Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Þakkir til Vigdísar Frá Sverri Ólafssyni: NÚ ÞEGAR óðum styttist í að þjóð- in gangi til forsetakjörs, verður mér litið yfir þann tíma sem frú Vigdís Finnbogadóttir hefur setið í emb- ætti. Vigdís hefur ákveðið að gefa ekki oftar kost á sér í þessa miklu virðingar- og ábyrgðarstöðu, sem hún hefur gegnt af svo stakri prýði. Víst er að hennar mun sárt verða saknað. Við íslendingar mættum gjarna vera svolítið örlátari á þakk- læti og viðurkenningu til þeirra sem vel vinna verk sín, því að í því ligg- ur hvatning til hinna að gera bet- ur. Vigdís forseti er einmitt ein þeirra Islendinga, sem bæði á þakk- ir og virðingu þjóðarinnar ríflega skilið. Það er skoðun mín að engan ást- sælli forseta hafi íslendingar átt en Vigdísi og er þá ekki ætlan mín að kasta rýrð á nokkurn forvera hennar. Vigdís, hefur einfaldlega markað svo djúp spor í sögu og sál þjóðar- innar, að seint mun verða til jafnað. Ég hef átt þess kost, að ferðast víða um heim í tengslum við störf mín að menningarmálum. A þeim ferðum hef ég orðið áþreifanlega Umat- hugasemd landlæknis Frá Þorbergi Kristjánssyni: ÉG VIL eigi láta hjá líða að þakka Ólafi Ólafssyni, landlækni, athuga- semd þá, sem hann gerir í Mbl. 15.3. 1996, við grein mína, er birtist í sama blaði 9. mars, þar sem m.a. var vikið að krufningum. Það er vissulega mikils virði, í þessu samhengi, að hafa opinbera yfirlýsingu landlæknis, þess efnis, að embætti hans túlki lög um dán- arvottorð þannig, „að alfarið skuli tekið tillit til vilja hins látna og taka skuli mið af vilja nánustu aðstand- enda varðandi krufningar nema ef um réttarkrufningu sé að ræða að beiðni lögreglu“. Ég tel mig hins vegar hafa ástæðu til að ætla, að þannig túlki ekki allir læknar téð lög og að ákvæðið um réttarkrufningu sé stundum mjög fijálslega notað. Víst er þá líka, að syrgjendur í tilfínningalegu uppnámi treysta sér ekki endilega til að reka réttar síns, með því t.d. að leita fullt- ingis landlæknis, enda ganga þessir hlutir yfirleitt fljótt fyrir sig. Ég minnist þess t.d. að fyrir nokkrum árum, féllst vandamaður látins manns, sem ég átti að jarðsyngja, ekki á að krufning færi fram, þegar eftir var leitað, en var þá einfaldlega svarað því til, að beðið yrði um úr- skurð dómara. Haft var samband við dómsmálaráðuneytið, sem treysti sér ekki til að taka á málinu og áður en frekar varð aðhafst, hafði dómari úrskurðað, að krufning skyldi gerð og hún framkvæmd, án þess að nein- um vörnum yrði við komið. Með skírskotun til ofanritaðs, og fleiri dæmi mætti auðveldlega nefna, virðist því nauðsynlegt, að um þetta séu skýr ákvæði í lögum, eins og er t.d. í norskri löggjöf sbr. „LOV av 9. februar 1973 nr. 6“ og í danskri löggjöf sbr. „Lov 9. juni 1967 nr. 246 om udtagelse af menneskeligt væv m.v.“ Þá skal að lokum minnst á frum- varp til laga um breytingu á lögum nr. 64/1962 um dánarvottorð, er samþykkt var samhljóða á Kirkju- þingi 1986 og aftur 1989. Mér er ekki kunnugt um, hvort nokkurn tíma var fjallað um þetta mál í Sam- starfsnefnd Alþingis og Kirkjuþings, en heiti nú á alþingismenn að taka það upp, - e.t.v. í tengslum við frum- varp til laga um réttindi sjúklinga, sem væntanlega kemur til kasta þingsins, áður en langar stundir liða. ÞORBERGUR KRISTJÁNSSON, fyrrv. sóknarprestur. var við það risavaxna starf sem Vigdís forseti hefur unnið þjóðinni okkar til heilla og velfarnaðar. Á þeim árum sem hún hefur setið í embætti forseta hefur hún unnið þrekvirki í því að kynna land okkar og þjóð, menningu, listir og sögu. Þá hefur hún unnið mikið starf í því að ryðja íslenskum fyrirtækjum veginn að alþjóðlegum heimi við- skiptanna. Kjör Vigdísar í embætti forseta var stórt lóð á vogarskálarn- ar í jafnréttisbaráttu kvenna, ekki aðeins hér heima, heldur út um all- an heim. Hún hefur alla tíð síðan unnið þessari baráttu allt það lið sem hún hefur mátt, svo um hefur munað. Hér heima fyrir hefur Vig- dís ekki aðeins verið óumdeilanlegt sameiningartákn þjóðarinnar, held- ur beinlínis hvatning fólksins í land- inu til dáða. Við, sem að menningar- málum í Hafnarfirði höfum unnið undanfarin ár, höfum svo sannar- lega fengið að kynnast þessari hvatningu, en Vigdís hefur ósjaldan hleypt í okkur kjarki, þegar á bratt- an hefur verið að sækja. Hygg ég að önnur byggðarlög þessa lands hafi svipaða sögu að segja. Vigdís hefur einnig sýnt það og sannað, að hún er sönn „landsmóðir" og eins og allar góðar mæður hefur hún á stundum verið ströng í upp- eldi samlanda sinna. Mér þykir ekki ólíklegt, að á stundum hafi farið um ýmsa stjórnmálamenn okkar, þegar henni hafa mislíkað gjörðir þeirra, þó að sjaldan fari slík mál hátt. Hún hefur tekið virkan þátt í gleði og sorg landsmanna og ver- ið styrk stoð þeirra sem um sárt eiga að binda eftir skelfíleg áföll sem yfir þjóðina hafa dunið, ekki síst undanfarin misseri. Nú þegar forsetaferli Vigdísar Finnbogadótt- ur fer senn að ljúka, er ég viss um að ég tala fyrír munn flestra sam- landa minna þegar ég lýsi yfir þakk- læti til hennar fýrir það fórnfúsa starf sem hún hefur unnið, langt umfram embættisskyldur sínar. Forsetaembættið mun um ókomna tíð bera þess merki, að þar hefur skörungur setið. Eftirmaður hennar verður því að vera afburðamaður ef forsetaembættið á að halda þeirri menningarlegu reisn og virðingu sem fylgt hefur Vigdísi Finnboga- dóttur; Þar dugar ekki nein meðal- mennska. SVERRIR ÓLAFSSON, myndhöggvari. Einbýli - Seltjarnarnes Einbýlishús um það bil 200 fm ásamt góðum bílskúr á stórri víðivaxinni lóð. Fimm svefnherbergi, tvö þeirra sér sem gefur ýmsa möguleika. Góð eign á góðu verði. Verð 13,2 millj. Brekkusmári 3-9 Kópavogi Raðhús 207 fm á tveimur hæðum með innbyggðum bílsk. Húsin afhendast fullbúin að utan með grófjafn- aðri lóð. Að innan: A: fokheld. B: tilbúin til innréttinga. Eignin skiptist: Efri hæð: Anddyri, hol, eldhús, bað- herb., stofa, svefnherb., bílskúr. Neðri hæð: Sjónvarps- hol, baðherb., 4 svefnherb., bvottaherb./geymsla. Traustur byggingaraðili. Vandaður frágangur. 4-5 svefnherbergi. Glæsilegt útsýni. Gott verð, kr. A: 8.900.000. B: 11.600.000. if ÁSBYRGI if Suóurlandsbraut 54 vió faxafen, 108 Raykjavik, sími 508-2444, ffax: 508-2446. INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali blabib -kjarni málsins! SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 41 Óðinstorg verslunarhúsnæði Höfum fengið mjög bjart og gott 190 fm verslunarhúsn. í miðbænum í sölu, nánar tiltekið við Óðinsgötu. Stórir gluggar, ný gólfefni (parket, granítflísar), nýtt loft, góð aðstaða fyrir starfsfólk og gott lagerpláss innaf. Gott aðgengi. EIGNAHOLLIN FASTEIGNASALA 552-4111 Krlv H Kjartan Kagnart hrl. tögglltur ffóktei«n4Wli. Kríitjon Kri»tjín»íon Agl* i Bjármtlottif itMum SUÐURLANDSBRAUT 14. 3. HÆÐ (HUS B&L) •S 5 888 222 FAX 5 888 221 GOÐHEIMAR Vorum að fá í sölu fallega sérhæð ca 127 fm á 1. hæð. 3 svefnherb. Parket og flísar á gólfum. Eldhús og bað endurnýjað. Góður garður. Þvottahús og geymsla í kjallara. Áhvílandi ca 4 millj. Verð 9,8 millj. FASTEIGN ER FRAMTID FASTEIGNAÍÍ) SvmiR mSUMSSON loooiljur FASJEIONASALI^^P^ SUÐURLANDSBRAUT12,108REYKJAVÍK, FAX588 7072 MIÐLUN SÍMI568 7768 Opið hús Flyðrugrandi 18 - laus Góð 2ja herb. 65 fm íbúð á jarðhæð í fjölbýli. íbúðin er stofa með sérsuðurgarði útaf, flísalagt bað, parket, gufubað. Áhvflandi 3,8 millj. húsbréf og veðdeild. Verð 6,4 millj. Ólafur og Herdís taka á móti ykkur milli kl. 14 og 17 í dag. hrAunhamar FASTEIGNA & SKIPASALA BÆJARHRAUNI 22, HAFNARFIRÐI, SÍMI 565 4511 Álftanes - ný raðhús V. 7,4 millj. tilb. u. trév. Höfum til sölu mjög falleg 3ja og 4ra herb. raðhús (með bílskúr) á góðum stað við Vesturtún 8 og 14 og 1-5. Verð frá 7,4 millj. miðað við tilb. u. trév. Lóð frágengin og hellulögð. Bflastæði malbikuð. Teikning- ar og nánari uppiýsingar á skrifstofu. Byggingaraðili: Eðvarð Haligrímsson. Ofanleiti - 3ja - Rvík Sérlega falleg ca 85 fm íb. á 1. hæð í litlu fjölb. Vandað- ar innr. Nýl. parket. Sérinng. og sérgarður. Áhv. byggsj. Verð 8,3 millj. 29076. Miðleiti - 4ra - Rvík Glæsileg lúxus 125 fm endaíb. á 1. hæð í vönduðu fjölb. Góðar innr. Parket. Svalir. Sérþvottaherb. Ath. aðeins ein íb. á hverri hæð í 4ra-íb. stigagangi. Bfl- skýli. Verð 11,8 millj. Hörgsholt - Hf. - 2ja Gullfalleg nýleg ca 60 fm íb. á 3. hæð (efstu) í góðu fjölb. Útsýni. Parket. Suðursv. Áhv. húsbr. ca 3,8 millj. Verð 5,8 millj. Gott þjónustufyrirtæki til sölu Höfum verið beðnir að selja eitt af eldri starfandi fyrirtækjum landsins í þjónustu með tvær afgreiðsl- ur á höfuðborgarsvæðinu. Frábært tækifæri fyrir samhentar 1-2 fjölskyldur. Vel staðsett fyrirtæki í góðu leiguhúsnæði. Nýlegar innr. og tæki. Um er að ræða eitt af betri fyrirtækjum á sínu sviði. Uppl. eingöngu á skrifstofu, ekki í síma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.