Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Grettir Tommi og Jenni Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Átak gegn yfir- gangi og siðleysi VALDÍS Guðmundsdóttir, Helga Lára Þorkelsdóttir og Erla Ingvarsdóttir. Frá Erlu Ingvarsdóttur, Helgu Láru Þorsteinsdóttur og Valdísi Guðmundsdóttur, framhaldsskóla- nemum. UNDANFARNAR vikur höfum við, þijár menntaskólastúlkur með kosningarétt, hist reglulega til að ræða þróun mála í samskiptum ungs fólks og yfirvalda. Umræða síðustu missera í sambandi við hegðunarmynstur ungs fólks, óheilbrigt líferni og stjórnleysi um nætur er frjáls túlkun á raunveru- leikanum. Við erum orðnar langþreyttar á þessu ástandi sem okkur finnst einkennast af uppivöðslusemi og einhæfri skoðanamyndun í fjölm- iðlun. Ósæmileg hegðun yfirvalda í okkar garð hefur hægt og síg- andi gert okkur að vafasömum hópi innan þjóðfélagsins. Hér er mál að linni Nýlegt og alvarlegt dæmi sem sýnir svart á hvítu það vantraust og neikvæða viðmót sem ungu fólki er sýnt var innrás lögreglunn- ar í ungmennagleði hér í borg. Þar réðust fulltrúar löggjafarvaldsins, sjálf lögreglan, inn á vinahóp sem var að skemmta sér og sundraði honum á augnablikinu með tárag- asi. Þessir sömu lögreglumenn voru síðan bítandi og beijandi skáta í öðrum gleðskap ekki löngu síðar. Hvernig eigum við að skilja eða túlka þessar aðgerðir lögregl- unnar? Er þetta úthugsað átak gegn ungu fólki? Megum við búast við fleiri „hetjulegum" dáðum af þessu tagi? Við höfum ekki fengið neina útskýringu. Þetta er aðeins eitt dæmi af ótal mörgum um óskiljanlegar og tilefnislausar misþyrmingar þess- ara opinberu starfsmanna á ungu fólki. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafnerfitt að vaxa úr grasi og mynda sér heilbrigða skoðun á yfirvöldum, á þeim sem eiga að hafa vit fyrir þjóðinni. Fyrirmynd- ir okkar eru brenglaðar. Þær eru eiginlega myndir sem eru fyrir okkur — byrgja okkur framtíðar- sýn. Ástandið innan þjóðkirkjunn- ar hefur heldur ekki bætt úr skák. Innan lúthersku kirkjunnar gilda mjög einföld og skýr tíu boðorð sem háttsettir fulltrúar hennar predika en geta ekki einu sinni farið eftir sjálfír. Mikil hætta er á að fólk dofni þannig að það hætti að sjá spillinguna sem á sér stað. Við berum ugg í bijósti ganvart þessari þróun. Við vitum ekki leng- ur hvað við eigum að halda á óumf- lýjanlegri leið okkar inn í samfé- lagið sem tortryggir mátt okkar og megin. Tortryggni gagnvart ungu fólki er markaðssett Vímuefnaáróður yfirvalda er í rauninni hræðsluáróður sem höfð- ar til foreldra, þar sem grafíð er undan trausti þeirra til barna sinna. Ungar manneskjur eru sett- ar undir eitt stórt dópþak og stimplaður lítt hugsandi, áhrifa- gjarnar, óábyrgar og algerlega óhæfar til að erfa landið. Allt of sjaldan er minnast á það sem ungt fólk gerir vel. Jákvæð og uppbyggjandi orka ungs fólks sem fer til að mynda í hluti eins og Lagningardaga MH og aðrar sæluvikur framhaldsskóllanna er ekki dregin fram í dagsljósið. Það er því á valdi fjölmiðla að ákveða í hvaða Ijósi þjóðin sér ungt fólk. Það kæmi okkur ekki á óvart ef þið sem lesið þessa grein vitið ekkert um tíða menningarviðburði framhaldsskólanna en séuð aftur á móti tiltölulega vel uppfrædd um eiturlyfjaneyslu örfárra ung- menna og hafíð séð myndirnar af skólaböllunum, þar sem standa þijár sætar og bijóstastórar stelp- ur „sem skemmtu sér konung- lega“. Það er erfitt að taka skrefið inn í fullorðinna heim sem stendur ekki undir því nafni þegar nánar er gáð. Ungt fólk á ekki að þurfa að sitja undir þeirri gagnrýni sem það fær. Þessi yfirgangur á engan veginn rétt á sér. Við hvetjum þess vegna alla til að rísa upp og láta í sér heyra. Allt efni sem birtist ( Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, bvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta,,ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.