Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 * MORGUNBLAÐIÐ ALOE VERA-gelið er ómissandi í sólarlandaferðina (fyrir og eftir sól). ALOE-VERA 98% gelið frá JASON er kristaltært eins og ómengað lindarvatnið úr hreinni náttúrunni. Ariðandi er að hafa í huga að aðeins ALOE VERA-gel án litar- og ilmefha gefur áþreifanlegan árangur. 98% ALOE VERA gel frá hvert heimili sem fgrsta hjálp (First Aid). Fæst í öllum apótekum á landinu og í: 2. hæö, BOfgarkringlunni, símar 854 2117 og 566 8593. m NEXOL NEFÚDA LY F htaktu það ínefið H Virka efnið xýlómetazólín vinnur gegn stíflu | og slímmyndun í nefi. Notið Nexól ekki lengur en 10 daga í senn án samráðs við lækni. Sjúklingar með gláku, hjartasjúkdóma eða skjaldkirtilssjúkdóma ættu ekki að nota iyfið. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. A LYFjAVERSLUN Í-SLANDS H F. Fyrirlestur í Félagsvís-^ indadeild HÍ DR. MOSHE Rubinstein heldur fyr- irlestur í boði Félagsvísindadeildar þriðjudaginn 26. mars ki. 17 í stofu 201 í Odda. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Dr. Rubinstein er prófessor við verkfræðideild Kaliforníuháskóla í Los Angeles. Hann hefur sérhæft sig í aðferðum við að finna skapandi lausnir á flóknum þrautum og hefur stundað rannsóknir, kennslu og ráð- gjöf á þeim vettvangi. Viðfangsefni hans spanna svið frá raungreina- kennslu til lausna á knýjandi samfé- lagsvanda. Dr. Rubinsjein hefur komið tvisv- ar áður til íslands og haldið hér námskeið og fyrirlestra. Hann hefur vakið athygli fyrir líflega og skemmtilega framkomu og skýra og áhugaverða umræðu, segir í frétta- tilkynningu. ------♦ ♦ ♦----- Fundur um ríki og kirkju SAMTÖK um aðskilnað ríkis og kirkju gangast fyrir opnum fundi um samband ríkis og kirkju þriðju- daginn 26. mars nk. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavík- ur og hefst hann kl. 16.30. Fundur- inn ber yfirskriftina: Kirkjan og rík- ið. Fundarstjóri og stjórnandi pall- borðsumræðna verður Mörður Árnason. Framsögumenn eru: Baldur Kristjánsson, Kristín Ástgeirsdótt- ir, Ragnar Fjalar Lárusson og Eð- varð T. Jónsson. Þessir sömu taka þátt í pallborðsumræðum að fram- söguerindum loknum. Opið er fyrir spumingar úr sal. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir HUMMÍERINN við björgunarsveitarhúsið Hafliðabúð ásamt sljórn sveitarinnar. ní" rgxmar s veitin Þórshöfn eignast Hummer-bj örgunarbíl Þórshöfn. Morgunblaðið. MIKIÐ var um dýrðir hjá björgunar- sveitinni Hafliða og slysavarnadeild kvenna á Þórshöfn um síðustu helgi því þá renndi hinn langþráði Hum- mer-björgunarbíll í hlaðið á Hafliða- búð, undir öruggri stjórn Konráðs Jóhannssonar. Bíllinn kemur til kynningar núna þar sem hann er ekki alveg tilbúinn. Innan skamms fer hann aftur í um- boðið, GM þjónustuna og fer þar í 44ra tommu breytingar. I bílnum er GM dísel V8 vél, 170 hestöfl. Tvö- falt trefjaplasthús er á honum sem í rúmast 10 menn og þar að auki 3 sjúkrabörur, einnig er nægilegt pláss fyrir nauðsynlegan björgunar- og sjúkrabúnað. Að sögn Konráðs Jó- hannssonar er einn stærsti kostur þessa bíls hve mikið pláss er í honum Brýnt var orðið fyrir björgunar- sveitina að eignast nýjan bíl því gamli Volvo Lapplanderinn var kominn á síðasta snúning og bilaði í hvert sinn sem honum var ekið frá húsinu. Nýi Hummerinn er því kærkominn en það er töluvert átak framundan hjá björgunarsveitinni og kvennadeild- inni við að fjármagna kaupin. Stuðningur heimamanna við bílakaupin Björgamarsveitin nýtur velvilja og stuðnings heimafyrir í bílakaupunum enda er góður björgunarbíll og öflug björgunarsveit allra hagur. Sveitarfé- lög, félagasamtök og fyrirtæki hér heima hafa gefið umtalsverðar upp- hæðir til styrktar kaupunum; jafnvel krakkamir í skátafélaginu Goðum ætla að gefa afraksturinn af sinni helstu fjáröflun í bílinn. Slíkur einhug- ur er björgunarsveitinni mikils virði. Konráð Jóhannsson björgunar- sveitarmaður kom á bílnum frá Reykjavík svo töluverð akstursreynsla fékkst á þeirri leið. Fréttaritari spurði Konráð hvernig honum líkaði bíllinn og því var fljótsvarað: „Yndislegur - stórkostlegt tæki!“ og allt yfírbragð Konráðs var líkt og þegar stoltur faðir lýsir frumburði sínum svo það er bjart yfir björgunar- sveitarmönnum þessa dagana. ...i bifreiðina þma Við erum aðalumboösaðilar fyrir bifreiðavara- hlutina TRIDON Skandinavia A/S. Varahlutir sem við erum stolt af. Markvlsst þjónum við ykkur enn betur! • Vatnshosur • Tímareimar og strekkjarar • Bensíndælur • Bensínlok Benslnslöngur Álbarkar Kúplingsbarkar og undirvagns- gormar. B R Æ Ð U R N Lágmúia 9 • Sími: 553 8820 • Fax: 568 8807 BOSCH verslunin, aðkeyrsla frá Háaleitisbraut TRIDQNÍF Söluaðllar:.............................. GH verkstæðið, Borgarnesi. Þórshamar, Akureyri. Víkingur, Egilsstööum. Vélsmiöja Hornafjaröar, Hornafiröi. , 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.