðun sinni í ágúst í fyrra að hann hygðist láta af embætti. Forðuðust erfiðu málin FLOKKURINN hefur nú vissulega valið sér nýjan leið- toga, Göran Pers- son, sem áður gegndi embætti fjármálaráðherra. Á flokksþinginu var hins vegar ekki gerð tilraun til að kryfja hinn hugmyndafræði- lega vanda flokksins til hlítar. I stað þess að gera upp við fortíðina og takast á við framtíðina forðuðust jafnaðarmenn við- kvæmu málin. Flokksþingið virðist öðru fremur hafa verið skrautsýning, þar sem fráfarandi leiðtogi var hylltur og nýjum forystumanni leyft að láta ljós sitt skína. I síðustu kosningum féllu jafnaðarmenn jafnframt í þá gryfju að lofa kjósendum óbreyttu ástandi. Margir Svíar virtust kjósa jafnaðarmenn í þeirri trú að þannig væri hægt að koma í veg fyrir röskun á högum þeirra. Jafnaðarmannastjóm væri ávísun á óbreytt öryggi. Eftir kosningasig- FRÁ DYRHÓLAEY urinn hafa jafnaðarmenn staðið frammi fyrir því að verða að taka á velferðarvand- anum en eiga þá á hættu að glata trausti kjósenda. Persson sjálfur virðist hafa valið þann kost að láta ekki sverfa til stáls gegn þeim öflum innan flokksins er vilja halda fast í hefðbundna hugmyndafræði. Vissulega mátti í ræðu hans greina hvassa gagnrýni á hefðarsinnana í röðum jafnaðarmanna. Persson lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að framfylgja stefnu í fjármálum er tæki mið af raunveruleikanum en ekki óskhyggju. Hann varaði við pólitískum ákvörðunum um bætur og styrki, sem ekki eru efnahagslegar forsendur fyrir. Hann benti á að of miklar kauphækkanir gætu af sér verðbólgu og atvinnuleysi. Hann beitti sér gegn ályktunum um hækk- aðar atvinnuleysisbætur og að hlutfall hins opinbera af þjóðarframleiðslu yrði aukið. Flokksþingið samþykkti hins vegar einnig ályktanir, sem vart myndu treysta efnahag Svíþjóðar, yrði þeim framfylgt. Má nefna ályktun um sex klukkustunda vinnudag og að á yfírstandandi kjörtíma- bili verði hafíst handa við að hætta að nota kjarnorku sem orkulind. Jafnfram komu flokksmenn sér hjá því að taka afstöðu til nokkurra þeirra deilu- mála sem hvað flóknust eru í dag. Má þar nefna lífeyrismálin og afstöðuna til hins efnahagslega og peningalega samruna Evrópuríkja, EMU. Var ákveðið að móta ekki stefnu í þeim málaflokkum fyrr en á flokksþingi á næsta ári. Morgunblaðið/RAX Hugmynda- fræðilegt veganesti PERSSON, SEM tók á fimmtudag við embætti forsæt- isráðherra Svíþjóð- ar, fékk vissulega traust umboð flokksmanna til að leiða flokkinn og þá jafnframt ríkisstjórn landsins. Hið hug- myndafræðilega veganesti, sem hann legg- ur upp með, gæti hins vegar reynst honum erfítt. Sænskir jafnaðarmenn halda að mestu leyti í rótgrónar hugmyndir sínar og fresta því óumflýjanlega uppgjöri, sem flestir skoðanabræður þeirra í Evrópu, hafa þegar gengið í gegnum. Persson ávann sér virðingu sem fjár- málaráðherra með röskri framgöngu í bar- áttunni gegn útþenslu ríkisútgjalda. Sú ákvörðun Perssons að skipa Erik Asbrink, fyrrum formann stjórnar sænska seðla- bankans, í embætti fjármálaráðherra er vísbending um að hann hyggist sem for- sætisráðherra halda áfram á þeirri braut, þrátt fyrir að hann reyni í málflutningi sínum að halda vinstriarmi flokksins góð- um. Helsta markmið stjórnarinnar sagði Persson vera að draga úr atvinnuleysi, sem nú er í kringum tíu prósent. Stefnir hann að því að minnka atvinnuleysi í 4% fyrir aldamót. ^ Það gæti reynst sænsku stjóminni erfitt að ná því markmiði. Svigrúm Svía til þensluaðgerða er nær ekkert vegna mikill- ar skuldsetningar og fjárlagahalla. Eigi atvinnulífíð að blómstra liggur jafnframt fyrir að draga verður úr þeim álögum, sem lagðar eru á fyrirtæki, og launatengdum gjöldum. Aðild Svía að Evrópusambandinu knýr stjórnvöld jafnframt enn frekar til að hafa hemil á opinberum útgjöldum, ekki síst ef þau hyggja á þátttöku í hinum peninga- lega samruna. Danskir jafnaðarmenn hafa á síðustu árum gegnt mikilvægu hlutverki við endur- skoðun hins opinbera velferðarkerfís. Breski Verkamannaflokkurinn hefur á síð- ustu áram snúið algjörlega við blaðinu með nýrri forystu. Spænskir sósíalistar hafa á síðastliðnum áratug verið leiðandi í því að treysta stöðu Spánar sem vest- ræns lýðræðisríkis. Göran Persson verður fyrr eða síðar að gera upp á milli þeirra hugmyndafræðilegu andstæðna sem takast á í flokknum og fá flokksbræður sína til að horfast í augu við raunveruleikann eins og hann er. Eins og stendur er flokkurinn klofínn í öllum stærstu málaflokkunum, velferðarmálum jafnt sem Evrópumálum, og því ekki í stakk búinn að takast á hendur þá miklu kerfisbreytingu er verður að eiga sér stað í Svíþjóð. „Sænskir jafnað- armenn halda að mestu leyti í rót- grónar hugmynd- ir sínar og fresta .því óumflýjanlega uppgjöri, sem flestir skoðana- bræður þeirra í Evrópu hafa þeg- ar gengið í gegn- um.“ T-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.