Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 35 GUÐMUNDUR FINNBOGASON + Guðmundur Finnbogason fæddist 21. mars 1910 á Búðum í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Finnbogi G. Lárus- son, f. 2.12. 1866 á Mánaskál á Skaga- strönd, d. 18.7. 1945 í Ólafsvík og Björg Bjarnadóttir, f. í Reykjavík 19.10. 1875, d. 9.7. 1915. Börn þeirra hjóna voru ellefu að tölu, Ingólf- ur einn á lífi, f. 12.7.1911. Finn- bogi giftist öðru sinni 1920 Laufeyju Einarsdóttur, f. 1898 í Miðhúsum á Snæfellsnesi. Þau áttu fjögur börn saman, þrjú af þeim eru á lífi, þau eru: Björg, Þorbjörn og Danival. Guðmundur var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Olga Dal- berg, f. á Akureyri 13.11. 1904. Þau gengu í hjónaband þann 14. júlí 1943, þau slitu samvistir, þau áttu tvo drengi, Þórð Guð- mundsson, f. 29.8. 1943, kona hans var Erla Gunnarsdóttir, þau slitu samvistir en synir þeirra eru Gunnar Þór og Guð- mundur Öm, hans dóttir er Brynja Sól'. Sambýliskona Þórð- ar er Gunnlaug Jó- hannesdóttir. Finn- bogi Guðmundsson, f. 17.11. 1946, hans kona er Edda Dung- al, hennar dóttir El- ísabet Dungal. Synir þeirra eru Guð- mundur og Sturla Már. Guðmundur kvæntist öðru sinni Sigrúnu Svölu Egg- ertsdóttur 22. mars 1969, hennar börn eru frá fyrra hjónabandi Ester Bára Gústafs- dóttir, hennar maður er Gísli Friðjónsson, Sigurður Gústafs- son, hans kona er Linda Gúst- afsson. Guðmundur hóf nám í pípulögnum í apríl 1943 hjá Runólfi Jónssyni, fékk sveins- bréf 9. júní 1947, en sem meist- ari 9. júní 1950 og hefur unnið að iðninni síðan og víða komið við, þar á meðal er Hótel Saga, Öryrkjabandalag íslands, og Mjólkursamsalan. Hann lét af störfum 1993. Útför Guðmundar verður gerð frá Fossvogskirkju mánu- daginn 25. mars og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Föðurbróðir okkar, Guðmundur Finnbogason pípulagningameistari lést í Reykjavík að morgni 15. mars. Samgangur við fjölskyldur okkar var mikill fyrr á árum, einkúm vegna sameiginlegra bygginga- framkvæmda hans og föður okkar og var hann því tíður gestur á heim- ili okkar, enda höfðu þeir bræður um margt að spjalla. Guðmundur varð síðan stór verk- taki í sinni starfsgrein og hafði jafn- an fjölda manna í vinnu. Faðir okkar og Guðmundur voru alla tíð miklir mátar allt frá því að þeir fóru úr föðurhúsum þá 15 og 16 ára gamlir. Fyrst eftir að Guðmundur kom til Reykjavíkur vann hann við garð- yrkjustörf. Hann var alla tíð einstakt snyrti- menni, gestrisin og elskulegur í allri framkomu og í miklu uppáhaldi hjá okkur systrum. Eftirlifandi eiginkona hans er Svala Eggertsdóttir og reyndist hún honum einstaklega vel, enda kært á milli þeirra hjóna. Við viljum svo að endingu votta Svölu, sonum Guðmundar og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu sam- úð. Björg Ingólfsdóttir, Ágústa Ingólfsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA LILJA INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR Hátúni 12, Reykjavík, er látin. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Júlíana Sóley Guðmundsdóttir, Friðrik Már Bergsveinsson, Guðmundur Össur Gunnarsson, Jón Halldór Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Alúðarþakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför móður minnar og tengdamóður, MARÍU JÓNSDÓTTUR. Sverrir Georgsson, Unnur Georgsson. t Hjartans þakkir til allra sem sýndu okk- ur hlýhug og vinarhug við andlát og útför sonar okkar, föður, barnabarns, bróður og mágs, GUÐMUNDAR SMÁRA MAGNÚSSONAR, Hverfisgötu 70, áður Hjaltabakka 20. Svava Guðmundsdóttir, Friðrik Bridde, Brynjar Smári Guðmundsson, Svava Guðmundsdóttir, Katrín Ragnarsdóttir, Guðmundur Nikulásson, Anna M. Bridde, Elvar M. Birgisson, Katrín D. Bridde. Kallið er kotnið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Sólin glitrar á sundum. Fuglar hópa sig saman á lygnum haffletin- um og vorlaukarnir stinga blöðum upp úr moldinni, vorið er í nánd. En einmitt þá þegar allt tekur á sig mynd lífsins, þá er maðurinn með ljáinn líka á ferðinni. Ég vissi svo vel að vinur minn Guðmundur Finn- bogason var mikið veikur og lengi séð að hverju stefndi, en vonaði samt að ég fengi að sjá hann hress- an með vorinu. í rúma tvo áratugi hef ég þekkt þau Svölu og Guðmund og tel Svölu vera mikla vinkonu mína og við Jón fórum oft með þeim út að borða og á mannfagnaði, t.d. eins og árshátíð- ir, og það voru hugljúfar stundir. Einnig er við heimsóttum hvert ann- að í suamrbústaðina okkar beggja, Fremribúðir og Hálsakot, þá var glatt á hjalla og gott að vera til. Við Svalá unnum mikið saman að slysavamamálum og þá var alltaf vís stuðningur Guðmundar við allt sem var að gerast og alltaf gaf hann mér góð ráð og sagði falleg orð sem yljuðu mér, er ég tók við ábyrgð í málum SVD-kvenna í Reykjavík á sínum tíma. Og ég tel hann hafa verið meðal minna mætustu vina, hlýjan, traustan og heiðarlegan. Svala og Guðmundur áttu yndislegt heimili í Sæviðarsundi 15, þangað var gott að koma, bæði höfðingjar heim að sækja og maður fann sig svo velkominn. Ástúðin, virðingin og umhyggjan sem þau báru hvort tii annars var svo auðfundin og fögur. Guðmundur var einn af stofnend- um og meðeigandi í myndarlegu fyrirtæki, Vatnsvirkjanum hf., Ar- múla 21, og þar starfaði hann þar til að heilsan fór að bila og allir sem til þekktu vissu hvað allt fór honum vel úr hendi á þeim stað. Að leiðarlokum þakka ég Guð- mundi samfylgdina og vináttuna og bið góðan Guð að gæta þín, elsku Svala mín, og styðja þig í sorg þinni. Innilegar samúðarkveðjur til að- standenda. Samt er í samfylgd sumra manna andblær friðar án yfirlætis áhrif góðvildar inntak hamingju þeim er njóta nær. (Guðm. Böðvarsson) Guðrún S. Guðmundsdóttir. p.HifiTffl-n iiiiiiiiiiiimiiiiii nniuiirmiiin~ iiihiiiiiimiímnirr-- Ráðstefna borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og Varðar- fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Scandic Hótel Loftleiðum 27. mars 1996 kl. 17.30-21.30. Framtíðarsýn fyrir Reykjavík Lægri skattar, minni skuldir og betri þjónusta fyrir Reykvíkinga. 1. Kl. 17.30-17.45. Inngangur. Hvers vegna þurfum við framtíðarsýn fyrir Revkjavík? Ámi Sigfússon borgarfulltrúi. KI. 17.45-18.00. Hvert stefnir undir stjórn R-listans? Mun fjármálastefna R-listans leiða Reykvíkinga í ógöngur? Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi rekur loforð og efndir R-listans í fjármálum borgarinnar og hvert stefnir. Kl. 18.00-18.15. Stefna R-listans og áhrif hennar á fjölskyldur í Reykjavík. Guðrún Zoega borgarfulltrúi ræðir vaxandi skattheimtu og skuldasöfnun meirihluta R-listans og hvemig byrðamar leggjast á heimilin. KI. 18.15-18.30. Stefna R-Iistans og áhrif hennar á atvinnuhTið. Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúi fjallar um langtímaáhrif stefnu R-listans á rekstur fyrirtækja í Reykjavík. 2. Kl. 18.30-18.45. Lœgri skattar, minni skuldir og betri þjónusta. Hvemig getum við aukið ráðstöfunartekjur fjölskyldnanna með því að lækka skatta og minnka skuldír? Ámi Sigfússon dregur upp meginlínur í stefnu sjálfstæðismanna um markvissa lækkun skatta og skulda borgarinnar fram á næstu öld. Kl. 18.45-19.00. Hvað þýðir stefna sjálfstæðismanna fyrir fjárhag heimilanna? Gunnar Jóhann Birgisson borgarfulltrúi skýrir hver beinn fjárhagslegur ávinningur verður fyrir borgarbúa m.v. áætlanir sjálfstæðismanna. 3. Kl. 19.00 - Léttur málsverður. 5. Kl. 19.30 Leiðir til að ná árangri. Kynnt verða nokkur dæmi um mögulegar lausnir. Innlegg borgarfulltrúa. Kl. 19.30-19.45. Jóna Gróa Sigurðardóttir. Kl. 19.45-20.00. Ólafur F. Magnússon. Gestafyrirlesarar fjalla um leiðir til að auka gæði í þjónustu án aukins tilkostnaðar Reykjavíkurborgar. Kl. 20.00-20.15. María S. Héðinsdóttir, skólastjóri Tjamarskólans, ræðir um grunnskólann. Kl. 20.15-20.30. Gunnar B. Kvaran. forstöðumaður Kjarvalsstaða, ræðir um rekstur menningarstofnana. Kl. 20.30-20.45. Kristinn I. Jónsson, framkvæmdastjóri Skerjakots, ræðir um rekstur leikskóla. Kl. 20.45-21.00. Ómar Einarson, framkvæmdastjóri ÍTR, ræðir um íþróttir og tómstundastarf. Kl. 21.00-21.30. Samantekt. Ámi Sigfússon borgarfulltrúi. Fyrirspurnir í dagskrárlok. Ólofur F. Magnússon Barnagæsla verður á staðnum. ómar Einarsson Allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.