Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ T MINNINGAR t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVEINLAUGAR SIGMUNDSDÓTTUR, Lindargötu 57, Reykjavfk, fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 26. mars kl. 13.30. Stefanía Baldursdóttir, Atli S. Sigurðsson, Jens B. Baldursson, Þóra Grímsdóttir, Herbert V. Baldursson, Margrét Reynisdóttir, Sigmundur H. Baldursson, Arnfrfður Eysteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Dóttir mín, stjúpdóttir, systir okkar og mágkona, ÞÓRUNN KVARAN BUMBERGER, lést á heimili sínu í Hampton, Virginiu, 21. mars. Axei Kvaran, Brynjar Kvaran, Svavar Kvaran, Axel A. Kvaran, Ágúst Kvaran, Ósk Kvaran, Ingibjörg Fjölnisdóttir, Hildur Halla Jónsdóttir, Sandra Baldvinsdóttir, Edda Jónasdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA STEINUNN GUÐJÓNSDÓTTIR, Sólheimum 27, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Slysavarnafólag íslands njóta þess. Björn Aðalsteinsson, Guðjón Aðalsteinsson, Gyða Agnarsdóttir, Dagbjört Aðalsteinsdóttir, Hrafnkell Björnsson, Stefán Aðalsteinsson, Guðbjörg Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t JÓHANN SVEINBJÖRNSSON frá Snorrastöðum, Laugardal, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þriðjudaginn 26. mars kl. 13.30. Jarðsett verður að Miðdal. Fyrir hönd vandamanna, t Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1 b, Kópavogi, er látin. Útförin ferfram frá Kópavogskirkju mið- vikudaginn 27. mars kl. 13.30. Erla Ingólfsdóttir, Sveinn Gústavsson, Ásbjörg Ingólfsdóttir, Magnús Gíslason, Halldór Halldórsson, Ragnheiður Hóðinsdóttir, Inga Þórunn Halldórsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR FINNBOGASON pípulagningameistari, Sæviðarsundi 15, ^ Reykjavík, sem lést 15. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afbeðin. Þeim, sem vildu minnast hans, er góð- fúslega bent á Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík, sími minningar- korta 562 7000. Sigrún Svala Eggertsdóttir, Þórður Guðmundsson, Finnbogi Guðmundsson. KRISTJANA STEINUNN G UÐJÓNSDÓTTIR + Kristjana Stein- unn Guðjóns- dóttir var fædd á Hellissandi 21. sept- ember 1923. Hún lést í St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði 16. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Dagbjört Ólaf- ía Þorsteinsdóttir, f. 23. september 1898, d. 26. febrúar 1982, og Guðjón Jónsson, f. 2. októ- ber 1888, d. 15. jan- úar 1924. Kristjana átti einn albróður, Þorstein Guðlaug, f. 12. júní 1920, d. 1. janúar 1941. Hálfbróður eign- aðist Kristjana, f. 16. ágúst 1930, en hann dó viku gamall. Eiginmaður Kristjönu var Að- alsteinn Stefánsson, leigubif- reiðasljóri, f. 21. nóvember 1913 á Borgarlæk á Skaga, d. 2. september 1987. Þaii giftu sig 20. nóvember 1943. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Björn Inga, f. 9. febrúar 1944. Börn Björns eru Margrét Björk, Bára Rós, Guðrún Rósa og Siguijón Björn. 2) Guðjón Steinar, f. 23. apríl 1948. Kona hans er Gyða Agnardóttir og börn þeirra eru Agnar, Steinunn og Steinar. 3) Dag- björt Rebekka, f. 4. ágúst 1949. Maður hennar er Hrafn- kell Björnsson og synir þeirra eru Aðalsteinn, Björn og Viðar. 4) Stefán Laxdal, f. 23. október 1959. Kona hans er Guðbjörg Garð- arsdóttir og börn þeirra eru Kristjana Björk, Garðar og Aðalsteinn. Barnabarnabörn Kristjönu, börn Margrétar Bjarkar og Rúnars Gunnars- sonar, eru Eiríkur Böðvar, Símon Grétar og Dagbjört Dúna. Útför Kristjönu fer fram mánudaginn 25. mars frá Foss- vogskirkju og hefst athöfnin klukkan 15. Kristjana tengdamóðir mín lést 16. mars sl. í ,St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Lauk þar með veikind- um hennar sem stóðu nú yfir í tæpt ár, en krabbamein var hennar banamein. Eg vil sérstaklega þakka starfsfólki á St. Jósefsspítala fyrir þá umönnun sem Kristjana fékk þar síðan í haust, en hún var lögð þar inn nokkrum sinnum. Kristjönu leið þama ákaflega vel og átti það sinn þátt í því með hve miklu jafnaðar- geði hún tók sínum veikindum. Kristjana missti föður sinn þegar hún var enn ungbam þannig að móðir hennar Dagbjört varð að sjá fyrir sér og henni. Dagbjört réð sig í húsmennsku að Öndverðamesi, en þaðan lá leiðin til Akraness og síðan til Reykjavíkur. Þorstein varð Dag- björt að láta frá Sér eftir fráfall Guðjóns og síðar stóð til að sameina fjölskylduna aftur en það gekk ekki eftir því Þorsteinn lést af slysförum langt fyrir aldur fram eða tvítugur að aldri. Skólaganga Kristjönu var lítil eins og algengt var hjá efnalitlu fólki á þeim ámm. Ákveðna hæfileika hafði Kristjana varðandi tölur og númer, þannig að ef aðstæður hefðu verið aðrar og betri hygg ég að hún hefði getað notað betur þessa náðargáfu sem henni var gefin. Henni fannst hún ekki þekkja fólk nema hún vissi hver afmælisdagurinn var, öll síma- númer kunni hún og þegar kom að því að velja happdrættismiða þá var henni ekki sama hvert númerið var og oftar en ekki vann hún. Hér fyrr á ámm þegar hún stundaði bingó þá vom það ekki margir sem stóðu henni á sporði þegar að því kom að spila átti um stærsta vinninginn. Alveg er ég viss um að hún hefði ekki tekið í mál að flytjast á Lang- holtsveg 73 ef henni hefði ekki líkað númerið. Þar bjó Kristjana mestallan sinn búskap ásamt Aðalsteini eða íjömtíu og tvö ár. Bjó hún þar sér og sínum notalegt heimili. Margir áttu leið um Langholtsveginn og var öllum þar vel tekið og vel fór um mann í eldhúsinu þó það væri ekki stórt. Þegar ég kom þangað fyrst um 1970 vom allir á besta aldri og við góða heilsu. Ekki vom góðgerð- imar skomar við nögl þannig að matmaðurinn varð að hafa sig allan við, held ég reyndar að henni hafi ekki þótt verra að maður með góða matarlyst hafí bæst í fjölskylduna. Á þessum ámm tókum við stundum í spil og oft fómm við saman í sum- arfrí. Var farið í sumarbústað í Bif- röst og víðar, en sumarið 1979 fór- um við öll saman á sólarströnd. Þetta vora góðir dagar. Síðustu árin bjó hún í Sólheimum 27. Þau urðu þeirrar gæfu aðnjót- andi að Dagbjört móðir Kristjönu var á heimilinu á meðan Dagbjört lifði. Samband þeirra var einstak- lega gott. Engin spurning er að böm Kristjönu nutu þess í ríkum mæli að hafa ömmuna sína sér við hlið á meðan þau vora að alast upp. Dagbjört var einstakt ljós, blíð og góð, sá ég hana aldrei skipta skapi og öll böm sóttu í hana. Kristjana vann lengstum úti ásamt því að hugsa um heimilið. Störfín sem hún vann vom ekki af léttara taginu, en hún vann við þrif o.fl. á hinum ýmsu stöðum, s.s. í skipum og vélsmiðju svo eitthvað sé nefnt. Enda má segja að vinnan hafi tekið sinn toll og var hún orð- in slitin manneskja síðustu árin. Kristjana var félagslynd kona og frændrækin. Starfaði t.d. bæði í Kvennadeild Slysavarnafélagsins og í Kvenfélagi Hreyfils á meðan heilsan leyfði. Reyndi hún að sinna þessum félögum sem best hún mátti og naut þess að fara með þeim í ferðir þegar svo bar undir. Passaði hún upp á það öðmm fremur að halda góðum tengslum við skyldfólk sitt og lét sig ekki vanta þegar af- mæli eða önnur mannamót vom annars vegar og ekki skorti á örlæt- ið. Ég held ég geti fullyrt að ég hafi ekki kynnst örlátari manneskju um mína daga enda sagði hún gjaman að hún fengi allar sínar gjafir margfaldar til baka. Nú þegar Sjana mín er horfin finna allir til söknuðar og þá sér- staklega sjmáfólkið sem misst hefur ömmuna sína eða langömmuna sem ætíð kom færandi hendi. Blessuð sé minning hennar. Hrafnkell Björnsson. Við bræðumir viljum hér í fáein- um línum minnast elskulegrar ömmu okkar, Kristjönu Steinunnar Guðjónsdóttur, sem lést fyrir stuttu eftir mjög erfið veikindi. Það var síðastliðið haust að við fengum að vita að amma okkar gengi með banvænan sjúkdóm og því höfum við í vetur reynt innst inni að búa okkur undir hið óhjákvæmilega. Þrátt fyrir það er ekki laust við þegar stundin rennur upp að menn tárist og hugsi með sér hvað daúð- inn geti verið sár og dapur. Það er síðan ekki síst á slíkum stundum að menn gera sér grein fyrir hvað lífið getur verið gott og fallegt, og þar með fara minningar liðinna tíma að bijótast fram í huganum. Þrátt fyrir að vera komin á efri árin þá fylgdist hún amma okkar ákaflega vel með því sem efst var á baugi, hvort sem það tilheyrði þjóðfélagsumræðunni eða áhuga- málum okkar bræðra. Hún var al- veg stálminnug og nánast hægt að fletta upp í henni eins og opinni bók. Það var sérstaklega gaman að ræða við hana um fólk sem af einhveijum ástæðum var mikið í sviðsljósinu, eins og t.d. poppara og pólitíkusa. Hún hafði oftar en ekki mjög staðfastar og stundum spaugilegar skoðanir á slíkum fýr- um, enda engin furða þar sem þess- ir þjóðfélagshópar hafa lifíbrauð sitt af því að selja sig og sú sölu- mennska er oft umdeilanleg í huga hins almenna borgara. Einn er sá atburður sem stendur okkur bræðmm ofar í huga en aðr- ir í minningunni og það er fjöl- skyldumótið, sem Margrét Björk frænka okkar bauð til að fyrrver- andi heimkynnum sínum, að Görð- um í Staðarsveit, í tengslum við sjötugsafmæli ömmu fyrir rúmlega tveimur ámm. í fyrsta sinn voru allir núverandi meðlimir fjölskyld- unnar, og staddir vom á klakanum, komnir saman og nutu samvistanna yfir eina helgi í frábæru yfirlæti. Ánægjan skein úr hveiju andliti, en einn var sá aðili sem mátti gleðj- ast meira en aðrir og það var sjálft afmælisbarnið, hún amma okkar. Að hafa öll barna- og bamabömin í kringum sig í sömu andránni hef- ur án efa verið ólýsanleg tilfinning- in fyrir hana. Þetta voru stundir sem allir viðstaddir, sem komnir vom til vits og ára, munu geyma með sér um aldur og ævi. Að heimsækja ömmu á heimili hennar, fyrst á Langholtsveginum og síðar í Sólheimunum, var ávallt upplifun út af fyrir sig. Ekki bara til að fá svolítið góðgæti í gogginn og undra sig yfir hvað allt var hreint og fínt, heldur einnig til að skoða alla þá fjölmörgu smáhluti og dót sem þar var að finna. Hver hlutur átti sinn ákveðna stað í íbúðinni líkt og í leikmynd leikrits. Þegar aðeins hafði verið draslað til var ómögulegt að vita hvar hver hlutur átti að vera, en þá kom amma til hjálpar og kom öllu fyrir á sínum vanastað og allt varð jafn fínt sem fyrr. En allt á sinn enda og nú er svo komið að slíkum heimsóknum linni, því sviðstjórinn er fallinn frá. Hann farinn til feðra sinna og heitt- elskaðs eiginmanns. Elsku arama, því þurftir þú að fara nú? Við slíkri spurningu fáum við víst fá svör, en á endanum hef- ur þú líklega verið hvíldinni fegin. Við viljum þakka þér fyrir ánægju- legar og oft á tíðum uppörvandi samvemstundir, og minning um þig lifir. Guð geymi þig og varðveiti. Aðalsteinn, Björn og Viðar. Hann var bjartur og fagur dagur- inn sem hún amma okkar kvaddi þennan heim. Hún var kærkomin hvfldin, því amma hafði þjáðst mik- ið síðustu dagana. Það var í haust sem hún fékk að vita að hún væri með illkynja sjúkdóm. Hún tók þessum tíðindum með miklu jafnað- argeði, bjartsýn og dugleg til hinstu stundar. Ef hún var með áhyggjur, var það aðallega út af minniháttar vandamálum annarra í fiölskyld- unni. Amma dvaldist mikið á St. Jós- efsspítala síðastliðna mánuði. Hún hrósaði mikið starfsfólkinu sem reyndist henni mjög vel. Amma var ákaflega gestrisin og gjafmild. Jafnvel undir það síðasta var hún að hugsa um afmælin okk- ar og gjafir. Fyrir tæpum fjóram árum flutti amma úr húsinu sínu á Langholtsveginum. Þar bjó hún með fjölskyldu sinni í 42 ár. Amma okk- ar var mjög glöð þegar foreldrar okkar keyptu húsið. Margar minn- ingar tengjast húsinu, m.a. fæddist pabbi okkar í því. Við þökkum ömmu okkar fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okk- ur. Við kveðjum hana með söknuði en gleðjumst yfir því að nú er hún heilbrigð og hress með afa og langömmu hjá Guði. Blessuð sé minning hennar. Kristjana Björk, Garðar og Áðalsteinn. 0 € < < < < < < < i 4 : 4 4 4 4 4 4 I ( ( I i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.